Morgunblaðið - 28.11.2015, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 28.11.2015, Qupperneq 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 2015 ✝ GuðmundurGuðmundsson fæddist í Hnífsdal 11. apríl 1916, og ólst þar upp. Hann lést á Landspít- alanum 13. nóv- ember 2015. Foreldrar hans voru Guðmundur Stefán Guðmunds- son formaður í Hnífsdal, f. 7.12. 1877, d. 22.2. 1936, og Jóna Sal- ómonsdóttir húsmóðir, f. 5.5. 1885, d. 22.11. 1952. Þegar faðir hans lést kom í hlut Guðmundar að sjá fyrir móður sinni og yngri bróður, tvítugur að aldri. Systkini: Þorgeir, f. 4.7. 1904, d. 12.12. 1924, Ingibjörg, f. 27.10. 1912, d. 7.8. 2009, og Marías Þórarinn, f. 13.4. 1922, d. 17.3. 2010. Eiginkona Guðmundar var Guðrún Jónsdóttir húsmóðir, fædd á Langeyri í Álftafirði 12.12. 1916, d. 15.11. 1981. Þau gengu í hjónaband 1942. For- eldrar Guðrúnar voru Jón Bjarnason trésmiður, f. 2.1. 1881, d. 3.6. 1929, og Daníela Jóna Samúelsdóttir húsmóðir, f. 17.9. 1888, d. 17.6. 1940. Fóstur- foreldrar Guðrúnar: Ólafur Andrésson húsasmiður, f. 27.8. ar Hafdísi ÍS. Guðmundur var hafnsögumaður á Ísafirði um árabil. Árið 1954 sneri hann sér að útgerð og fiskvinnslu og stofn- aði síðan Hrönn hf. ásamt Ás- geiri Guðbjartssyni skipstjóra og fleirum. Guðmundur var lengi í forsvari fyrir útgerð Guðbjargar ÍS en Hrönn hf. gerði út mörg skip með þessu nafni. Guðmundur starfaði við útgerðina fram á níræðisaldur. Hann var formaður Útvegs- mannafélags Vestfjarða 1963-87 og í stjórn Landssambands ís- lenskra útvegsmanna um langt árabil. Hann var lengi stjórn- armaður í Kaupfélagi Ísfirð- inga, Íshúsfélagi Ísfirðinga hf., Olíusamlagi útvegsmanna og Vélbátaábyrgðarfélagi Ísfirð- inga. Guðmundur var áhugamaður um menningar-, atvinnu- og stjórnmálasögu og lét til sín taka í tónlistarlífi Ísafjarðar. Hann starfaði mikið að slysa- vörnum og björgunarmálum. Í áratugi var hann formaður karladeildar SVFÍ á Ísafirði. Hann tók virkan þátt í starfi Frí- múrarareglunnar á Ísafirði og í Reykjavík í hartnær 60 ár. Viðurkenningar: Heiðursfé- lagi Sjómannafélags Ísfirðinga. Heiðursfélagi SVFÍ. Heiðurs- merki Frímúrarareglunnar. Riddarakross Hinnar íslensku fálkaorðu. Útför Guðmundar fer fram frá Ísafjarðarkirkju í dag, 28. nóvember, klukkan 14. 1891, d. 6.8. 1968, og Margrét Þór- arinsdóttir hús- móðir, f. 7.8. 1888, d. 16.10. 1971. Guðmundur var síðar í sambúð með Margréti Helgu Gísladóttur frá Höfn í Hornafirði, f. 3.4. 1924, d. 28.6. 2009. Dætur Guð- mundar og Guðrún- ar eru: 1) Bryndís, f. 22.6. 1943, maki Kristján Ólafsson. Þau skildu. Þeirra synir Ólafur Helgi, f. 1968, og Hrafnkell, f. 1975, d. 2009. 2) Jóna Margrét, f. 12.7. 1945, maki Valdimar Óskar Jónsson, d. 2008. Þeirra börn eru Guðmundur Stefán, f. 1966, Ragnheiður, f. 1967, Katr- ín, f. 1970, d. 1970, Davíð Þór, f. 1973, og Margrét f. 1974. 3) Ingibjörg, f. 3.7. 