Morgunblaðið - 28.11.2015, Síða 33
UMRÆÐAN 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 2015
Brandur
Fasteignasali
897 1401
Haukanes
Borg fasteignasala 519-5500 kynnir til sölu einstaka
eign á Arnarnesi í Garðabæ. Um er að ræða lóð þar sem
framkvæmdir eru hafnar við byggingu á 660 fermetra
einbýilishúsi á sjávarlóð við Haukanes í Garðabæ. Lóðin
er 1.467 fermetra eignarlóð með einstöku útsýni til sjávar.
Óhætt er að fullyrða að þetta er ein allra fallegasta lóð
höfuðborgarsvæðisins.
Búið er að teikna 660 fermetra hús á tveimur hæðum
með bílskúr. Pálmar Kristmundsson arkitekt hannaði
og teiknaði húsið sem telst fullhannað en þó eru miklir
möguleikar varðandi endalegar útfærslur í herbergjaskipan
og nýtingu einstakra rýma
Einstakt tækifæri fyrir fjölskyldu að sérhanna hús fyrir
sig.
Nánari upplýsingar og teikningar veitir. Brandur
Gunnarsson löggiltur fasteignasali á Borg fasteignasölu
897-1401 eða brandur@fastborg.is
Fólk á fjarlægum
slóðum flýr nú heim-
kynni sín vegna óbæri-
legs stríðsástands
heima fyrir. Flóttafólk-
ið, einstaklingar og fjöl-
skyldur með börn, legg-
ur á sig langt og
stórhættulegt ferðalag
til að freista þess að
komast þangað sem
hugsanlega má byrja
nýtt og betra líf. Aleigan rúmast í ein-
um plastburðarpoka. Bátar úti á
rúmsjó yfirfullir af flóttafólki, lík í
köldum sjó, margra kílómetra langar
raðir gangandi fólks, illt ástand í
flóttamannabúðum, matarskortur,
óöryggi, skelfing og hræðsla. Við
fáum agnarsmáa nasasjón af erf-
iðleikum flóttafólksins í gegnum fjöl-
miðla en getum samt á engan hátt
skilið líðan þess og angist til fulls.
Fjórir hópar fólks
í leit að betra lífi
Nú á næstu vikum eða mánuðum
er hér von á hópi flóttafólks sem hef-
ur verið á slíkum hrakningum. Hér í
Reykjavík verður þá því um að ræða
þrjá hópa fólks sem óska eftir að fá
hér skjól og möguleika á að hefja hér
nýtt og betra líf, þ.e. kvótaflóttafólk,
hælisleitendur og flóttafólk. Í raun er
einnig fjórði hópurinn, „útlendingar í
neyð“, efnalítið erlent fólk sem er bú-
sett hér á landi og þarf að treysta á
t.d. matargjafir og ýmsa þjónustu eða
fyrirgreiðslu frá Reykjavíkurborg.
Hvernig hlúum við að þessu fólki
og búum því möguleika
til betra lífs? Þetta er
allt svo nýtt fyrir okkur
hér á Íslandi að við höf-
um vafalítið mörg átt
það til að rugla saman
hugtökum og skilgrein-
ingum.
Kvótaflóttamaður er
einstaklingur sem hefur
flúið upprunaríki sitt og
fengið viðurkenningu á
stöðu sinni sem flótta-
maður hjá Flótta-
mannastofnun Samein-
uðu þjóðanna í öðru ríki en fær svo
boð frá t.d. stjórnvöldum á Íslandi um
að koma hingað til lands. Ríkið hefur
styrkt þjónustuna í um eitt ár en
reynslan sýnir að þörf er á að lengja
ríkisstyrkinn talsvert.
Einstaklingar og fjölskyldur sem
koma til Íslands í leit sinni að al-
þjóðlegri vernd hafa hingað til verið
nefndir hælisleitendur. Oft verða eig-
inkonur og börn eftir í heimalandinu
en ef eiginmaðurinn er samþykktur
hér sem flóttamaður getur hann sótt
um að sameinast fjölskyldunni, þ.e.
að fá eiginkonu og börn sín hingað til
lands. Ef fólkið fær stöðu flótta-
manna fellur fjárstuðningurinn frá
ríkinu niður og þar með flyst allur
kostnaður vegna nauðsynlegrar þjón-
ustu á Reykjavíkurborg.
Ef umsókn er synjað er venjan að
senda fólkið úr landi, sem er afar erf-
itt og tilfinningalega viðkvæmt mál.
Það er ekki hvað síst erfitt fyrir börn-
in sem hafa þá fengið inni í leikskóla
eða grunnskóla og eru jafnvel rétt að-
eins að aðlagast eftir nokkurra mán-
aða dvöl á Íslandi.
