Morgunblaðið - 23.10.2015, Síða 34
34 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 2015
Skúli Sverrisson tónlistarmaður er listrænn stjórnandi listahúss-ins Mengi sem er til húsa á Óðinsgötunni rétt við Skólavörðu-stíg. „Mengi verður tveggja ára í desember. Ég held að fyrstu
tónleikarnir hafi verið 12. desember. Þetta gengur bara mjög vel eins
og ég átti von á. Við erum með mikla dagskrá, þrjá viðburði í hverri
viku sem er mikið fyrir litla borg eins og Reykjavík en sýnir hvað mik-
ið er að gera í menningarlífinu á Íslandi.“
Í kvöld verður Kriðpleir – leikhópur með sýningu á verkinu Krísu-
fundur. Á morgun verða tónleikar sem bera yfirskriftina Revealing
the Unseen. Þar koma fram franska radd- og hljóðlistakonan Marie
Guilleray og tónskáldin og hljóðlistamennirnir Bjarni Gunnarsson og
Steindór Kristinsson.
Það er alltaf nóg að gera hjá Skúla sjálfum í spilamennskunni.
Hann var síðast að vinna með Kjartani Sveinssyni, fv. hljómborðsleik-
ara úr Sigur Rós, en þeir héldu tónleika á Írlandi í síðasta mánuði. Á
morgun verða svo útgáfutónleikar með Einar Scheving í Norður-
ljósum í Hörpunni kl. 9, þar sem Skúli, Einar, Eyþór Gunnarsson og
Óskar Guðjónsson leika. Í vikunni kom út þriðja hljómplata Einars
með þessari hljómsveit, og nefnist hún Intervals, en kvartettinn hefur
aldrei haldið tónleika áður.
Ég hef verið að spila á afmælinu mínu eins langt aftur og ég man og
held að ég hafi ekki verið á Íslandi á afmælisdegi mínum í 20 ár. Í dag
verð ég á æfingum fyrir tónleikana á morgun og fer svo í Mengi á sýn-
inguna.“
Sambýliskona Skúla er Ólöf Arnalds tónlistarkona. Dóttir Skúla er
Helena 5 ára og Ólöf á dreng sem heitir Ari og er 7 ára.
Í Mengi Skúli Sverrisson tónlistarmaður staddur á Óðinsgötunni.
Yfirleitt verið að
spila á afmælinu
Skúli Sverrisson er 49 ára í dag
G
uðmundur Ingi fæddist
í Reykjavík 23.10. 1955
og ólst þar upp í
Vesturbænum, nánar
tiltekið á Fornhag-
anum. Eins og fleiri Vesturbæingar
fæddist hann inn í KR-fjölskyldu en
móðurafi hans var einn af stofn-
endum þessa elsta knattspyrnu-
félags landsins.
Guðmundur Ingi æfði knatt-
spyrnu og badminton með KR á
unglingsárunum. Hann var í Ísaks-
skóla, Melaskóla og Hagaskóla, lauk
stúdentsprófi frá MR 1976, útskrif-
aðist sem rafmagnsverkfræðingur
frá HÍ og lauk meistaraprófi í raf-
orkuverkfræði frá Danmarks Tekn-
iske Universitet (DTU).
Guðmundur Ingi réðst til Lands-
virkjunar árið 1982 og var þar verk-
fræðingur á rekstrardeild, síðar yf-
irverkfræðingur og deildarstjóri
kerfisdeildar frá 1993. Hann varð
kerfisstjóri Landsnets við stofnun
fyrirtækisins í ársbyrjun 2005,
framkvæmdastjóri kerfisstjórnar
frá 1.11. 2005, var aðstoðarforstjóri
Landsnets frá ársbyrjun 2008 og er
forstjóri þess frá ársbyrjun 2015.
Guðmundur Ingi kom að stofnun
og hefur setið í stjórnum Fjarska
hf., Netorku hf., Orkufjarskipta hf.,
situr nú í stjórn Samorku, Iceland
Geothermal, í aðalstjórn samtaka
evrópskra raforkuflutningsfyrir-
Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets – 60 ára
Guðmundur og Sigrún Hér eru glæsileg hjón í gönguferð í stórfenglegu umhverfi, við Arnarstapa á Snæfellsnesi.
Með hugann við rann-
sóknir og nýsköpun
Skíðafjölskylda Guðmundur og Sigrún með börnunum í Klettafjöllunum.
Í dag, 23. október, eiga hjónin Ása
Sigríður Ólafsdóttir og Valur Sól-
berg Gunnarsson frá Akranesi 50
ára brúðkaupsafmæli.
Árnað heilla
Gullbrúðkaup
Grindavík Arna Dröfn Davíðsdóttir
fæddist 23. október 2014 kl. 19.45.
Hún vó 1.920 g og var 43 cm löng. For-
eldrar hennar eru Edda Ósk Gísladótt-
ir og Davíð Sveinn Guðmundsson.
Nýir borgarar
Akureyri Tómas Uni Geirsson fæddist
5. mars 2015. Hann vó 3.784 g og var
52 cm langur. Foreldrar hans eru
Stella Bryndís Karlsdóttir og Geir
Sigurðsson.
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.