Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.11.1988, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 17.11.1988, Blaðsíða 6
MlKUn 6 Fimmtudagur 17. nóvember 1988 \jutm Sjálfsbjörg verðlaunar Geir Sverris Sjálfsbjörg á Suðurnesjum boðaði félagsmenn sína til kaffisamsætis sl. laugardag. Astæðan var sú að heiðra átti Geir Sverrisson fyrir frækileg- an árangur á Olympíuleikum fatlaðra í Seoul nýverið, eins og flestum ætti að vera kunn- ugt. Það kom í hlut Friðriks Magnússonar, formanns Sjálfsbjargar á Suðurnesjum, að afhenda Geir heiðursskjal og viðurkenningu fyrir frammistöðuna úti. Sagði for- maður að Geir Sverrisson hefði haldið uppi merki félags- ins, þó svo að hann hafi tekið þátt í sundíþróttinni upp á eig- ið eindæmi. baðinnréttinga Afgreiðslufresti; 2-3 dagar. r .dropinn Hafnargötu 90 Sími 14790 Frá afhendingu heiðursskjalsins sl. laugardag. Formaður Sjálfsbjargar á Suðurnesjum, Friðrik Magnússon, afhendir Geir viðurkenninguna. Milli þeirra stendur Sverrir Guðmundsson, faðir Geirs. Ljósm.: hbb. Sjúkrahúsið og Heilsugæslan: EUROCARD VISA Er bíllinn með ðSKUR og LÆTI? Við höfum á lager, setjum undir og smíðum pústkerfi í allar gerðir bifreiða. Pústþjónusta Biarkars^lMI- Grófin 7 - Keflavík - Sími 13003 Sjúkrahús Keflavíkurlæknishéraðs Heilsugæslustöð Suðurnesja OPIÐ HÚS Sunnudaginn 20. nóv. 1988 kl. 14:00-17:00 verða Sjúkra- húsið og Heilsugæslustöðin í Keflavík almenningi til sýnis. Veittar verða upplýsingar um starfsemina og fyrirspurnum svarað. Suðurnesjabúar - komið og skoðið þessar stofnanir ykkar og fræðist um leið um þá starfsemi sem þar er stunduð í ykk- ar þágu. Stjórn og starfsmenn S.K. og H.S.S. Opið hús á sunnudag Stjórn og starfsmenn Heilsugæslustöðvar Suður- nesja og Sjúkrahúss Keflavík- urlæknishéraðs bjóða öllum íbúum á Suðurnesjum til þess að koma og skoða stofnunina nk. sunnudag milli kl. 14 og 17. Verða upplýsingar um sjúkrahúsið og heilsugæslu- stöðina látnar hanga uppi á göngum, auk þess sem hinar ýmsu deildir verða til sýnis. Þá verða einnig ljósmyndir af starfseminni til sýnis og gefur þar meðal annars að líta myndir af fæðingu með keis- araskurði. Allar upplýsingar sem verða frammi eru unnar af starfs- mönnum stofnananna. Fólki gefst kostur á að láta mæla blóðþrýsting og fleira á meðan á kynningunni stendur. Starfsfólk SK og HSS skor- ar á fólk að láta sjá sig og skoða þessar stofnanir sínar og sjá hvernig búið er að starf- seminni og hvað fer fram inn- an veggja. Fegurðarsamkeppni Suðurnesja: Verður haldin í Glaumbergi Fegurðarsamkeppni Suð- urnesja 1989 verður haldin í veitingahúsinu Glaumbergi 4. mars. Keppnin var haldin í Glaumbergi sl. vetur og tókst mjög vel. Það má gera ráð fyrir því að fólk verði í „fegurðarhug- leiðingum" í kvöld þegar sýnt verður frá keppninni Ungfrú heimur 1988, þar sem fulltrúi Islendinga, Linda Pétursdóttir, er meðal þátttakenda. Af því tilefni eru Suðurnesjamenn hvattir til að hringja inn með ábend- ingar í Fegurðarsamkeppni Suðurnesja 1989 í umsjónar- menn keppninnar, þær Agústu Jónsdóttur í síma 13564 eða Birnu Magnús- dóttur í síma 91-37379. íbú- ar í minni byggðarlögunum eru hvattir til að láta ekki sitt eftir liggja og koma sínum fegurðardrottningum á framfæri.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.