Morgunblaðið - 28.11.2015, Side 39

Morgunblaðið - 28.11.2015, Side 39
MINNINGAR 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 2015 ✝ Ragnheiður G.Rasmussen fæddist 28. ágúst í Reykjavík 1932. Hún lést á heimili fyrir aldraða í Helsingör í Dan- mörku 20. nóv- ember 2015. Ragnheiður eignaðist þrjú börn með fyrri manni sínum og eru það þau Guðrún Kaldan, Tryggvi Kaldan og Kristín Kaldan. Þau eru öll búsett í Helsingör, Dan- mörku. Seinni eig- inmaður Ragn- heiðar var Skjold Rasmussen píanó- leikari. Útförin fer fram í Gurre- kirkjugarði Hels- ingör í dag, 28. nóvember 2015. Látin er frænka mín og móð- ursystir Ragnheiður G. Rasmus- sen. Aggý eins og við kölluðum hana var í minni minningu ávallt lífsglöð kona enda einhvern tíma þegar ég spurði hana hvað henni fyndist hún vera gömul sagði hún mér að henni liði eins og hún væri ekki eldri en 25 ára og var hún þá komin á áttræðisaldur. Ég á góðar minningar um Aggý frænku, bæði þegar hún kom og heimsótti okkur á mitt æskuheimili í Dvergholtinu og síðar þegar ég fór í nám til Dan- merkur, þá heimsótti hún okkur til Horsens og við heimsóttum hana til Helsingör. Það var mjög nota- legt að eiga fjölskyldu í Helsingör þegar við vorum í námi í Dan- mörku og um stórhátíðir gátum við farið til Helsingör og átt þar góðar stundir heima hjá Aggý með öllu hennar fólki sem er orðið töluverð- ur fjöldi. Einnig kallaði hún alltaf alla saman ef maður rak inn nefið og hélt fjölskylduboð þar sem oft var glatt á hjalla. Ég reyndi ávallt að heimsækja Aggý þegar ég gat, bæði þegar ég og fjölskyldan mín fórum í frí til Danmerkur og þegar ég var á ferðinni vegna vinnu. Áttum við einmitt góðar stundir fyrir tveim árum þegar ég ákvað að koma við hjá Aggý og bað hana að segja mér sína sögu sem ég tók upp á hljóð- upptökutæki og er ómetanlegur fróðleikur sem þar er að finna og eftir henni haft. Þar segir Aggý mér frá ástæðu þess að hún fluttist búferlum til Danmerkur og settist að í Hels- ingör en Aggý fluttist ung til Dan- merkur og giftist dansk-íslenskum manni Ulf Kaldan að nafni sem var sendur til Íslands á sumrin til skyldmenna og felldu þau hugi saman þar og fluttust þau til Hels- ingör og áttu þar saman þrjú börn. Aggý frænka var mikill listunn- andi enda lærður píanóleikari og starfaði hún sem píanókennari alla sína tíð og unni því starfi. Hún giftist á miðjum aldri kons- ertmeistaranum og píanóleikaran- um Skjold Rasmussen og talaði hún mikið um hversu farsælt það hjónaband hefði verið þó það hefði staðið stutt, en hann dó fyrir aldur fram og varð það henni mikill harmur. Aggý var mikill Íslendingur í sér og minnist ég stundum þegar hún talaði um Ísland að sérstakur glampi var í augunum á henni og stundum mátti sjá votta fyrir tár- um á hvarmi. Ég veit að það eru margir sem komu við hjá Aggý frænku af skyldmennum sem voru bæði í fríi og í námi í Danmörku og eiga góðar minningar um þessa gestrisnu lífs- glöðu konu sem þrátt fyrir áföll í sínu lífi lét það ekki hafa áhrif á lífs- gleði sína. Sjálfur á ég góðar minningar þegar við áttum notalegar samræð- ur heima í hlýlegu stofunni hennar í Helsingör og hún sagði mér sögur af fólkinu okkar, Reykjavíkurætt- inni, Hólakoturum eins og hún vildi kalla okkur. Hér á eftir fylgir ljóð sem amma mín Kristín Guðmundsdóttir samdi til Aggýjar en hún saknaði alltaf dóttur sinnar sem bjó í Danmörku. Minning þín lifir og hvíl þú í friði. Geisli í sál mína skín er opna ég bréfin þín laug í hjartanu lifnar tár í augum glitrar Elskulega dóttir mín ástarþakkir fyrir bréfin þín þau lesin eru æði oft til að sálartetrið fái næringarvott. (Kristín Guðmundsdóttir) Guðmundur Hreinsson, Hóla- kotari, Jóna M. Kristjóns- dóttir og börn. Ragnheiður G. Rasmussen Elsku besta amma mín, ég trúi því ekki enn að þú sért farin frá okkur. Við vorum nýbúnar að ræða stórafmælið þegar þú kvaddir, og þú endaðir umræðuna á