Morgunblaðið - 01.12.2015, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.12.2015, Blaðsíða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 1. D E S E M B E R 2 0 1 5 Stofnað 1913  282. tölublað  103. árgangur  VERK GERÐ EFTIR FYRIR- MÆLUM REYNSLU- AKSTUR OG ÖKUPRÓF SKERMA- GRIND VARÐ AÐ FYRIRTÆKI BÍLAR ÁSBRÚ 10ERLA MEÐ BÓK 30 til jóla! 23 dagar „Aldrei áður hefur verið jafnmikið í húfi á alþjóð- legum fundi vegna þess að ráðstefnan snýst um framtíð jarðarinnar, framtíð lífsins,“ sagði Francois Hollande Frakklandsforseti þegar hann setti loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París í gær. „Vonir alls mannkynsins hvíla á herð- um ykkar.“ Yfir 150 þjóðarleiðtogar, þ.á m. Sig- mundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, sóttu fyrsta fund ráðstefnunnar í gær en gert er ráð fyrir að henni ljúki 11. desember. Markmiðið með ráðstefnunni er að sameinast um aðgerðir til að draga úr losun koldíoxíðs og annarra gróð- urhúsalofttegunda til að hindra hlýnun jarðar. Einnig á að semja um ráðstafanir til að hjálpa fá- tækum löndum að laga sig að breytingunum. Þetta er fjölmennasta samkoma þjóðarleiðtoga á einum degi í sögunni, að sögn embættismanna Sameinuðu þjóðanna. Christiana Figueres, framkvæmdastjóri Lofts- lagsstofnunar SÞ, ávarpaði fulltrúa. „Aldrei áður hefur svo mikil ábyrgð verið í höndum svo fárra,“ sagði hún. „Heimsbyggðin reiðir sig á ykkur.“ Hugi Ólafsson, skrifstofustjóri í umhverfis- ráðuneytinu, er meðal fulltrúa Íslands. Hann seg- ir marga gera sér vonir um góðan árangur af ráð- stefnunni, meðal annars vegna þess að þátttakan sé svo mikil. „Grunnhugmyndin er sú að ríkin sendi inn sjálfviljug markmið [um samdrátt í los- un]. 182 þeirra hafa sent inn slík landsmarkmið og þau standa fyrir um 95% af losun heimsbyggð- arinnar. Síðan er meiningin að ná samkomulagi sem verði eins konar rammi um þessi sjálfviljugu markmið.“ »12 og »17 Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna sett í Parísarborg AFP Loftslagsráðstefnan Obama, forseti Bandaríkjanna, og Hollande, forseti Frakklands, slógu á létta strengi í kvöldverðarboði hins síðarnefnda í París í gærkvöldi. Meðal annarra við borðið eru Segolene Royal, orkumálaráðherra Frakka, og utanríkisráðherrarnir Laurent Fabius og John Kerry. „Aldrei jafnmikið verið í húfi“  Hollande Frakklandsforseti hvetur ríki heims til dáða í baráttunni gegn koldíoxíðslosun og segir vonir mannkynsins hvíla á herðum fulltrúanna Ómar Friðriksson omfr@mbl.is „Þarna er komið með ábendingar í anda þess sem við höfum haldið fram á liðnum árum, að fákeppnin hafi leitt af sér óeðlilega hátt eldsneyt- isverð til almennings, sem er mjög alvarlegt. Við væntum þess að mark- aðurinn bregðist sem fyrst við,“ seg- ir Runólfur Ólafsson, framkvæmda- stjóri FÍB, um frummatsskýrslu Samkeppniseftirlitsins um eldsneyt- ismarkaðinn. Þar er því m.a. haldið fram að dregið hafi úr samkeppni í sölu á bifreiðaeldsneyti á síðustu ár- um, að álagning á bifreiðaeldsneyti í smásölu sé óeðlilega há og að olíufé- lögin samhæfi hegðun sína með þegj- andi samhæfingu. Runólfur segir ljóst að þessi fá- keppnismarkaður sé neytendum dýr og í þessari rannsókn komi vísbend- ing um að markaðurinn hér sé ekki að skila hagstæðasta verði til al- mennings, nema síður sé. „Svo eru þarna vísbendingar um að í kjölfar samráðsúrskurðanna virðist álagn- ing til almennra neytenda hafa jafn- vel hækkað, á meðan álagning til stórkaupenda hafi lækkað töluvert. Það er eins og samkeppninni hafi verið mætt á þeim enda en hinum al- menna bíleiganda verið látið blæða,“ egir hann. Olíufélögin gagnrýndu niðurstöð- ur og staðhæfingar í skýrslunni í gær og sögðu m.a. fráleitan saman- burð á álagningu við eldsneytis- markaðinn í Bretlandi. Samkeppnis- eftirlitið sendi frá sér áréttingu síðdegis þar sem því er haldið fram að frumniðurstaðan um að íslenskir neytendur hafi ofgreitt 4-4,5 millj- arða að meðtöldum virðisaukaskatti á seinasta ári sé varfærin. Fákeppnin neytendum dýr  FÍB segir vísbendingar um að í kjölfar samráðsúrskurða í olíufélagsmálum hafi álagning hækkað  Olíufélögin gagnrýna skýrslu Samkeppniseftirlitsins MTjón neytenda » … 14-15  Fyrirtækið Icewear er að færa út kvíarnar á hótelmarkaðnum og byggir nú 8 lúxusíbúðir á Lauga- vegi 1 sem eru ætlaðar í skamm- tímaleigu til ferðamanna. Ásgeir Þór Eiríksson, eigandi Icewear, segir stefnt að því að opna íbúðahótelið í mars. Um er að ræða bakhús, en á sömu lóð er gamla Vísishúsið sem snýr að Laugavegi. Ásgeir Þór er bjartsýnn um rekstur íbúðahótelsins og bendir á að nú sé mikil eftirspurn eftir slík- um íbúðum í miðborg Reykjavíkur. Samhliða þessari uppbyggingu hyggst Ásgeir Þór og félag hans endurbyggja gamla Vísishúsið og gera nýtt port milli húsanna. »6 Teikning/Stúdíó andrúm arkitektar Bakhús Drög að íbúðahótelinu. Gera upp gamlan reit á Laugavegi  Vísitala fram- leiðsluverðs hef- ur lækkað um 5,2% síðasta árið. Hagfræðingur Samtaka iðn- aðarins segir þróun vísitöl- unnar benda til versnandi sam- keppnisstöðu ís- lensks iðnaðar. Samhliða auknum kostnaði hér- lendis hefur verð á ýmsum mik- ilvægum útflutningsafurðum lækk- að verulega. Þannig hefur vísitala framleiðsluverðs á afurðum stóriðj- unnar lækkað um 16,9% á síðustu 12 mánuðum. »16 Iðnaður Álverð hefur lækkað mikið. Lækkun vísitölunnar er áhyggjuefni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.