1950, maki Snorri Sigurjónsson. Barna- barnabörnin eru sautján. Ævistarf Guðmundar var bundið sjósókn og útgerð. Hann fór ungur til náms í Héraðsskól- ann á Laugarvatni.Vélstjóra- réttinda aflaði hann sér á Ísa- firði og skipstjórnarréttinda frá Sjómannaskólanum í Reykjavík. Kornungur varð hann skip- stjóri, fyrst á Bryndísi ÍS og síð- Mikill höfðingi er fallinn frá. Hann ætlaði að verða 100 ára, en líkaminn gaf sig þegar fimm mán- uði vantaði í það markmið. Hann hafði alla tíð verið stórhuga og kom mörgu góðu í verk á langri ævi. Þegar ég hitti tengdaföður minn fyrst óraði mig ekki fyrir því að við ættum eftir að verða sam- ferðamenn næstu 30 árin. Kynni mín af Guðmundi Guðmundssyni voru mér sem öðrum einstök. Hann var lágvaxinn, en samt svo stór, rómsterkur og ákveðinn. Ég fékk strax á tilfinninguna að það væri hann sem hélt um stjórnvöl- inn, en um leið fann ég hlýjuna sem frá honum streymdi. Þetta var á heimili hans í Silfurgötu 7 á Ísafirði, húsi sem hann keypti ung- ur með eiginkonu sinni Guðrúnu Jónsdóttur. Þetta hús varð svo heimili hans í 60 ár. Þar fæddust og ólust upp dætur þeirra, Bryn- dís, Jóna Margrét og Ingibjörg, sem voru honum mjög kærar. Segja má að á Ísafirði hafi Guð- mundur verið allt í öllu. Meðfram sjómennsku og umfangsmiklum atvinnurekstri var hann stjórnar- maður í mörgum félögum, oftast formaður. Hann lét sér hag ein- staklinga og félaga miklu varða, vann mikið sjálfboðastarf, alltaf ósérhlífinn og gaf mikið af sér í þágu samfélagsins. Hann var bak- hjarl margra og fólk treysti á hann. Því trausti brást hann aldrei og alltaf var það hans einlæga ósk að allir gengju sáttir frá borði. Þessum heiðarlega manni var ýmis sómi sýndur og sem dæmi má nefna að bækistöðvar Björgunar- félags Ísafjarðar voru nefndar eft- ir honum og kallast Guðmundar- búð. Þar inni er Guðrúnarstofa nefnd eftir eiginkonu hans, en þau unnu lengi saman að slysavarna- og björgunarmálum á Ísafirði. Því miður fékk ég aldrei að hitta Guð- rúnu, þá merku konu. Hún lést nokkrum árum fyrir samfundi okkar Guðmundar. Nú hef ég kynnst mörgum sem hafa verið Guðmundi samferða um ævina. Allir bera þeir til hans mik- inn hlýhug. Sérstaklega eru mér hugstæðir þeir fallegu straumar sem lágu á milli þeirra Ásgeirs Guðbjartssonar skipstjóra og Guð- mundar. Greinilegt var að þar ríkti gagnkvæm virðing og traust. Barnabörn og barnabarnabörn Guðmundar voru honum afar hjartfólgin og hið sama gilti um af- komendur Margrétar H. Gísla- dóttur, sem hann var samvistum við á efri árum. Að tengdaföður mínum látnum er mér efst í huga sú góðvild sem einkenndi hann og vænst þykir mér um það trúnaðartraust sem hann sýndi mér síðustu árin því hann var ekki vanur að bera eigin tilfinningar eða áhyggjur á torg. Honum var þá sem jafnan mikið í mun að réttlæti næði fram og allir færu sáttir frá borði. Hann var enn við stjórnvölinn daginn fyrir and- látið og sagði þá meðal annars eftir stutta tölu: „Orðið er laust.“ Far þú í friði, kæri vinur, og þökk fyrir „þá dýrstu gjöf sem gef- in verður “ þína yngstu dóttur. Snorri Sigurjónsson. Afi Guðmundur er dáinn. Ég vissi nú alveg að það kæmi að því einn daginn. Hann var orð- inn 99 og hálfs árs gamall sem telst nú bara nokkuð gott. Mér fannst afi alltaf vera merki- legur maður, hann vissi svo ótrú- lega margt og hafði reynt ýmis- legt. Hann átti ljómandi góða útgerð ásamt fleirum og þeir áttu eitt aflahæsta skip landsins til ein- hverra ára. Ég varð nú