því að þú ætlaðir sko að verða 100 ára. Ég veit þú pass- ar vel upp á litlu kallana þína, eins og þú kallaðir þá, sem þú bókstaflega lifðir fyrir. Það var svo gaman að koma með þá í heimsókn til þín, það lifnaði yfir þér allri og ég veit hvað þér þótti ótrúlega vænt um þá. Ég sakna þín svo mikið og sér- staklega þegar líða fer að jólum. Það var svo yndislegt að koma til ömmu í dekur. Við Gunnar Villi ætlum að baka lagkökuna þína fyrir jólin og mikið þyrfti ég að Hulda Rannveig Friðriksdóttir ✝ Hulda Rann-veig Friðriks- dóttir fæddist 28. nóvember 1935. Hún andaðist 30. janúar 2015. Útför Huldu fór fram 6. febrúar 2015. geta hringt í þig til að fá leiðbeiningar, eins og svo oft áður. Ég hef ekki tölu á öllum skiptunum sem ég hringdi í þig úr búðinni eða við eldavélina, og fékk leiðbeiningar um hvernig þú eldaðir þetta, eða bakaðir hitt. Þú varst snill- ingur í eldhúsinu og kökurnar þínar og maturinn var það allra besta. Þú kenndir mér svo margt um lífið og hvað það er sem virkilega skiptir máli og fyrir það er ég svo þakklát. Þú gekkst í gegnum svo mikið á þinni ævi en aldrei léstu mann finna fyrir því. Hvíldu í friði, elsku amma mín, þín er sárt saknað. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Þín, Arna. Með þriggja mánaða millibili kvöddu þessi heiðurshjón eftir farsæla samfylgd frá 1952, Einar lést 31. október sl. en Kristín 1. ágúst sl. Þeir sem kynntust Einari fundu að þar var á ferðinni eld- heitur hugsjónamaður. Sögustað- urinn Laugar í Sælingsdal hefur frá upphafi heillað piltinn á Leys- ingjastöðum. Það hefur verið eft- irminnilegt atvik fyrir átta ára pilt þegar UMF Unnur djúpúðga fór í sögu- og skemmtiferð í ágúst 1925 um heimahaga með viðkomu í Hvammi, Laugum, Bollatóftum, Tungustapa og Hafragili. „Þegar hópurinn stóð upp aftur á Laug- um hafði því verið hreyft að ég held í fyrsta sinn á opinberum vettvangi að Laugar í Sælingsdal væri framtíðarsetur og framtíðar æskuheimili söguríkasta héraðs á Íslandi,“ skrifar Geir Sigurðsson. „Ungmennafélögin í Dalasýslu hafa reist einhverja myndarleg- ustu sundþró sem til er á Íslandi,“ segir í „Hvítri bók“ ríkisstjórnar- innar 1931. Á fyrsta sundnám- skeiðinu á Laugum í febrúar 1932 var m.a. 14 ára piltur frá Leys- ingjastöðum. Hún var áhrifamikil hátíðarræða hans á Héraðs- mótinu á Laugum 1947. Þar skor- aði hann á Dalamenn að samein- ast um eftirminnilegt átak í menntunar- og fræðslumálum í Dalasýslu. Staðurinn í dag er og hefur ver- ið tengdur Einari órjúfanlegum böndum. Skólahald hófst á Laug- um 1944 í mjög þröngu húsnæði sundlaugarinnar, en þremur ár- um seinna tók Einar við og kenndi þar í þrjú ár, en fór í Kennaraskól- ann og lauk þar prófi 1952. Tók hann þá við skólastjórninni til 1974. Einar lagði allt sitt þrek og hugsun í að byggja upp þennan skólastað. Ég hitti hann sumarið 1955. Mjög einbeittur á svip sagði Einar Kristjánsson og Kristín Berg- mann Tómasdóttir ✝ Einar Krist-jánsson fæddist 15. ágúst 1917. Hann lést 31. október 2015. Kristín Berg- mann Tómas- dóttir fæddist 12. ágúst 1926. Hún lést 1. ágúst 2015. hann að nú væri að duga eða drep- ast, hann hefði sterkt vopn í hendi og það væri „penninn“. Nú skyldi honum beitt af fullri hörku og lagni. Hinn 8. nóv. um haustið var loks samþykkt á sameiginlegum fundi hreppsnefndar og skóla- nefndar Hvammshrepps að hefja byggingu nýs skólahúss. Fimm árum síðar náðist samkomulag við fimm aðra hreppa sýslunnar um samstöðu að byggingunni. Þetta er sýnishorn afreka Ein- ars að uppbyggingunni á Laug- um. Þolinmæði og þrautseigja Einars dugði til að árangur næð- ist. Þessu til viðbótar annaðist Einar húsvörsluna og vann mikið við eftirlit húsbygginga. Þegar litið er til innra starfs skólans og þess hlutverks sem skólastjórinn átti að vinna stóð hann ekki einn á vaktinni. Rekst- ur og stjórn heimavistarskóla er vægast sagt tvöfalt verk miðað við