Morgunblaðið - 01.12.2015, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 2015
Verslun Tunguhálsi 10 - Sími 415 4000
www.kemi.is - kemi@kemi.is
• Almennur handhreinsir
sem byggir á náttúru-
legum efnum.
• Virkar jafnt með vatni
og án.
• Engin jarðolíuefni eru
notuð.
• Inniheldur aloa vera,
jojoba olíu og lanolin
til að mýkja húðina.
• Virkar vel á olíu, feiti,
blek, jarðveg, epoxy
og lím.
• Inniheldur fín malaðan
sand til að hreinsa
betur.
Gengur illa að þrífa
smurolíuna af höndunum?
Eru lófarnir þurrir og rispaðir?
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Þörf er á aðgerðum á eldsneyt-
ismarkaðinum til að bæta hag al-
mennings að mati Samkeppniseft-
irlitsins, sem hefur komist að þeirri
niðurstöðu að íslenskir neytendur
hafi í fyrra greitt 4-4,5 milljarða kr.
með virðisaukaskatti meira fyrir
eldsneyti en ef virk samkeppni hefði
ríkt í sölu bifreiðaeldsneytis. Þetta
kemur fram í frumniðurstöðum
markaðsrannsóknar Samkeppniseft-
irlitsins á eldsneytismarkaði sem birt
var í gær.
Niðurstaða þessa frummats er að á
eldsneytismarkaðnum sé að finna að-
stæður og háttsemi sem raska sam-
keppni almenningi til tjóns. Þar segir
að á þessu stigi rannsóknarinnar sé
það mat eftirlitsins að þörf sé á íhlut-
un til að stuðla að aukinni samkeppni
og með því bæta hag almennings.
Verð á eldsneyti fyrir bifreiðar sé
hærra hér á landi en í flestum öðrum
vestrænum ríkjum og er munurinn
sagður það mikill að hann verði ekki
útskýrður með smæð markaðarins
eða auknum kostnaði vegna sölu
eldsneytisins hérlendis, legu landsins
eða veðurfari.
,,Þá sýnir rannsókn Samkeppn-
iseftirlitsins að álagning á bifreiða-
eldsneyti í smásölu á Íslandi er hærri
en búast mætti við, jafnvel þegar
gert er ráð fyrir heildsöluálagningu
félaganna sjálfra, smásöluálagningu
sjálfstæðra smásala í Bretlandi og
raunkostnaði félaganna við kaup,
innflutning, birgðahald og dreifingu.
Álagning á aðrar eldsneytistegundir
virðist hins vegar benda til meiri
samkeppni á milli olíufélaganna,“
segir í ágripi yfir meginniðurstöður
skýrslunnar sem er nálægt 300 bls.
að stærð.
Verðið fylgir betur hækkun inn-
kaupsverðs en lækkun
Fram kemur að sterkar vísbend-
ingar séu um það á markaðnum fyrir
smásölu bifreiðaeldsneytis að olíufé-
lögin samhæfi hegðun sína með
,,þegjandi samhæfingu“ eins og það
er orðað. Tekið er fram að samhæf-
ing sem verður til án beinna eða
óbeinna samskipta keppinauta sé
skaðleg en ekki ólögmæt.
Vísbendingar um samhæfinguna
eru sagðar sjást m.a. í því að verð og
álagning á bifreiðaeldsneyti, án
skatta og annarra opinberra gjalda,
séu há í samanburði við önnur ríki
þrátt fyrir að tekið hafi verið tillit til
markaðsaðstæðna og afslátta. „Jafn-
framt benda greiningar til þess að
verð á bifreiðaeldsneyti fylgi betur
hækkun innkaupsverðs en lækkun.
Þá virðast verðbreytingar vera leidd-
ar af tilteknum aðilum á bifreiðaelds-
neytismarkaðnum, mjög litlar sveifl-
ur eru á markaðshlutdeild og
álagningu í sölu bifreiðaeldsneytis í
samanburði við eldsneyti sem aðeins
er selt fyrirtækjum, stöðugleiki virð-
ist ríkja um verðákvarðanir olíufélag-
anna og þættir sem að öllu jöfnu hafa
áhrif á verð á mörkuðum þar sem
samkeppni ríkir (s.s. fjöldi keppi-
nauta, mismikill kostnaður vegna
birgðahalds- og dreifingar) gera það
ekki á markaðnum fyrir bifreiðaelds-
neyti.“
Tekið er fram að vísbendingar séu
hins vegar um að samkeppni sé virk-
ari í sölu til stórnotenda á eldsneyti.
