Morgunblaðið - 28.11.2015, Page 10

Morgunblaðið - 28.11.2015, Page 10
arinnar með hönd- unum á borðið þar sem blaðamaður sat og ræddi við hljómsveit- ina. Nokkrir gesta- söngvarar léðu plöt- unni einnig krafta sína, þ.e. Jónas Sigurðsson, María Huld Pétursdóttir, Margrét Lára Þór- arinsdóttir og Stefán Jakobsson. Bakraddakórinn er einnig stjörnum prýddur og var ekki vandamál að fá þekkt tónlistarfólk eins og Magna Ásgeirsson til liðs við sveitina. „Það sagði enginn nei eða var of upptek- inn,“ segir Ásþór en allir hafi verið ánægðir með afraksturinn þegar platan var tilbúin. Nafn sveit- arinnar byrjaði sem vinnuheiti þegar strákarnir hugðust taka þátt í Músíktil- raunum. „Það festist svo bara við okkur,“ segir Ásþór en lögin sem þeir tóku í tilraununum enduðu á nýútgefinni plötu í bland við mörg ný. „Í staðinn fyrir að spila lagið á plötunni eins og við höfum alltaf gert á tónleikum kom svolítið nýtt lag á plötuna sem við hermum svo eftir á tónleikum,“ segir hann en gerð plöt- unnar hafi þróað lögin þeirra mikið. Ásþór semur öll lög sveitarinnar og viðurkennir að sér finnist það einna skemmtilegast við tónlistina. Strákarnir koma þó allir að út- setningu þeirra. „Albert útsetur bassann og semur hann alveg. Við Þórarinn búum svo til trommurnar. Síðan samræma þeir trommur og bassann,“ segir hann en öllum hug- myndum frá strákunum að uppsetn- ingu lagsins sé mjög vel tekið og þeir prófi allt áður en lokaniðurstaðan lít- ur dagsins ljós. Vel gekk að safna styrkjum Gerð plötunnar var fjámögnuð í gegnum Karolina fund og eru allir þeir sem lögðu henni lið tilteknir sér- staklega í plötuumslagi Meistaranna. og gengur í Hraunavallaskóla í Hafn- arfirði. Þórarinn rekur svo lestina og er yngstur, eða 12 ára. Bræðurnir stunda einnig tónlistarnám hjá Tón- listarskóla FÍH og er Þórarinn yngsti nemandinn í sögu skólans. „Fannst þetta bara gaman“ „Pabbar okkar þekkjast vel og voru í hljómsveit saman þegar þeir voru yngri. Svo komumst við að því að Albert spilaði á bassann og þá ákváðum við að stofna bara hljóm- sveit,“ segir Ásþór um fyrstu skrefin að myndun Meistara dauðans og strákarnir taka undir með honum. Foreldrar drengjanna þriggja hafa leikið stórt hlutverk í tónlistar- lífi þeirra. „Pabbi kenndi mér öll grunnatriðin á bassann og ég hef ver- ið að spila síðan ég var 9 ára. Ég var ekkert að pæla í því að verða betri og það gerðist bara sjálfkrafa, mér fannst þetta bara gaman,“ segir Al- bert. Þá fengu bræðurnir sín hljóð- færi á unga aldri og hafa spilað síðan. Þórarinn hefur þannig trommað frá því hann man eftir sér og er orðinn afar fær eins og kom glögglega í ljós þegar hann gerði sér lítið fyrir og tók trommustefið úr einu lagi sveit- Laufey Rún Ketilsdóttir laufey@mbl.is Við gerum í því að vera svolít-ið fjölhæfir og með fjölhæf-an metal,“ segir ÁsþórLoki Rúnarsson, söngvari og gítarleikari þungarokkssveit- arinnar Meistarar dauðans, en hljómsveitin gaf út samnefnda plötu á dögunum, Meistarar dauðans. Er þetta fyrsta plata sveit- arinnar sem er skipuð