Morgunblaðið - 28.11.2015, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 28.11.2015, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 2015 Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Stéttarfélög sjómanna, vélstjóra og skipstjórnenda hafa enn ekki gert nýjan kjarasamning við útgerðar- menn. Samningar hafa verið lausir frá árinu 2011 og kjaradeilan hefur verið á borði ríkissáttasemjara frá 2012. Snertir deilan á fimmta þúsund sjó- farendur. Hólmgeir Jónsson, framkvæmda- stjóri Sjómannasambandsins, segir fundi hafa verið haldna reglulega í húsakynnum sáttasemjara síðan í haust en enginn árangur orðið. „Þessi deila er búin að standa svo lengi að sáttasemjari er hættur að telja okkur upp um ógerða samn- inga,“ segir Hólmgeir en þó að kjara- samningar við sjó- menn hafi ekki verið gerðir síðan 2011 þá hefur kauptrygging þeirra jafnan ver- ið uppfærð til jafns við samn- inga á almennum vinnumarkaði. Megindeiluefni sjómanna og útgerðarmanna er afla- skiptakerfið en Hólmgeir segir mönn- unarmál einnig fyrirferðarmikil þar sem sjómenn hafi áhyggjur af mikilli fækkun sjómanna á hverju skipi, sér í lagi á uppsjávarskipunum. Þá er gerð rík krafa um bætur fyrir afnám sjómannaafsláttarins. Hann var fyrst felldur niður af framtöldum tekjum á síðasta ári. Samkvæmt upp- lýsingum frá embætti ríkisskattstjóra nutu um 5.500 manns afsláttarins framtalsárið 2014. Samanlögð upp- hæð fór þó lækkandi síðustu árin, þar sem afslátturinn var markvisst minnkaður eftir hrun. Mest nam hann alls um 1,3 milljörðum framtalsárið 2010 en var 311 milljónir í fyrra. Hólmgeir segir afsláttinn hafa skipt máli fyrir sjómenn og þeir vilji að útgerðin bæti þeim þetta upp. Hann segir viðræðurnar hafa skilað litlu til þessa. „Þetta getur ekki geng- ið svona mikið lengur. Menn fara hvað úr hverju að missa þolinmæðina endanlega. Við höfum verkfallsvopnið ef mönnum sýnist svo, en erum ekki farnir að ræða slíkar aðgerðir, hvað sem síðar gerist,“ segir Hólmgeir. Án samnings frá 2011  Ekkert gengur í kjaraviðræðum sjómanna og útgerðar  Gera kröfu um bætur fyrir afnám sjómannaafsláttarins Hólmgeir Jónsson Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Skólastjórnendur í Reykjavík eru uggandi vegna niðurskurðar borgarinnar til skóla- og frí- stundasviðs um 669 milljónir króna á næsta ári. Borgarráð samþykkti að skera útgjöld borgar- innar niður um 1,8 milljarða strax á næsta ári og halda niðurskurði áfram næstu tvö ár þar á eftir. Afkoma Reykjavíkurborgar er mun verri það sem af er ári en gert var ráð fyrir. Gert var ráð fyrir að 6,3 milljarða afgangur yrði af rekstri A- og B-hluta en raunin varð 2,4 milljarða halli en það er 8,7 milljörðum verri afkoma en gert var ráð fyrir. „Við höfum verulegar áhyggjur af þessu. Það er skýrt í okkar huga að við teljum að ekki sé hægt að skera meira niður í þjónustu í grunn- skólum borgarinnar. Frá hruni hefur verið nið- urskurður og hagræðing í grunnskólunum. Við þurfum að setja í forgang lögbundna grunnþjón- ustu við börnin og borgin þarf að skoða aðrar að- gerðir til að hagræða,“ segir Guðlaug Erla Gunnarsdóttir, skólastjóri Ingunnarskóla og formaður Félags skólastjórnenda í Reykjavík, spurð um fyrirhugaðan niðurskurð til skóla- og frístundasviðs. Hún tekur þó fram að ekki liggi fyrir hvað felst í aðgerðum Reykjavíkurborgar. Magnús Þór Jónsson, skólastjóri Seljaskóla, og Helgi Árnason, skólastjóri Rimaskóla, taka báðir í sama streng og Guðlaug. Þeir segja grunnskólana vera komna „inn að beini í nið- urskurði“. Þýðir minni þjónustu „Þetta er alveg ferlegt. Það verður ekki skor- ið meira niður í grunnskólunum nema stjórn- málamenn fylgi því úr hlaði og tilkynni íbúum í Reykjavík að það þýði minni þjónustu. Við skólastjórnendur sitjum uppi með svartapétur því við eigum að uppfylla þjónustuloforð Reykjavíkurborgar. Að sjálfsögðu er því lofað að skólar í Reykjavík séu þeir bestu, sinni átaks- verkefnum, efli læsi og sinni sérkennslu og fleiru eins og best verði á kosið. Þessum lof- orðum fylgja ekki þær bjargir sem við þurfum til að uppfylla þau. Það er vond staða að hafa ekki möguleika á að veita þjónustuna,“ segir Ómar Örn Magnússon, skólastjóri Hagaskóla. Hann bendir á að meiri peninga þurfi inn í grunnskólana í Reykjavík til að standa jafnfætis