Morgunblaðið - 13.11.2015, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.11.2015, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2015 Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Jólabjórinn kemur í hillur ÁTVR í dag en aldrei áður hefur verið boðið upp á jafnmargar tegundir eða 34. Í fyrra voru tegundirnar 29. Þegar bjór var leyfður 1989 seldust 10 þúsund lítrar af jólabjór. Í fyrra var magnið 670 þúsund lítrar. Séu tíu ár skoðuð aftur í tímann seldust 268 þúsund lítr- ar. Meðal nýrra tegunda er belgískur jólabjór sem eflaust mun vekja for- vitni bjóráhugamanna. Einkenni þessa bjórs er mikill styrkur í bragði og áfengismagni en tvær tegundir eru yfir 10%. Sigrún Ósk Sigurð- ardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, segir að stemningin sé mikil í búðum ÁTVR um allt land enda búist við fjölmenni. „Í ár eru 34 tegundir og 43 vörunúmer í boði. Á síðasta ári seld- ust tæpir 670 þúsund lítrar af jóla- bjór, þar af fyrstu tvo dagana um 100 þúsund lítrar. Það hefur verið mikið að gera hjá okkur undanfarin ár í þessum fyrsta í jólabjór.“ Daginn í dag ber upp á föstudaginn 13. og það verður seint sagt að sá dagur boði heppni. Sigrún segir að ÁTVR sé hvergi bangin við að hefja sölu á þessum degi. Jólabjórskaup landsmanna séu tilfærsla milli teg- unda. Fólk kaupi minna af hinum hefðbundna bjór yfir jólahátíðina. „Tuborg-jólabjórinn hefur borið höfuð og herðar yfir annan bjór. Hvort það verður eins í ár kemur í ljós en hann hefur verið á toppnum í nokkur ár.“ Hún segir að eftirspurnin sé alltaf að aukast eftir öðruvísi bjór en sá bjór kemur til ÁTVR í takmörk- uðu magni og er ekki líklegur til að stoppa lengi í hillunum. ÁTVR skilar þeim jólabjór sem ekki selst aftur til framleiðenda. „Þetta er takmörkuð framleiðsla sem er í sölu í takmark- aðan tíma og markmiðið er að selja helst allt. Það er allra hagur að ekki þurfi að farga jólabjór í lok tímabils. Reglurnar kveða á um að við skilum umframmagni. Það er því hagstæðast að framboð og eftirspurn haldist í hendur.“ Bjór sem skorar stóru mörkin Einn af innflytjendum jólabjórs, Elgur ehf. heildverslun, mun nú bjóða upp á belgískan bjór en það er í fyrsta skipti sem jólabjór frá landinu kemur í vínbúðina. Skúli Ingimund- arson, framkvæmdastjóri Elgs, segir að íslenskur bjórmarkaður sé í stöð- ugri þróun og hann sé ánægður með að geta boðið markaðnum upp á slíka munaðarvöru sem bjórinn hans sé, en stykkið kostar hátt í þúsund krónur. „Það hefur verið einn og einn belg- ískur jólabjór sem hefur ekki skorað hátt. Þetta er hins vegar bjór sem skorar stóru mörkin. Hann er fyrir gæðingana og því dýrari. Það er vel í lagt og þarna er boðið upp á allt ann- að en ódýra einfalda vöru. Þetta er keimlíkt bjór sem er bruggaður í klaustrum en bjórgæðingar horfa oft til Belgíu þegar leita á að gæðum.“ 530 þúsund lítrar bruggaðir Ölgerðin framleiðir um 530 þúsund lítra af Tuborg-jólabjór í ár – rúm- lega 1,6 lítra á hvern Íslending. Eru þetta um 1,6 milljónir bjórflaskna sé miðað við lítinn bjór, tæpir fimm bjór- ar á mann. Í fyrra seldust 253 þúsund lítrar af Tuborg og jókst salan um 6,5% á milli ára. Tuborg er með um 38% af heild- arsölunni. Í öðru sæti á síðasta ári var Víking með 135 þúsund lítra, Jólagull í því þriðja með tæplega 57 þúsund, en það var í fyrsta sinn bruggað eftir nýrri uppskrift, kryddað með appels- ínuberki. Þá fundust fimm hundruð öskjur af Giljagaur nr. 14 af 2013-árgerðinni, en hún var eingöngu fáanleg í gjafa- öskjum sem seldust upp. „Fyrir nokkrum mánuðum fundum við á geymslusvæði fimm hundruð öskjur af gripnum, sem nú hefur þá fengið að þroskast í rúm tvö ár á flöskum. Það er bragð sem engan svíkur,“ seg- ir Óli Rúnar Jónsson hjá Ölgerðinni. Aldrei meira úrval af jólabjór í hillum ÁTVR  Sala á jólabjór hefst í dag  34 tegundir og 43 vörunúmer Morgunblaðið/Ómar Gert klárt Yfir 100 þúsund lítrar af jólabjór seljast yfirleitt fyrstu helgina sem jólabjórinn fer í hillur ÁTVR. Jólabjórinn er til hægri á myndinni. