Morgunblaðið - 01.12.2015, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 01.12.2015, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 2015 Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Menntamálaráðuneytið réð í haust Þorstein Þorsteinsson, fyrrverandi skólameistara Fjölbrautaskóla Garðabæjar, sem ráðgjafa við stjórnun Fjölbrautaskóla Vestur- lands, Akranesi. Líkt og kom fram í Morgun- blaðinu fyrir rúmum mánuði var ástæða ráðningar Þorsteins sú að mikil óánægja hafði ríkt meðal kennara skólans, með stjórnun og starfshætti skólameistarans, Ágústu Elínar Ingþórsdóttur. „Þetta gengur bara nokkuð vel, en það má ekki gleyma því að þetta er langhlaup og tekur tíma. Við er- um að breyta áherslum og innleiða nýjar stjórnunaraðferðir. Við ger- um það bara hægt og rólega, enda er sígandi lukka best,“ sagði Þor- steinn í samtali við Morgunblaðið í gær, þegar hann var spurður hvern- ig ráðgjafarstafi hans við FVA mið- aði. Þorsteinn kveðst hafa notað tím- ann til þess að setja sig vel inn í mál skólans. Hann hafi rætt við fjölmarga frá því hann hóf störf, nemendur, kennara og stjórnendur. Um helgina var auglýst staða aðstoðarskóla- meistara FVA. Þorsteinn var spurð- ur hvort ráðið yrði í stöðuna úr hópi kennara við FVA: „Við vitum það ekki enn. Við bíðum spennt eftir að sjá hverjir sækja um. Ég hef ákveðnar hugmyndir um það hvað væri best fyrir skólastarfið, en það verður bara skoðað þegar allar um- sóknirnar eru komnar í hús. En vissulega skiptir það máli að fá góð- an mann í starfið. Ég lagði það til strax og ég kom að þessu starfi að staða aðstoðarskólameistara yrði auglýst laus til umsóknar og nú hef- ur það verið gert, sem er jákvætt,“ sagði Þorsteinn. Ráða aðstoðar- skólameistara  Ráðgjafi segir sígandi lukku besta Þorsteinn Þorsteinsson Baldur Arnarson baldura@mbl.is Fyrirhugað hótel í Brautarholti 10- 14 í Reykjavík mun heita Eyja Guldsmeden og verður það rekið í samstarfi við dönsku hótelkeðjuna Guldsmeden hotels. Stefnt er að opnun hótelsins í maí. Linda Jóhannsdóttir, annar eig- enda Luna Hotel Apartments, segir reksturinn munu verða í eigu henn- ar og eiginmanns hennar, Ellerts Finnbogasonar, sem er jafnframt meðeigandi Luna Hotel Apart- ments. Um sé að ræða sérleyfi til reksturs hótels í Reykjavík undir merkjum Guldsmeden hotels-keðjunnar. Alls verða 65 herbergi á hótelinu í Braut- arholti. Hrifust af dönsku hóteli Linda segir þau Ellert hafa fyrst gist á Guldsmeden-hóteli í Dan- mörku árið 2009. Þau hafi þá hrifist af áherslu hótelsins á sjálfbærni og vistvernd. „Þegar við fengum tæki- færi til að leigja Brautarholtið og búa til hótel fengum við strax þá hugmynd að fara út í svipaðan rekst- ur og Guldsmeden-hótelið. Við ákváðum að hótelið skyldi heita Eyja og vera með lífrænar áherslur,“ segir Linda. Hún segir þessa áherslu munu koma fram í því að Eyja Guldsme- den-hótelið muni bjóða upp á líf- rænan morgunmat og hádegismat. Þá verði kappkostað að nota líf- rænar vörur, t.d. hreinlætisvörur. Félagið B12 ehf., sem er í eigu Mannverks, leigir húseignina til rekstrarfélags þeirra hjóna. Mann- verk sér jafnframt um að breyta skrifstofuhúsnæðinu í hótel. Stofnuðu fyrirtækið 2003 Linda og Ellert stofnuðu Luna Hotel Apartments árið 2003 og hef- ur rekstrinum vaxið fiskur um hrygg. Félagið er nú með 19 íbúðir til leigu í miðborginni. Sá rekstur verður aðskilinn rekstri hótelsins. Linda segir mikla samkeppni í út- leigu hótelíbúða í miðborginni. Þau hjónin gerðu samning við Mannverk um leigu hússins í vor og voru samningar við Danina undirrit- aðir í sumar. Ytra útlit hússins mun taka óverulegum breytingum, en mörgu hins vegar breytt innandyra. Morgunblaðið/Styrmir Kári Brautarholt 10-14 Hótelið verður vel staðsett, enda steinsnar frá Hlemmi. Opna vistvænt hótel í borginni  Verður hluti af danskri hótelkeðju Linda Jóhannsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.