Morgunblaðið - 23.10.2015, Qupperneq 36
36 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 2015
BÆJARLIND 16 I 201 KÓPAVOGUR I SÍMI 553 7100 I LINAN.IS
OPIÐ MÁN TIL FÖSTUDAGA 11 - 18 I LAUGARDAGA 11 - 16
MASTER
- DeLUXE HÆGINDASTÓLL MEĐ INNBYGGĐUM SKEMMLI -
STILLANLEGUR
HNAKKAPÚĐI
FJÖLSTILLANLEGT
BAK SEM LEGGST
ALVEG AFTUR
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Tilhneiging manneskjunnar er að
tengjast öðrum á sínum eigin forsendum.
Eiginlega má ekkert rugga bátnum, ef þú ætl-
ar að komast hjá átökum.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú finnur sannarlega til góðmennsku í
garð annarra og vilt hjálpa þeim sem minna
mega sín. Mundu bara að leyna engum stað-
reyndum sem skipta máli.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Vertu varkár í samskiptum þínum
við börn í dag. Gerðu hlutina eins smátt og
smátt og þú þarft til þess að komast í gegn-
um daginn.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Sýndu háttprýði í allri framgöngu því
þá mun þér farnast vel. Slepptu frekar því
það er þér sjálfum fyrir bestu. Flýttu þér því
hægt.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú þarft að sjá til þess að þú hvílist
reglulega, því annars áttu á hættu að bíða
tjón á heilsu þinni. Mundu að lengi má mann-
inn reyna.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Taktu ekki að þér aukaverkefni nema
þú sért undir það búinn að vera undir álagi í
einhvern tíma. Farðu í stutta ökuferð til að
njóta útsýnisins eða skoðaðu þig um í búðum
eða söfnum.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þú munt komast að því að þú átt margt
sameiginlegt með vinnufélögum þínum.
Skrifaðu niður hugmyndirnar eða varðveittu á
bandi.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú hefur unnið mikið seinustu
tvær vikurnar, og nú skaltu ákveða hvernig þú
vilt leika þér. Til allrar hamingju hefur þú fulla
stjórn á aðstæðum.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Einhver ættingi þinn bankar upp
á og er stútfullur af nýjum og spennandi
fréttum. Bæði þú og aðrir geta átt á hættu að
lenda í óhöppum.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú ert í miðjum umbrotatíma og
þarft að hafa þig allan við til þess að koma
heilskinnaður út úr breytingunum. Annars er
hætt við að jákvæðni þín brenni fljótt upp.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Kvöld í félagsskap vina yrði
ábyggilega ánægjulegt. Löngun þín til að gera
öðrum til geðs getur leitt til þess að þú setjir
þér óraunhæf markmið.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Samræður munu koma þér á óvart í
dag. Vertu viss um að þeir, sem málið snertir,
viti ótvírætt hvað þú hugsar.
Áþriðjudaginn sagði ég frá því íVísnahorni að „Vísur um blóm
og stjörnur“ eftir Skúla Pálsson eru
væntanlegar á markað. Í kringum
útgáfuna hefur hann sett upp
skemmtilegan leik, þannig að á
Boðnarmiði er hægt að skrá sig fyr-
ir bók og síðan fá vísu í kaupbæti, –
ferskeytla kostar minnst, hring-
henda ívið meira o.s.frv.
Páll setti sér það verkefni að búa
til eina vísu á dag í eitt ár. Þær fóru
sínar eigin leiðir og sumar vildu
raða sér saman í ljóð. Og nú vilja
þær standa saman í bók og fá fleiri
til að lesa sig.
Páll segist aldrei hafa hugsað um
vísurnar sem ljóð – „þær eru ekki
list sem þjónar listinni heldur frek-
ar nytjahlutir“, segir hann. „Um
stóra hluti og litla – um hið stóra í
hinu smáa“.
Bókin skiptist í fjóra kafla sem
heita eftir árstíðunum. „Æviskeið“
heitir þetta:
Litlu krakkakrílin fá
kunna orð að mæla,
angur sitt og óskir tjá
einatt með að skæla.
Táningarnir tjútta og
af tómri kæti hoppa,
viðstöðulaus vöðvaflog
vonlaust er að stoppa.
Þó að lengi þetta sker
þjaki vondsleg kreppa
allra sinna ferða fer
fullorðinn á jeppa.
Þegar er í lífsins lind
löggin næstum búin
öldungur með göngugrind
gaufar áfram lúinn.
Hér er Sumarvísa:
Í dag er alveg brjáluð blíða,
börnin úti skoppa víða,
lifnar óðum lauf á trjánum,
leik ég mér og veifa tánum.