pínu mont- in með hann afa minn þá og fannst hann ennþá merkilegri fyrir vikið. Mínar minningar að vestan eru flestar úr Silfurgötu 7 og neðan úr dokku þar sem við Davíð Þór bróð- ir sátum og dorguðum og veiddum marhnúta. Netið með kröbbunum og siglingadótinu í forstofunni sit- ur fast í minni, bratti stiginn með kaðlinum fyrir handrið, sem haldið var í þegar maður renndi sér nið- ur, og uppstigið á klósettið. Það var eins og setjast í hásæti og svo var togað í band til að sturta niður. Fyrir vikið var sérstaklega skemmtilegt að sturta þar niður. Svo voru það auðvitað kjallara- tröppurnar úr eldhúsinu, stór- hættulegar, frekar sleipar og orðn- ar mjög eyddar. Að fara niður í kjallara var eins og að fara inn í ævintýraheim. Þar var hægt að gramsa í allskonar kjallaradóti og gleyma sér. Harðfiskur var alltaf til í frystikistunni og var hann óspart nagaður, helst óbarinn. Ég átti margar góðar stundir með afa í Gullsmára eftir að hann flutti suður. Ég bjó í blokkinni fyr- ir ofan hans og tók hann stundum með mér í sund. Þá fórum við í Ár- bæjarlaug, syntum nokkrar ferðir og spjölluðum. Ég kíkti svo endr- um og sinnum yfir til hans og stillti fjarstýringar og sjónvarpið sem áttu það til að „hætta að virka“. Síðustu vetur höfum við fjöl- skyldan farið að minnsta kosti einu sinni í viku til afa, eldað mat og átt góða kvöldstund saman. Þessar heimsóknir hafa gefið mínum börnum mikið og þau fengið að kynnast langafa sínum betur. Þau kynntust honum svo enn betur þegar við vorum hjá honum í Sunnuhlíð í nokkur skipti. Þar vildi afi helst vera. Komið er að kveðjustund og er- um við fjölskyldan þakklát fyrir allar þær stundir sem við höfum fengið með afa. Takk fyrir allt og allt, elskuleg- ur. Nú húmi slær á hópinn þinn, nú hljóðnar allur dalurinn og það, sem greri á þinni leið um því nær heillar aldar skeið. Vor héraðsprýði horfin er: öll heiðríkjan, sem fylgdi þér. Og allt er grárra en áður var og opnar vakir hér og þar. Þér kær var þessi bændabyggð, þú bast við hana ævitryggð. Til árs og friðar – ekki í stríð – á undan gekkstu í háa tíð. Þitt starf var farsælt, hönd þín hlý og hógvær göfgi svipnum í. Þitt orð var heilt, þitt hjarta milt og hugardjúpið bjart og stillt. En styrrinn aldrei stóð um þig, – hver stormur varð að lægja sig, er sólskin þinnar sálar skein á satt og rétt í hverri grein. Loks beygði þreytan þína dáð, hið þýða fjör og augnaráð; sú þraut var hörð – en hljóður nú í hinsta draumi brosir þú. Svo hvíl þig, vinur, hvíld er góð, – vor hjörtu blessa þína slóð (Jóhannes úr Kötlum.) Margrét, Ormar, Íris Birta og Egill Orri. „Ég bið að heilsa honum,“ voru síðustu orðin sem ég heyrði Guð- mund segja þegar hann fór inn í bílinn hjá Ingibjörgu og Snorra áleiðis á flugvöllinn í byrjun nóv- ember. Leiðin lá til Reykjavíkur, hugmyndin var að skreppa til læknis og koma síðan aftur heim á Ísafjörð. Heim í faðm fjalla blárra. Þetta var svo sem ekki óalgeng kveðja hjá honum, því hann þekkti marga. Sá sem kveðjan var til í þetta sinn er nú reyndar ekki nema þriggja mánaða gamall, nærri öld yngri en sá sem kveðj- una sendi. Þegar litið er til baka er eins og Guðmundur hafi alltaf