Morgunblaðið - 28.11.2015, Page 24
24 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 2015
ingu og góða stjórnarhætti.
Þeir sem eru ekki með innri end-
urskoðanda voru spurðir hvort fyrir-
tækið hygðist ráða slíkan og svöruðu
25% því játandi.
Flestir svarenda, eða 41%, telja
að eftirlit með fyrirkomulagi og
virkni innra eftirlits sé mikilvægasta
hlutverk endurskoðunarnefnda. 24%
telja eftirlit með vinnuferli við gerð
reikningsskila vera mikilvægast og
22% telja eftirlit með endurskoðun
ársreiknings og samstæðureiknings
mikilvægast. Fæstir, eða einungis
2%, sögðu að tillaga til stjórnar um
val á endurskoðanda eða endurskoð-
unarfyrirtæki væri mikilvægast.
Flestir, eða 35%, segja að framlag
þeirra í endurskoðunarnefnd felist í
sérþekkingu á starfsemi einingar-
innar. Færri nefna sérþekkingu á
fjármálum, reikningsskilum, ytri
endurskoðun eða lögum.
50% þeirra sem hafa verið til-
nefndir í endurskoðunarnefnd sitja
þar vegna þessa að þeir eru í stjórn
fyrirtækisins.
Könnun Deloitte byggist á svör-
um 90 einstaklinga sem sitja í end-
urskoðunarnefndum.
Telja endurskoðunar-
nefndir auka gagnsæi
Óvíst hvort þær auka traust, samkvæmt könnun Deloitte
Endurskoðunarnefndir
72,73%
43,33%
23,86%
52,22%
3,41% 4,44%
Já Nei Ekki viss
80
70
60
50
40
30
20
10
0
Telur þú að með tilkomu endurskoðunarnefnda
þá aukist gagnsæi í reikningsskilum, fjármálum
og endurskoðun viðkomandi fyrirtækja,
stofnana og sjóða?
Telur þú að með tilkomu endurskoðunarnefnda
hafi traust á fjármálamarkaði aukist meðal
fjárfesta og almennings?
%
Heimild: Deloitte
?
?
BAKSVIÐ
Margrét Kr. Sigurðardóttir
margret@mbl.is
Flestir eða 73% þeirra sem sitja í
endurskoðunarnefndum telja að
með tilkomu slíkra nefnda hafi auk-
ist gagnsæi í reikningsskilum, fjár-
málum og endurskoðun. Þetta kem-
ur fram í nýrri könnun sem Deloitte
framkvæmdi meðal þeirra sem sitja
í endurskoðunarnefndum. Meirihluti
svarenda, eða 52%, er ekki viss þeg-
ar spurt er hvort tilkoma endur-
skoðunarnefnda hafi aukið traust á
fjármálamarkaði meðal fjárfesta og
almennings. 43% svöruðu spurning-
unni játandi og 4% neitandi.
Í lögum um ársreikninga er kveð-
ið á um að stjórn skipi endurskoð-
unarnefnd hjá þeim fyrirtækjum
sem tengjast almannahagsmunum.
Þar á meðal eru fyrirtæki á verð-
bréfamarkaði, lífeyrissjóðir, lána-
stofnanir og vátryggingafélög. End-
urskoðunarnefndir eru
eftirlitsnefndir og ætlað að tryggja
gæði ársreikninga og annarra fjár-
málaupplýsinga.
Innra eftirlit bætir stöðuna
Í niðurstöðunum kemur einnig
fram að 72% fyrirtækjanna eru með
innri endurskoðun og tæplega 80%
þeirra telja að innri endurskoðunin
hafi bætt innra eftirlit, áhættustýr-
lánum, umfram nýjar lántökur, um
129 milljörðum á síðustu sjö árum.
Þrátt fyrir það hafi skuldsetning
fyrirtækjanna aukist á síðasta ári
og segir bankinn að það bendi til
þess að þau fjármagni sig í auknum
mæli með skammtímalánum.
Samhliða bættri skuldastöðu í
sjávarútvegi hefur geta fyrirtækj-
anna til nýfjárfestinga aukist. Á ár-
unum eftir bankaáfallið hafi fjár-
festing verið lítil en að það sé nú að
breytast. Þannig hafi fjárfestingar
sem hlutfall af EBITDA verið 44% á
árinu 2014 og aukningin, sé miðað
við það hlutfall, hafi aukist um 26
prósentustig frá fyrra ári.
Í fyrra nam fjárfesting sjávar-
útvegsfyrirtækja 27 milljörðum
króna og var það aukning um 145%
frá fyrra ári. Til samanburðar
nefnir Íslandsbanki að meðalfjár-
festing í greininni hafi síðastliðinn
áratug verið um 8 milljarðar á
hverju ári.
