Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.11.2015, Síða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.11.2015, Síða 2
Í fókus 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.11. 2015 Ég fer út að borða í hádeginu og fæ mér góða súpu og hitti fólk. Svo á ég góðan lampa, svona þunglyndislampa sem hjálpar mér í skammdeginu. Hann bjargar lífi mínu! Guðný S. Guðlaugsdóttir Ég er mikið í leiklist og sæki í það, bæði í leik- hús og á námskeið. Andri Freyr Sigurpálsson. Brosi bara og hef gaman af þessu. Hallur Árnason Ég fer í ræktina og hitti góða vini og fjöl- skyldu. Ég er í vaktavinnu og skammdegið hefur ekki mikil áhrif á mig. Soffía Arna Ómarsdóttir Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. SPURNING VIKUNNAR HVAÐ GERIR ÞÚ TIL AÐ LÍFGA UPP Á SKAMMDEGIÐ? Geirmundar saga heljar- skinns birtist okkur sem áður óþekkt fornrit. Við nánari skoðun kemur í ljós að bókin er nútímaskáld- saga eftir Bergsvein Birgisson, sem segist hafa valið form sem gefur færi á sjálfsögu, skemmtun og leik en mikilli alvöru undir niðri. Bækur 53 Í BLAÐINU Konur syngja verk um og eftir konur. Tengjast tónleikarnir 100 ára kosningaafmæli íslenskra kvenna í ár? Bæði og. Lögin eru meira og minna um og eftir konur en við flytjum líka uppáhaldslögin mín og ég lauma inn einum og einum karli. Ég er t.d. með texta eftir Davíð Stef- ánsson og svo syng ég Næturljóð úr fjörðum eftir Böðvar Guðmundsson. Það er svolítið þitt lag, ekki satt? Það má kannski segja það, þó að ég eigi ekkert í því. Ég rændi því frá manninum mínum, Kristjáni. Hann er trúbador, söng lagið í öllum partíum og var alltaf beðinn um að syngja það aftur og aft- ur. Svo fór ég að prófa það og við sungum það alltaf í röddum heima. Ég söng það svo inn á plötuna mína, Í húminu. Er það gamall draumur að syngja með Sinfó? Ég hafði rætt við Sinfóníuhljómsveit Norðurlands um samstarf því mig langaði að flytja lög sem ég hef sungið í gegnum tíðina en ætlaði reyndar ekki að halda þessa tónleika fyrr en á næsta ári, þegar ég verð 55 ára. En ég geri bara eitthvað annað skemmtilegt þá! Það var gaman að fá hringingu frá Þorvaldi Bjarna [tónlistarstjóra Menningarfélags Akureyrar] en kom reyndar svolítið flatt upp á mig núna. Ég sá ekki fyrir mér að ég hefði tíma til þess en vildi samt ekki missa af því og sagði þess vegna já og dreif í því að fá son minn, Örn Eldjárn, til að útsetja lögin mín fyrir kammersveit. Þetta verða notalegir tónleikar á ljúfum nótum í skammdeginu. Engin læti. Ég syng jafnvel eitt jólalag sem ég samdi fyrir jólaplötuna sem ég gaf út í fyrra. Frumflyturðu jafnvel einhver eigin lög? Ég er með nokkur glæný lög eftir mig og þetta verður frum- flutningur í þessu formi. Ég er með tónleika á Rósenberg í Reykjavík á haustin og söng þessi lög þar um daginn; fóðra áheyrendur á þeim áður en ég geri plötu. Þau runnu ljúflega ofan í fólk, ég verð að spýta í lófana eftir jólin og taka hana upp. Platan á að koma út á vordögum. Ertu svo ekki með jólatónleika í Reykjavík í desember? Jú; tónleikana á Rósenberg hef ég kallað Gestaboð Kristjönu en Jólaboð Kristjönu verður stærra í sniðum og haldið í Gamla bíói 13. desember. Þar verða Valdimar og Sigríður Thorlacius gestir mínir, Ösp Eldjárn dóttir mín syngur með mér og Örn sonur minn er tónlistarstjóri. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson KRISTJANA ARNGRÍMSDÓTTIR SITUR FYRIR SVÖRUM Konur um konur Forsíðumyndina gerði Sigurbjörg Arnardóttir. Útvíðar gallabuxur eru komnar aftur en það getur verið snúið að finna út hvað passar við slíkar bux- ur. Í blaðinu eru sett upp þrjú dress þar sem út- víðar gallabuxur eru notaðar sem grunnflík, ým- ist með fínni eða afslapp- aðri fötum og fylgi- hlutum. Tíska 34 Vinir úr Mótettukór Hallgrímskirkju gerðu sér glaðan dag og elduðu þakkargjörðarmáltíð. Borðið svignaði undan kræsingum sem lesendur geta nú eld- að að bandarískum sið, en þakkargjörðarhátíðin er á fimmtudag. Matur 26 Åsne Seierstad fékk bréf frá Anders Breivik inn um lúguna sama dag og hryðjuverkin voru framin í París. Hún segir í grein í blaðinu að menn eins og Breivik og liðsmenn Ríkis íslams beri sama hatrið í brjósti. 14 Söngkonan Kristjana Arngrímsdóttir og kvenarmur Sinfóníuhljóm- sveitar Norðurlands halda tónleika í menningarhúsinu Hofi á Akureyri í kvöld, sunnudagskvöld kl. 20, ásamt stúlknakórnum Ísold. Þar verða aðallega flutt verk um og eftir konur, bæði íslenskar og erlendar.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.