Morgunblaðið - 13.11.2015, Síða 1

Morgunblaðið - 13.11.2015, Síða 1
F Ö S T U D A G U R 1 3. N Ó V E M B E R 2 0 1 5 Stofnað 1913  267. tölublað  103. árgangur  LÍKIR LÖGUNUM VIÐ HEIMTU- FREK BÖRN SÝNING UM KONUR OG KYNVITUND HORFÐUST Í AUGU VIÐ DAUÐ- ANN Í 72 TÍMA REYKJANESBÆR 30 ÚTKALL Í HAMFARASJÓ 4MARKÚS OG FÉLAGAR 33 Morgunblaðið/Eggert Bankarnir Hagnaðurinn á fyrstu níu mán- uðunum í ár er meiri en allt árið 2013.  Samanlagður hagnaður við- skiptabankanna þriggja, Íslands- banka, Landsbankans og Arion banka, nam 66,5 milljörðum króna á fyrstu níu mánuðum ársins. Bankarnir hafa nú allir birt upp- gjör sín fyrir tímabilið. Þannig hefur Arion banki hagnast um 25,4 milljarða, Landsbankinn um 24,4 milljarða og Íslandsbanki um 16,7 milljarða. Hagnaður þeirra yfir allt árið í fyrra nam 81 milljarði króna og því þurfa þeir að skila 14,5 millj- örðum í hagnað það sem eftir lifir af árinu eigi þeir að skila jafn miklum hagnaði og í fyrra. Árið 2013 var samanlagður hagnaður þeirra hins vegar 64,6 milljarðar og því hafa þeir nú þegar skilað meiri hagnaði en allt það ár. »16 Hagnaður stóru bankanna kominn í 66,5 milljarða Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Tveir karlmenn, báðir flugkennarar við Flugskóla Íslands, fórust þegar lítil kennsluflugvél frá skólanum brotlenti í úfnu hrauni sunnan Hafnarfjarðar um miðjan dag í gær. Aðdragandi slyssins var óljós í gær- kvöld, samkvæmt upplýsingum lög- reglu, en Rannsóknarnefnd sam- gönguslysa og lögregla unnu að rannsókn á vettvangi fram á kvöld. Í yfirlýsingu Flugskólans segir að þetta hafi verið hörmulegt slys. Tilkynning barst klukkan 15.10 um að saknað væri tveggja sæta kennsluflugvélar frá Reykjavíkur- flugvelli. Fjölmennt lið björgunar- sveita, lögreglu, slökkviliðs og Landhelgisgæslu var sent á vett- vang og svipast var um eftir vélinni úr lofti. Fannst hún tæpum hálftíma síðar, nokkra kílómetra suðvestur af Hafnarfirði. Slysið varð skammt frá Krýsuvíkurvegi. Þyrla Landhelgis- gæslunnar flutti björgunarsveitar- menn og rannsóknarmenn að flak- inu. Lögregla lokar vettvangi á meðan rannsókn stendur yfir, bæði á landi og í lofti. Mennirnir voru úrskurðaðir látnir á vettvangi. Þeir voru á þrítugs- og fertugsaldri. Ekki er hægt að birta frekari upplýsingar um þá að svo stöddu, skv. upplýsingum skólans. Kennurum og nemendum Flug- skóla Íslands sem og Tækniskólans, sem flugskólinn tilheyrir, var boðin áfallahjálp. Ákveðið var að fella nið- ur allt skólastarf í báðum skólunum í dag. Nýjar flugvélar Flugvélin var ein af fimm nýjum kennsluflugvélum sem Flugskóli Ís- lands tók í notkun í sumar og haust. Þær eru ítalskrar gerðar, Tecnam. Flugkennararnir flugu nokkra hringi yfir höfuðborgarsvæðið eftir flugtak frá Reykjavíkurflugvelli áð- ur en vélin tók stefnuna út á Reykjanesskagann þar sem hún brotlenti. Tveir flugkennarar fórust  Kennsluflugvél brotlenti í hrauni við Hafnarfjörð  Tildrög slyssins eru óljós  Kennurum og nemendum Flugskóla Íslands og Tækniskólans boðin áfallahjálp