verið hluti af fjölskyldu minni. Ég man reyndar vel eftir því þegar ég hitti hann fyrst en það var austur á Hornafirði þegar hann og Margrét móðursystir mín komu í heimsókn fyrir margt löngu. Þetta er reynd- ar ekki skrýtin tilfinning því Guð- mundur var einstakur maður. Það er ekki oft að maður kynnist fólki sem lætur sér fyrst og fremst annt um aðra og vinnur að því leynt og ljóst að bæta hag samferðafólks- ins. Þetta gerði Guðmundur með myndarlegum hætti, hann og sam- starfsmennirnir í Hrönn hf. gerðu út eitt þekktasta aflaskip landsins og tengslin voru mikil við atvinnu- lífið og framfarirnar miklar. Hag- ur samfélagsins var borinn fyrir brjósti og því urðu vonbrigðin mik- il þegar Guðbjörgin kom ekki framar til Ísafjarðar eftir samein- ingu Hrannar við Samherja. Þegar maður leggur allt sitt í samfélagið þá stendur viljinn til þess að það njóti áfram um ókomna tíð. Hins vegar þá voru sigrarnir og fram- farirnar ætíð ofar í huga Guð- mundar en mótlætið en af því fékk hann sinn skammt. Gott dæmi um áhugann á framförum er þegar Bolungarvíkurgöngin voru vígð 2010, þá mætti hann sérstaklega vestur úr Kópavogi til að fagna þessum merkilega áfanga. Hann átti ófá sporin sem barn um Ós- hlíðina frá Hnífsdal til Bolungar- víkur til að heimsækja ömmu sína. Nú er kær vinur farinn í sína hinstu ferð og skarð er fyrir skildi. Heyr, himna smiður, hvers skáldið biður, komi mjúk til mín miskunnin þín. Því heit eg á þig, þú hefur skaptan mig, ég er þrællinn þinn, þú ert Drottinn minn. (Kolbeinn Tumason.) Minningin um mætan mann lifir áfram. Ég vil þakka fyrir þann tíma sem gefinn var fyrir mína hönd og fjölskyldu minnar. Elsku Ingibjörg, Jóna Margrét, Bryndís og aðrir aðstandendur við sendum ykkur hugheilar kveðjur með kæru þakklæti fyrir vináttuna og liðin ár. Þröstur, Guðrún, Heba Dís og Birta Rós. Það gekk maður inn í garðinn okkar í skóginum og studdist við tvo stafi. Þegar hann kom nær húsinu kallaði hann hárri röddu: „Er nokkur heima?“ Þetta var rödd skipstjóra sem vanur var að láta til sín heyra og þetta var vinur okkar hann Guðmundur að koma úr sinni daglegu morgungöngu um skóginn. Þegar Guðmundur keypti Sunnuhlíð, næsta bústað við okk- ar, vissum við auðvitað hver hann var, skipstjóri og útgerðarmaður og maðurinn hennar Gunnu frænku, systur Ella á Bjargi, en við vissum ekki hvern mann hann hafði að geyma, það koma ekki fyrr en seinna. Hann var þá orðinn ekkill en í sambúð með konu frá Höfn, Margréti Gísladóttur. Það myndaðist strax góður vinskapur milli okkar. Guðmundur og Mar- grét voru afskaplega gestrisin, höfðu gaman af að veita vel og segja skemmtilega frá. Margrét var ættuð frá Breiðdalsvík en hafði búið í Höfn allan sinn búskap, var orðin ekkja þegar þau Guðmundur kynntust og átti uppkomin börn. Margrét var kát og skemmtileg og fóru þau Guðmundur margar ferð- ir saman innanlands og utan. Aldr- ei fundum við fyrir aldursmun þó milli okkar væri á þriðja tug ára. Guðmundur fæddist í Hnífsdal en keypti Silfurgötu 7 snemma á búskaparárum sínum og Guðrún- ar, þar ólust dæturnar þrjár upp og var hann orðinn roskinn maður þegar flutt var í Kópavoginn. Guð- mundur var félagslyndur