þremur ung- um drengjum sem hafa óbilandi áhuga á þungarokki og rokki al- mennt, en til marks um það halda þeir mikið upp á hljómsveitirnar Me- tallica, Dimmu, Skálmöld og Iron Maiden. Bræðurnir Ásþór Loki og Þór- arinn Þeyr Rúnarssynir manna gít- arinn og trommurnar en Ásþór ljær sveitinni einnig rödd sína. Albert Elí- as Arason slær svo bassann af mikl- um myndugleik og saman hafa þeir náð fótfestu á sviði þungarokksins svo um munar. Ungur aldur drengjanna stend- ur þeim ekki fyrir þrifum en Ásþór er elstur, eða sextán ára, og gengur í Menntaskóalnn við Hamrahlíð. Al- bert er árinu yngri, eða fimmtán ára, Meistarar dauðans stíga á svið Meistarar dauðans er þungarokkssveit ungra drengja sem eiga allir framtíðina fyrir sér á tónlistarsviðinu. Þeir hafa nú gefið út sína fyrstu plötu og koma fram á tónlistarhátíðinni Rokkjötnar í Vodafone-höllinni í byrjun desember. Þungarokkið hefur tekið þeim opnum örmum og margir hrósað vaskri framgöngu þeirra og gæðum tónlistarinnar. Rokk Meistara dauðans skipa (frá vinstri) Albert Elías Arason, Þórarinn Þeyr Rúnarsson og Ásþór Loki Rúnarsson. „Við ætlum að verða eins og Rolling Stones, eldgamlir að spila á tónleikum“ 10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 2015 Í aðdraganda jólanna geta fjölskyldur tekið sér ótal margt skemmtilegt fyr- ir hendur til að auka verulega á jóla- gleðina. Barna- og fjölskyldu- viðburðir Borgarbókasafnsins eru afar heppilegir til þess. Skreytiglaðar fjölskyldur finna eitthvað við sitt hæfi, en í dag, laug- ardag, verður m.a. hægt að gera fal- lega pappírsengla undir styrkri stjórn Aspar Óttarsdóttur í Borgarbóka- safninu í Norðlingaskóla kl. 14-16. Allt efni er á staðnum og frítt inn. Í dag verður einnig boðið upp á upplestur úr skrímslabókunum á fjölda tungumála í samstarfi við Móð- urmál, félag tvítyngdra barna. Áslaug Jónsdóttir, einn höfunda bókanna, verður með upplestur úr bókinni „NEI! sagði litla skrímslið.“ Á morgun, sunnudag, sýnir Mögu- leikhúsið svo í Gerðubergi jóla- leikritið Hvar er Stekkjastaur? „Jóla- sveinarnir ákveða að koma ekki til byggða, ysinn og þysinn er orðinn of mikill en hvað gerist þá!“ segir um leikritið en hægt er að panta miða í síma 8971813. Margt um að vera fyrstu aðventuhelgina Fjölskyldufjör á aðventunni í boði Borgarbókasafnsins Aðventan Lítill lestrarhestur sökkvir sér ofan í Skrímslabók. Á Bókasafninu í Norðlingaskóla verður lesið upp úr bókunum fyrir börnin. Undirþrýstingur í miðeyra með vökva. Eftir þrýstingsjöfnunmeðOtoventblöðru, miðeyrað opið og engin vökvi. Fæst í apótekum www.celsus.is Meðferð við eyrnabólgu og vökva í miðeyra – lagar og fyrirbyggir • Um 70 % fá bót við fyrstu notkun • Vel rannsökuð meðferð sem leiðréttir undir- þrýsting í miðeyra, opnar kokhlustina svo að vökvi eigi greiða leið. • Getur dregið úr notkun sýklalyfja, ástungum og rörum í eyrum. • Góður árangur tengt flugi, köfun, sundi og kinnholustíflum. Fyrir börn og fullorðna. • CE merkt – Meðmæli lækna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.