Morgunblaðið - 23.10.2015, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 2015
✝ Steindór Krist-inn Ingimund-
arson (Daddi), bif-
vélavirki og bíla-
málari, fæddist í
Bygggarði, Sel-
tjarnarnesi, 30.
janúar 1945. Hann
lést á Landspít-
alanum við Hring-
braut 13. október
2015.
Foreldrar hans
voru hjónin Stefanía G. Guð-
mundsdóttir, f. 2.6. 1920, d.
29.12. 2003 og Ingimundur G.
Steindórsson, f. 25.12. 1920, d.
10.8. 1993.
Systkini Steindórs eru: 1)
Drengur, f. 31.8. 1942, d. 30.11.
1942. 2) Inga Marta, f. 2.9.
1943, d. 24.5. 2012. Eftirlifandi
maki hennar er Sigurður Stef-
ánsson, f. 15.7. 1944, og áttu
þau fjögur börn. 3) Sigurlaug,
f. 25.6. 1946, gift Jónasi Hann-
essyni, f. 11.4. 1945 og eiga þau
fjögur börn. 4) Eyjólfur Þór, f.
22.6. 1949, giftur Ingibjörgu
Helgadóttur, f. 10.6. 1949 og
eiga þau þrjú börn. 5) Guð-
mundur Svanberg, f. 12.6. 1953,
giftur Guðrúnu Þorbjörns-
dóttur, f. 18.8. 1954, og eiga
þau þrjú börn.
Steindór eignaðist dótturina
Helgu Dóru, f. 16.9. 1962, með
Elsu E. Drageide. Helga Dóra á
aðinn þar sem hann vann m.a. í
Ísbirninum og hjá Eimskip.
Hann fór einnig til sjós en
draumur hans var lengi að
verða skipstjóri og fór hann í
nám til þess en lauk ekki.
Daddi dvaldi mikið á Litla-
Kambi á Snæfellsnesi hjá
ömmu sinni og naut þess mikið.
Eftir að hafa kynnst Maríu
árið 1966 fór Daddi í Iðnskól-
ann og stundaði nám í bifvéla-
virkjun. Þá fór hann að vinna á
bifreiðaverkstæði Ásmundar
Pálssonar tengdaföður síns á
Laugarnesvegi 48. Þau Mæja
fluttu árið 1972 á Kóngsbakka
9, þar sem þau bjuggu til ársins
1983 þegar þau fluttu í Hagasel
11. Síðar stofnaði Daddi sitt
eigið bifreiðaverkstæði að
Hamarshöfða 6.
Daddi var mjög virkur í
skíðaíþróttinni á sínum tíma og
var lengi vel félagi í Skíðadeild
Fram. Síðar tók golfíþróttin við
og voru þau María félagar í GR
til fjölda ára. Þá voru þau einn-
ig mjög virkir briddsspilarar
og spiluðu í fjöldamörg ár og
unnu til margra verðlauna.
Eftir fráfall Maríu kynntist
Steindór Þóru B. Jónsdóttur, f.
6.3. 1950, og hófu þau sambúð í
Smárarima 116 í október 2004,
þar sem Steindór bjó til dauða-
dags.
Börn Þóru eru: Þorsteinn,
Albert, Berglind og Jón Dagur.
Faðir þeirra var Kristján Al-
bertsson, f. 28.4. 1944, d. 4.10.
2002.
Útför Steindórs fer fram frá
Grafarvogskirkju í dag, 23.
október 2015, kl. 13.
þrjú börn: Sævar,
f. 7.4. 1981, Helgu,
f. 19.6. 1982, gift
Þórði Bjarka Guð-
mundssyni, f. 25.1.
1980, og Ólaf Þórð,
f. 2.5. 1990.
Hinn 1. apríl
1972 kvæntist
Steindór Maríu Ás-
mundsdóttur
(Mæju), f. 19.4.
1947, d. 27.8. 2002.
Foreldrar hennar voru Jónína
Ágústsdóttir, f. 21.1. 1923, d.