heimangönguskóla. Þeim skólum er hægt að loka kl. 16 að deginum, en heimavistarannríkið hefst þá. Þarna stóð Einar ekki maður ein- samall. Kristín var húsmóðir heimilisins og lagði fram sína alúð og umhyggju fyrir börnunum. Börnin fundu að þarna var stjórn- söm kona sem annaðist þau af um- hyggju og mikilli alúð. Skólastjórn þeirra hjóna var farsæl og eftir- minnileg. Hugsjónafuni Einars og brautryðjendastarf þeirra hjóna hafa átt stærstan þátt í að koma upp þessu menntasetri við mjög erfiðar aðstæður, takmarkaðan skilning og mjög knappt fjár- magn. Ég minnist samstarfs og ára- tuga vináttu Kristínar og Ólafar konu minnar. Til Einars var ávallt gott að leita. Þökk fyrir áratuga samleið í starfi. Blessuð sé minn- ing þessara heiðurshjóna. Hjörtur Þórarinsson. Elsku amma okkar. Þú varst alltaf svo góð við okkur og hugs- aðir svo vel um okkur. Þú kenndir okkur flestar bænirn- ar sem við kunnum og svo margt annað. Við munum vel þegar við gistum hjá ykkur afa, þegar þú komst inn til okkar og við fórum saman með Faðir vorið og fleiri bænir. Við munum aldrei gleyma þér, öllu því sem þú gerðir fyrir okkur og kenndir okkur. Munum við geyma allar góðu minningarn- ar í hjarta okkar og þökkum fyrir að hafa fengið að kynnast þér. Þú varst okkur amma svo undur góð og eftirlést okkur dýran sjóð, með bænum og blessun þinni. Í barnsins hjarta var sæði sáð, er síðan blómgast af Drottins náð, sá ávöxtur geymist inni. Guðrún Birna Þorsteinsdóttir ✝ Guðrún BirnaÞorsteinsdóttir fæddist 14. sept- ember 1936. Hún lést 2. nóvember 2015. Útför Dúnu var gerð 11. nóvember 2015. Við allt viljum þakka, amma mín, indælu og blíðu faðmlög þín, þú vafðir oss vinaarmi. Hjá vanga þínum var frið að fá, þá féllu tárin af votri brá, við brostum hjá þínum barmi. Við kveðjum þig, elsku amma mín, í upphæðum blessuð sólin skín, þar englar þér vaka yfir. Með kærleika ert þú kvödd í dag, því komið er undir sólarlag, en minninga ljós þitt lifir. Leiddu svo ömmu góði guð í gleðinnar sælu lífsfögnuð, við minningu munum geyma. Sofðu svo, amma, sætt og rótt, við segjum af hjarta góða nótt. Það harma þig allir heima. (Halldór Jónsson frá Gili) Hvíldu í friði, elsku amma okk- ar. Bergljót Soffía, Inga Birna, Freyja Dís og Lóa Mjöll. www.uth.is -uth@uth.is Stapahrauni 5, Hfj. - Sími 565 9775 Frímann s: 897 2468 Hálfdán s: 898 5765 Ólöf s: 898 3075 ÚTFARARÞJÓNUSTA HAFNAFJARÐAR FRÍMANN & HÁLFDÁN ÚTFARARÞJÓNUSTA Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts föður míns, afa okkar og langafa, BALDURS SIGURJÓNSSONAR, Droplaugarstöðum, áður Austurbrún 25. Sérstakar þakkir til alls starfsfólks á Droplaugarstöðum fyrir frábæra umönnun. Bálför hefur farið fram. . Ólöf S. Baldursdóttir og fjölskylda. Innilegar þakkir fyrir veitta samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður, stjúpföður og afa, HAFSTEINS B. ÓLAFSSONAR, Sléttuvegi 13. Sérstakar þakkir til starfsfólks Skógarbæjar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. . Gréta A. Vilhjálmsdóttir, Margrét Hafsteinsdóttir, Vilhelm Einarsson, Sigurður Kort Hafsteinsson, Skúli Þór Hafsteinsson, Anna Jóna Árnadóttir, Bertel Martenson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, amma, langamma og langalangamma, GUÐRÚN DAGNÝ KRISTJÁNSDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð fimmtudaginn 12. nóvember. Útför Guðrúnar fór fram frá Digraneskirkju 26. nóvember og að hennar ósk var útförin ekki auglýst. . Kristrún Harpa Ágústsdóttir, Pétur Ómar Ágústsson, Ágústa Sigrún Ágústsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, FRÍÐA SVEINSDÓTTIR, lést fimmtudaginn 19. nóvember. Útför hennar fer fram frá Neskirkju föstudaginn 4. desember klukkan 15. . Bragi Þorsteinsson, Helga Bragadóttir, Jóhann Sigurjónsson, Halldóra Bragadóttir, Árni B. Björnsson, Sveinn Bragason, Unnur Styrkársdóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.