Morgunblaðið - 28.11.2015, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 28.11.2015, Qupperneq 1
JólagjafiráratugannaEINU SINNI URÐU ALLIR AÐ FÁHELGARSLOPP RÁ Karla SUNNUDAGUR MEÐ ÓTAL ANDLIT Í HEIMI HÁTÍSKUÍ ÁRATUGI HVER HLUTUR Á SINNSTAÐ Á HEIMILINU STEFÁN MÁNI 48 SVALA BJÖRGVINS 36 HELGA BJÖRNSSON 34 INNLIT HJÁ ARNARI GAUTA 22 SPENNTURFYRIRVONDUFÓLKI 29. NÓVEMBER 2015 ANN TELUR AÐ NÚ ÞURFI AÐ HORFAST Í AUGU VIÐ VANDA RÚV OG ANN Í STAÐ ÞESS AÐ GERA SKÝRSLU UM VANDANN AÐ ÞRÆTUEPLI 40 LEYSA H * Ö STENDUR 100%VIÐ SKÝRSLUNA 10 L A U G A R D A G U R 2 8. N Ó V E M B E R 2 0 1 5 Stofnað 1913  280. tölublað  103. árgangur  NÆRANDI ANDI Í NÝJU PLÖTUNNI EITT STÓRT PERSÓNU- LEIKAPRÓF SÓMI ÞJÓÐAR 46EITT 49 Grunnskólar » Skólastjórnendur segja varla hægt að skera niður í skólastarfi. » Þeir segja að aðhaldið hafi verið mikið í rekstri skóla undanfarin ár. Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Skólastjórnendur í Reykjavík eru uggandi vegna niðurskurðar Reykjavíkurborgar til skóla- og frí- stundasviðs sem er um 669 milljónir króna á næsta ári. Fjórir skóla- stjórnendur sem rætt var við töldu að ekki væri hægt að skera meira niður til grunnskólanna án þess að það kæmi niður á þjónustunni. „Það verður ekki skorið meira nið- ur í grunnskólunum nema stjórn- málamenn fylgi því úr hlaði og til- kynni íbúum í Reykjavík að það þýði minni þjónustu. Við skólastjórnend- ur sitjum uppi með svartapétur því við eigum að uppfylla þjónustuloforð Reykjavíkurborgar,“ segir Ómar Örn Magnússon, skólastjóri Haga- skóla. Í sama streng tekur Guðlaug Erla Gunnarsdóttir, formaður Félags skólastjórnenda í Reykjavík. Hún bendir á að frá hruni hefur verið niðurskurður og hagræðing í grunn- skólunum. Reykjavíkurborg þurfi að leita annarra leiða til að ná fram sparnaði í rekstri. Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborg- ar, segir verkefnið krefjandi því að- haldið hafi verið mikið undanfarið. Skólastjórar fá svartapétur  Segja frekari niðurskurð koma niður á þjónustunni  Verkefnið krefjandi, segir formaður skóla- og frístundasviðs  Skorið niður um 669 milljónir á næsta ári MEkki hægt að skera meira … »4 Morgunblaðið/RAX Líf Börn eru yndisleg en ekki er allt- af auðvelt að koma þeim í heiminn. Sumar konur upplifa fæðingu sem svo slæma reynslu að þær fá einkenni áfallastreituröskunar. Mætti reikna með að allt að 200 íslenskar konur lendi í þessum sporum ár hvert. Hildur Sigurð- ardóttir, lektor við hjúkrunar- fræðideild, vinnur að leiðum til að skima eftir vandanum og grípa inn í bæði fyrir og eftir fæðingu. Hún sér fyrir sér þrepaskipt úr- ræði þar sem fyrsta þrepið væri sjálfsmat og fræðsla á netinu með meiri aðstoð ef þess reynist þörf. Það flækir vandann að oft er orsök áfallsins hulin heilbrigðis- starfsmönnum og jafnvel að sjálfsöryggi og væntingar móður- innar til fæðingarinnar spili inn í. Nýbakaðar mæður geta líka verið hikandi við að leita sér aðstoðar því þær skammast sín fyrir að vera ekki fullkomlega hamingju- samar, eins og þær héldu að þær ættu að vera. „Hefur þeim þá mögulega ekki bara verið innrætt að fæðingin sjálf hefði átt að vera