11.8. 2009, og Ásmundur Páls-
son, f. 20.2. 1915, d. 10.2. 1996.
Steindór og María eignuðust
tvö börn. Þau eru: 1) Jóna Dís,
f. 12.1. 1972, í sambúð með
Inga Ingasyni, f. 30.12. 1969.
Þau eiga þrjú börn: Viktor
Inga, f. 22.5. 2003, Hjálmar
Andra, f. 21.1. 2005, og Maron
Lárus, f. 14.11. 2006. 2) Óskar
Örn, f. 30.5. 1980, í sambúð
með Ingibjörgu Guðmunds-
dóttur, f. 13.3. 1982. Þau eiga
þrjú börn: Anton Breka, f. 27.2.
2005, Maríu Lenu, f. 7.8. 2009,
og Hrafndísi Karen, f. 1.8.
2011.
Steindór, eða Daddi, ólst upp
á Seltjarnarnesinu en bjó síðar
með foreldrum sínum á Vest-
urgötu 28. Hann lauk grunn-
skólanámi frá Mýrarhúsaskóla
og fór ungur út á vinnumark-
Það er margt sem flýgur um
hugann þegar maður sest niður
og ætlar sér að skrifa „nokkur
orð“ um föður sinn. Mann sem
gaf endalaust af sér til þess að
gera mig að betri manni. Allt
frá því að beita verkfærum,
veiða fisk, slá golfkúlu og keyra
bíl til þess að þurrka tár af
vanga ef eitthvað amaði að.
Þessum kostum varstu gæddur,
elsku pabbi, og svo miklu meira
til. Þú varst fyrirmynd mín í
svo mörgu og hefur mótað mig
að svo miklu leyti að ég er
hræddur um að Morgunblaðið
kæmist ekki inn um bréfalúg-
una ef ég ætlaði að skrifa um
það allt hér. Kærleiksríkur, um-
burðarlyndur, duglegur, vand-
aður og góður maður eru orð
sem lýsa þér vel.
Síðustu árin hafa verið erfið
og vildi ég óska þess að við
hefðum getað gert meira sam-
an, enda áttum við nóg af sam-
eiginlegum áhugamálum.
Heilsufar þitt bauð því miður
ekki upp á það. Eitt var hins
vegar heilagt; við horfðum sam-
an á boltann.
Aðdáun á Arsenal kom frá
mér og þú greipst það opnum
örmum þegar ég var unglingur.
Ég hafði fengið svo mikið af
dellum frá þér í gegnum tíðina.
Nei, það er ekki hægt að
skrifa bara nokkur orð um föð-
ur sinn. Sérstaklega ef hann
hefur verið manni jafn góður og
þú varst mér.
Þú átt allt mitt þakklæti fyrir
það og ég vil enda þessa grein
eins og við enduðum flestöll
okkar samtöl.
Ég elska þig.
Þinn sonur,
Óskar.
Elsku pabbi minn.
Mig langar að þakka þér fyr-
ir þann yndislega tíma sem við
fengum að eiga saman. Það er
svo margs ánægjulegs að minn-
ast þó tími okkar saman hafi
verið of stuttur.
Upp úr standa spjöllin okkar
góðu og ferðin út til Jónu í
sumar þar sem mikið var spilað
og hlegið.
Það var mér ómetanlegt, og
mér þótti vænt um, þegar þú
sagðir mér að þú værir stoltur
af mér, þrátt fyrir að ég héldi
með Liverpool, þú verandi
harður Arsenal-maður í húð og
hár.
Það er margt sem ég gæti
sagt, pabbi minn, minningar
sem streyma fram þegar ég
skrifa þetta. Þær minningar lifa
áfram og munu alltaf hlýja mér
um hjartarætur.
Að lokum langar mig að láta
fylgja með ljóð eftir hann
frænda okkar.
Þegar einhver fellur frá
fyllist hjartað tómi
en margur síðan mikið á
í minninganna hljómi.