nágrannasveitarfélögunum. „Mér finnst ekki mikill bragur á því að höf- uðborgin, stærsta sveitarfélagið á landinu, getur ekki ráðið við þetta verkefni. Menn verða þá að vera heiðarlegir og bera það upp við ríkið ef þeir ráða ekki við verkefnið. Það getur vel verið að það sé raunverulegt. Það eru eðlilegri viðbrögð stjórnmálamanna í stað þess að leita hingað nið- ur í niðurskurð,“ segir Ómar ennfremur. Ekki margar matarholur „Aðhaldið hefur verið mikið undanfarin ár og það gerir verkefnið krefjandi. Stefna okkar er að draga saman í yfirstjórn en verja þjónustu- stigið eftir megni, en það eru ekki margar mat- arholur eftir,“ segir Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur, spurður út í sparnaðinn á sviðinu. Hann vildi ekki tjá sig um einstök dæmi um niðurskurð því aðgerðaáætlun liggur ekki fyrir fyrr en 1. febrúar 2016. Skúli bendir þó á að hægt væri m.a. að draga úr húsnæðiskostnaði með því að auka samstarf skóla og frístunda- sviðs. Það myndi felast í því að frístundaheimilin yrðu starfrækt innan skólanna. Hann benti einnig á þann möguleika að hag- ræða í rekstri skólamötuneyta til að mynda með því að fjölga útboðum á hráefni til skólamötu- neyta en árlega er varið 1.200 milljónum króna til hráefniskaupa. Ekki hægt að skera meira niður  Skólastjórnendur í Reykjavík hafa áhyggjur af skólastarfi á næsta ári vegna niðurskurðar  Stefnan að draga saman í yfirstjórn en verja þjónustustigið eftir megni, segir formaður skóla- og frístundasviðs Morgunblaðið/Ómar Grunnskóli Skólastjórnendur í borginni segjast ekki geta skorið meira niður. Í gærmorgun var jörð alhvít í fyrsta sinn á þessu hausti í Reykjavík. „Og það munar aldeilis um það. Snjó- dýptin var mæld 21 cm sem er sú mesta á landinu ásamt Ólafsfirði. En Ólafsfjörður er snjóasveit en Reykjavik er snjóléttur staður og þar er sárasjaldan mestur snjór á öllu landinu einhvern dag,“ ritar Sig- urður Þór Guðjónsson veðursagnfræð- ingar á Moggabloggið í gær. Síðast var alhvítt í höfuðborginni 11. apríl í vor og hefur því verið snjólaust í 228 daga, 24 dögum lengur en meðaltal þessarar aldar og 28 dögum lengur en meðaltalið frá og með 1949, segir Sig- urður. Flestir voru þessir dagar 248 árið 2000 en þá varð jörð alhvít 12. desember og hef- ur aldrei orðið alhvítt svo seint á hausti í Reykjavik. Fæstir hafa snjólausu dagarnir frá vori til hausts verið 144 árið 1990. Snjólausir dagar í Reykjavík milli vors og hausts hafa reyndar ekki verið fleiri en nú síðan metið var sett árið 2000. Að sögn Sigurðar er þetta mesta snjó- dýpt í nóvember í Reykjavík síðan 1979 (29 cm), 1978 (38 cm) og 1930 (26 cm). Snjódýptin núna er því sú fjórða mesta í Reykjavík frá því Veðurstofan var stofnuð árið 1920. Meðalhitinn á landinu er enn meira en eitt stig yfir meðallagi. „En nú fer að halla undan fæti með kuldakasti til mán- aðarloka,“ segir Sigurður í bloggi sínu. sisi@mbl.is Eftir 228 snjólausa daga í höfuðborginni varð loks alhvítt Mesti snjór á landinu í Reykjavík Morgunblaðið/Árni Sæberg Bjart Hressilega hafði snjóað þegar borgarbúar komu út í gærmorgun og heldur bætti í er leið á daginn. Nefnd sem innanríkisráðherra skip- aði í ársbyrjun um meðferð kæru- mála og kvartana á hendur lögreglu skilaði í gær ráðherra niðurstöðu sinni. Leggur nefndin til að ráðherra skipi þriggja manna eftirlitsnefnd með störfum lögreglu sem hafi það verkefni að taka við erindum frá borgurunum, yfirfara þau og greina hvort um sé að ræða kæru um refsi- verða háttsemi eða kvörtun er lúti að starfsaðferðum lögreglu, og komi er- indum í viðeigandi farveg, að því er greint er frá á heimasíðu innanríkis- ráðuneytis. Þá lagði nefndin einnig fram drög að breytingum á lögum sem nauðsynlegar eru með hliðsjón af þessum tillögum. Haft er eftir Ólöfu Nordal, innan- ríksiráðherra, að henni lítist mjög vel á tillögurnar og að þegar verði hafinn undirbúningur að því að hrinda þeim í framkvæmd. Sagði hún mikilvægt að mál sem þessi hefðu öruggan farveg og að borgararnir hefðu vissu fyrir því að á þá væri hlustað. Gert er ráð fyrir að innanríkisráð- herra skipi formann nefndarinnar, en Lögmannafélag Íslands og Mann- réttindaskrifstofu Íslands hina tvo. Lögð til skipan eftir- litsnefndar  Taki við erindum vegna lögreglu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.