á tiltekinn veg, áfallalaus og ynd- isleg, heldur líka tímabilið sem kemur í kjölfarið,“ segir Hildur. Vandinn getur ágerst og smitað út frá sér svo að hitt foreldrið tekur að þróa með sér þunglyndi. Fjallað er um málið í Sunnu- dagsblaði Morgunblaðsins. Í miklu áfalli eftir fæðinguna  Mögulegt að 5-10% kvenna sitji uppi með mjög neikvæða upplifun af fæðingu Snjórinn býður upp á ýmsa skemmtun og sjálfsagt er að taka myndir af gæðastundum í hvítri mjöll- inni. Snjórinn hefur líka í för með sér ófærð og erfiðleika og í fyrrinótt snjóaði talsvert á suðvest- urhorninu. Sköfur og kústar voru því þarfaþing í gærmorgun. Áfram eru norðlægar áttir í kort- unum og víðast kalt í veðri. Í dag er spáð norðan 8-15 metrum og snjókomu eða éljum nyrðra. Hægara verður og úrkomulítið syðra. » 4 Gæðastund í snjónum mynduð Morgunblaðið/Árni Sæberg Talsvert snjóaði í höfuðborginni og sköfur og kústar voru þarfaþing  Vaxandi áhyggjur eru nú í við- ræðum samtaka á vinnumarkaði um útfærslu Salek-rammasamkomu- lagsins vegna þess að ríkisstjórnin hefur enn ekki kynnt tillögur til að uppfylla hlut stjórnvalda í sam- komulaginu. Í viðræðum ASÍ og SA er unnið að gerð kjarasamnings um breytingar á gildandi samningum og aðlögun forsenduákvæða að Salek- samkomulaginu, en endurskoðun samninga þarf að vera lokið fyrir 1. febrúar. Þorsteinn Víglundsson, fram- kvæmdastjóri SA, segir í leiðara fréttabréfsins Af vettvangi í gær að lækki tryggingagjaldið ekki á næsta ári séu kjarasamningar fyrir tíma- bilið 2016-2018 í uppnámi. »16 Strik í reikninginn í Salek-viðræðum  Fundi í kjaradeilu fulltrúa starfsmanna álversins í Straums- vík og stjórnenda lauk á sjötta tímanum í gær án þess að nið- urstaða fengist. Fulltrúar hittast að nýju á fundi á mánudag klukk- an 11. Yfirvofandi er að verkfall hefjist í álverinu á miðvikudag. Kallað var til fundarins hjá ríkissáttasemjara í gær með stutt- um fyrirvara. Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto Alcan, vildi ekki gefa neinar upplýsingar um viðræðurnar þeg- ar eftir því var leitað og sagðist bundinn trúnaði. Aftur fundað í ál- versdeilu á mánudag  Í nefndaráliti meirihluta fjár- laganefndar um frumvarp til fjár- aukalaga kemur fram að þjóð- kirkjan fær 370 milljóna króna framlag. Miðast hækkunin við að framlag ríkissjóðs verði reiknað samkvæmt upphaflegu kirkjujarða- samkomulagi og þar með að allar aðhaldskröfur sem gerðar hafa ver- ið til þjóðkirkjunnar frá og með árinu 2009 verði afturkallaðar. For- sendur þessarar tillögu eru að ríkið gerir það að skilyrði að kirkjan skuldbindi sig til þess að hefja þegar samningaviðræður um endurskoðun kirkjujarðasamkomulagsins sem feli í sér endurskoðun allra fjárhags- legra samskipta ríkis og kirkju. „Með þessu er farið ofan í sam- komulag frá 1997 þar sem ríkið fékk nær allar jarðir gegn því að ríkið myndi yfirtaka launagreiðslur til presta,“ segir Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar. »2 Kirkja Framlag til þjóðkirkju er háð skil- yrðum um endurskoðun samkomulags. Skilyrði um endur- skoðun kirkjujarða- samkomulags

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.