Morgunblaðið - 01.12.2015, Page 12

Morgunblaðið - 01.12.2015, Page 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 2015 Heldur færri lömbum var slátrað í haust en á árinu 2014 og meðalvigt var aðeins minni. Það leiðir til þess að kindakjötsframleiðslan verður um 110 tonnum minni en í fyrra. Upplýsingar kjötmats Matvæla- stofnunar um sauðfjárslátrun í ágúst til október 2015 sýna að 531.481 lambi var slátrað á þessu tímabili. Er það liðlega fimm þús- und lömbum færra en á sama tíma- bili í fyrra. Jafnframt kemur fram að út úr slátruninni hefur komið lið- lega 150 tonnum minna af kjöti en árið áður. Þess ber þó að geta að í þessar töl- ur vantar slátrun hjá SS á Selfossi fyrstu vikuna í nóvember. Svo vill til að talsvert fleiri lömbum var slátrað eftir mánaðamót hjá SS en í fyrra og skekkir það tölurnar. Þannig hefur sláturlömbum hjá félaginu aðeins fækkað um tæp 900, þegar á heildina er litið. Kjötmagnið sem færist á milli tímabila leiðir til þess að heild- arframleiðslan minnkar um 110 tonn frá fyrra ári en ekki 154 tonn. Meðalfallþungi lamba var 16,19 kg. Það er heldur minna en í fyrra þegar meðalvigtin náði áður ókunnum hæðum, 16,33 kg. Eigi að síður er meðalvigtin í haust með því mesta sem sést hefur. Holdfylling skrokkanna var að meðaltali 8,76 kg sem er meira en nokkru sinni. Tíð- arfari var misskipt á landinu í vor og sumar. Kemur það einkum fram í minni meðalvigt og holdfyllingu lamba á austanverðu Norðurlandi og Austurlandi. helgi@mbl.is Kjötframleiðslan minnkar um 110 tonn  Færri lömbum slátrað og meðalvigt fellur frá fyrra ári Sláturtíð 2015* *Ágúst til október 2015 Heimild: MAST 2015 2014 Breyt.% Heildarfjöldi sláturlamba 531.481 536.509 -0,94 Innvegið (kg) 8.607.022 8.760.753 -1,75 Meðalvigt (kg) 16,19 16,33 -0,86 Sláturhús Fjöldi 2015 Fjöldi 2014 Breyt.% Meðalvigt 2015 Breyt. frá 2014 SS, Selfossi 89.109 92.824 -4,00 16,25 0,43 SKVH, Hvammstanga 85.328 83.081 2,70 16,55 0,35 SAH Afurðir, Blönduósi 94.189 96.077 -1,97 16,47 0,22 KS, Sauðárkróki 99.894 101.463 -1,55 16,25 0,09 Norðlenska, Húsavík 75.557 74.765 1,06 15,88 -1,46 Fjallalamb, Kópaskeri 27.018 26.057 3,69 15,51 -1,42 SVV, Vopnafirði 30.946 30.402 1,79 15,63 -1,00 Norðlenska, Höfn 28.382 31.360 -9,50 15,88 0,13 Sláturhús Seglbúðum 1.058 480 120,42 17,97 0,74 Samtals 531.481 536.509 -0,94 16,19 -0,14 Morgunblaðið/Eggert Réttir Ágætlega rættist úr sauðfjárframleiðslu í haust eftir erfitt vor. Lömbin voru léttari á austurhluta landsins. Jökull Gunnarsson var einnig ráð- inn í gær, sem framkvæmdastjóri framleiðslu hjá PCC á Bakka. Hann hefur starfað sem framkvæmda- stjóri hjá Rio Tinto Alcan í Straums- vík, síðast sem framkvæmdastjóri steypuskála. Jökull tekur til starfa í mars næstkomandi og mun vinna með Hafsteini að uppbyggingu kísilvers- ins á Bakka við Húsavík. Áformað er að hefja rekstur á síðari hluta árs 2017 og framleiðslan verði komin á fullt í byrjun árs 2018. Hafsteinn á von á því að byrjað verði að ráða fleira fólk upp úr miðju næsta ári. helgi@mbl.is Verkefnið er mjög spennandi Hafsteinn Viktorsson Jökull Gunnarsson „Verkefnið sem er að fara af stað er mjög spennandi. Mig