Á meðan hjörtun mild og góð
minning örmum vefur
þá fær að hljóma lífsins ljóð
og lag sem tilgang hefur.
Ef minning geymir ást og yl
hún yfir sorgum gnæfir
því alltaf verða tónar til
sem tíminn ekki svæfir.
(Kristján Hreinsson)
Steindór Kristinn
Ingimundarson ✝ Jens Krist-jánsson fædd-
ist 9. mars 1925 í
Ytra-Skógarnesi á
Snæfellsnesi. Hann
lést á Hjúkrunar-
heimilinu Eiri 13.
október 2015.
Foreldrar hans
voru Sigríður Kar-
ítas Gísladóttir, f.
7. febrúar 1891, d.
15. nóvember
1988, og Kristján Ágúst Krist-
jánsson, f. 4. ágúst 1890, d. 4.
júlí 1934. Jens var þriðji í röð
níu systkina og eru tvö þeirra
enn á lífi, sem og ein uppeldis-
systir.
Jens kvæntist árið 1957
Ingibjörgu Þorvaldsdóttur, f.
22. ágúst 1937. Börn þeirra
Berglind, Árný og Guðjón
Ágúst.
Fyrir átti Jens dótturina
Báru, maki hennar er Eiríkur
Gunnarsson. Dætur þeirra eru
Erna María og Hrönn.
Barnabarnabörn Jens eru
17 talsins.
Sem ungur maður starfaði
Jens sem lögreglumaður á
Keflavíkurflugvelli, og síðar
við járnsmíðar í Reykjavík, en
lengst af vann Jens við versl-
unarstörf; fyrst hjá Ford-
umboðinu Sveini Egilssyni og
síðar hjá Bílanaust og lauk
sínum starfsferli þar.
Jens var í skíðadeild KR til
margra ára, einnig gegndi
hann trúnaðarstörfum í Versl-
unarmannafélagi Reykjavíkur
og var virkur félagi í Odd-
fellow-reglunni.
Útför Jens fer fram frá Bú-
staðakirkju í dag, 23. október
2015, klukkan 13.
eru: 1) Þorvaldur,
maki hans er
Ragnheiður Þór-
ólfsdóttir. Sonur
þeirra er Hinrik
Valur. Fyrir átti
Þorvaldur dótt-
urina Ingibjörgu
með Unni Guð-
rúnu Baldurs-
dóttur. 2) Sig-
urður, maki hans
er Sjöfn Sóley
Kolbeins. Börn þeirra eru
Jenný Kristín, Sigurður Haf-
steinn og Emil Þorvaldur.
Fyrir átti Sigurður Jóhannes
Hafstein og Málfríði Ernu
með Guðrúnu Margréti
Jóhannesdóttur. 3) Jóna Kar-
en, maki hennar er Guðjón
Símonarson. Börn þeirra eru
Þó að það sé ekki mikið um tár er ég í
hjarta mjög sár.
Þakklæti er mér efst í huga
með þig mér í hjarta, læt ekkert mig
buga
Það var sérstakt samband milli þín og
mín
alveg sama hvað, ég er litla afastelpan
þín
enda fékk ég þann heiður að bera þitt
nafn
minningar okkar gleðja mitt hugar-
safn.
Þinn tími er kominn, veit ekki hvernig
mér á að líða.
Þegar það kemur að mér veit ég að þú
verður þar að bíða.
(Höf. Jenný Kristín)
Jenný Kristín
Sigurðardóttir.
Í dag þegar ég kveð elskuleg-
an afa minn, afa Jenna, kemur
margt upp í hugann. Efst í huga
er þakklæti fyrir að hafa fengið
að eiga hann sem afa, fengið að
heyra allar skemmtilegu ferða-
sögurnar hans þar sem hann
fræddi mig og vakti áhuga minn
á hinum ýmsu stöðum í heim-
inum. Ástin, umhyggjan og ein-
lægur áhugi sem hann hefur
sýnt mér alla tíð og síðar börn-
unum mínum.
