Morgunblaðið - 18.11.2015, Page 20

Morgunblaðið - 18.11.2015, Page 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 2015 Laugavegur 59, 2. hæð • Sími 551 8258 • storkurinn.is Opið: Mán.-F ös. 11-18 Lau. 12 -16 prjónaþerapían hefst hjá okkur Það er líklega ekki tilviljun hve margir ís- lenskir stúdentar ákveða að leggja stund á háskólanám á er- lendri grundu. Að vera háskólanemi í útlönd- um eru mikil forrétt- indi. Burtséð frá hinu formlega námi sem er auðvitað nauðsynlegt þá er ekki síður mik- ilvæg reynsla að kynnast nýrri menningu og fólki frá ólíkum heims- hornum og læra að heimurinn er að- eins stærri en alheimsnaflinn okkar góði. Þrátt fyrir að ég líti ekki á há- skólanám erlendis sem sjálfsögð mannréttindi, þá finnst mér mik- ilvægt að sem flestir hafi aðgang að því. Ástæðan er sú að ég tel að slíkt nám sé bæði góð fjárfesting fyrir viðkomandi einstakling og sam- félagið í heild. Háskólanám erlendis er þó yfirleitt nokkuð kostnaðarsöm fjárfesting og því er lykilatriði að sterkt námslánakerfi sé til staðar sem greiði leið þeirra sem annars hefðu ekki fjárhagsleg tök á því. Mikið hefur verið rætt um fjárframlög til LÍN á síðustu miss- erum, einkum í tengslum við skert framfærslulán lána- sjóðsins. Sú umræða þarf ekki að koma á óvart, enda liggur í augum uppi að fáir námsmenn erlendis geta lifað sómasamlegu lífi á framfærsluláninu einu saman. Miklar og skyndilegar skerðingar á námslánum hljóta bæði að draga úr tækifærum til að hefja nám og ógna námsferli þeirra sem hafa þegar hafið nám á ákveðnum forsendum. Full ástæða er til þess að vera vakandi yfir þróuninni, einkum vegna þess að tölur frá LÍN sýna að námsmönnum erlendis hefur fækkað jafnt og þétt á síðustu árum. Hins vegar þykir mér miður að umræða um LÍN virðist á löngum köflum ein- skorðast við niðurskurð og úthlut- unarreglur, fáir virðast setja spurn- ingarmerki við námslánakerfið í heild. Íslenska námslánakerfið hefur þróast, nokkurn veginn stefnulaust, út í það að vera lánakerfi með inn- byggðu styrkjakerfi, eins skrýtið og það kann að hljóma. Styrkurinn er til kominn vegna þess að LÍN fjár- magnar lánin sín á hærri vöxtum en leggjast á lán til námsmanna, sem og vegna affalla. Áætlað er að hátt í helmingur útlána stofnunarinnar sé í formi opinbers styrks! Hvernig er hægt að halda því fram að þetta sé slæmt kerfi? Megin- ástæðan er sú að styrkurinn hækkar eftir því sem námslán hækka. Á meðan þeir sem taka tiltölulega lág námslán þurfa að borga stærstan hluta þeirra til baka, þá fá þeir sem taka námslán upp á 10 milljónir króna ríflega 50% í eftirgjöf að jafn- aði. Þá nemur opinber styrkur, sem hlutfall af 20 milljóna króna náms- láni, um 80% að jafnaði. Það er sem sagt hvati í kerfinu til þess að taka sem hæst námslán. Það þarf því ekki að koma á óvart að staða lánasjóðs- ins fari versnandi, námslán hafa hækkað og vanskil aukist, og mun sú þróun að óbreyttu halda áfram. Hvort þeir sem taka hæstu náms- lánin eru í mestri þörf fyrir opinber- an styrk er umdeilanlegt. Sá grunur læðist þó að manni að þeir sem eyða mörgum árum í háskólanám við dýr- ustu háskóla heims séu ekkert endi- lega á flæðiskeri staddir. Eitt helsta hlutverk LÍN, sam- kvæmt lögum um sjóðinn, er að tryggja námsmönnum jöfn tækifæri til náms óháð efnahag. Margt bendir til þess að illa gangi að uppfylla þetta hlutverk. Vegna þess hve miklum fjármunum er varið í að styrkja þá sem taka hæstu námslánin virðist ekki vera svigrúm til að bjóða lán- þegum upp á sómasamleg fram- færslulán. Þetta er vaxandi vanda- mál sem verður ekki leyst með auknum fjárframlögum einum sam- an. Ef stjórnvöld vilja stuðla að því að íslenskir námsmenn nái sér í mennt- un og reynslu á erlendum vettvangi, þá verður að búa til betri umgjörð en þá sem nú er við lýði. Í því samhengi er nauðsynlegt að endurskoða náms- lánakerfið. Til að