Morgunblaðið - 28.11.2015, Page 42
42 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 2015
Gunnar Andrésson er þjálfari Gróttu í handbolta karla. Hannkom liðinu upp í efstu deild í vor og var kjörinn besti þjálf-ari 1. deildar karla í framhaldinu.
„Við erum á þokkalegu róli um miðja deildina en viljum helst
vera ofar. Við eigum eftir að bæta okkur enda margir ungir og efni-
legir leikmenn sem spila stórt hlutverk hjá liðinu. Okkur var spáð
falli og því erum við yfir pari miðað við hvað aðrir bjuggust við af
okkur en á pari eða rétt undir okkar væntingum. En þetta er svo
jöfn deild og bæði stutt upp og niður töfluna.“
Gunnar er viðskiptastjóri á eignastýringasviði Arion banka, en
hann er viðskiptafræðingur og hefur lokið prófi í verðbréfamiðlun.
„Þetta eru því langir dagar hjá mér. Er sjaldnast kominn heim
fyrr en átta eða níu á kvöldin, fer beint úr bankanum og út á Nes
eða á kaffihús að undirbúa leik eða æfingu. Mér finnst gott að
breyta um umhverfi þar sem maður fær frið og á kaffihúsum get ég
undirbúið mig yfir góðum kaffibolla og klippt saman myndbrot um
lið andstæðinganna eða okkur sjálfa. Þetta gerir maður allt í tölv-
unni.“
Næsti leikur Gróttu er við FH í 16 liða úrslitum bikarsins á Sel-
tjarnarnesi. „Við höfum spilað tvisvar við þá í vetur, unnið einn leik
og tapað einum, svo þetta verður hörkuleikur.“
Gunnar er í sambúð með Hrönn Johannsen, starfsmanni Sumar-
ferða. Börn hans frá fyrra hjónabandi eru Garðar Ingi 18 ára og
Ágústa Huld 15 ára og Hrönn á fyrir Söndru 19 ára og Loga 14 ára.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Þjálfarinn Gunnar hvetur sína menn í Gróttu til dáða.
Fínt að undirbúa
leiki á kaffihúsum
Gunnar Andrésson er 45 ára í dag
R
ósa fæddist í Reykja-
vík 29.11. 1965 og ólst
upp í Hlíðunum til tíu
ára aldurs. Hún var í
skóla Ísaks Jónssonar
og Æfingadeild Kennaraháskólans.
Fjölskyldan flutti síðan í Hafnar-
fjörðinn þar sem Rósa var í Víði-
staðaskóla. Hún lauk stúdentsprófi
frá Flensborg og er með BA próf í
stjórnmálafræði frá HÍ.
Rósa sinnti blaðamennsku, dag-
skrárgerð og fréttamennsku 1986-
99, lengst af á fréttastofu Bylgj-
unnar og Stöðvar tvö, og var fram-
kvæmdastjóri Styrktarfélags
krabbameinssjúkra barna 2001-
2006.
Rósa hefur verið bæjarfulltrúi
Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði
frá 2006, hefur setið í bæjarráði
frá 2006 og er formaður bæjarráðs
frá 2014. Á fyrri kjörtímabilum
hefur hún verið fulltrúi í fræðslu-
ráði og skipulagsráði Hafnarfjarð-
arbæjar og frá 2014 er hún for-
maður fræðsluráðs Hafnarfjarðar.
Hún situr í stjórn Sorpu frá 2014
og er oddviti Sjálfstæðisflokksins í
Hafnarfirði frá ársbyrjun 2014.
Rósa er auk þess ritstjóri hjá
Bókafélaginu frá 2009. Hún hefur
sjálf skrifað mikið um mat og mat-
argerð og gefið út þrjár mat-
reiðslubækur, Eldað af lífi og sál
2009, Partíréttir 2013 og Hollar og
heillandi súpur 2015. Árið 1992
skrifaði hún ævisögu Thelmu
Ingvarsdóttur Herzl, útg. sama ár.
Rósa starfaði mikið innan Sam-
bands ungra sjálfstæðismanna á
árunum 1983-87 og sinnti þar
ýmsum stjórnar- og trúnaðar-
störfum. Hún hefur svo aftur
Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti sjálfstæðism. í Hafnarfirði – 50 ára
Kíkt á kvikmyndaver Rósa og Jónas með Sigurgeir, Margréti Lovísu og Jónasi Bjartmar í fríi í Kaliforníu.
Bjartsýn og lífsglöð
Mæðgin Rósa með Bjartmari, syni
sínum. Mynd frá í september 2003.
Hlöðver Jóhanns-
son, fyrrverandi
skrifstofustjóri hjá
Vegagerð ríkisins,
Núpalind 8 í Kópa-
vogi, verður 90
ára 29. nóvember.
Hann fagnar af-
mæli sínu með fjölskyldu og ætt-
ingjum.
Árnað heilla
90 ára
Nýr borgari
Reykjavík Valgerður Friðriksdóttir
fæddist í Reykjavík 28. nóvember
2014. Hún vó 3.860 g og var 50 cm
löng. Foreldrar hennar eru Svava
Óskarsdóttir og Friðrik Helgason.
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í
Morgunblaðinu er sagt frá merkum
viðburðum í lífi fólks, svo sem
stórafmælum, hjónavígslum, barns-
fæðingum og öðrum tímamótum.
Allir þeir sem senda blaðinu
mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að
Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta
af slóðinni mbl.is/islendingar eða á
islendingar@mbl.is
Börn og brúðhjón
Smáralind | Kringlunni | Reykjanesbæ | Sími 511 2022 | www.dyrabaer.is
AMH | Akranesi | Sími 431 2019
Jólagjöf
dýranna
– fyrir dýrin þín