Afi var maður sem nýtti sinn
tíma svo vel, lifði góðu viðburða-
ríku lífi, kynntist fjölda fólks og
gaf af sér hvert sem hann for.
Heimili ömmu og afa hefur
ávallt verið fullt af hlýju og ást,
og eitt það verðmætasta er at-
hyglin sem manni er veitt; alltaf
tími fyrir spil, spjall og nærveru.
Ég er einnig þakklát fyrir að
hafa fengið að kynnast afa á ann-
an hatt þegar ég varð fullorðin,
ég hef verið svo heppin að hafa
haft mikinn tíma undanfarin ár
til að njóta heimsókna til ömmu
og afa.
Sá tími er mér svo verðmætur
og kær og gaf mér margar góðar
minningar um elsku afa Jenna
minn.
Elsku afi, ég kveð þig með
miklu þakklæti í hjarta. Takk
fyrir alla ástina og hlýjuna sem
þú hefur gefið mér alla mína ævi.
Sofðu vært elskan mín.
Ástar- og saknaðarkveðjur,
þín
Berglind.
Elsku afi Jenni. Er ég hugsa
til hans fæ ég hlýju í hjartað því
það var það sem hann gaf mér
frá því ég man eftir mér. Alltaf
svo gott að vera í kringum hann,
rólegt og yfirvegað. Það var
samt aldrei langt í grínið og
hann var orðheppinn og
skemmtilegur. Ég er heppin að
hafa átt besta afa og bestu ömmu
sem hægt er að hugsa sér. Þegar
ég var lítil voru þau alltaf með
mig, tóku mig með í útilegurnar,
leikhúsið, jólaböllin í Oddfellow
og svo margt skemmtilegt sem
við gerðum saman. Er ég lít til
baka á ég ótal stundir til þar sem
ég sat með honum og hann
kenndi mér að tefla eða leggja
kapal eins og hann gerði svo oft
eða bara spjalla saman.
Þetta var hann, góður og
traustur og til staðar. Minning-
arnar um afa geymi ég sem fjár-
sjóð og mun hafa að fyrirmynd í
framtíðinni. Guð gefi ömmu
minni og alnöfnu, pabba, Jónu og
Sigga styrk í sorginni. Megi
minningin um elsku afa vera ljós
sem lifir.
Ingibjörg Þorvaldsdóttir.
Með þessu ljóði langar okkur
að kveðja kæran vin okkar, Jens
Kristjánsson. Leiðir okkar og
hans góðu konu og kærrar vin-
konu okkar, Ingibjargar, hafa
legið saman í allt að 60 ár og eru
minningarnar okkur ljúfar og
dýrmætar.
Þó dökkni og dimmi yfir
og dagsins lokið önn,
sú vissa að látinn lifir
er ljúf og sterk og sönn.
Hún er það ljós, sem lifir
og lýsir myrkan veg.
Hún ljómar öllu yfir
svo örugg, dásamleg.
Við samferð þína þökkum,
já, þökkum allt þitt starf.
Hrærðum huga og klökkum
þú hlaust þá gæfu í arf
að eiga huga heiðan
og hreina sanna lund,
sem gerði veg þinn greiðan
á granna og vinafund.
Nú ertu héðan hafinn
á hærra og betra svið.
Þar ást og alúð vafinn
en eftir stöndum við.
Þig drottinn Guð svo geymi
og gleðji þína sál.
Í öðrum æðra heimi
þér ómi guðamál.
(Valdemar Lárusson)
Anna og Birgir,
Erna og Örn.
Jens Kristjánsson
✝ SigurbergurSverrisson
fæddist 20. júlí
1925 á Brimnesi í
Grindavík. Hann
lést 14. október
2015.
Foreldrar hans
voru Sverrir Sig-
urðsson út-
gerðarmaður frá
Miklaholti í Mikla-
holtshreppi, f. 24.
júlí 1899, d. 28. mars 1978, og
Guðmunda Ólafs-
dóttir húsmóðir frá
Hæðarenda í
Grindavík, f. 18.
maí 1901, d. 12.
mars 1984. Sam-
býliskona hans var
Fanney Sigurjóns-
dóttir.