mynda hafa verið uppi hugmyndir um að koma á sann- gjarnara styrkjakerfi við hlið lána- kerfis sem gæti staðið undir sér til lengri tíma. Slíkum hugmyndum ber að veita athygli og menntamála- ráðherra hefur reyndar sagst vera tilbúinn að skoða breytingar í þá veru. Mikilvægast af öllu er þó að stjórnvöld móti stefnu í þessum málaflokki og ákveði hvaða leið eigi að fara. Ef ekki, og þróunin fær að halda áfram, þá er hætt við því að háskólanám, einkum kostnaðarsamt háskólanám erlendis, verði bara val- kostur fyrir afmarkaðan hóp. Bólumyndun á námslánamarkaði Eftir Jón Þór Kristjánsson » Það er sem sagt hvati í kerfinu til þess að taka sem hæst námslán. Jón Þór Kristjánsson Höfundur er meistaranemi í opinberri stefnumótun við Edinborgarháskóla. Hvar verður mjölvi (eða kolhýdröt) til? Öll lífræn efni í nátt- úrunni eru byggð úr glúkósa. Olíuborkallar leita að kolvetnum. Kolhýdröt eru oftast langar glúkósakeðjur, eða fjölglúkósar, og eru stundum með hóp, sem kallaður er tréni. Oft eru tengi á milli alfakeðjanna. Kolhýdröt eru meginorkugjafi matar heims. Í töflu 1 má sjá heildarorku (úr mjölva) í fæði þjóða. – Talan fyrir Ísland er mjög lág. Skýring er sú, að í ís- lenskum mat er mjög mikið um mjólkurafurðir, sem leggja til pró- tein og fitu. Prótein er dýrasti þátturinn og því er hlutfall þess í mat þjóða miklu lægra en á Ís- landi. Við höfðum ódýran fisk og mjólkurafurðir. Í Afríku er neysl- an aðallega korn og plöntur, en það hækkar hlutfall mjöls og plantna sbr. tafla 1. Í ríkum þjóð- um er mikið af kjöti (sbr. Arg., BNA). Í töflunni má sjá, að korn er stærstur hluti af orku matar alls heimsins. Tafla 1 Hluti af orku í kolhýdrötum, % eftir löndum. Ísland 45 Bandaríkin 49 Evrópa (Mið-Evrópa) 50-55 Brasilía 59 Kína 61 Túnis 64 Nígería 69 Kambódía 76 Búrúndí 82 Greinilegt er, að megnið af orku matar er kolhýdröt. Nokkuð er af súkrósa (borðsykur) og laktósa (mjólkursykur), en þessi efni eru líka kolhýdröt. Þar sem fram- leiðsla á dýraafurðum er ódýr (Bandaríkin, Argentína) er mikils neytt af þeim og þá verður minna frá kolhýdrötum. Í öllum öðrum löndum er hlutfallið mun hærra. Það byggist á því, að framleiðsla plöntuafurða er ódýrust alls stað- ar. Þar er framleitt korn ásamt grænmeti og ávöxtum og lítið af dýraafurðum. En orkan kemur frá kolhýdrötum víðast hvar. Orka í matvælum Orka í matvælum er eftirfar- andi: Prótein: 4,1 kcal/g, fita: 9,0 kcal/g, kolhydröt, 4,0 kcal/g. Þessar tölur eru nægilega ná- kvæmar til að fara eftir þeim við mat- argerð. Gildin eru breytileg eftir aðferð- um. Ef reiknuð er út heildarorka mat- arflokka er ljóst, að kolhýdröt eru stærsti þátturinn. Og mat- arorkan er ódýrust í kolhýdrötum. Með iðnbyltingunni jókst framleiðsla á korni í Evrópu og Ameríku og síðar í Suður-Ameríku og Ástralíu. En prótein eru lífs- nauðsynleg. Þau brotna niður í 20 amínósýrur, en helmingur þeirra er lífsnauðsynlegur. Fitan nýtist sem orkugjafi. Við lifum í glúkósaheimi. Fjölglúkósakeðjur með beta- tengingum meltast ekki í mögum okkar. Næstum allur grasgróður á landi nýtist fyrir grasbíta, sem gætu nýtt tré ef það væri rifið niður nægilega smátt. Stærstur hluti plantna er fjölglúkósakeðjur, en þær tengjast beta-tengingum. Timbur er byggt upp efnafræði- lega af glúkósa með beta- tengingum. Við borðum glúkósann með alfa-tengingum! Samsetning helstu kolhýdratamatvæla Kolhýdröt (mjölvi) eru töluvert mismunandi að gerð í matvælum. Þau eru stærsti hluti matvæla mannsins (tafla 1) og þau matvæli, sem leggja mest af kolhýdrötum að mörkum má sjá í töflu 2. Öll helstu kolhýdratamatvæli eru korntegundir og kartöflur. En efnainnihald þeirra er svipað. Mjölvi er rétt um 2⁄3 af korni. Í kartöflum er mikið vatn, en þegar það er tekið burt sést að kartöflur eru næstum eins og kornið með mjölva að tveimur þriðju. Neðst í töflu 2 má sjá heildarframleiðslu