Skuldastaða fyrirtækja í sjávar-
útvegi hefur batnað á síðustu árum
eftir að hafa náð hámarki 2009. Það
ár fóru skuldir útgerðarinnar í 494
milljarða króna. Í lok síðasta árs
voru þær komnar niður í 363 millj-
arða króna en höfðu þó vaxið frá
árinu 2013 þegar þær stóðu í 341
milljarði króna. Þetta kemur fram í
nýrri skýrslu Íslandsbanka um ís-
lenskan sjávarútveg.
Í skýrslunni segir að þegar fjár-
mögnunarhreyfingar sjávarútvegs-
félaga eru skoðaðar, sjáist að batn-
andi afkoma þeirra hafi gert þeim
kleift að greiða niður langtíma-
skuldir. Þannig nemi afborganir af
Skuldastaða sjávarútvegsins fer batnandi
Greitt niður 129 milljarða á 7 árum
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Sjávarútvegur Skammtímafjármögnun eykst en langtímaskuldir lækka.
● Niðurfelling tolla á fatnaði og skóm er
meðal þess sem gæti haft áhrif á að
halda aftur af verðbólgu til skamms tíma
litið. Það er mat Landsbankans sem seg-
ir að það muni þó ekki gerast nema
lækkunaráhrifin af tollabreytingunum
skili sér að fullu til neytenda. Hagfræði-
deild bankans gerir ráð fyrir því að verð-
bólgan verði að jafnaði nálægt 2,5%
fram á mitt næsta ár. Þó segir hún að
miklar launahækkanir í tengslum við
kjarasamninga ársins muni óhjákvæmi-
lega valda aukinni verðbólgu, jafnvel þó
gert sé ráð fyrir áframhaldandi lágu verði
á olíu og annarri hrávöru. Þá muni krón-
an einnig styrkjast nokkuð en að það,
ásamt öðrum erlendum áhrifum muni
ekki duga til að halda aftur af áhrifum
launahækkana. Bankinn segir margt
benda til að fram til ársloka 2018 muni
launakostnaður allra hópa hafa hækkað
um 32% frá árslokum 2013.
Verðbólguhorfur til
skamms tíma góðar
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn leggur
til að tekjuskattshlutfall verði lækk-
að hér á landi og persónuafsláttur
verði hækkaður. Á móti leggur AGS
til að vaxtabætur verði felldar niður
í áföngum og að barnabótakerfið
verði einfaldað og bótum beint í rík-
ari mæli að lágtekjuheimilum.
Tillögurnar eru settar fram í út-
tekt sem sérfræðingar Aþjóðagjald-
eyrissjóðsins hafa gert á tekjuskatt-
lagningu einstaklinga og barna- og
vaxtabótakerfunum hér á landi, að
beiðni fjármála- og efnahags-
ráðherra.
Skýrslan er birt á vef fjármála- og
efnahagsráðuneytisins en hún er
liður í vinnu við að einfalda íslenska
skattkerfið. Í tilkynningu ráðuneyt-
isins segir að hugmyndir sérfræð-
inga AGS um mögulegar breytingar
tekjuskatts- og bótakerfanna séu
nokkuð róttækar miðað við gildandi
kerfi.
Sérfræðingar AGS mæla með því
að persónuafsláttur verði hækkaður
og greiddur út til þeirra sem náð
hafa 18 ára aldri, nýtist hann ekki
að fullu á móti álögðum skatti. Þá
verði ein föst fjárhæð barnabóta
reiknuð fyrir hvert barn undir 18
ára aldri, óháð fjölskyldugerð, en
skerðingarhlutfall barnabóta verði
eitt og hækki töluvert frá því sem
nú er
AGS legg-
ur til lægri
tekjuskatt
Persónuafsláttur
verði hækkaður
Þú finnur bílinn á bilo.is Skráðu bílinn á bilo.is
Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
!
!!
""
"#
!"!
!!$
$ $
%&'() '*'
+,%-%*./ ,&*'0'12% 34*'1.4
5
"
"
!5!
""
"5$
!
5 $
!5#
$#
#
5
"$
!!!
"5
"!
!5"
!#
!
$""
$$#
● Það eru vonbrigði að engin áform
séu um að lækka tryggingagjaldið árið
2016 þrátt fyrir að atvinnuleysi sé
hverfandi, segir í fréttabréfi Samtaka
atvinnulífsins. Atvinnuleysi hefur verið
3% síðustu 12 mánuði en trygginga-
gjaldið er svipað og þegar atvinnuleysi
var 8-9% á árunum 2009-2010. SA
segir að árlegt gjald sé um 20-25 millj-
örðum króna hærra en það ætti að vera
miðað við stöðuna á vinnumarkaði.
SA fyrir vonbrigðum með
óbreytt tryggingagjald
● Arion banki hefur lokið útboði á
tveimur útistandandi flokkum sér-
tryggðra skuldabréfa. Heildareftirspurn
í útboðinu var 3,26 milljarðar króna.
Tveir flokkar voru stækkaðir, annar um
500 milljónir króna með ávöxtunarkröf-
unni 3,1% og hinn um 1,2 milljarða
króna með 3,08%.
Arion lýkur útboði á sér-
tryggðum skuldabréfum