langar að taka þátt í því. Þegar komið var að máli við mig til að athuga hvort ég vildi skoða það, stóðst ég ekki mátið og sagði já við því,“ segir Hafsteinn Viktorsson sem ráðinn hefur verið forstjóri PCC BakkiSilicon frá 1. mars 2017. Hann tekur raunar til starfa í júní næstkomandi og starfar sem framkvæmdastjóri tæknisviðs kísilversins þar til hann tekur við rekstrinum. Vonar að heppnist vel „Ég hef áður tekið þátt í svona uppbyggingu. Þótt hún væri erfið og tæki á var gaman. Það var sér- staklega áhugavert að fylgjast með áhrifum sem starfsemin hafði á nær- samfélagið. Ég vona að þetta verk- efni heppnist jafnvel og verkefnið fyrir austan og hafi jafngóð áhrif á samfélagið,“ segir Hafsteinn. Hann starfaði hjá Alcoa Fjarðaáli frá 2005 til 2008, síðast sem framkvæmda- stjóri framleiðslu og staðgengill for- stjóra. Síðustu ár hefur hann starfað að fjárfestingaverkefnum fyrir móð- urfélag Alcoa Fjarðaáls.  Stjórnendur ráðnir hjá PCC Íslendingar hafa náð miklum árangri í minnkun kolefnislosunar en þurfa að gera meira. Þetta er meðal þess sem kom fram í ræðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóð- anna í París í gær. „Jöklarnir okkar eru að hörfa“ Í ræðu sinni sagðist Sigmundur vonast til þess að á næstu dögum næðist samkomulag sem mundi „koma í veg fyrir hörmulegar lofts- lagsbreytingar.“ Sagði hann jafn- framt að samkomulagið gæfi von um að mannkynið gæti sameinast um að berjast gegn þeirri miklu ógn sem loftslagsbreytingar hefðu í för með sér. „Loftslagsbreytingar eru nú þegar sjáanlegar á Íslandi. Jöklarnir okkar eru að hörfa. Við höfum ákveðið að auka eftirlit með jöklunum okkar og gera niðurstöðuna, og jöklana sjálfa, aðgengilegri gestum og almenningi,“ sagði Sigmundur og bætti við að Ís- land geti virkað sem kennsluvett- vangur um áhrif loftslagsbreytinga. „Ef ekkert er gert til að minnka losun geta jöklarnir á Íslandi horfið að mestu leyti næstu hundrað árin.“ Í ræðu sinni sagði Sigmundur frá því hvernig Íslendingar hefðu minnk- að kolefnislosun í orkuframleiðslu og sagði næstum því 100% orku hérlend- is koma frá rafmagni og að endurnýj- anleg orka væri notuð til hitunar. Aukin skógrækt og uppgræðsla Sigmundur greindi frá því hvernig ríkisstjórn hans hefði tilkynnt um verkefni þar sem markmiðið væri að hraða minnkun kolefnislosunar af samgöngum, fiskiðnaði og landbún- aði, í samstarfi við fyrirtæki á þeim sviðum. Einnig að til stæði að auka við skógrækt og uppgræðslu. Samkomulagið söguleg stund Sagði Sigmundur jafnframt að samkomulag til að takmarka hlýnun jarðar yrði söguleg stund. Að minnka losun kolefnis í hagkerfunum yrði mikið og flókið verkefni en nauðsyn- legt væri að nálgast það með jákvæðu hugarfari. „Takmarkið er innan seil- ingar,“ sagði Sigmundur Davíð að lokum og bætti við að Íslendingar styddu samkomulag til að takmarka hlýnun jarðar við 2 gráður. AFP Handaband Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Francoise Hollande Frakk- landsforseti takast í hendur á loftslagsráðstefnunni í París. „Takmarkið er innan seilingar“  Ísland kennsludæmi um loftslagsáhrif

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.