Morgunblaðið - 01.12.2015, Page 4

Morgunblaðið - 01.12.2015, Page 4
Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Tillaga að deiliskipulagi fyrir svæðið við Seljalandsfoss og Hamragarða gerir ráð fyrir að þjónustumiðstöð og bílastæði verði vestan núverandi Þórsmerkurvegar. Jafnframt er gert ráð fyrir að Þórsmerkurvegur verði færður vestur fyrir þjónustu- miðstöðina. Starfshópur á vegum Rang- árþings eystra hefur unnið að deili- skipulagi svæðisins í samráði við aðra landeigendur. Hópurinn kynnti tillögu sína á opnum íbúafundi í gær. Meðal markmiða skipulagsins er að bæta aðstöðu ferðamanna en um leið að draga úr álagi á viðkvæm svæði. Gríðarlegt álag er á svæðið við Seljalandsfoss vegna mikillar fjölgunar ferðafólks. Áætlað er að yfir 320 þúsund ferðamenn hafi lagt leið sína þangað á síðasta ári og hafði þá fjölgað um 50% frá árinu á undan. Fréttir hafa verið um örtröð á bílstæðunum á álagstímum. Hvergi sé hægt að leggja bílum. Starfshópurinn bar saman fjórar sviðsmyndir og gerir nú tillögu um eina þeirra. Samkvæmt upplýs- ingum Antons Kára Halldórssonar, skipulags- og byggingarfulltrúa, gerir hún ráð fyrir að þjónustu- miðstöð verði úti á aurunum, á milli Seljalandsfoss og Hamragarða. Þar verði jafnframt bílastæði og aðeins sleppistæði við fossinn. Þórsmerk- urvegur verði færður vestur fyrir þjónustumiðstöðina. Anton segir jafnframt að gerður verði góður göngustígur sem liggi í hring, frá þjónustumiðstöð, um Seljalandsfoss, Hamragarða og til baka að þjón- ustumiðstöð. Með færslu vegarins, þjónustumiðstöð á þessum stað og betri dreifingu fólks með göngustíg- um verði rýmra um fossinn og svæð- ið nýtist betur. Ísólfur Gylfi Pálmason sveit- arstjóri segir að til tals hafi komið að innheimta gjald fyrir bílastæði, til að standa undir uppbyggingu og rekstri svæðisins, á svipaðan hátt og áformað er að gera á Þingvöllum. Skipulagssvæðið tekur yfir hluta óskipts lands fjögurra býla á Selja- landstorfu og Hamragarða sem er í eigu sveitarfélagsins. Á Hamragörð- um er rekið tjaldsvæði og þar er fossinn Gljúfrabúi. Verið er að fara yfir landamerkin við Seljalandsfoss. Landeigendur hafa óskað eftir því að deiluskipulagsvinnunni verði frestað þar til landamerkin eru klár. Þjónustumiðstöð vestan vegar  Unnið að deiliskipulagi landsins við Seljalandsfoss og Hamragarða undir Eyjafjöllum  Mikið álag á svæðið vegna fjölgunar ferðafólks  Rýmkað til með færslu Þórsmerkurvegar Morgunblaðið/Árni Sæberg Fagur foss Áætlað er að um 320 þúsund manns komi að Seljalandsfossi á ári. Vinsælt er að ganga á bak við fossinn. Tillgaga að skipulagi við Seljalandsfoss Heimild: Rangárþing eystra Tjaldmiðstöð Hús Rangæinga- félagsins Hamra- garðar Tjaldsvæði Suðurlandsvegur Bí las tæ ði Skammtíma- stæði Bí la st æ ði Va rn ar ga rð ur Hu gs an le gu r f ra m tíð ar ve gu r N úv er an di þó rs m er ku rv eg ur Seljalandsfoss Lóð fyrir þjónustuhús 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 2015 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Spáð er snjókomu á höfuðborgar- svæðinu í dag. Gangi sú spá eftir gæti mögulega snjóað nóg til þess að hægt verði að opna einhverjar skíða- lyftur í Bláfjöllum í þessari viku eða byrjun þeirrar næstu. „Okkur vantar aðeins meiri snjó til að geta opnað,“ sagði Magnús Árnason, framkvæmdastjóri Skíða- svæða höfuðborgarsvæðisins, í gær. „Við vonum að við getum undirbúið brekkurnar og opnað sem fyrst.“ Hann taldi í gær að minna hefði snjóað fram að því í Bláfjöllum en í sjálfri borginni. Reynt er að festa þann snjó sem fellur með troðurum. Í gær vantaði nokkuð, líklega um 30 sentimetra af jafnföllnum snjó, til að ástandið væri alls staðar gott á skíðasvæðinu. Búið er að opna göngubrautir í Bláfjöllum og eins er búið að opna eina brekku fyrir skíðaæfingar eldri krakka. Dreift var heyi í brekkuna og þá þarf minni snjó til að hægt sé að opna. Skálafell verður opið um helgar frá og með 31. janúar 2016 samkvæmt samningi sveitarfélag- anna á höfuðborgarsvæðinu. Litlu skíðalyfturnar inni í Reykja- vík, það er Ártúnsbrekkulyftan hjá gömlu rafstöðinni við Rafstöðvar- veg, Breiðholtslyftan við Útvarps- stöðvarveg/Jafnasel og Grafarvogs- lyftan við Dalhús, voru í gangi á föstudaginn var. Opið var um helgina og í gær. Hægt er að sjá hve- nær þær eru í gangi á Facebook- síðunni „Skíðasvæðin í borginni“. Síðan er uppfærð daglega á meðan er snjór. Þessar lyftur eru ætlaðar börnum og byrjendum. Morgunblaðið/Eggert Ártúnsbrekka Búið er að opna skíðalyftur fyrir börn og byrjendur í borginni. Það styttist í opnun lyftanna í Blá- fjöllum ef spár um áframhaldandi snjókomu rætast. Þar er búið að opna brautir fyrir gönguskíðafólk. Skíðavertíðin hefst brátt  Eitthvað vantar af snjó svo að hægt sé að opna í Bláfjöll- um  Snjókomu er spáð á höfuðborgarsvæðinu í dag Einnig úrval af pappadiskum, glösum og servéttum Strikinu 3 • Iðnbúð 2 • Garðabæ • 565 8070 • okkarbakari.is • facebook.com/okkarbakari FLOTTU AFMÆLISTERTURNAR FÁST HJÁ OKKUR Skoðið úrvalið á okkarbakari.is Heilbrigðisstofn- un Suðurlands verður rekin með 0,7 til 0,9 prósent halla árið 2015 þar sem ekki var veitt rekstrarfé í starfsemi nýrrar göngudeildar lyf- lækninga á Sel- fossi og vegna aukningar verk- efna í sjúkraflutningi. Þetta kemur fram í mánudags- pistli forstjóra Heilbrigðisstofnunar- innar, Herdísar Gunnarsdóttur. Þar segir hún það hafa reynst vandasamt verk að gera rekstraráætlun fyrir árið 2016 vegna umtalsverðra launa- hækkana. „Enn er óljóst hverjar launabætur ríkisins verða til heil- brigðisstofnana,“ skrifar Herdís og bætir við að fjárframlög til grunn- þjónustu séu ekki næg og lítið svig- rúm sé til endurbóta á búnaði og tækjum heilbrigðisstofnunarinnar. Of lág framlög fyrir grunnþjónustu Herdís Gunnarsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.