Morgunblaðið - 28.11.2015, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 28.11.2015, Blaðsíða 46
46 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 2015 Söfn • Setur • Sýningar Sérkenni sveinanna jólasýning á Torgi Jólaratleikur Leitin að jólakettinum er stórskemmtileg skemmtun fyrir alla fjölskylduna Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár grunnsýning Þjóðminjasafnsins Hvað er svona merkilegt við það? Störf kvenna í 100 ár í Bogasal Bláklædda konan - Ný rannsókn á fornu kumli í Horni I Ein/Einn-Ljósmyndir Valdimars Thorlaciusar í Myndasal Blaðamaður með myndavél á Veggnum Fjölbreyttir ratleikir fyrir alla fjölskylduna. Safnbúð og kaffihús Listasafn Reykjanesbæjar Kvennaveldið: Konur og kynvitund 13. nóvember – 24. janúar Töskur frá Handverki og hönnun Byggðasafn Reykjanesbæjar Þyrping verður að þorpi Bátasafn Gríms Karlssonar Opið alla daga 12.00-17.00 Aðgangur ókeypis reykjanesbaer.is/listasafn LISTASAFN ÍSLANDS NÍNA TRYGGVADÓTTIR - LJÓÐVARP 18.9. 2015 - 3.1. 2016 Sunnudagsleiðsögn 29. nóvember kl. 14. Dr. Jón Karl Helgason, prófessor við Háskóla Íslands, leiðir gesti um sýninguna. NÍNA SÆMUNDSSON - LISTIN Á HVÖRFUM 6.11.2015 - 17.1.2016 Sunnudagsleiðsögn 29. nóvember kl. 15:30. Hrafnhildur Schram, sýningarstjóri sýningarinnar, leiðir gesti um sýninguna. PABLO PICASSO Í SAFNEIGN LISTASAFNS ÍSLANDS; JACQUELINE MEÐ GULAN BORÐA (1962) 21.7. 2015 - 11.9. 2016 SAFNBÚÐ - Listrænar gjafavörur KAFFISTOFA - Ljúffengar veitingar. Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is Opið dagl. kl. 11-17, lokað mánud. LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR GYÐJUR 17.10.2015 - 29.11.2015 - Ath. Síðasta sýningarhelgi. Opið laugard. og sunnud. kl. 14-17. Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR SPEGILMYND 11.10.2015 - 29.11.2015 - Ath. Síðasta sýningarhelgi. Sögustund á aðventu í Safni Ásgríms Jónssonar kl. 15. Opið sunnudaga kl. 14-17. Bergstaðastræti 74, sími 561 9616, www.listasafn.is Sýningin Sjónarhorn Ferðalag um íslenskan myndheim fyrr og nú Geirfuglinn, Jónsbók, kirkjulist, skjöl, samtímalist, alþýðulist, plötuumslög, ljósmyndir, landakort og vaxmynd Fræðslurými og skemmtilegt fræðsluefni fyrir alla fjölskylduna Safnbúð Bækur og gjafavörur í úrvali Veitingahúsið Kapers Ljúffengt kaffi og kruðerí Safnahúsið er hluti af Þjóðminjasafni Íslands ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200, www.thodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn Opið þriðjudaga til sunnudaga frá kl. 10-17. SAFNAHÚSIÐ Hverfisgötu 15, 101 Reykjavík s: 530 2210 www.safnahusid.is Opið þriðjudaga til sunnudaga frá 10-17 GEYMILEGIR HLUTIR Að safna í söguna Opið kl. 12-17. Lokað mánud. Verslunin Kraum í anddyri Garðatorg 1, Garðabær www.honnunarsafn.is Á eintali við tilveruna Eiríkur Smith Verk frá 1983 – 2008 Sýningarstjóraspjall Sunnudag 29. nóvember kl. 15 Ólöf K. Sigurðardóttir fjallar um sýninguna Á eintali við tilveruna – Eiríkur Smith Hádegistónleikar Þriðjudag 1. desember kl. 12 Hanna Björk Guðjónsdóttir og Björg Birgisdóttir Mæðgur með