Morgunblaðið - 18.11.2015, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 2015
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
Ljós og hiti
TY2007X
Vinnuljóskastari ECO perur
2x400W tvöfaldur á fæti
6.590
TY2007K
Vinnuljóskastari
m handf 400W ECO
pera, 1,8m snúra
3.290
T38 Vinnuljós
4.990
Rafmagnshitablásari
5Kw 3 fasa
12.830
Rafmagnshitablásari
2Kw 1 fasa
6.890
TY2007W
Vinnuljóskastari
á telescope fæti
400W ECO pera
5.390
Kletthálsi 7, Reykjavík
Fuglavík 18, Reykjanesbæ
SHA-2625
Vinnuljóskastari
Rone 28W m.
innst. blár. 1,8m
snúra
6.990
SHA-8083 3x36W Halogen
16.990
Telescopic þrífótur
fyrir halogen lampa
6.790
Þær bækur sem hafa þegar komið
út sem rafbók hjá Bjarti verða til sölu
á Amazon. Í fyrstu verða til sölu ríf-
lega 50 titlar, um fimmtungur þeirra
verður nýjar íslenskar bækur.
Fyrir skemmstu samdi Forlagið,
stærsta íslenska bókaútgáfan, einnig
við Amazon og er þegar fjöldi ís-
lenskra rafbóka til sölu þar.
Bókatíðindi á heimilin
Byrjað verður að dreifa Bókatíð-
indum á öll heimili landsins í dag. Þau
eru prentuð í 125 þúsund eintökum.
Þess má geta að 25 tonna pappírs-
sparnaður er í útgáfunni í ár sé miðað
við Bókatíðindi árið 2009. Hægt er að
skoða þau rafrænt á vefsíðu Félags
íslenskra bókaútgefenda.
„Þetta er rosalega sterkt ljóða-
bókaár. Ég man ekki eftir öðru eins.
Ég vona að fólk leiði hugann að því að
kaupa ljóðabók því þær eru á svipuðu
verði og blómvöndur og konfektkassi.
Ljóð eru persónuleg gjöf,“ segir
Bryndís. Hún bendir á að kannski
megi rekja áhuga fólks á ljóðagerð til
knapps forms samfélagsmiðla.
Rafbækur fyrir jól á Amazon
„Við erum búin að semja við Ama-
zon og erum að ganga frá samn-
ingnum um þessar mundir,“ segir
Pétur Már Ólafsson hjá bókaútgáf-
unni Bjarti. Hann væntir þess að les-
endur geti keypt íslenskar rafbækur
á Amazon, netbókabúðinni, að
minnsta kosti fyrir jól.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Ríkisstjórnin hefur ákveðið að grípa
til samþættra aðgerða til að styðja
byggð í Grímsey. Þær felast í að
styrkja stöðu útgerðar, bæta sam-
göngur, athuga með lækkun húshit-
unarkostnaðar og sérstöku byggða-
átaki á vegum Byggðastofnunar.
„Mér líst ágætlega á þetta. Finnst
þetta gott skref og jákvætt að stjórn-
völd skuli sýna þessu áhuga,“ segir
Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjar-
stjóri á Akureyri, en Grímsey tilheyr-
ir Akureyrarbæ. Vinnuhópur nokk-
urra ráðuneyta hefur verið að fjalla
um tillögur sem aðgerðahópur þing-
manna kjördæmisins, Akureyrar-
bæjar, Atvinnuþróunarfélags Eyja-
fjarðar og fleiri aðila gerðu. Eiríkur
segir að samþykkt ríkisstjórnarinnar
grundvallist á tillögum hópsins.
Semja við bankann
Skuldir hafa verið að sliga útgerð-
ina í Grímsey. Í tillögum heima-
manna var lagt til að Grímsey fengi
400 tonna byggðafestukvóta. Sam-
hliða myndu forsvarsmenn útgerða
og Íslandsbanki gera með sér sam-
komulag um sölu eigna og niðurfell-
ingu dráttarvaxta og lengingu lána
þannig að hægt verði að tryggja
framtíðarrekstur útgerðanna og
verja sem mest af veiðiheimildum
eyjarinnar.
