Morgunblaðið - 28.11.2015, Page 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 2015
1. desember í Snæfelli, Hótel Sögu
klukkan 20:00-22:00
Allir velkomnir
Heimssýn
Hátíðarávörp, upplestur, söngur,
tónlist og kaffiveitingar.
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Það er mat sérfræðinga Hagstofu Ís-
lands að aukinn fjöldi brottfluttra ís-
lenskra ríkisborgara sé „ekki um-
fram það sem telja má eðlilega
sveiflu miðað við fyrri ár“. Sú niður-
staða eigi við „hvort sem horft er til
búferlaflutninga hjá einstaklingum
eða kjarnafjölskyldum“.
Greint er frá þessari niðurstöðu í
nýrri skýrslu en tilefnið er að líkind-
um umræða að undanförnu um
brottflutning ungra íslenskra ríkis-
borgara fyrstu 9 mánuði ársins.
Sú umfjöllun hófst með frétt í
Morgunblaðinu 11. nóvember um að
rúmlega 1.100 fleiri íslenskir ríkis-
borgarar fluttu frá landinu en til
þess fyrstu 9 mánuði ársins. Þannig
fluttu 3.120 íslenskir ríkisborgarar
frá landinu, en 1.990 til landsins á
tímabilinu. Voru þá ekki tiltækar
upplýsingar hjá Hagstofunni um
aldursskiptingu fólksins.
Hér til hliðar má sjá graf sem sýn-
ir fjölda brottfluttra íslenskra ríkis-
borgara umfram aðflutta á tíma-
bilinu frá 1961-2015. Eins og sjá má
hafa brottfluttir íslenskir ríkisborg-
arar umfram aðflutta sjaldan verið
fleiri á heilu ári en á fyrstu 9 mán-
uðum þessa árs.
Getur verið oftúlkað
Violeta Calian, sérfræðingur á
mannfjöldadeild Hagstofunnar, seg-
ir mikilvægt að setja búferlaflutn-
inga til og frá landinu í sögulegt sam-
hengi. Þannig skipti miklu máli að
fjöldi brottfluttra umfram aðflutta sé
settur í samhengi við íbúafjölda
landsins. Landsmönnum hafi til
dæmis fjölgað mikið síðan 1986.
Calian telur því ekki rétt að ein-
blína á mismun þessara tveggja
stærða og bera hann svo saman við
tölur fyrri ára. Það sé tölfræðilega
ekki góð aðferðafræði. Slík nálgun
geti leitt til oftúlkunar á náttúruleg-
um sveiflum. Telur Calian, sem er
sérfræðingur í tölfræði, því ekki rétt
að einblína á þessa tölfræði.
Hagvöxtur hefur áhrif
Hún segir fylgni milli búferla-
flutninga og efnahagsástands á Ís-
landi.
„Aðflutningur íslenskra ríkisborg-
ara aftur til Íslands ræðst af hag-
vexti, atvinnuleysi og fjölda útskrif-
aðra stúdenta, en brottflutningur
íslenskra ríkisborgara fylgir fjölda
útskrifaðra stúdenta,“ segir Calian
og tekur fram að báðar breytur séu
með tímatöf. Hún vísar svo til
tveggja grafa sem hér eru endurgerð
með hennar leyfi. Sýna þau aldurs-
skiptingu í brottflutningi íslenskra
ríkisborgara árin 1986-2015.
Í tilefni af þessari greiningu Hag-
stofunnar kannaði blaðamaður hlut-
fall brottfluttra íslenskra ríkisborg-
ara umfram aðflutta sem hlutfall af
íbúafjöldanum, á tímabilinu 1961-
2015. Skal tekið fram að flutnings-
jöfnuðurinn er niðurstöðutala hvers
árs og miðast því við stöðuna í árs-
lok. Íbúafjöldinn miðast hins vegar
við 1. janúar ár hvert. Þessi þróun er
hér sýnd á grafi. Var markmiðið að
sjá hver brottflutningurinn væri í
sögulegu samhengi síðustu 55 ár.
Eins og sjá má hefur flutningsjöfn-
uðurinn verið neikvæður flest árin.
Aðeins hærri í 11 skipti
Samkvæmt þessari nálgun er árið
2015 – þ.e.a.s. fyrstu 9 mánuðir árs-
ins – í 12. sæti á þessum lista. Það
þýðir að á 11 af 55 árum frá 1961 hef-
ur hlutfall brottfluttra íslenskra
ríkisborgara umfram aðflutta af
íbúafjöldanum verið hærra en í ár.
Síðasti fjórðungur þessa árs er ekki
inni í þessum tölum og gæti árið 2012
því endað ofar á þessum lista.
Það einkennir öll árin sem eru fyr-
ir ofan árið 2015 á listanum að þau
komu í kjölfar erfiðleikaára í ís-
lensku efnahagslífi. Margir voru án
atvinnu og leituðu tækifæra erlendis.
