Morgunblaðið - 01.12.2015, Síða 20

Morgunblaðið - 01.12.2015, Síða 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 2015 Kringlunni • Sími 568 7777 • heyrnarstodin.is HEYRNARSTÖ‹IN Snjallara heyrnartæki Beltone First™ Nýja Beltone First™ heyrnartækið tengist þráðlaust beint í iPhone, iPad og iPod touch. Komdu í ókeypis heyrnarmælingu og fáðu heyrnartæki lánað til reynslu. Beltone First gengur með iPhone 5s, iPhone 5c, iPhone 5, iPad Air, iPad (4. kynslóð), iPad mini með Retina, iPad mini og iPod touch (5. kynslóð) með iOS eða nýrra stýrikerfi. Apple, iPhone, iPad og iPod touch eru vörumerki sem tilheyra Apple Inc, skráð í Bandaríkjunum og öðrum löndum. Ókeypis heyrnarmælingsíðan 2004 Í dag, 1. desember, er alþjóðlegur dagur alnæmissmitaðra. Störf samtakanna HIV Ísland eru sér- stök, viðkvæm og frá- brugðin öðrum fé- lögum að því leyti að stór hópur fé- lagsmanna vill ekki láta aðra í samfélag- inu vita af sér, kemur ekki fram nema undir algjörum trún- aði og ekki á opinberum viðburðum sem félagið stendur fyrir. Stórkostlegar framfarir hafa átt sér stað í meðferð við sjúkdómnum á síðustu árum, helstu og nýjustu frétt- ir þess efnis koma frá Alþjóðaheil- brigðisstofnuninni um að HIV- jákvæðir einstaklingar á lyfjameðferð smiti ekki aðra. Erlendis er lyfið Tru- vada komið á markað, lyf sem al- menningur getur nálgast og notað sér til varnar geng HIV-smiti. Þrátt fyrir þessar miklu og jákvæðu framfarir í meðferð sjúkdómsins er málefnið enn ótrúlega viðkvæmt og þarf lítið út af að bera til þess að alvarlegt ástand skapist meðal hóps HIV-smitaðra ein- staklinga. Alvarlegt mál Nýjasta dæmi um alvarleg mál HIV-smitaðra kom upp hér á landi síðastliðið sumar. Það varðar ungan mann frá Nígeríu sem settur var í eins mánaðar gæsluvarðhald, grun- aður um að hafa vísvitandi smitað ungar konur af HIV, vegna óljósra upplýsinga erlendis frá. Málið kom okkur í opna skjöldu og harkalegar aðgerðir lögreglu vöktu ugg meðal fé- lagsmanna okkar, og er þá vægt til orða tekið. Mál „hælisleitandans frá Nígeríu“ eins og hann hefur verið nefndur í fjölmiðlum afhjúpar á marg- an hátt fáfræði, fordóma og rótgróinn ótta sem viðgengst gegn HIV- smituðu fólki. Við hjá samtökunum HIV Ísland hörmum þessar aðgerðir sem hafa leitt til frekari ótta- og glæpavæðingar HIV-sjúkdómsins og þá er ekki nokkurn hátt verið að gera lítið úr nauðsynlegu inngripi þegar fólk er hættulegt sjálfu sér eða öðrum. Atburðarásin er í stuttu máli þessi: Ungi mað- urinn hafði verið á landinu í eitt ár án þess að fara í heilbrigðiseftirlit, ekki höfðu verið tekin próf til að athuga með HIV eða aðra smitsjúkdóma. Hann neitaði því strax að hafa vitað af HIV-smitinu og vísaði á bug ásökunum um meintan ásetning að smita aðra. Að loknu gæslu- varðhaldi og farbanni sakbornings, hefur lögreglu ekki tekist að sanna að hann hafi vitað af HIV-smiti. Þegar þetta er skrifað er hann frjáls ferða sinna. Við munum fylgjast með fram- vindu þessa dapurlega máls, þar sem ungar konur og ungur karl hafa greinst með HIV-smit og þurfa að lifa með það. Margar spurningar hafa vaknað og við erum hugsi yfir þessum harkalegu aðgerðum sem minna um margt á ótta og nornaveiðar níunda áratugarins. Hverjar eru heimildir yf- irvalda í gjörningi þessum? Hver er tilkynningaskyldan? Hver er upplýsingagjöf sóttvarnayfirvalda í málum sem þessu til lögreglu? Hver er heilbrigðisþjónusta og upplýsingagjöf við útlendinga sem sækja um að búa á landinu? Fá allir málsaðilar viðhlítandi ráðgjöf og stuðning? Bjartari framtíðarhorfur Veruleiki og framtíðarhorfur HIV- jákvæðra eru allt önnur í dag en fyrir tveimur áratugum, en þó skortir á sýnileika þessara einstaklinga í sam- félaginu, hann er því miður ekki meiri en áður. Við sem vinnum með HIV- jákvæðum erum sammála um það. Langflest HIV-jákvæð taka þátt í samfélaginu, eru á