Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.11.2015, Síða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.11.2015, Síða 4
Hvað er á óskalista mínímalistans fyrir jólin? Þjóðmál ÁSGEIR INGVARSSON ai@mbl.is 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.11. 2015 Stefán Tryggvason Hótelstjóri á Hotel Natur, Þórisstöðum 2015 „Nú erum við búin að kaupa næstu jörð. Það bíða ótal tækifæri.“2004 „Við vorum búin að vera kúabændur í 10 ár. Þá ákváðum við að breyta búinu í sveitahótel.“ 1 5 -2 1 6 7 – H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA Um leið og tölur Rann-sóknaseturs verslunar-innar sýna að jólaútgjöld landsmanna eru að aukast hratt, þá er vaxandi hópur fólks sem reynir að sneiða hjá neysluhyggj- unni og þykir ekki endilega eft- irsóknarvert að hafa heilt fjall af pökkum undir jólatrénu. Magnea Arnardóttir er, ásamt Þórhildi Magnúsdóttur, í forsvari fyrir Facebook-hópinn Áhugafólk um mínímalískan lífsstíl. Þar safn- ast saman fólk sem á það sameig- inlegt að hafa uppgötvað kosti þess að fylla heimilið ekki af alls kyns óþarfa. Mínímalistarnir vilja ekki vera allslausir eins og Díoge- nes í tunnunni, en hafa komið auga á að það getur verið gott að eiga eingöngu nytsamlega og þarfa hluti sem gera lífið betra. Magnea segir að um jólin komi skynsemi mínímalísku nálgunar- innar greinilega í ljós. „Bara um daginn birtist hugleiðing frá fullorðinni ömmu á vegg Facebook- hópsins þar sem hún harmaði það að eyða mörgum dögum í að finna gjafir handa barnabörnunum, vit- andi sem er að gjöfunum verður sennilega öllum skipt. Mikill tími er að fara í að kaupa og gera hluti sem fólk þyrfti í raun ekki að gera. Getur ástandið orðið svo slæmt að margir hafa ekki tíma til að eiga notalegar stundir með ástvinum sínum í mesta skamm- deginu, því allir eru á þeytingi að kaupa. Jólin eiga að snúast um góðan mat í góðum félagsskap, en ekki að fá sem flesta og stærsta pakka.“ Börnin læri nægjusemi Það mætti leggjast í langa sál- fræðilega greiningu á því hvernig á því stendur að á svo mörgum heimilum hafa jólin farið að snú- ast um neyslu. Máski má rekja óhófið, ef má kalla það því nafni, til fyrstu jólaminninganna. Flest eigum við æskuminningar um ynd- isleg jól þar sem enginn endir virtist á gjafa- flóðinu og líf- ið var áhyggjulaus leikur. Magn- ea segir rétt að huga að því að kenna börnunum nægjusemi á jólunum og ekki endilega besta vega- nestið út í lífið ef mestu hamingjuminningarnar eru tengdar því að eignast sem mest af alls kyns dóti. „Í rauninni ætti að halda börn- unum alveg frá öllu æðinu sem á sér stað í verslunarmiðstöðvunum á þessum tíma árs, og gæta þess að þau venjist því ekki að jólin snúist um streitukast yfir því að kaupa þetta, græja hitt og gera öll ósköpin svo að hátíðin geti gengið í garð.“ Börnin ættu vitaskuld að fá sínar gjafir en Magnea segir upplagt að ræða málin við börnin og kannski láta þau gera óskalista þar sem þau vanda valið. „Óskalistinn má alveg vera langur, en kannski vilja börnin for- gangsraða, og hafa þau gott af því að hugsa hvað þau langar mest í þó að þau langi helst að merkja við allan Toys ’R’ Us bæklinginn.“ Jólagjöfin getur líka kannski verið eitthvað annað en leikfang. „Þannig fengu t.d. mín börn tómstundanámskeið að gjöf frá afa sínum og ömmu síðustu jól, og kom það í mjög góðar þarfir. Fjölskyldan gæti jafnvel sammælst um að fækka jólagjöf- unum en gera í staðinn eitthvað skemmtilegt saman, eins og fara í leikhús eða leggja í ferðasjóð heimilisins.“ Samverustundir verðmæt- ari en enn einn pakkinn Hvað á svo að gefa fullorðnum mínímalistum? Hvað á að setja í jólapakka þess sem hrýs hugur við því að fá meiri óþarfa á heim- ilið? Magnea segir margar leiðir færar. Sniðugast af öllu sé AÐ GEFA UPPLIFUN EÐA SKEMMTILEGA SAMVERUSTUND ÞARF EKKI AÐ VERA SVO GALIN JÓLAGJÖF. EITTHVAÐ SEM HÆGT ER AÐ NOTA UPP TIL AGNA, EINS OG MATVÆLI EÐA KERTI HITTIR LÍKA Í MARK HJÁ MÍNÍMALISTUM. ÞAÐ ER GOTT VEGANESTI ÚT Í LÍFIÐ FYRIR BÖRNIN EF ÞAU GETA TILEINKAÐ SÉR NÆGJUSEMI OG LÆRA EKKI AÐ TENGJA JÓLIN VIÐ ÓHÓF OG STRESS. Magnea Arnardóttir

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.