Flóttamannabörnin
En hvað með börnin sem koma
brátt til landsins úr hópi þeirra flótta-
manna sem hafa flúið stríðshrjáðu
svæðin, börnin sem koma hingað
mögulega eftir margra ára dvöl við
erfiðar, jafnvel hrikalegar aðstæður í
flóttamannabúðum, börn sem hafa
þrátt fyrir ungan aldur upplifað
hræðilegri hörmungar en okkur get-
ur órað fyrir? Hvernig ætlum við að
taka á móti þessum börnum og fjöl-
skyldum þeirra? Höfum við þekk-
inguna og nauðsynlega sérfræðiað-
stoð? Hvernig ætlum við hér í
Reykjavík að auðvelda þeim að aðlag-
ast „eðlilegu“ lífi, hjálpa þeim til að ná
andlegu og líkamlegu jafnvægi,
hjálpa þeim til smám saman að
blómstra sem einstaklingar, veita
þeim mannvirðingu og jafnrétti,
byggja upp sjálfstraust þeirra, að-
stoða þau til mennta í íslensku menn-
ingarsamfélagi? Erum við tilbúin til
þess?
Þann 14. október sl. lögðu Fram-
sókn og flugvallarvinir fram ítarlegar
fyrirspurnir í skóla- og frístundaráði
um þjónustu Reykjavíkurborgar við
börn kvótaflóttafólks, hælisleitenda
og flóttafólks og kom þá í ljós að gríð-
arlega umfangsmikil undirbúnings-
vinna er enn óunnin áður en við get-
um með sanni sagt að við séum með
allt tilbúið til að taka á móti hópum
barna flóttafólks sem er að koma
hingað eftir miklar hörmungar og
hrakninga.
Nokkuð hefur borið á háværum
röddum í ýmsum fjölmiðlum þar sem
bæði einstaklingar og hópar hafa
hrópað hátt um að við Íslendingar
ættum nú þegar að bjóða hingað til
okkar talsverðum fjölda flóttafólks.
Þó margir vilji rétta hjálparhönd og
aðstoða fólkið eftir því sem þeir best
geta, þá verðum við að vanda hér
mjög til verka því þjónustan sem hér
verður þörf á er ekki á hvers manns
færi.
Vissulega þurfum við hér á landi að
leggja okkar af mörkum, gera það
sem við getum til að auðvelda flótta-
fólki lífið og tilveruna – en hvað höf-
um við aðstæður til að hjálpa mörg-
um nú í ár og á t.d. næsta ári? Ég
ætla að biðjast undan því að fá nú
þann stimpil á mig að ég sé að setja
verðmiða á fólk – það er ekki tilgang-
urinn. Hér er tilgangurinn að við ger-
um okkur grein fyrir þeim kostnaði
sem mun óhjákvæmilega fylgja bráð-
nauðsynlegum þjónustuúrræðunum
og að við leitum þá þeirra leiða sem til
þarf til að finna tekjuliði sem má nýta
til að greiða þann kostnað áður en
farið er af stað. Við verðum að gera
ráðstafanir til að þjónustan verði til
staðar, að mörgu er að hyggja og því
brýnt að allir hlutaðeigandi aðilar
sameinist í samheldni og samstöðu
um vandaða og vel ígrundaða mót-
töku, umönnun og þjónustu. Flýtum
okkur hægt, vöndum til verka.
Móttaka erlendra flóttamanna,
þjónusta við börn þeirra
Eftir Jónu Björg
Sætran »Mikil undirbúnings-
vinna, varðandi
þjónustu við börn flótta-
manna, er óunnin.
Jóna Björg Sætran
Höfundur er varaborgarfulltrúi
Framsóknar og flugvallarvina.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| brids@mbl.is
Lögfræðistofan vann
Lögfræðistofa Íslands vann 1.
deild deildakeppninnar en sveitin
sigraði sveit Grant Thornton í úr-
slitaleik 167-93.
Þrír frakkar unnu 2. deildina með
96,76 stigum en í 2. sæti varð sveit
Frímanns Stefánssonar með 89,26.
Í 3. sæti varð sveit JE Skjanna
með 87,68.
Þessar þrjár sveitir færast upp í 1.
deild að ári.
Íslandsmót í parasveitakeppni
Næsta mót hjá Bridssambandinu
er Íslandsmótið í parasveitakeppni,
en það mót fer fram 5.-6. desember.
Hægt er að skrá sig á bridge-
@bridge.is og í s. 587 9360 en
skráningu lýkur á hádegi 4. des-
ember. Spilagjaldið er 18.000 fyrir
sveitina.
Íslandsmeistarar fyrra árs eru
sveit SVANNA-GK.
Þá loksins gekk rófan – Góð
mæting á Suðurnesjum
Fjögurra kvölda Butler-tvímenn-
ingur hófst sl. miðvikudag og var
mæting vonum framar eða 12 pör.
Þeirra á meðal voru feðgarnir úr
Grindavík, Guðjón Einarsson og
Ingvar Guðjónsson.
Heiðursfélagi Munins, Karl Ein-
arsson, mætti til leiks með ungan
mann, Ara Gylfason, og gerðu þeir
sér lítið fyrir og verma efsta sætið
með 39 impa ásamt Gunnlaugi Sæv-
arssyni og Arnóri Ragnarssyni.
Garðar Garðarsson og Óli Þór
Kjartansson eru þriðju með 30 og
Guðjón Svavar Jensen og Svala Páls-
dóttir fjórðu með 15.
Byrjað verður að spila stundvís-
lega kl. 19 nk. miðvikudag.