Maríu Opið 12-17, fim. 12-21, lokað þri. www.hafnarborg.is - sími 585 5790 Aðgangur ókeypis Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Þetta er er grískur þátttöku- harmleikur þar sem áhorfandinn lærir að þekkja sjálfan sig upp á nýtt,“ segir Hannes Óli Ágústsson listrænn stjórnandi og hugmynda- smiður um verkið Láttu bara eins og ég sé ekki hérna sem leikhópurinn Sómi þjóðar frumsýnir í Tjarnarbíói sunnudaginn 29. nóvember kl. 17 en næstu sýningar verða kl. 18 og 19. „Verkið er á mörkum þess að vera leiksýning og performans. Um nokk- urt skeið hef ég gengið með þá hug- mynd í maganum að vinna leiksýn- ingu sem felur í sér þátttökuleikhús. Í því skyni fór ég að kynna mér slík- ar sýningar betur og er með hug- mynd að fjórum verkum undir sam- heitinu „skrímslið í manninum“ sem byggðar eru upp á fjórum mismun- andi erkitýpum. Sú fyrsta, sem við vinnum með í þessari sýningu, er Prómeþeus “ segir Hannes Óli og rifjar upp örlög Prómeþeusar eins og þau birtast í grískum goðsögnum. „Prómeþeus var Títani sem bjó á Ólympustindi og sveik sitt eigið kyn í stríði Ólympusguða við Títani. Þeg- ar Seifur hugðist útrýma mannkyni snerist Prómeþeus til varnar mann- inum og stal eldinum frá guðunum og gaf hann mönnunum. Seifur lét þá hlekkja Prómeþeus við klett, en á hverjum degi kom örn og kvaldi Prómeþeus með því að höggva í lifur hans. Hann var loks frelsaður af hetjunni Heraklesi.“ Hverjir eru Prómeþeusar samtímans? Í samtali við Morgunblaðið bendir Hannes Óli á að annað lykilþema sýningarinnar birtist í vangaveltum um hvað það þýði að vera manneskja á tímum stanslauss eftirlits. „Hvern- ig sköpum við sjálfsmynd okkar þeg- ar einkalífið er orðið að eign stjórn- valda og stórfyrirtækja. Við fórum inn í mikla spunavinnu með þessar hugmyndir að leiðarljósi,“ segir Hannes Óli, en auk hans taka þátt í verkefninum þau Tryggvi Gunn- arsson, Karl Ágúst Þorbergsson, Ragnheiður Harpa Leifsdóttir, Sara Hjördís Blöndal, Salóme R. Gunn- arsdóttir og Sigurður Arent Jóns- son, sem mörg hver hafa lokið leik- listarnámi frá sviðslistadeild Lista- háskóla Íslands ýmist sem leikarar eða sviðshöfundar. „Þetta er mikið samvinnuverk og því ómetanlegt að þetta fólk hafi lagt allt sitt í þetta verkefni, en við framleiðum þetta án allra styrkja.“ Að sögn Hannesar Óla velti hóp- urinn fyrir sér hvort sjá mætti ein- hverja Prómeþeusa í samtímanum. „Hverjir eru í dag að svíkja eigin samfélagshóp og fórna sér fyrir æðri málstað? Er þetta mögulegt í dag þar sem allir fylgjast með öllum á samfélagsmiðlum og þar sem fjöl- miðlar nota samfélagsmiðla sem fréttaveitur?“ segir Hannes Óli og tekur fram að spunavinnan hafi leitt hópinn inn í heim pöndunnnar. „Á tímabili fjallaði sýningin mjög mikið um pöndur, en gerir það ekki lengur. Pandan er dýr sem er í út- rýmingarhættu, sem er að einhverju leyti manninum að kenna. Pandan virðist ekki hönnuð til að lifa af. Þær eiga erfitt með að maka sig og gera lítið annað en að éta og skíta. Við færðum þetta yfir á manninn sem lætur sér fátt um finnast þó að ólíkir Prómeþeusar komi og reyni að