Morgunblaðið - 01.12.2015, Síða 11
Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir
Handsaumaðir skermar Unnur og Davíð í Ljósberanum. Unnur sér um skermagerðina en Davíð hannar lampafæturna.
margra ára notkun. Fólk er líka að
kaupa gamla lampa á nytjamörk-
uðum sem þarf að skipta um
skerma á og slíkt er nokkuð í tísku
í dag. Skermagrindurnar koma oft
langt að til að fá ný klæði hjá
mér.“
Flestir skermarnir eru saum-
aðir í höndunum og þess verður
ekki langt að bíða að framleiðsla
grindanna verði komin í hendur
Davíðs. Þá verður öll vinna við
lampa- og skermagerðina komin í
hendur þeirra hjóna. Dóttir þeirra,
Aðalheiður Rut, hefur líka komið
að skermagerðinni en hún var á
listnámsbraut í Hafnarfirði.
Frá Edison til steampunk
Bæði rekaviðar- og röralampar
Davíðs hafa vakið mikla athygli og
þau hjón komist á sýningar Hand-
verks og hönnunar í fjórgang. Þau
hafa einnig farið norður til að taka
þátt í stóru handverkshátíðinni á
Hrafnagili í Eyjafirði. Röralamp-
arnir eru kenndir við „steampunk“-
stílinn og nokkrir slíkir prýða sýn-
ingarglugga og -rými verslunar-
innar Linsunnar við
Skólavörðustíg. Lamparnir, sem
hafa vakið forvitni vegfarenda,
kveiktu þá hugmynd hjá hjónunum
að koma framleiðslunni í netsölu.
„Við gerum öðruvísi lampa en
fólk fær annars staðar og erum
greinilega að gera eitthvað sem
fólki líkar, annars
væri umsóknum
okkar um þátt-
töku í sýn-
ingum
Hand-
verks og
hönnunar
varla svarað,“
segja hjónin.
Edison-
lampar Davíðs
vöktu sérstakan áhuga
blaðamanns en þar not-
ar Davíð slökkvara í
gömlum stíl sem hann
pantar frá Frakklandi og
falningar frá Litháen. Davíð
segir á döfinni að fara að renna
lampafætur og hann er þegar bú-
inn að kynna sér það handverk.
„Mér finnst gaman að vinna með
rörin og nota gamalt dót inn á milli
til að búa til lampafætur. Ég hef
t.d. notað bremsudiska og eitt og
annað. Þá finnst mér rekaviðurinn
mjög heillandi og nú er ég að fara
að vinna fætur úr birki og reynivið,
ætla að renna úr því.“
Einn af veglegustu lömpum
Ljósberans hefur lampafót sem
gerður er úr viðarbita úr gamla
Kaupfélaginu á Hvammstanga, sem
byggt var 1902. Davíð áskotnaðist
bjálki úr húsinu, með sál og sögu,
eins og hann orðar það sjálfur.
Gamlir hlutir hafa einnig öðlast
nýtt líf í meðförum Unnar. „Ég
nota gamlar bækur og blöð, teikn-
ingar og kort, gamla dúka og stórr-
is í skermagerðina og jafnvel lopa-
peysur hafa orðið að
lampaskermum,“ segir Unnur.
Lampar og listaverk úr
dýrahauskúpum
Það liggur því beinast við að
spyrja hvort samtal þeirra hjóna
snúist að miklu leyti um lampa-
gerð?
„Það er eiginlega ekki hugsað
um neitt annað,“ segir Unnur og
hlær. Það sé endalaust
hægt að ræða hug-
myndir þegar
nýtilegan efnivið
ber á góma.
„Þegar hug-
myndin kem-
ur upp stekk
ég út í skúr
og byrja að
framkvæma,“
segir Davíð.
„Dóttir okkar
hefur líka hlaupið
til og aðstoðað
mig ef þarf og
gaukar að okkar
alls kyns hugmyndum,“ bætir Unn-
ur við.
Eitt af nýjustu samvinnuverk-
efnunum er lampagerð úr höfuð-
kúpum hrúta sem Jóhannes Óskar
Sigurbjörnsson á Vatnsnesi í Vest-
ur-Húnavatnssýslu verkar. Unnur
hefur m.a. skorið hauskúpu út og
Davíð útbúið lampa inni í henni
ásamt öðrum útfærslum. Sjálfur
gerir Jóhannes Óskar listaverk úr
höfuðkúpunum og hannar undir
merkjum Natural Bones Design.
Aðalheiður Rut hefur sett mark
sitt á nokkrar hauskúpur með því
að vefa utan um þær ull með út-
saumi. Alls konar Lampaskermar og loftljósaskermar í ýmsum stærðum og gerðum.
Hringbraut-miðlun ehf. | Sundagarðar 2 | 104 Reykjavík | www.hringbraut.is | Sími +354 561 3100
Missið ekki af áhugaverðum þætti
um starfsemi Háskóla Íslands og viðtali
við háskólarektor, Jón Atla Benediktsson.
Hringbraut næst á rásum
7 (Síminn) og 25 (Vodafone)
ATVINNULÍFIÐ
Heimsókn til
Háskóla Íslands
– æðstu mennta-
stofnunar landsins
í þættinum Atvinnulífið
sem er á dagskrá Hringbrautar
kl. 21.00 í kvöld
• Háskóli meðmjög góða útkomu
í alþjóðlegum samanburði
• 14.000 stúdentar stunda nám í 25 deildum
og um 1100 þeirra erlendis frá
• Fjölbreytt meistara- og doktorsnám
til margra ára
•Þrír prófessorar við Háskóla Íslands eru á
lista yfir áhrifamestu vísindamenn í heimi
Á dagskrá
Hringbrautar
í kvöld kl. 21.00
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 2015
Hauskúpa Haus-
kúpu-lamparnir eru
samstarfsverkefni
Ljósberans og Nat-
ural Bones Design.