Morgunblaðið/Þórður Á vettvangi Fjölmennt lið kom á vettvang við Krýsuvíkurveg þegar tilkynnt var um hvarf flugvélarinnar. Á innfelldu myndinni eru nýju kennsluvélarnar. Hér brot- lenti vélin Kleifarvatn Keilir Loftmyndir ehf. × Flugslys við Hafnarfjörð Ljósmynd/Baldur Sveinsson svæðinu. Til samanburðar áætla SI að 3.000-3.600 íbúðir þurfi að vera í byggingu á svæðinu til að anna eftirspurn. Er þá ekki verið að ganga á uppsafnaða þörf fyrir íbúðir. Þrýstir upp verðinu Telja samtökin að vegna lítilla framkvæmda undanfarin ár hafi skapast þörf fyrir 2.500-3.000 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu. Sú þörf verði ekki uppfyllt næstu misserin. Bjarni Már Gylfason, hagfræð- ingur hjá SI, segir eina birtingar- mynd þessa vanda að ungt fólk búi lengur en áður í heimahúsum og að skortur á húsnæði þrýsti upp íbúð- arverði. Þá sé ekki hægt að útiloka að erfiðleikar á fasteignamarkaði ýti undir að ungt fólk flytji úr landi vegna erfiðleika við að fá húsnæði sem hæfir þörfum og greiðslugetu. Þróunin í sérbýli vekur athygli. Aðeins 278 sérbýli eru í byggingu á höfuðborgarsvæðinu, skv. talningu Baldur Arnarson baldura@mbl.is Færri íbúðir eru nú í byggingu á höfuðborgarsvæðinu en árið 2013. Að óbreyttu mun skortur á íbúðar- húsnæði á svæðinu því aukast. Þetta er mat sérfræðinga Sam- taka iðnaðarins (SI) sem vísa til nýrrar talningar á íbúðum sem eru í byggingu á höfuðborgarsvæðinu. Leiðir talning SI í ljós að nú er verið að byggja um 2.400 íbúðir á SI., eða 28 færri en í mars 2014. Friðrik Á. Ólafsson er forstöðu- maður byggingarsviðs hjá SI. Þróunin kemur mjög á óvart Hann segir það hafa komið sam- tökunum mjög á óvart að í mars sl. voru færri íbúðir í byggingu en í október 2014. Ný talning SI bendir til að orðið hafi óveruleg breyting í þessu efni á síðari hluta ársins. Nýjar íbúðir mæta ekki eftirspurn  Minna byggt af íbúðum á höfuðborgarsvæðinu en 2013  Lítið byggt af sérbýli  Samtök iðnaðarins telja að vegna lítils framboðs verði aukin spenna á markaði MMinna byggt … »6  Alls verða 34 tegundir jóla- bjórs og 43 vöru- númer í hillum ÁTVR í ár en úr- val jólabjórs hef- ur aldrei verið meira. Salan hefst í dag en undanfarin ár hafa selst um 100 þúsund lítrar fyrstu helgina. Á síðasta ári seldust tæpir 670 þúsund lítrar af jólabjór. Þegar bjór var leyfður árið 1989 seldust 10 þúsund lítrar. Sé litið tíu ár aftur í tímann þá seldust 268 þúsund lítrar. »14 Jólabjórinn kemur í hillur ÁTVR í dag Margir bíða eftir jólabjórnum.  Gunnar Svav- arsson, formaður stjórnar Nýs Landspítala ohf., segir að áætlanir frá 2013 um verklok við nýjan Landspítala og kostnaðaráætlun upp á 49 millj- arða króna, mið- að við verðlag í mars sl., standi óhaggaðar. „Öll útboð sem við höf- um framkvæmt á grundvelli þess- arar kostnaðaráætlunar hafa fallið þannig að það er allt verulega und- ir kostnaðaráætlun,“ segir Gunnar m.a. í samtali við blaðið. »12 Áætlun um verklok spítalans stendur Gunnar Svavarsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.