bjarga mannkyni,“ segir Hannes Óli og bendir í því samhengi á uppljóstr- anir Edwards Snowden. „Hann sveik vinnuveitendur sína til að- stoðar fyrir mannkyn með því að af- hjúpa gríðarlegt umfang njósna, en almenningi virðist standa á sama því fáir hafa breytt sínum venjum í tölvuheimum. Fólk hélt áfram að borða sinn bambus,“ segir Hannes Óli og veltir upp þeirri spurningu hvers vegna við sem manneskjur högum okkur eins og pöndur þegar við séum ekki pöndur. Innblásið af pöndum Að sögn Hannesar Óla verður verkið leikið í ýmsum bakrýmum Tjarnarbíós, en aðeins komast sex áhorfendur eða þátttakendur á hverja sýningu. „Við bjóðum áhorf- andanum að koma í leikhúsið og gangast undir persónuleikapróf þar sem hann er leiddur í gegnum stig sjálfsupplýsingar og þarf að horfast í augu við sína innri pöndu. Verkið er þannig að stórum hluta eitt stórt persónuleikapróf undir eftirliti og innblásið af pöndum,“ segir Hannes Óli og bætir við: „Þeim mun meira sem áhorfendur gefa af sér þeim mun meira fá þeir út úr verkinu.“ Þess má að lokum geta að aðeins verða fimm sýningardagar, þ.e. 29. nóvember, 2., 9., 10. og 13. desem- ber, en sýnt er þrisvar á dag á tíma- bilinu frá kl. 17 til 20, en hver sýnign er um 50 mínútur. Allar nánari tíma- setningar má nálgast á vefnum tjarnarbio.is. Listrænt teymi Hannes Óli Ágústsson listrænn stjórnandi verkefnisins ásamt Salóme R. Gunnarsdóttur, Tryggva Gunnarssyni, Ástbjörgu Rut Jónsdóttur, Ragnheiði Hörpu Leifsdóttur og Sigurði Arent Jónssyni. „Eitt stórt per- sónuleikapróf“  Sómi þjóðar frumsýnir Láttu bara eins og ég sé ekki hérna í Tjarnarbíói Jólasöngvar Kórs Langholtskirkju verða haldnir 18. desember kl. 23, 19. desember kl. 20 og 20. desem- ber kl. 20, en áratugalöng hefð er fyrir tónleik- unum. Þar koma fram Kór Lang- holtskirkju og Gradualekór Langholtskirkju. Einsöngvarar í ár eru Benedikt Kristjánsson, Andri Björn Ró- bertsson og Ólöf Kolbrún Harð- ardóttir. Ein- söngvari á táknmáli er Kolbrún Völkudóttir. „Þetta verða þrítug- ustu og áttundu Jólasöngvarnir við kertaljós og að vanda er boðið upp á rjúkandi jólasúkkulaði og pip- arkökur í hléi,“ segir m.a. í tilkynn- ingu. Stjórnandi er Árni Harðarson sem hleypur í skarðið fyrir Jón Stefánsson sem er fjarverandi vegna veikinda. Jólasöngvar í Langholtskirkju Ólöf Kolbrún Harðardóttir Kvenleikar nefnist listsýning Erlu Þórarinsdóttur sem opnuð verður á vegum Listvinafélags Hallgríms- kirkju á morgun, sunnudag, við messulok kl. 12.15. „Þegar ég fékk að vita að sýningin í Hall- grímskirkju yrði opnuð fyrsta í að- ventu, var aug- ljóst að hún yrði tengd jólahald- inu og endurfæð- ingu Kristsvit- undarinnar hjá kristnum. Ég fór að ígrunda fæð- ingu frelsarans. Hann er guðlegur í mannsmynd, hann er fyrirmynd og hann er við. María mey er móðir hans, mennsk kona og heilög guðs- móðir, hún fæðir hann,“ segir Erla um sýningu sína. Sýningin, sem stendur til 7. febrúar er opin alla daga milli kl. 9 og 17. Aðgangur er ókeypis. Erla Þórarinsdóttir sýnir Kvenleika Erla Þórarinsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.