Útför hans fer
fram frá Kefla-
víkurkirkju í dag,
23. október 2015,
klukkan 13.
Þá er bróðir minn hann
Diddi í h/f eins og hann var
alltaf nefndur í daglegu tali,
sem varð níræður í sumar, far-
in til feðra sinna. Hann ólst upp
í föðurhúsum fram undir tví-
tugt. Veturinn 1946 reri hann
með Gunnari frá Vík og var
hluturinn sjö þúsund krónur.
Sama vorið stofnuðu faðir okk-
ar, Sverrir Sigurðsson frá
Brimnesi, og Diddi auk þriggja
annarra Þorbjörn h/f í Grinda-
vík og var hlutur hvers sjö þús-
und krónur. Þennan sama vetur
kynntist hann konu sinni, Sig-
ríði Guðmundsdóttur frá
Tálknafirði, og giftu þau sig og
áttu átta börn og eina uppeldis-
dóttur.
Diddi var vélstjóri á fyrsta
Hrafni Sveinbjarnarsyni GK
255, en vertíðina 1947 varð það
óhapp að maður fór einn hring
á spilinu.
Skipstjórinn kenndi Didda
um þetta óhapp og upp frá því
samdi þeim mjög illa. Hætti
Diddi þá um sumarið og flutti
til Keflavíkur að Hafnargötu 20
í eitt herbergi og lítið eldhús og
þurfti Sigga að fara í næsta hús
eftir vatni.
Síðan réð Diddi sig sem vél-
stjóra hjá H/f Keflavík og vann
þar í nokkur ár. Á þeim tíma
var vinnutíminn frá 8 á morgn-
ana til 12 á kvöldin á veturna
en með þessu starfi var hann
leigubílstjóri um helgar og þeg-
ar tími gafst.
Árið 1952 byggðu þau hjón
hús að Sóltúni 10 í Keflavík þar
sem þau bjuggu allan sinn bú-
skap, nema síðustu tvö árin á
Nesvöllum. Þegar H/f Keflavík
hætti rekstri fór Diddi til sjós á
Tálknafirði með mági sínum
Magnúsi Guðmundssyni og var
með honum í nokkur ár langt
frá heimili sínu, sem þótti allt í
lagi í þá daga.
Þegar hann kom heim eftir
langa útivist fór hann aftur til
sjós með Gulla á Voninni og var
Sigurbergur
Sverrisson
Okkar innilegustu þakkir til allra sem
auðsýndu okkur samúð og vináttu við
andlát og útför elskulegrar móður okkar,
tengdamóður og ömmu,
HELGU JÓHÖNNU JÓNSDÓTTUR,
Brákarhlíð í Borgarnesi,
áður Böðvarsgötu 4.
Sérstakar þakkir til starfsfólks
Brákarhlíðar fyrir góða umönnun og hlýju.
.
Jón Björnsson, María Alexandersdóttir,
Magnús Þórðarson,
Gunnar L. Þórðarson,
Hörður Þórðarson, Anna María Kristjánsdóttir,
Þórður Þórðarson, Inga Sigurðardóttir,
Guðrún Hildur Þórðardóttir
og barnabörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna andláts og útfarar kærrar
eiginkonu minnar, móður og ömmu,
ARNDÍSAR ELLERTSDÓTTUR
hjúkrunarfræðings.
Sérstakar þakkir til starfsfólks
Kvennadeildar Landspítalans fyrir góða
umönnun. Guð blessi ykkur öll.
.
Mats Wibe Lund,
Margit Robertet,
Anita Lund,
Christopher Lund,
og barnabörnin Hlynur Smári, Manon,
Bjargey, Arndís, Eliot og Ari Carl
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og
viðeigandi liður, „Senda inn
minningargrein,“ valinn úr felli-
glugganum. Einnig er hægt að
slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum dög-
um fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað get-
ur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skilafrestur
rennur út.
Minningargreinar