og vildi láta til sín taka, gera það sem gagn var að, enda klár og skynsamur. Hann hafði gaman af tónlist og söng með Karlakórnum og Sunnu- kórnum þar sem heyrðist í djúp- um, fallegum bassanum fyrir aftan altina. Tónlistarfélagið naut líka krafta hans. Að verða 99 ára gam- all, halda fullu minni og athygli er mikil gjöf fyrir ættingja hans og samferðarmenn. Dætur hans hafa svo sannarlega kunnað að meta það og hugsað vel og fallega um hann síðustu árin. Á hverju vori eftir að hann flutti suður komu þau Margrét í skóginn með farfuglun- um og fóru ekki aftur fyrr en líða tók á haustið. Eftir að Margrét féll frá komu dæturnar og barnabörn- in með honum svo hann fengi að njóta síðustu áranna í Tungudaln- um sem hann bast svo sterkum böndum. Samveru okkar í skógin- um er lokið og við sjáum hann ganga út úr garðinum umvafinn grænum, fallegum gróðri, fuglarn- ir, vinir hans, fylgja honum á leið og gott ef mýslan trítlar ekki á eft- ir. Genginn er góður maður, vinur og frændi. Innilegar samúðar- kveðjur til Ingibjargar, Jónu Möggu, Bryndísar og Snorra og allrar fjölskyldunnar frá okkur í Kornuá. Blessuð sé minning Guð- mundar Guðmundssonar í Sunnu- hlíð. Bára Einarsdóttir. Sl. mánudag kvöddum við góð- an vin við minningarathöfn í Nes- kirkju, Reykjavík. Kæran fjöl- skylduvin, Guðmund Guðmundsson frá Ísafirði. Hann var 99 ára og var fyrir stuttu búinn að panta sér sal fyrir 100 ára af- mælisveisluna í apríl á næsta ári! Sl. sumar sátum við með Guð- mundi og fólkinu hans í sólstofunni í Sunnuhlíð, sumarbústaðnum í Tunguskógi, fengum kaffi og spjölluðum. Guðmundur með allt á hreinu. Það var sama hvort við ræddum fuglalífið í Skóginum, at- vinnulífið á Ísafirði eða Króknum, landsmálin eða barnabörnin. Í upphafi fjórða áratugarins hófu foreldrar mínir, Bíbí og Her- mann, og stuttu síðar Gunna og Guðmundur, búskap á sitt hvorri hæðinni á Silfurgötu 7, Ísafirði. Varð það upphafið að yfir 70 ára vináttu. Eins og algengt var á þessum árum deildu fjölskyldur hlutum íbúðarhúsnæðis og allt gekk þetta upp í einingu og ves- enislaust. Svo skemmtilega hagaði til að tvær elstu systurnar í hvorri fjölskyldu fæddust sömu árin, en við Ingibjörg, örverpin, komum síðastar á sitt hvoru árinu. Þar fyr- ir utan eignuðust foreldrar mínir þrjá stráka og eru skondnar sögur til af samskiptum þeirra og Guð- mundar. Lífið í Silfurgötunni var gott. Í sumar náðum við systurnar sex að láta mynda okkur með Guð- mundi fyrir framan Silfurgötuna. Það eru uppáhaldsmyndir. Mér var ljóst að Guðmundur var mikilhæfur skipstjóri, útgerð- armaður og virkur í bæjar-, stjórn- mála- og félagslífi Ísafjarðarbæj- ar. Ég undraðist þó hversu miklu hann hafði áorkað í störfum sínum þegar Örn Bárður rakti ævistörf hans í minningarorðum sínum. Það kom að því að foreldrar mínir þurftu að stækka við sig og flytja um set en áfram bjuggu Gunna og Guðmundur í Silfurgöt- unni. Alltaf héldust þó vinaböndin. Hún Gunna hans Guðmundar var mikilhæf og flott kona, rak útgerð- ina heima í stofu með honum Guð- mundi sínum, tók þátt í fé- lagsstörfum og sinnti kennslu meðfram húsmóðurstörfum. Hún lést langt um aldur fram og varð Guðmundur