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Ís- lands, og Dorrit Moussaieff, kona hans, eru nú í opinberri heimsókn í Singapúr ásamt íslenskri sendi- nefnd. Í heimsókninni, sem lýkur í dag, hefur Ólafur Ragnar m.a. átt fundi með Tony Tan Keng Yam, forseta Singapúrs, og Lee Hsien Loong, forsætisráðherra landsins. Segir á heimasíðu forsetaembættisins að á fundunum hafi komið fram ein- dreginn vilji stjórnvalda í Singapúr til að auka samstarf við Íslendinga og efla þátttöku sína í málefnum norðurslóða. Í gær hófst ráðstefna sem stjórn- völd í Singapúr og Hringborð norð- urslóða – Arctic Circle buðu til í sameiningu. Þar var m.a. fjallað um lagalega umgjörð siglinga á norðurslóðum, fjárfestingar í inn- viðum samfélaga á norðurslóðum og alþjóðlega samvinnu á sviði vís- inda og rannsókna á svæðinu. Íslensku forsetahjónin heimsóttu á miðvikudag þjóðargrasagarð Singapúrs þar sem sérstakt af- brigði orkídeu var sýnt og nefnt eftir forsetahjónunum; Dendodri- um Grímsson-Moussaieff. Hefð er fyrir því að nefna sérstök afbrigði í höfuðið á þjóðarleiðtogum sem heimsækja Singapúr. Orkídea var nefnd eftir forsetahjónum Grasagarður Íslensku forsetahjónin skoða orkídeuna Dendodrium Gríms- son-Moussaieff, sem nefnd er eftir þeim, í þjóðargrasagarði Singapúrs. Samtök um krabbameinsrann- sóknir, sem fagna 20 ára afmæli sínu í ár, verða með opið hús í Iðnó á morgun, laugardag, í þeim tilgangi að vekja athygli almennings á þeim fjölbreyttu rannsóknum, sem sam- tökin standa að, undir yfirskrift- inni Saman gegn krabbameini. „Þetta verður af- mælisveisla en um leið viljum við kynna það sem við erum að gera,“ segir Mar- grét Helga Ög- mundsdóttir, for- maður Samtaka um krabbameinsrannsóknir. Margir með ólíkan bakgrunn stunda krabbameinsrannsóknir. Margrét Helga nefnir til dæmis lækna, líffræðinga, lífeindafræðinga, hjúkrunarfræðinga, faraldsfræðinga og fleiri, en þeir eigi það sameigin- legt að spyrja sömu grunnspurning- anna með það markmið að bæta meðferðarúrræði og greiningar- tækni krabbameins. Spurninga eins og til dæmis hvað er það sem að- greinir krabbameinsfrumur frá heil- brigðum frumum? Af hverju byrja krabbameinsfrumur að skipta sér stjórnlaust? „Til þess að nálgast svona spurn- ingar verður að fá einstaklinga með mismunandi bakgrunn til þess að vinna saman og það var kveikjan að stofnun samtakanna; að efla sam- starf þeirra sem stunda krabba- meinsrannsóknir,“ segir Margrét Helga. Fjölbreytt dagskrá Í veislunni verður boðið upp á fjöl- breytta dagskrá klukkan 14 til 16. Krabbameinsrannsóknir verða kynntar með örfyrirlestrum og veggspjöldum. Margrét Helga segir að erindin varpi ljósi á rannsóknirnar frá ólík- um hliðum og að veggspjaldakynn- ingin sé hugsuð til þess að gestir geti spurt spurninga og fengið svör. „Okkur finnst mikilvægt að fá spurningar því þær geta í raun hjálpað til við að móta rannsókn- irnar,“ segir Margrét Helga. Að loknu ávarpi formanns flytja Helga M. Ögmundsdóttir, Laufey Tryggvadóttir, Eiríkur Stein- grímsson, Sigríður Gunnarsdóttir, Magnús Karl Magnússon og Gunn- hildur Óskarsdóttir örerindi. Greint verður frá ólíkum rannsóknum, meðal annars hvernig Krabbameins- skráin er mikilvægt tæki til rann- sókna og hvernig grunnrannsóknir á ávaxtaflugu hafa leitt til betri með- ferðarúrræða. „Allir eru hjartanlega velkomnir,“ segir Margrét Helga og bætir við að boðið verði upp á kaffi og meðlæti. steinthor@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Opið hús Samtök um krabbameinsrannsóknir á Íslandi bjóða almenningi til veislu í tilefni 20 ára afmælis síns í Iðnó kl. 14-16 á morgun, laugardag. Saman gegn krabbameini Margrét Helga Ögmundsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.