korns eftir tegundum hver fyrir sig. Þá sést, að hveitið er ein helsta tegundin og jöfn á við maís og hrísgrjón. Maísinn fer hér- lendis að mestu leyti í dýrafóður, en hann er notaður í matvæli, að- allega í Bandaríkjunum, þar sem hann er notaður á margvíslegan hátt og ekki bara í poppkorn og kornflögur. Hann er notaður í brauð og ýmis unnin matvæli eða iðnaðarmatvæli eða hitasprengt morgunkorn. Hrísgrjón eru aðal- matvæli fjölda þjóða í Asíu. Hér á landi er hveitið aðaluppspretta mjölva. Ef farið er út í bakarí má sjá, að flestar vörur þar eru byggðar á hveiti að meira eða minna leyti. Þó má einnig sjá dökkt rúgbrauð af ýmsu tagi. Hveitivörurnar líta mjög mismun- andi út. Þær eru t.d. unnar úr fín- asta hvítu hveiti, heilhveiti af ýmsu tagi með mismunandi mikl- um ytri lögum hveitikornsins og möluðu klíði og sigtuðu (misstór sigtunarop). Og reyndar eru fjöl- margar tegundir af hveitikorni auk þess sem hveitikornið sjálft er mismunandi. – Þó má sjá, að bygg er líka framleitt í umtalsverðu magni og notað í matvæli til dag- legs brúks. Þá er stuðst við bygg- mjöl aðallega og það notað í blöndur af mjöli, sem notað er til brauðframleiðslu. Bakarar þekkja ýmsar hliðar á bygginu. – Frá því ég var barn man ég vel eftir svo- kölluðu bankabyggi, sem notað var í grauta. En síðar verður hinu ótrúlega lýst. Glúkósamatur (mjölvamatur) hefur mismunandi orku eftir því hvernig hann er matreiddur! Hverjum gæti dottið það í hug? Getur fólk þá dundað við að minnka orku í matnum sínum? Tafla 2 Prótein % Hveiti 11,7 Rúgur 11,6 Bygg 10,6 Maís 9,2 Hrísgrjón 7,4 Hafrar 12,6 Kartöflur 2,0 Flögur 7,8 „Mjölvi“ og önnur kolhýdröt% Hveiti 69,3 Rúgur 69,0 Bygg 71,6 Maís 71,0 Hrísgrjón 75,0 Hafrar 62,9 Kartöflur 17,8 Kartöfluflögur 69,4 Offita fólks og efnafræðilegar orsakir Eftir Jónas Bjarnason »Mjölvi er meginupp- spretta orku matar. Hann byggist á glúkósa og kemur úr korni. Það er stærsti hluti mat- arins. Orkan er breyti- leg eftir matreiðslu. Jónas Bjarnason Höfundur er efnaverkfræðingur. Herra Cameron reyndist svo sem vænta mátti heldur rýr í roðinu, enda sást í gegnum hann, þar sem hann fann ekki hjá sér ástæðu til að biðjast afsökunar fyrir hönd stjórnar sinnar á ruddaskap fyrrverandi forsætisráð- herra þeirra, er sá lýsti því yfir að Ís- lendingar færu lóðbeint á hausinn og væru hryðjuverkamenn og setti í gildi bresk lög til varnar gegn hinni íslensku hryðjuverkaþjóð sem hann taldi að væri gjaldþrota. Evrópa, öll nema Færeyingar og Pólverjar, tók mark á þessum öskrandi forsætisráðherra stórveld- issæmdarinnar, sem ver heiður sinn með hryðjuverkum. Setti Evrópa því undir sig hausinn eins og spánskur boli við rauðri dulu, enda fyrirmyndin breskur forsætisráðherra. Herra Cameron svaraði því aðspurður að Icesave væri að baki og þar með lokið og svo kann að vera fyrir illa siðuðum eins og honum og selskapslega gest- gjafanum. En það eru ekki allir svo vankaðir að muna ekki eftir hryðju- verkadómi bresku ríkisstjórnarinnar á þessum tíma, þegar við lágum vel við höggi breska ruddans, en Sig- mundur Davíð er líkast til of ungur til að muna það. Þegar ærlegir átta sig á því, að ærumeiðingar og skemmdarverk hafi verið framin, nánast handarhögg án tilefnis, þá biðjast þeir að minnsta kosti afsökunar. Í þessu máli er ekk- ert við breskar þjóðir að sakast, það eru bresk stjórnvöld sem hér eru með allt niðurum sig og herra Cameron bætir þar um betur. Þeir herramenn, Cameron og Brown, eiga sér ljóslega nokkra samnefnara. Þó hefði verið einfalt fyrir einlægan að losa um þetta mál og afla sér virðingar, en flókið fyrir andstæðuna, sérlega sé hún illa upplýst. Hrólfur Hraundal vélvirki. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Það hefði verið svo einfalt Afsökunarbeiðni Eru einhverjir búnir að gleyma Icesave?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.