Útiloki nýja keppinauta
Bent er á að olíufélögin og tengd
fyrrtæki starfi á öllum stigum olíu-
markaðarins, innflutningi, birgða-
haldi, heildsölu og smásölu og þau
hafi hvata og getu til þess að útiloka
nýja keppinauta með því að neita
þeim um eldsneyti í heildsölu eða að-
gang að birgðarými.
Þá séu vísbendingar um að félög
hafi nýtt sér birgðarými á tilteknum
stöðum til að hindra innkomu keppi-
nauta.
Tjón neytenda 4-4½ milljarðar
Sterkar vísbendingar um „þegjandi samhæfingu“ olíufélaga á smásölumarkaði bifreiðaeldsneytis
að mati Samkeppniseftirlitsins Álagning sögð gefa vísbendingu um takmarkaða samkeppni
Morgunblaðið/Golli
Dælt á tankinn Í skýrslu Samkeppniseftirlitsins segir að verð á bílaeldsneyti sé hærra hér á landi en í flestum öðr-
um vestrænum ríkjum. Munurinn verði ekki skýrður með smæð markaðarins eða auknum kostnaði vegna sölu hér.
Ætla má að mati höfunda frummats-
skýrslu Samkeppniseftirlitsins að ís-
lenskir neytendur og fyrirtæki hafi á
árunum 2005-2014 greitt á bilinu 16-
27 milljörðum (21-34 milljörðum
króna með virðisaukaskatti) meira
fyrir bifreiðaeldsneyti en ætla mætti
ef virk samkeppni hefði ríkt í sölu
bifreiðaeldsneytis.
Samanburður fyrir árabilið 2005
til 2012 leiðir í ljós að á því tímabili
hækkaði innkaupsverð bensíns í ís-
lenskum krónum um 136% og dísil-
olíu um 88% en opinber gjöld og
skattar um 7% á bensín og 15% á dís-
ilolíu. Er talið að álagning hafi hækk-
að á fyrrgreindum tímabilum í tilfelli
dísilolíu um 56% og í tilfelli bensíns
um 13%.
Vakin er athygli á því þegar horft
er á álagningu olíufélaganna að hún
var hærri fyrir bensín á árunum
2010-2014 en 1996-2000, þegar félög-
in höfðu með sér ólögmætt samráð.
Hins vegar hefur hún lækkað í tilfelli
svartolíu frá því á tíunda áratugnum.
,,Álagning bensíns hefur hækkað
nánast stöðugt frá árinu 1996 til árs-
ins 2014 en hún var 8% hærri á ára-
bilinu 2010-2014 en 1996-2000. Und-
anskilin eru þó árin 2003 til 2005 en
þá lækkar álagningin,“ segir þar.
Morgunblaðið/Ómar
Bifreiðar Sérfræðingar Samkeppniseftirlitsins telja að álagning á hvern
bensínlítra sé óeðlilega há eða allt að 18 krónur með virðisaukaskatti.
16-27 milljarðar
vegna fákeppni
Álagning 8% hærri 2010-’14 en ’96-2000
Eignatengsl geta leitt til rösk-
unar á samkeppni að því er segir
í skýrslu Samkeppniseftirlitsins.
Fram kemur að 52% eigenda
Skeljungs eiga 24% hlut í N1.
Það eru einkum Gildi lífeyr-
issjóður og Lífeyrissjóður starfs-
manna ríksins sem eiga stóran
hlut í Skeljungi og N1.
„Eignarhald Gildis og LSR í
Skeljungi og N1 dregur því úr
hvata Skeljungs og N1 til þess að
keppa á eldsneytismarkaðnum
og auðveldar samhæfða hegðun
á markaðnum,“ segir í skýrsl-
unni. LSR er annar stærsti hlut-
hafinn í báðum olíufélögunum og
Gildi er jafnframt þriðji stærsti
hluthafinn í báðum.
Geta haft
skaðleg áhrif
EIGNATENGSL OLÍUFÉLAGA
Álagning olíufélaganna á hvern seldan lítra (bensín og svartolía)
Álagning í krónum (vegið meðaltal án vsk. að teknu tilliti til afslátta) olíufélaganna á hvern lítra bensíns
og svartolíu árin 1996-2014 (verðlag ársins 2014)
35
30
25
20
15
10
5
0
Heimild: samkeppniseftirlitið. Markaðsrannsókn á eldsneytismarkaðinum.
1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014
Svartolía
Bensín