Morgunblaðið - 13.11.2015, Page 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2015
Evrópukeppni landsliða í skák hefst í dag, en þar verður Jón L.Árnason stórmeistari meðal þátttakenda. Íslendingar standaað mótshaldinu og eiga því rétt á að senda tvær sveitir til
leiks. Var ákveðið að önnur sveitin yrði skipuð Friðriki Ólafssyni og
gömlu „fjórmenningaklíkunni“ en aldrei hafa Íslendingar staðið eins
framarlega í skákinni og þegar hún var upp á sitt besta.
„Við erum allir hættir að tefla sem atvinnumenn fyrir margt löngu
og búumst ekki við að gera miklar rósir á þessu móti. Við erum 27. í
styrkleika af 36 þátttökuþjóðum í opnum flokki.“ 30 lið keppa í
kvennaflokki. Jón L. tefldi á Íslandsmótinu í ár í fyrsta sinn í 24 ár og
einnig á opnu móti á eyjunni Ródos og deildi þriðja sæti í báðum þess-
um mótum. „Jú, ég hef aðeins verið að rifja upp mannganginn. Mér
gekk bara vel og þótt ótrúlegt sé þá náði ég nokkrum stigum þótt það
sé ekki markmiðið. Manni fer fram eftir því sem maður eldist og
þroskast. Þótt ég hafi lítið teflt í áratugi þá fylgist ég með öðru aug-
anu með skákinni, er ekki alveg laus við bakteríuna en svo hefur
golfið sótt á seinni árin.
Ég mun væntanlega fara í Laugarsdalshöllina síðdegis í dag eins og
Fischer og Spasskí forðum og það var vel til fundið hjá Skáksamband-
inu að stefna bestu skákmönnum Evrópu til landsins í tilefni af
afmælinu mínu.“
Jón L. er framkvæmdastjóri Lífsverks lífeyrissjóðs. „Ég hóf þar
störf í sumar og það leggst bara mjög vel í mig. Okkur er falið það
mikilvæga verkefni að taka við fjármunum sjóðfélaga, ávaxta þá eins
og skynsamlegast er hverju sinni og greiða út lífeyri. Það má segja að
það komi sér vel í þessu starfi að sjá nokkra leiki fram í tímann en að
sjálfsögðu er ekki æskilegt að tefla í tvísýnu.“
Jón L. er kvæntur Þórunni Guðmundsdóttur, gæðastjóra hjá Kaup-
höllinni. „Við eigum þrjár dætur og fyrsta barnabarnið kom í heiminn
fyrir rúmum tveim vikum. Er mikil hamingja með það í fjölskyld-
unni.“
Morgunblaðið/Ómar
Fjórmenningaklíkan og Friðrik Margeir Pétursson, Helgi Ólafsson,
Friðrik Ólafsson, Jón L. Árnason og Jóhann Hjartarson, sem skipa gull-
aldarlið Íslands á Evrópumóti landsliða í skák sem hefst í dag.
Sest að tafli í dag
Jón L. Árnason er 55 ára í dag
I
ngibjörg fæddist á Sólvangi í
Hafnarfirði 13.11. 1965 og
átti heima í Hafnarfirði til
fimm ára aldurs er fjöl-
skyldan flutti í Garðabæ.
Hún var í Flataskóla og Garðaskóla,
stundaði nám við Fjölbrautaskólann
í Garðabæ og lauk þaðan stúdents-
prófi af tónlistarbraut 1984.
„Öll grunnskólaárin söng ég með
Skólakór Garðabæjar sem var ein af
merkari tónlistarstofnunum þess
tíma, stjórnað af Guðfinnu Dóru
Ólafsdóttur.
Um fermingaraldur hóf ég píanó-
nám sem heillaði mig frá fyrstu nótu
og var þá staðráðin í að gerast píanó-
leikari. Söngurinn varð þó yfirsterk-
ari því á sautjánda ári byrjaði ég í
söngnámi hjá Snæbjörgu Snæbjarn-
ardóttur í Tónlistarskóla Garða-
bæjar og þá varð ekki aftur snúið.“
Ingibjörg lauk burtfararprófi tví-
tug að aldri frá Tónlistarskóla
Garðabæjar en ári áður, 1985, vakti
hún töluverða athygli þegar hún
Ingibjörg Guðjónsdóttir, söngkona og kórstjóri – 50 ára
Hamingjan fólgin í söng
Kampakát fjölskylda Ingibjörg og Andri ásamt syninum, Daníel Guðjóni.
Með foreldrum og systkinum Talið f.v.: Óskar, afmælisbarnið, foreldrarnir, Anna og Guðjón, Kristín og Ómar.
Daníel Bæring Grétarsson, Jón Gauti Grétarsson og Kolbrún Helga Grétars-
dóttir voru á Barðaströnd í sumar og seldu skeljar og steina til styrktar Rauða
krossinum. Fleiri krakkar tóku þátt, þau Emil Aron, Steinunn, Ásgeir Elí og Snæ-
dís Birta. Alls söfnuðust 6.098 krónur.
Hlutavelta
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift
að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
Börn og brúðhjón