vinnumarkaðnum en deila því sjaldnast með öðrum að þau séu með þennan alvarlega sjúk- dóm. Líðan og félagsleg upplifun HIV- jákvæðra á Íslandi er ekki nógu góð, sjúkdómnum fylgir heilsufarslegt álag og líðan fólks tengist líka mjög sýni- leika og sjálfsmati. Margir segjast hafa upplifað höfnun en það að vera hafnað er ein skelfileg- asta tilfinning sem mannskepnan finn- ur. Ekki smitandi lengur Oft er félagið okkar einu aðilarnir sem HIV-jákvæðir einstaklingar þora að hafa samband við og treysta. Sumir tengjast jafnvel eingöngu í gegnum síma, sökum hræðslu við við- brögð umhverfisins. Algengt er að fólk frá ólíkum menningarheimum þurfi ítarlega ráðgjöf og eftirfylgd frá HIV félaginu. HIV-jákvæð leita í jafningjafræðslu sem við bjóðum upp á en forðast því miður stundum viðtöl við sálfræðinga, geðlækna og annað fagfólk. Það hafði gríðarlega mikið að segja þegar Alþjóðaheilbrigðisstofnunin gaf formlega út yfirlýsingu þess efnis að HIV-jákvæð sem eru á lyfja- meðferð væru ekki smitandi. Fyrir einstaklingana sjálfa er léttirinn stórkostlegur. HIV-jákvætt fólk sem upplifir sig heilsuhraust og fullt af lífsorku, getur lifað eðlilegu lífi, eign- ast börn, gert framtíðaráætlanir og þarf ekki að óttast að smita aðra. Björtustu vonir okkar eru líka þær að stimplun og fordómar tilheyri bráðlega fortíðinni. Þau ríki heims sem hafa búið við smitsjúkdómalög sem hamla ferðafrelsi fólks með HIV eru byrjuð að endurskoða lögin. Bandaríkin til dæmis hafa afnumið ferðabann HIV-jákvæðra til lands- ins. Tölfræði Það sem af er árinu 2015 hafa tíu einstaklingar greinst HIV-jákvæðir hér á landi. Frá upphafi hafa því um 330 greinst HIV-jákvæð hér á landi. Nálega allir sem eru á lífi eða um 186 manns eru á lyfjameðferð. Í tilefni alþjóðlega alnæmisdagsins er opið hús í félagsheimili HIV Ísland að Hverfisgötu 69, frá kl. 15 til 18. Rauði borðinn, merki félagsins, er til sölu. Verkefnin eru því næg – en framtíðin björt! Bjartari horfur fyrir HIV-já- kvæða – fólk á lyfjum smitar ekki Eftir Einar Þór Jónsson »Miklar framfarir hafa átt sér stað í meðferð við HIV. Einar Þór Jónsson Höfundur er lýðheilsufræðingur og framkvæmdastjóri HIV Ísland. Það er merkilegt til þess að hugsa, að ef þú ert með 500 þ.kr. í grunnlaun kostarðu atvinnurekandann 740 þ.kr. en færð hins vegar ekki útborgað nema 340 þ.kr. Af- ganginum (400 þ.kr.) er þegar búið að ráð- stafa. Mest fer í skatt- inn. Reyndar svo mik- ið að það þykir ekki þorandi að birta allan skattinn á launaseðl- inum. T.d. er tryggingagjaldið sem á að dekka atvinnuleysisbætur ekki sýnt, en það nemur um 12% af út- borguninni sem er ansi vel í lagt nú þegar atvinnuleysi er nær horfið. Einnig er búið að ákveða fyrir okk- ur hversu löngu fríi við söfnum fyr- ir og þá lágmarksupphæð sem við verðum að leggja til hliðar í lífeyr- issparnað. Ef við vildum frekar nota þennan pening til að borga hraðar niður skuldir þá höfum við ekki það val. Lítil skynsemi er í svona þvinguðum sparnaði því aldr- ei er hagkvæmt að spara á lágum vöxtum á meðan skuldirnar safnast fyrir á hærri vöxtum. Áhrif okkar á meðhöndlun lífeyrissjóðanna á okk- ar fé eru síðan það lítil að oft endar það sem fé án hirðis og glatast eins og svo berlega kom í ljós í hruninu. Þegar við ætlum að nota þau 46% sem okkur er treyst fyrir tekur ekkert betra við. Virðisaukaskattur leggst á flestar vörur auk þess sem þeir sem þjón- usta okkur fá eins og við ekki nema tæplega helming af útborgað. Bæði bílar og eldsneyti eru líka tvöfalt dýrari vegna ýmiss konar álagn- ingar og hafi menn síðan hug á því að drekkja sorgum sínum yfir öllu þessu, þá er ekki nóg með að sop- inn sé dýr, heldur eru öll áfeng- iskaup þvinguð gegnum opinberan smásöluaðila. Umsvif opinberra fyrirtækja eru síðan ekkert smáræði, en þau eru oft ekkert annað en fyrirtækja- væddar stofnanir í einokunar- aðstöðu. Þetta