Morgunblaðið - 18.11.2015, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 18.11.2015, Qupperneq 1
Krakkarnir í 3. flokki karla og kvenna í Völsungi æfðu saman síðdegis í gær á gervigrasinu á Húsa- vík undir stjórn bræðranna Jónasar Halldórs og Að- alsteins Jóhanns Friðrikssona. Ágætis veður var miðað við árstíma, nánast logn og hiti um frost- mark. Smávegis éljagangur truflaði ekki áhuga- sama fótboltakrakka sem spörkuðu boltanum á milli sín eftir kúnstarinnar reglum. Veturinn mun væntanlega minna betur á sig fyrir norðan næstu daga með aukinni snjókomu og harðara frosti. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Tæknin æfð eftir kúnstarinnar reglum Grænklæddir Völsungar á gervigrasinu á Húsavík M I Ð V I K U D A G U R 1 8. N Ó V E M B E R 2 0 1 5 Stofnað 1913  271. tölublað  103. árgangur  GLAMÚR- DROTTNING Í KARLAVÍGI ZLATAN GERÐI GÆFUMUNINN FRAMÚRSKARANDI HÖNNUNAR- VERKEFNI SVÍAR Í LOKAKEPPNI EM ÍÞRÓTTIR HÖNNUNARVERÐLAUN 33MEÐ SVEINSPRÓF Í MÚRSMÍÐI 10 Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Flughermir Icelandair í Hafnarfirði, sem var tekinn í notkun í ársbyrjun, er notaður við þjálfun flugmanna félagsins nær allan sólarhringinn auk þess sem tímar eru leigð- ir til erlendra félaga. Á morgun verður nýtt kennslurými í sama húsnæði tekið í notkun og fá flugfreyjur og -þjónar þar þjálfun. „Þetta er í fyrsta sinn sem Icelandair býður upp á þjálfun í flughermi sem er ná- kvæmlega eins og flugstjórnarklefinn í vél- um félagsins,“ segir Guðmundur Örn Gunn- arsson, framkvæmdastjóri félagsins sem á flugherminn. Nú annast 22 kennarar og eftirlitsflug- menn þjálfun og kennslu í flugherminum en þeir verða 26 á næsta ári auk þess sem tíu manns til viðbótar koma að fræðslunni. Hjá Icelandair starfa nú 364 flugmenn og 42 bætast við fyrir næsta sumar, en rúmlega 1.000 flugfreyjur og -þjónar verða hjá félag- inu á næsta ári. „Þjálfunin í flugherminum nær til allra þátta flugsins frá því að hreyflar eru settir í gang þar til þeir eru stöðvaðir aftur við flugstöð,“ segir Steinar Steinarsson þjálfunarflugstjóri. Þ. Haukur Reynisson, yfirflugstjóri Icelandair, segir herminn hafa breytt miklu. »12-13 Flughermir Icelandair í fullri notkun  Eigin þjálfunarstöð hefur breytt miklu Morgunblaðið/RAX Á ferðinni Steinar Steinarsson, þjálfunar- flugstjóri Icelandair, í flugherminum. Leikvangurinn í Hannover, þar sem vináttulandsleikur Þýskalands og Hollands í knattspyrnu átti að fara fram í gær, var rýmdur vegna gruns um yfirvofandi sprengjuárás. Þýski innanríkisráðherrann, Thom- as de Maiziere, sagði á blaðamanna- fundi í gærkvöldi að engin sprengiefni hefðu fundist til þessa og enginn verið handtekinn. Það hefði verið erfið ákvörðun að aflýsa leiknum en hún hefði verið tekin eftir margar vísbend- ingar um möguleg voðaverk. Angela Merkel kanslari átti að vera viðstödd leikinn en hún hélt til Berlínar um leið og honum var aflýst. Níunda tilræðismannsins leitað Nú er níunda tilræðismannsins sem á að hafa tekið þátt í árásunum á Frakkland síðastliðinn föstudag leit- að, en áður var talið að þeir hefðu ver- ið átta. Franska lögreglan fann í gær yfirgefinn bílaleigubíl í átjánda hverfi Parísar og telur að