Þess ber að geta að á tíu árum af
þessum 55, á tímabilinu 1961-2015,
voru aðfluttir íslenskir ríkisborgarar
fleiri en brottfluttir, eða samtals
2.453 á þessum tíu árum. Það er um
það bil fjöldi brottfluttra umfram að-
flutta á kreppuárinu 2009.
Brottflutningurinn
„eðlileg sveifla“
Hagstofan greinir brottflutning íslenskra ríkisborgara
Brottflutningur fyrstu 3 ársfj. í ár einn sá mesti frá 1961
Heimild: Hagstofa Íslands. Úr nýrri skýrslu sem birt var í gær.
Aðfluttir íslenskir ríkisborgarar umfram brottflutta
-1.380
-1.167
-1.148
-1.637
-1.020
-2.466
-1.703
-1.311
Á tímabilinu 1961-2015
1.000
500
0
-500
-1.000
-1.500
-2.000
-2.500
1961 1966 1971 1976 1981 1991 20061986 20011996 2011 2015*
*Fyrstu þrír ársfjórðungar.
-1.130-1.038
Hæsta hlutfall brottfluttra umfram aðflutta íslenska
ríkisborgara af mannfjöldanum árin 1961-2015*
*Miðað við íbúafjöldann 1. janúar ár hvert. Heimild: Hagstofa Íslands. Útreikningar eru blaðsins.
Ár % Ár %
1 2009 0,77% 7 1989 0,46%
2 1970 0,68% 8 1976 0,45%
3 1995 0,61% 9 2011 0,41%
4 2010 0,54% 10 1996 0,39%
5 1977 0,53% 11 2002 0,36%
6 1969 0,47% 12 2015 0,34%
Hlutfall aðfluttra einstaklinga eftir aldri af heildarfjölda aðfluttra
fyrstu 3 ársfjórðunga 1990-2015, íslenskir ríkisborgarar
0-4 5-9 10-14 20-24 30-34 40-44 50-54 60-6415-19 25-29 35-39 45-49 55-59 65-69 70-74 75-79 80-84 85+
20
15
10
5
0
20152009-20142001-20081990-2000
Hlutfall brottfluttra einstaklinga eftir aldri af heildarfjölda
brottfluttra fyrstu 3 ársfj. 1990-2015, íslenskir ríkisborgarar
0-4 5-9 10-14 20-24 30-34 40-44 50-54 60-6415-19 25-29 35-39 45-49 55-59 65-69 70-74 75-79 80-84 85+
25
20
15
10
5
0
20152009-20142001-20081990-2000
Morgunblaðið/Ómar
Reykjavík séð frá Höfðatorgi Búferlaflutningar hafa verið til umræðu.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Í umfjöllun Morgunblaðsins 11. nóv-
ember um búferlaflutninga var haft
eftir Ásgeiri Jónssyni, dósent í hag-
fræði við Háskóla Íslands, að rann-
sóknir bendi til að það sé einkum
ungt fólk sem
hleypi heimdrag-
anum og leiti
betri kjara er-
lendis.
„Ísland hefur
lengið búið við
mjög neikvæðan
flutningsjöfnuð
ungs fólks,“ segir
Ásgeir og vísar til
nýbirtra talna
Hagstofunnar um
aldursdreifingu búferlaflutninga.
Greindi hann gögn sem Morgun-
blaðið fékk afhent frá Hagstofunni í
gær, en þau eru hluti nýrrar rann-
sóknar Hagstofunnar.
Óvenjuleg þróun á þessu ári
„Ef litið er til síðustu samdráttar-
skeiða í íslensku efnahagslífi þá hafa
þau öll leitt til þess að ungt fólk hef-
ur hleypt heimdraganum og leitað
tækifæra annars staðar. Það sem er
óvenjulegt er að við skulum sjá fjölg-
un í hópi brottfluttra á sama tíma og
það er uppsveifla í efnahagslífinu og
mjög lítið atvinnuleysi.
Að öðru leyti sýna tölur Hagstof-
unnar að eðli búferlaflutninga er
svipað og áður; það er ungt fólk sem
er nú að flytja af landinu þrátt fyrir
vaxandi hagsæld heima fyrir.
Samhengið við hagsveifluna sést
vel ef innlendur flutningsjöfnuður er
skoðaður aftur í tímann og fólkinu
er skipt í þrjá aldurshópa, þau sem
eru á aldrinum 0-35 ára, 35-65 og
síðan þau sem eru eldri en 65 ára,“
segir Ásgeirs og vísar til grafs sem
er endurgert hér fyrir ofan.
„Atvinnuástand hefur haft ráð-
andi áhrif á búferlaflutninga til og
frá landinu í gegnum tíðina og hefur
hallinn einkum snúið að fólki yngra
en 35 ára,“ segir Ásgeir.
Unga fólkið er í meirihluta
brottfluttra Íslendinga
Búferlaflutningur íslenskra ríkisborgara
Árin 1986-2015 eftir aldurshópum
Heimild: Útreikningar Ásgeirs Jónssonar.
Dósent í hagfræði greinir búferlaflutninga síðan 1986
Ásgeir
Jónsson