gerir þau ónæm fyr- ir markaðslögmálum og þjónkun við kúnnann verður því oft aukaatriði. Þannig hækkar orkuverð þegar sala er lítil vegna milds veðurfars. Rusl- ið í Reykjavík er varla hirt um stórhátíðir og þegar sérfróð flug- öryggisnefnd tilkynnir að lokun neyðarbrautar Reykjavík- urflugvallar sé hættuleg, þá er hún rekin. Í Hörpu heimta menn síðan niðurfellingu fasteignagjalda til að bæta samkeppnisaðstöðuna gagn- vart einkaaðilum. Regluverkafarganið er okkur hins vegar dýrast og einkennist af sóun, þar sem sífellt er verið að lauma inn alls konar kröfum sem hafa ekkert með grunnþarfir fólks að gera. Í byggingarreglugerð eru t.d. alls konar lúxuskröfur um sér- geymslu, aðra barnavagna- og hjólageymslu, þvottavéla- og bað- herbergi sem að teknu tilliti til inn- byrðis tengingar þessara rýma eyk- ur lágmarks fermetraþörf um 10-20 m2. Þetta að viðbættri kröfu reglu- gerðarinnar um svalir og lyftu á síðan stóran þátt í því að minnstu stúdíóíbúðir eru tvöfalt dýrari en ella. Afskipti hins opinbera af mat- vælamarkaði eru einnig stórtæk. Seldir eru kvótar í sölu og fram- leiðslu á ýmiss konar landbúnaðarvöru, þar sem núverandi ráða- menn virðast hafa tek- ið upp siði danska yf- irvaldsins frá tímum einokunarverslunar- innar og telja eðlilegt að gera takmörkun á aðgengi að því að selja Íslendingum mat að fé- þúfu sinni. Flækjustig pappírsvinnu og eft- irlits er síðan sérstakt rannsóknarefni. Vangaveltur um hvort kalla eigi vöru korn eða fræ eða óskiljanlegar kreddur embætt- ismanna um mjólkurinnihald í örfá- um karamellusósukrukkum er nóg til að stöðva heilan gám. Gildir þá einu hvort önnur matvara í gámn- um skemmist eður ei. Allt þetta flækjustig býr til gríðarlegan kostn- að fyrir innflytjendur sem þeir þurfa að varpa út í verðlagið. Eftir stöndum við með matvöruverslanir sem bæði hafa minna úrval og eru tvö til þrefalt dýrari en ella. Flest þurfum við húsnæði, bíl og mat og því er varla að sjá að við fáum að ráða yfir meira en 20% af sjálfsaflafénu. Restina hirðir ríkið. Ætla mætti að þetta væru góðar fréttir fyrir stjórnlynt hugsjónafólk og það því sátt með stöðu mála. En langt er frá því að svo sé, því í öll- um stjórnmálaflokkum eru ávallt einhverjir sem vilja bæta í. Ekki má fella niður óréttlátan íbúða- leiguskatt, en lítið mál er að eyða stórfé í rándýrar félagslegar íbúðir með tekjutengdan búseturétt og sem fyrir vikið virka sem fátækt- argildrur. Einn flokkurinn vill sam- tímis banna olíuvinnslu og stofna auðlindasjóð að hætti Norðmanna. Rafmagnsöryggi og hálendisvegi má ekki bæta og sumir telja jafnvel óæskilegt að aðrir en þeir séu yf- irhöfuð að flækjast í óbyggðum. Aðrir hugsa sér gott til glóðarinnar að fá öflugan ríkisbanka sem yrði líklega ábyrgðarlaus með út- lánastefnu sem fylgdi ávallt hugð- arefnum ráðandi afla að hverju sinni (svipað og Íbúðalánasjóður gerði svo glæsilega árunum fyrir hrunið). Á meðan báknið vex þá minnkar sífellt vald einstaklingsins yfir eigin lífi. Þegar haft er í huga hversu óvinsælir gömlu fjórflokkarnir eru þá verður að telja með ólíkindum að fólk hafi gefið yfirvöldum slíkt vald yfir lífi sínu og raunin er. Ef við eigum ekki að enda sem þjóð sem ávallt er undir þumlinum á duttl- ungum síðasta hæstbjóðanda í kosningum, þá verður að eiga sér stað grundvallar hugarfarsbreyting um að snúa þurfi þessari þróun við. Þörf er á að fólk geti valið stjórn- málamenn sem lofa að gera minna og leyfa meira. Fimmföld laun hljóma hreint ekki illa. Hverju megum við ráða? Eftir Jóhannes Loftsson Jóhannes Loftsson » Þegar haft er í huga hversu óvinsælir gömlu fjórflokkarnir eru þá verður að telja með ólíkindum að fólk hafi gefið yfirvöldum slíkt vald yfir lífi sínu. Höfundur er verkfræðingur og frumkvöðull. Nú geta allir fengið iPad-áskrift Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.