Í sömu tillögum er lagt til að veitt
verði fé til að Grímseyjarferjan Sæ-
fari geti farið fjórar ferðir á viku allt
árið, í stað þriggja, og oftar yfir sum-
arið. Þá er lagt til að athugaður verði
möguleiki á því að fjölga flugferðum
allt árið, meðal annars hvort hægt sé
að fljúga tvisvar á dag yfir sumar-
mánuðina. Einnig að teknar verði
upp viðræður um niðurgreiðslur á
samgöngum fyrir íbúa Grímseyjar.
Hitaveita verði lögð
Orkusetur hefur gert úttekt á hag-
kvæmni hitaveitu í Grímsey. Miðað
er við að hún verði kynt með olíukatli
auk þess sem notaður verði varmi úr
kælivatni og afgasi rafstöðvar. Veitan
kostar um 80 milljónir og er talin
hagkvæm. Í tillögum heimamanna er
lagt til að hafinn verði undirbúningur
að því að hrinda þessu verkefni í
framkvæmd.
Byggðastofnun hefur þegar tekið
Grímsey inn í verkefnið Brothættar
byggðir.
Aukinn kvóti og betri samgöngur
Ríkisstjórnin grípur til aðgerða til að styðja byggð í Grímsey „Gott skref,“ segir bæjarstjóri
Morgunblaðið/ÞÖK
Grímsey Byggðin á undir högg að
sækja vegna erfiðleika útgerðar.
Sogið eftir Yrsu Sigurðardóttur og Þýska húsið eftir Arnald Indriðason
seljast vel ef marka má upplýsingar frá Pennanum Eymundsson, þótt
sölutölur fylgi ekki með. „Við höfum aldrei selt jafn mikið af bók eftir
Yrsu fyrstu helgina sem hún hefur komið í búðir,“ segir Margrét Jóna
Guðbergsdóttir, vörustjóri íslenskra bóka hjá versluninni. Hún segir
marga kaupa glæpasöguna fyrir sig en ekki endilega til að gefa í jólagjöf.
Þá hefur bók Arnaldar einnig selst vel.
Líklega munu þessi tvö halda áfram að bítast um efsta sætið á bók-
sölulistanum að loknu jólabókaflóði eins og undanfarið. Sogið eftir Yrsu
var prentað í 19 þúsund eintökum, þar af eru nokkur þúsund kiljur, sem
eingöngu eru seldar á Keflavíkurflugvelli. Um fimm þúsund eintökum
hefur þegar verið dreift en unnið er að því að dreifa bókinni frekar. Þýska
húsið eftir Arnald var prentað í á þriðja tug þúsunda eintaka. Um 6.500
til 8 þúsund eintökum hefur þegar verið dreift í verslanir en bókin kom út
1. nóvember.
Sogið og Þýska húsið
GLÆPASÖGURNAR FARA VEL AF STAÐ
Þórunn Kristjánsdóttir
thorunn@mbl.is
Alls eru 652 bókartitlar í nýjustu
Bókatíðindum sem Félag íslenskra
bókaútgefenda gefur árlega út. Í
fyrra voru titlarnir 637 talsins sem
komu út á prenti. Bókunum fjölgar
því í ár. Fleiri rafbækur eru skráðar í
ár en þær eru alls 74 á móti 56 í Bóka-
tíðindum árið áður. Fleiri nýjar bæk-
ur koma því samhliða út sem rafbók
og innbundin. Flestar rafbækurnar
eru skáldverk. Þá koma álíka margar
hljóðbækur út og í fyrra.
Fleiri ungmennabækur
Mikil gróska er í útgáfu íslenskra
og þýddra barna- og ungmennabóka
milli ára. Íslenskar ungmennabækur
eru fleiri en þýddar í ár. Í fyrra voru
þær íslensku sex talsins en eru 23 í
ár.
