Morgunblaðið - 28.11.2015, Page 44
44 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 2015
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þér finnast skyldur sem tengjast
börnum yfirþyrmandi í dag. Innan um það
langar þig til að hita meira upp í sjálfum þér.
Eyddu meiri tíma í að hugsa um sjálfan þig.
20. apríl - 20. maí
Naut Það er óvenjumikil hætta á því að þú
verðir fórnarlamb einhvers konar glæps í
dag. Þú finnur hjá þér hvöt til þess að sletta
úr klaufunum og leika þér.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Vinkona þín sýnir þér mikinn skiln-
ing í dag. Slakaðu á kröfunum! Það gefur
meira af sér en að píska sig áfram.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Ef einhver reynir að telja þér hug-
hvarf í dag muntu verja afstöðu þína með
kjafti og klóm. Láttu þau samt ekki buga þig
því þú hefur nægan styrk til þess að leysa
málin.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Einhver nákominn þér vill koma þér til
hjálpar. Ekki hika við að sýna væntumþykju
þeim, sem þú umgengst reglulega.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú þarft að verja sjálfan þig betur og
hætta að hafa svona miklar áhyggjur af öðru
fólki. En mundu að öllu gamni fylgir nokkur
alvara.
23. sept. - 22. okt.
Vog Temdu þér hófsemi á öllum sviðum. Dag-
inn í dag ættir þú að nota til að læra, stunda
tilraunir, spyrja spurninga og æfa þig. Gerðu
þitt til að efla slíkan áhuga hjá sjálfum þér og
öðrum.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú þarft ekki að breyta svo
miklu til þess að hrista aðeins upp í venju-
bundnum degi. Örlítið frávik skapar skemmti-
legar aðstæður Ekki halda aftur af þér.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Dagurinn í dag verður ekki svo
slæmur. Frítími þýðir skemmtun sem byggir
mann upp. Reyndu að sýna sjálfri/sjálfum
þér umburðarlyndi þegar þú gerir mistök.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Það gagnast þér lítið að vera stöð-
ugt að líta um öxl og kvelja þig með gerðum
hlutum. Ekki vegna þess að þú getir ekki rætt
málin heldur vegna þess að þú ert ekki ræð-
inn í dag.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Ástin hreinlega eltir þig á röndum!
En öfundsvert vandamál. Mundu að vinur er
sá er til vamms segir.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Einhver sagði að matarástin væri ein-
lægasta ástin. Spáðu í það hvernig aðrir
skynja þig, þeir hljóta að halda að þú sért of-
urhetja, fyrst þeir gera þessar kröfur.
Síðasta vísnagáta var sem endra-nær eftir Guðmund Arnfinns-
son:
Háslétta það heiti ber.
Heitir líka kjarrlendið.
Himinn blár og bjartur er.
Bungu lága sjáum við.
Harpa á Hjarðarfelli svarar:
Ég fór um Hellisheiði,
og Heiðmerkur reit.
Þá upp í himinheiði
af heiðinni leit.
Árni Blöndal svarar:
Hásléttuna heiði tel.
Heiði vaxin kjarri lágu.
Himinbláma í heiði vel
Heiði, – jökulbungu hvel.
Helgi Seljan á þessa lausn:
Hásléttu kalla heiði má
á heiðinni Lyngdals kjarrið grær.
Sól í heiði ég helzt vil fá,
heiti á bungunum fjær og nær.
Guðrún Bjarnadóttir leysir gát-
una þannig:
Um Höllu á Jökuldalsheiði
(heiði er kjarr, landið saug þurrt):
Í heiðríkju hent’ana leiði.
Af heiði Miðness strax flaug burt.
Helgi R. Einarsson svarar:
Möguleika að líkum leiði,
lukkuhjólið á mig reiði.
Nú ber nokkuð vel í veiði,
vissulega er þetta heiði.
Sjálfur skýrir Guðmundur gát-
una þannig;
Slétta sú er heiði há.
Heiði nefnist kjarrlendið.
Heiði er festing björt og blá.
Bungu heiði köllum við.
Og limra tilheyrir:
Hundgá berst ofan af heiðinni,
herða smalar á reiðinni
hóandi fé,
hygg ég, að sé
veturinn líka á leiðinni.
Síðan segist Guðmundur enn
fastur í gátufarinu:
Stropblettur á eggi er.
Einatt má á hamri sjá.
Á tening líka lítum vér.
Ljósið jafnframt greina má.
