Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.11.2015, Side 36

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.11.2015, Side 36
R étt rúmur mánuður er til jóla. Myrkrið er að þéttast og því gott að vita að hátíð ljóss og friðar sé á næsta leiti. Í aðdraganda jóla, á aðventu og eftir að jól ganga í garð og ekki síst næstu dagana á eftir og allt aftur í þrettánda er samkeppnisástand. Ekki síst í kaupmennskunni, þegar neytandinn er óvenju útbær á harðsóttar krónur sínar. Neytand- inn á auðveldara með að neita sér um eitthvað hina ellefu mánuði ársins. Hann ræður illa við löngunina til að gleðja hópinn sinn, stóran eða smáan, um jól. Sú löngun er runnin honum í merg og bein. Ekkert fær henni haggað. Kaupmenn auglýsa, það er þjón- usta til að auðvelda mönnum val. Ólíkustu keppinautarnir En það keppa fleiri um athygli á þeirri tíð. Svo ólík- ar persónur og Jesús Kristur frá Nazaret og jóla- sveinninn, einn og átta eða þrettán. Má ekki vona að Kristur eigi enn aðfangadaginn og jafnvel jóla- daginn? En það er ekki útilokað að jólasveinninn eigi vinninginn aðra daga. Og hann færist allur í aukana þegar jólatrésskemmtanir hefjast. Þeir eru til og hafa sífellt hærra, sem efast um að Kristur sé til. Margir þeirra gangast upp í trúleysi sínu og hnýta sumir ótt og títt í þá sem trúa á hann og fyrirheit hans um líf að þessu loknu. Það er gleðiefni að trúfrelsi er í landinu. Frelsi til að trúa og frelsi til að trúa ekki. En það á enginn lögmæta kröfu til annars að hann sanni trú sína. Orðið sjálft undirstrikar það. Trúaðir menn telja þau sannindamerki sem gefin hafi verið nægja sér. Þeir gera ekki kröfu til að þau nægi öðrum. Um margt annað geta menn deilt með fræðilegum hætti. Sumum trúleysingjum er í mun að aðrir fall- ist á að ósannað sé að Jesús Kristur hafi lifað með mönnum þau liðlega þrjátíu ár sem sögurnar herma. En því skyldi þeim ekki vera sama um það? Hvað þykir þeim svo mikið koma til hans að nauð- synlegt sé að þurrka hann út? Ef hann sagði ekki látinn: „Ég lifi og þér munuð lifa“ hverju skiptir þá hvort Jósef og María hlýddu boði keisarans um að mæta til manntals? Það eru ekki margir sagnfræðingar sem teknir eru alvarlega, hvað sem trúarskoðunum þeirra líð- ur, sem efast um persónulega tilveru Krists. Kenni- menn gyðinga og Múhameðs telja ekki ástæðu til efasemda. Enda færi margt í viðurkenndri mannkynssögu forgörðum ef gera ætti enn ríkari kröfur um full- nægjandi sannanir slíkra hluta en þarna eru fyrir hendi. En hinn, er hann til? Þótt Kristur og jólasveinninn séu samferðamenn í nútímalegri tilveru ætti vart að nefna þá í sömu andránni. En hinu er ekki að neita, talandi um sannanir í tilveru, þá á jólasveinninn óneitanlega í vandræðum, þótt af ólíkum toga séu. En eru það ekki menn sem ekkert sjá og heyra sem halda því fram að jólasveinninn sé ekki til? Hann er svo fyr- irferðarmikill og fjölmennur, sést hér og víða er- lendis og hann er svo gamall í hettunni, að sjálft Þjóðminjasafnið kynnir hann í aðdraganda allra jóla. Það væri fokið í flest skjól ef lygin hefði læðst inn í Þjóðminjasafnið. En sveinki liggur í svo djúpum dvala ellefu mán- uði á ári að það er ekki einu sinni reynt að færa fram þau sjónarmið að „hann sé samt til“ á þeim tíma. En á háglanstíð jólasveina sameinast flestir um að hampa honum. Þá fer ekki á milli mála að jólasveinninn er til ekki síður en jólaskatan, þótt deila megi um hvort ilmi betur. Fjölbreyttur hópur kemur að því að auka trúverð- ugleika jólasveinsins. Í þeim hópi er fólk, eins og bréfritari, sem „trúir“ þó, í gamla skilningi orðsins, á þann sem jólasveinninn keppir um athyglina við. Og í hópnum eru einnig hinir, sem lifa í trúarlegu allsleysi og telja að það sé tákn um gáfur, rétt eins og reykjarpípan þótti vera fyrir svo sem fjörutíu ár- um. Og það skrítna er, að langstærsti hluti þessa áróðurshóps jólasveinsins er fólk sem trúði einlæg- lega á hann í bernsku sinni, en hætti því sex til sjö ára gamalt, um það leyti sem það var að tapa ímyndunargáfunni unaðslegu. Þetta fólk, og enn viðurkennir bréfritari að vera í þeim hópi, heldur því að fólkinu sem því þykir hvað vænst um í veröldinni, ungviðinu sínu, börnum og barnabörnum, að óþarft sé að efast um jólasveininn. En þetta er ekki jafn siðlaust og það hljómar. Það þykjast allir vissir um, að þessi indæli ímynd- unarleikur geri ekki skaða. Þetta sé gleðiefni, sem lifir svo vel í minningunni, að núverandi ungmenni munu glaðbeitt halda leiknum áfram í nýju hlut- verki, þegar þar að kemur. Hluti hópsins er auðvitað þeirar skoðunar, að þótt jólasveinninn fái að njóta sín á þessum árstíma megi aldrei hafa hann þar í aðalhlutverki. Heim til mömmu Eftir þrettándann hverfur hann til Grýluheima, en hinn harði húsbóndi þar gleður alla góða femínista með því að kuska svo til karlduluna sína, Leppa- Læra minna og minna, minna í dag en í gær * Evran lenti í ógurlegu sprengj-uregni, sem hún hafði í ógátipantað yfir sig sjálf. En það féll hins vegar kjarnorkusprengja á Schengen. Við þær aðstæður er til lítils að leita í rústunum. Reykjavíkurbréf 20.11.15 36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.11. 2015

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.