Og loks er hér kynningarvísa:
Skúli Pálsson skáldið er,
skemmtilega yrkir,
yður býður kvæðakver,
Karólína styrkir.
Einhvern tíma í byrleysi orti Há-
kon Hákonarson í Brokey vísu
þessa:
Komi leiði um kembingsheiði,
Kári beiði ég veiti lið.
Boðar freyði, skaflar skeiði
skutinn breiða aftan við.
Og ekki að sökum að spyrja: Byr
blásandi rann á!
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Vísur eru nytjahlutir
fremur en list
Í klípu
„ÉG LOKAÐI GLUGGANUM, EN EKKERT
GERÐIST. ÆTTI ÉG AÐ PRÓFA AÐ DRAGA
GLUGGATJÖLDIN FYRIR?“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„HÆTTU AÐ SEGJA AÐ ÞÚ KUNNIR EKKI
VIÐ ÞÁ. ÞÚ ERT BARA BÚINN AÐ GANGA Í
ÞEIM Í FIMM MÍNÚTUR.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... þegar hann horfir
bara á þig.
ÞAÐ ER ÞRUMUVEÐUR
Á LEIÐINNI HINGAÐ
ALVEG EINS OG Í
VEÐURFRÉTTUNUM
ÉG ER AÐ HALDA BOÐ
FYRIR GARÐYRKJU-
KLÚBBINN MINN Í DAG…
… OG ÞÚ ÞARFT
AÐ YFIRGEFA
HÚSIÐ!!
KOMDU SNATI!
FÖRUM Í LYSTI-
GARÐINN!
ÉG VEIT EKKI
HVAÐ ÉG GERÐI
EN…
… ÞAÐ HLÝTUR
AÐ HAFA VERIÐ
NOKKUÐ
GOTT!ÓKEI
TÖL
VA
TÆKNIAÐSTOÐ
TÍSKU
SKÓR
Víkverji hefur lengi furðað sig áýmsu í nærumhverfinu, en nú
skilur hann betur hvers vegna
borgarfulltrúar meirihlutans ganga á
skýjum og vilja ekki vegi, útgefendur
gefa út bók eftir höfund sem er ekki
til og blaðamaður á fríblaði tekur við-
tal við viðkomandi og birtir jafnvel
mynd af höfundi, sem er ekki til.
Þetta snýst allt um að fara aftur til
framtíðar.
x x x
Fyrir þá sem ekki skilja – og þeireru örugglega margir – kom út
önnur kvikmyndin í þríleiknum Back
to the Future (Aftur til framtíðar)
1989 og gerist hún að hluta til í fyrra-
dag, 21. október 2015. Þar er meðal
annars svifið um á svifbrettum og
ferðast í fljúgandi bílum í stað þess að
fara ferða sinna á götum – kunnugleg
draumsýn úr Ráðhúsinu – og tól og
tæki ráða ríkjum við matarborðið,
þar sem samtöl venjulegs fólks eiga
sér annars gjarnan stað.
x x x
Ákveðinn hópur virðist ekki lifa íraunheimi heldur draumheimi og
því er staðan eins og hún er. Hún
kallar fram í huga Víkverja bíómynd
sem hann sá í æsku. Víkverja minnir
– og minnið er gloppótt – að hún hafi
fjallað um dreng, hugsanlega Áslák
sem myndin heitir þá eftir, sem var
ekki nógu góður í fótbolta, að mati
leikfélaganna, en honum áskotnuðust
skór sem gerðu honum mögulegt að
hoppa á miklum hraða yfir völlinn
endilangan og auðvitað gerði hann út
um leikinn á örlagastundu. Svona
skór hafa ekki sést síðan en í fyrr-
nefndri framtíðarmynd er gengið út
frá því að sjálfreimandi skór hafi ver-
ið komnir á markað í fyrradag. Vík-
verji hefur reyndar ekki rekist á þá
en ef til vill fást þeir í Hellas.
x x x
Í Reykjavík er stöðugt verið aðbyggja í draumheimum. Ný
byggðarlög rísa á milli þeirra gömlu,
innangengt er í vinnuna fyrir allt
fólkið auk þess sem öll þjónusta, skól-
ar og stofnanir, eru líka í göngufæri.
Enginn þarf að fara úr nærumhverf-
inu. Hanna og Barbera hefðu ekki
gert betri sviðsmynd fyrir Flintsto-
nes. víkverji@mbl.is
Víkverji
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal,
óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá
mér, sproti þinn og stafur hugga mig.
Sálm. 23:4