hann hafi verið notaður í árásunum. Bíllinn var leigður af Salah Abdes- lam, sem fram til þessa var talinn eini tilræðismaðurinn sem komst lífs af en lögreglu grunar nú að annar tilræðis- maður hafi komist undan. Óljóst er enn hvort hann er einn þeirra sem eru nú í haldi lögreglu í Belgíu eða hvort hann er enn á flótta. Landamæraeftirliti ábótavant Landamæraeftirliti innan Evrópu er ábótavant að því er fram kemur í The Telegraph. Einungis einn af hverjum hundrað sem ferðist frá Sýr- landi til Evrópu sæti eftirliti þar sem vegabréf séu borin saman við lista Evrópusambandsins yfir meinta hryðjuverkamenn. Að minnsta kosti þrír árásarmann- anna sem tóku þátt í árásunum á Par- ís eru taldir hafa komið frá Sýrlandi með evrópsk vegabréf. laufey@mbl.is »17 Sprengju- hótun á landsleik  Mikill viðbúnaður lögreglu í Hannover  Útgerðarstjóri Björgunar telur ekki útlit fyrir að hægt verði að nota dæluskipið Perlu aftur. Skipið náðist í fyrrakvöld af botni Gömlu hafn- arinnar í Reykjavík þar sem það hafði legið frá byrjun mánaðarins. Jóhann Garðar Jóhannsson útgerðarstjóri segir að á þessari stundu sé ekki hægt að segja til um hvað gert verði við skipið að lokinni hreinsun og rannsókn lögreglu. Það sé í höndum tryggingafélags Björg- unar. Ekki útlit fyrir að Perla verði notuð á ný Á floti Perla við Ægisgarð í gær. „Það er því ljóst að þessum tveim- ur milljörðum hefur að mestu leyti verið ráðstafað nú þegar og ekki er mikið svigrúm til að bæta við um- fram þann fjölda flóttamanna sem þegar hefur verið ákveðið að taka á móti,“ segir Kjartan. Dagur B. Eggertsson borgar- stjóri telur kostnað borgarinnar vegna komu hælisleitenda og flótta- manna í ár ekki verða umfram áætl- anir. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Þeim tveimur milljörðum sem rík- isstjórnin samþykkti í haust að veita í aðstoð til flóttamanna og hælisleit- enda hefur nú þegar verið ráðstafað að miklu leyti. Má því reikna með frekari fjárþörf í þessum málaflokki. Þetta er mat Kjartans Magnús- sonar, borgarfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins, sem telur málið brýnt úr- lausnarefni fyrir sveitarfélögin. Kjartan segir að reikna megi með að um helmingur þessara tveggja milljarða, eða um einn milljarður, fari til innanríkisráðuneytisins vegna móttöku og uppihalds hælis- leitenda á þessu ári og næsta. Þá sé áætlað að utanríkisráðu- neytið ráðstafi um 500 milljónum króna til hjálparstarfs í flóttamanna- búðum og annars staðar á vettvangi átaka þar sem þörfin er mjög brýn. Þá megi ætla að verja þurfi minnst 250-300 milljónum á næsta ári til móttöku á 55 kvótaflóttamönnum, sem koma til landsins í desember. Fé til flóttafólks uppurið  Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir 2 milljarða framlagi þegar ráðstafað  Reikna þurfi dæmið til enda áður en tekið sé á móti fleira flóttafólki til landsins 290 hafa sótt um hæli » Í gær höfðu samtals 290 sótt um hæli á Íslandi í ár og höfðu þar af 13 fengið vernd. » Rauði krossinn býst við að talan hækki á næstu vikum vegna umsókna Sýrlendinga. » Alls 67 kvótaflóttamenn koma í ár og tugir á næsta ári. MYfir 600 gætu sótt … »9

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.