Morgunblaðið - 13.11.2015, Page 17
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2015
höfuðið. Að koma aftur á landa-
mæraeftirliti getur hjálpað okkur.“
Búist við 190.000 flóttamönnum
80 þúsund flóttamenn hafa komið
til landsins í september, næstum því
jafn margir og komu allt árið 2014.
Svíþjóð, þar sem um 9,8 milljónir
manns búa, hefur tekið á móti flest-
um flóttamönnum miðað við höfða-
tölu af öllum löndum Evrópu. Gert
er ráð fyrir að í lok ársins hafi landið
tekið á móti alls 190 þúsund flótta-
mönnum í ár.
í veg fyrir að fólk komi til Svíþjóðar í
hælisleit. Þvert á móti. Fólkið mun
fá áheyrn en við þurfum að ná stjórn
á aðstæðum,“ sagði Anders Daniels-
son, forstjóri Flóttamannastofnunar
Svíþjóðar.
„Fólk neyðist til að sofa í tjöldum,
skrifstofum og rýmingarmið-
stöðvum sem eru vanalega notaðar í
náttúruhamförum,“ sagði Mikael
Hvinlund, samskiptastjóri Flótta-
mannastofnunar Svíþjóðar, og bætti
við: „Við uppfyllum ekki skyldu okk-
ar sem er að bjóða öllum þak yfir
„Að bjarga Schengen-samstarfinu er kapphlaup við tím-
ann og það kapphlaup ætlum við að vinna,“ sagði Don-
ald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, í gær
þegar tveggja daga fundi um 60 fulltrúa Evrópu- og
Afríkulanda lauk á Möltu. Markmið fundarins var að
reyna að leysa flóttamannavandann.
Tusk sagði ennfremur að ástæðan fyrir mikilvægi
landamæraeftirlits innan Schengen-svæðisins væri sú
að löndin væru komin á ystu nöf.
Svíþjóð bættist í hóp annarra Schengen-ríkja sem
hafa tekið upp landamæraeftirlit. Þau eru: Austurríki, Þýskaland, Ung-
verjaland og Slóvenía. Hingað til hefur verið hægt að ferðast innan
Schengen-svæðisins án vegabréfs.
Kapphlaup að bjarga Schengen
FUNDUR LEIÐTOGA Í AFRÍKU OG EVRÓPU Á MÖLTU
Donald Tusk
Þórunn Kristjánsdóttir
thorunn@mbl.is
„Þetta er ekki girðing. Við þurfum
að tryggja að við höfum stjórn á að-
stæðum og vitum hverjir eru að
koma inn í landið,“ sagði Stefan Löf-
ven, forsætisráðherra Svíþjóðar, við
AFP. Svíþjóð tók upp tímabundið
landamæraeftirlit á hádegi í gær
sem mun að minnsta kosti standa í
tíu daga. Þetta er gert til að ná
taumhaldi á stöðugum straumi
flóttamanna til landsins.
Að störfum í ferjum og lestum
Lögreglan og landamæraverðir
stóðu vaktina í gær og óskuðu eftir
að sjá vegabréf og skilríki þeirra
sem komu til landsins, m.a. með lest
yfir Eyrarsundið sem liggur á milli
Danmerkur og Svíþjóðar. Sænska
lögreglan kannaði einnig skilríki
þeirra sem komu með ferjum til
Suður-Svíþjóðar frá Danmörku og
Þýskalandi. Þetta eru algengustu
leiðir sem flóttamenn nota.
Sænska ríkisstjórnin hefur jafn-
framt farið fram á það við fyrirtæki
sem gera út ferjur milli Þýskalands
og Svíþjóðar að farþegar verði
krafðir um að sýna vegabréf eða
skilríki en ríkisstjórnin getur ekki
neytt fyrirtækin til að taka þá venju
upp.
„Landamæraeftirlitið kemur ekki
AFP
Landamæraeftirlit Lögreglumenn við eftirlitsstörf á lestarstöð í Malmö við Eyrarsundsbrúna.
Svíar reyna að ná
stjórn á aðstæðum
Landamæraeftirlit hefur verið tekið upp í Svíþjóð
Lögregla á Ítalíu tilkynnti í gær að
liðsmenn íslamistasamtaka hefðu haft
áform um að frelsa íslamistaleiðtog-
ann múlla Krekar úr fangelsi í Nor-
egi. Hann afplánar þar fangelsisdóm
fyrir hótanir.
Alls voru þrettán manns, flestir
Kúrdar, handteknir í nokkrum Evr-
ópulöndum í tengslum við málið, þar
af þrír í Noregi. Krekar var einn
þeirra, en grunur leikur á að hann
hafi stýrt samtökunum, sem nefnd
eru Rawti Shax, úr fangaklefa sínum í
Kongsvinger. Nokkrir úr hópnum
hafa barist undir merkjum Ríkis ísl-
ams í Írak og Sýrlandi.
Fram kom í gær að fylgst hafði ver-
ið með hópnum síðan 2011. Giovanni
Governale, sem leiðir sérsveit ítölsku
lögreglunnar, sagði við blaðamenn að
hryðjuverkasamtökin hefðu notað
„undirdjúp“ netsins til að skipuleggja
hryðjuverkaárásir, þar á meðal
sjálfsmorðsárásir, í þeim tilgangi að
frelsa Krekar.
Múlla Krekar er 59 ára gamall
Kúrdi frá Norður-Írak, sem hefur
dvalið í Noregi frá árinu 1991 en
þangað kom hann upphaflega sem
kvótaflóttamaður frá Írak. Hann hef-
ur ítrekað verið handtekinn í Noregi
vegna undirróðursstarfsemi og árið
2003 átti að vísa honum úr landi
vegna þess að hann var talinn ógna
þjóðaröryggi Noregs. Samkvæmt
norskum lögum má þó ekki senda
hann til Íraks vegna þess að hann á
yfir höfði sér dauðadóm þar.
Norskir fjölmiðlar segja að norsk
stjórnvöld hafi undirbúið með leynd
að framselja hann til Ítalíu þar sem
hann er eftirlýstur vegna gruns um
að hafa skipulagt hryðjuverkaárásir.
Ætluðu að frelsa múlla
Krekar úr norsku fangelsi
Þrettán handteknir vegna gruns um hryðjuverkaáform
AFP
Íslamistaleiðtogi Múlla Krekar af-
plánar nú fangelsisdóm í Noregi.
SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í PENNANUM EYMUNDSSON UM LAND ALLT
METSÖLULISTI EYMUNDSSON
VIKAN 04.11.15 - 10.11.15
1 2
5 6
7 8
109
43 Þín eigin goðsagaÆvar Þór Benediktsson
Þýska húsið
Arnaldur Indriðason
Endurkoman
Ólafur Jóhann Ólafsson
Litlar byltingar
Kristín Helga Gunnarsdóttir
Vikkala Sól
Kristín Margrét Kristmannsdóttir
Munaðarleysinginn
Sigmundur Ernir Rúnarsson
Víga - Anders og vinir hans
Jonas Jonasson
Matreiðslubókin mín og Mikka
Walt Disney
Vín - Umhverfis jörðina
á 110 flöskum
Steingrímur Sigurgeirsson
Hundadagar
Einar Már Guðmundsson