Þá fjölgar einnig skáldverkum, ís-
lenskum og þýddum. Færri skáldsög-
ur koma út eftir konur í ár en fyrir
síðustu jól en konur eru fyrirferðar-
meiri í barna- og ungmennabókum.
„Mér sýnist þetta vera sterkasta
kvennaárið í fræðibókum,“ segir
Bryndís Loftsdóttir hjá Félagi ís-
lenskra bókaútgefenda og vísar til
kvenhöfunda fræðibóka. Svipaður
fjöldi fræðibóka kemur út milli ára.
Sterkt ljóðabókaár
Ljóðabækur sækja í sig veðrið og
segja má að þær séu fyrirferðarmeiri
en undanfarin ár. Gæði ljóðabókanna
eru nefnd í sömu andrá. Af ljóðabóka-
höfundum má t.d. nefna Gyrði Elías-
son, Lindu Vilhjálmsdóttur og Sjón.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Bækur Bóksalan fyrir jólin er þegar farin af stað enda er gróska í útgáfu og fleiri titlar gefnir út í ár en í fyrra.
Gróska og gæði
í útgáfu ljóðabóka
Fleiri bókartitlar gefnir út nú en 2014 Rafbækur í sókn
Þórunn Kristjánsdóttir
thorunn@mbl.is
„Sveitarfélagið er með samning
við heilsugæsluna um að veita
þjónustu alla virka daga sem ekki
er staðið við. Við erum mjög
óánægð með þessa skertu starf-
semi,“ segir Ísólfur Gylfi Pálma-
son, sveitarstjóri Rangárþings
eystra.
Heilsugæslan var lokuð í sumar
en til stóð að opna hana 1. sept-
ember. Af því varð ekki vegna
fyrirhugaðra endurbóta, sem til
stóð að gera á húsnæðinu. Af
þessum framkvæmdum varð ekki
og nú hefur heilsugæslan verið
opnuð á ný, en aðeins þrjá daga í
viku í stað fimm daga áður.
Þjónustu sinnt frá Hellu
Á meðan lokað var hefur allri
þjónustu verið sinnt frá heilsu-
gæslustöðinni á Hellu. Í sumar-
leyfum hefur þjónustan á Hvols-
velli einnig flust yfir til Hellu.
Á heimasíðu HSU stendur m.a.:
„Tilgangur með breytingu á
þeim tíma sem opið er er að bæta
enn frekar þjónustu við íbúa
Rangárþings með því að nýta enn
betur þann mannafla og fagmenn
sem veita heilbrigðisþjónustu hjá
HSU í Rangárþingi. Með þessari
breytingu er hægt að bjóða upp á
betri og meiri þjónustu, s.s. í
heimahjúkrun og fjölda annarra
verkefna sem heilbrigðisstarfs-
menn sinna.“
SS með heilsugæslusamning
Sláturfélag Suðurlands á Hvols-
velli er með samning við heilsu-
gæsluna um að veita starfsfólki
sínu þjónustu alla virka daga.
„Þetta kemur okkur í opna
skjöldu. Við höfum sýnt þessu
skilning í sumar og í haust en
þetta er mikil afturför og metn-
aðarleysi. Ég er líka íbúi á svæð-
inu og er mjög ósáttur við þetta,“
segir Guðmundur Svavarsson,
framleiðslustjóri Sláturfélags Suð-
urlands.
Sveitarstjórn Rangárþings
eystra hefur óskað eftir frekari
fundum með HSU. Líklega verður
haldinn opinn íbúafundur 7. des-
ember nk.
Ekki náðist í Herdísi Gunnars-
dóttur, forstjóra Heilbrigðisstofn-
unar Suðurlands, við vinnslu frétt-
arinnar.
Óánægja með
þjónustuna
Heilsugæsla á Hvolsvelli opin 3 daga
í viku Segja ekki staðið við samninga