aldrei samur eftir það. Ári1992 eignaðist Guðmundur bústaðinn Sunnuhlíð í Tunguskógi. Foreldrar mínir höfðu átt sum- arbústað í Skóginum frá árinu 1944. Hófst þá nýr kafli í lífi Guð- mundar og samskipti hans og fjöl- skyldna okkar jukust á ný. Það var skemmtilegt. Dagleg samskipti tekin upp að nýju. Guðmundur var einna fyrstur til að reisa sér nýjan bústað eftir snjóflóðið 1994. Öll sumur höfum við farið með krakk- ana okkar til ömmu og afa í Skóg- inum. Einstök vinátta tókst með yngsta stráknum okkar og Guð- mundi og fór hann flesta daga í heimsókn til Guðmundar, ýmist einn eða með afa og stundum til að leika við barnabörn í heimsókn. Eins og gengur dró úr heimsókn- um á unglingsárunum en alltaf spurði Guðmundur: „Er strák- urinn með?“Það var ljúft að fylgj- ast með endurfundum þeirra sl. sumar. Með Guðmundi er genginn mætur maður og höfðingi. Hans verður saknað í Skóginum. Það var fallegt að fylgjast með umhyggju dætra hans og fjölskyldu þegar kom að því að hann þurfti á aðstoð þeirra að halda. Við þökkum Guð- mundi vináttu og tryggð. Guð blessi minningu hans og gefi fjöl- skyldunni styrk. Ásdís (Addý) Hermannsdóttir. Þá hefur Guðmundur blessaður kvatt þetta líf nær aldar gamall. Ég kynntist honum fyrst, þegar þau Margrét, frænka mín, hófu sambúð sína. Í fyrstu komu þau í heimsókn á bernskuheimili mitt, en eftir andlát foreldra minna komu þau aldrei svo suður frá Ísa- firði, að þau byðu mér ekki í máls- verð með sér á Hótel Sögu, þar sem þau dvöldu vanalegast. Þar áttum við skemmtilegar stundir, enda gat Guðmundur verið afar skemmtilegur viðræðu og glettinn, ef því var að skipta, og heill fræða- sjór að auki. Þegar ég ferðaðist svo vestur nokkrum árum eftir snjó- flóðin í nágrannabyggðunum dvaldi ég í smátíma hjá þeim Mar- gréti í húsinu á Silfurgötunni í góðu yfirlæti. Eftir að þau fluttu suður sá ég þau sjaldnar, en kom þó í heim- sókn til þeirra í Gullsmárann og mætti þar sama höfðingsskapnum hjá þeim og fyrrum. Þetta voru góðar stundir, sem ljúft er að minnast. Fyrir þær og góða viðkynningu gegnum árin skal nú þakkað, þeg- ar ég kveð þennan öldung hinstu kveðju, um leið og ég bið honum allrar blessunar Guðs þar, sem hann er nú, og votta aðstandend- um öllum innilega samúð mína. Blessuð sé minning Guðmundar Guðmundssonar. Guðbjörg Snót Jónsdóttir. Fallin er frá öðlingurinn Guð- mundur, fv. útgerðarmaður og skipstjóri á eitt hundraðasta ald- ursári. Það var mikil gæfa fyrir mig sem ungan mann að fá að kynnast Guðmundi en það gerðist árið 1963 þegar ég aðstoðaði við að stofna Útvegsmannfélag Vest- fjarða. Þá var það sjálfgefið að hann yrði kjörinn fyrsti formaður félagsins og gegndi hann því starfi í marga áratugi. Hann tók sæti í stjórn LÍÚ árið 1973 og sat þar til Guðmundur Guðmundsson ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Auðbrekku 1, Kópavogi Útfararþjónusta síðan 1996 Vaktsímar: 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is • Allan sólarhringinn ALÚÐ • VIRÐING • TRAUST • REYNSLA Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 Kristín Ingólfsdóttir Hilmar Erlendsson Sverrir Einarsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.