Þorfinnur Jónsson á Ingveld-
arstöðum orti:
Kælist vangi um vetrar daga
vekur ganga roða í kinn.
Með vind í fangi vart til baga
víkur angurs bragurinn.
Að síðustu gömul vísa:
Þegar lundin þín er hrelld
þessum hlýddu orðum:
gakktu með sjó og sittu við eld.
Svo kvað völvan forðum.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Sól skín í heiði
Í klípu
„ÞAÐ HLJÓMAÐI VERR ÞEGAR
GUÐ SAGÐI ÞAÐ.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„FARÐU AF ÞESSUM OLÍUBORNA MANNI,
ÞÚ ERT Í BESTU SKÓNUM ÞÍNUM.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... þegar hann biður þín
í 35.000 feta hæð.
JÆJA, SJÁUM
NÚ TIL…
ÉG HEF FENGIÐ MÉR MORGUNMAT,
HÁDEGISMAT OG KVÖLDMAT
ÞETTA HEFUR VERIÐ
GÓÐUR MORGUNN!
HELGA, FLESTAR
VINKONUR ÞÍNAR
EIGA EIGINMENN
SEM KUNNA
AÐ LESA…
ALLS EKKI… Kæra dagbók…
…TRUFLAR
ÞAÐ ÞIG AÐ
ÉG GET ÞAÐ
EKKI?
Í alvöru?! Viltu aðyfirmaður þinn hrökkvi upp af?!Það er rangt hvernig sem á þaðer litið. Ég læt sem ég hafiekki heyrt þetta.
Snjórinn, snjórinn, snjórinn allsstaðar. Mikil ósköp sem Víkverja
þykir snjórinn yndislegur. Að heyra
marrið undan kuldaskónum þegar
gengið er í fönninni. Og loftið, ein-
staklega hreint og tært og ekki laust
við að það bíti aðeins í kinnarnar.
x x x
Gallinn er hins vegar sá við snjóinnað þurfa að skafa bílinn. Að sjálf-
sögðu var rúðuskafan ekki til taks í
bílnum og þurfti Víkverji því að not-
ast við hið dæmigerða geisla-
diskahulstur. Sem betur fer fann Vík-
verji gamalt hulstur í bílnum. Bíllinn
er líklega eini staðurinn þar sem
hlustað er á geisladiska því tónlistar-
streymi í gegnum snjalltæki er frekar
notað á heimilinu en rispaðir geisla-
diskar.
x x x
Hulstrið klikkaði ekki. Víkverjiheldur jafnvel að það sé hrein-
lega betra að nota slíkt en þar til
gerða rúðusköfu. Í það minnsta gekk
greiðlega að skafa rúður bílsins.
x x x
Annars getur Víkverji ekki kvartað.Hann býr við þann lúxus að vera
með bílskýli. Hann gengur því á
hverjum morgni inn í upphitaðan bíl
og þarf því sjaldnast að skafa. Það er
líklega ástæðan fyrir fjarveru rúðu-
sköfunnar í bílnum. Það er að segja
þegar Víkverji fær að setja sinn bíl
inn í bílskýlið. Það eru góðir dagar.
x x x
Annars færist jólaskapið yfir Vík-verja í þessu veðri. Það er svo
gott að vera inni og baka eða fara út
að renna sér á sleða og viðra barnið í
sjálfum sér. Þar er jólaandinn en ekki
í verslunarmiðstöðum.
x x x
Annars svitnar Víkverji alltaf áþessum árstíma. Ástæðan er sú
að það reynir á hæfileika hans til inn-
pökkunar og aðventukransagerðar.
Hann er ekki leikinn í slíku og því
kaupir hann helst allt tilbúið eða betri
helmingurinn pakkar inn öllum jóla-
pökkunum. Víkverji gerir víst ekkert
annað en að flækjast fyrir en getur
aðeins rétt límband ef á þarf að halda.
víkverji@mbl.is
Víkverji
En mín gæði eru það að vera nálægt
Guði, ég gerði Drottin að athvarfi
mínu og segi frá öllum verkum þín-
um. Sálmarnir 73:28
HEILSA OG LÍFSTÍLL
SÉRBLAÐ
–– Meira fyrir lesendur
PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA:
Fyrir kl. 16, föstudaginn 18. desember
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105
kata@mbl.is
Morgunblaðið
gefur út
sérblað um
heilsu og lífstíl
laugardaginn
2. janúar.
Í blaðinu verður
kynnt fullt af þeim
möguleikum sem í
boði eru fyrir þá sem
stefna á heilsuátak
og lífstílsbreytingu