Morgunblaðið - 07.11.2015, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 07.11.2015, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 2015 28. nóvember – 22. desember Lukkulíf áKanarí Flogið með Icelandair á mann m.v. 2 í gistingu án fæðis. *Verð án Vildarpunkta 129.900 kr. Þú færð að vita daginn fyrir brottför á hvaða hóteli þú gistir. Verð frá og 12.500 Vildarpunktar 119.900 kr.* 24 nætur Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Ingvar Smári Birgisson isb@mbl.is Ekki tókst að koma sanddæluskipinu Perlu á flot í gærkvöldi og situr það enn á botni Reykjavíkurhafnar. Aðgerðir stóðu yfir í allan gærdag til að koma skipinu á flot, en erfiðið bar lítinn árangur. Björgunar- aðgerðum var hætt um klukkan hálfellefu og fundað verður í hádeginu í dag, þar sem staðan verður tekin og næstu skref ákveð- in. Dæling fór vel af stað í gærmorgun og lyftist afturhluti skipsins frá botni á u.þ.b. klukkustund. Illa gekk að halda skipinu í jafnvægi þar sem fremri hluti þess var und- ir yfirborðinu. Að lokum var vatni hleypt aftur að skipinu og ferlið hófst að nýju um klukkan sex, þegar fjarað hafði í höfninni. Voru þá fengnir tveir vörubílar ásamt krana til að halda skipinu stöðugu. Það bar ekki tilætlaðan árangur. „Vandinn er sá að menn finna ekki lausn- ina á því að ná stefninu upp. Hvað veldur er ekki gott að segja,“ segir Gísli Gíslason, framkvæmdastjóri Faxaflóahafna. Perla enn á hafsbotni  Aðgerðir stóðu yfir frá morgni til kvölds Morgunblaðið/Júlíus Vandi Björgunaraðilar funda í hádeginu í dag og ræða næstu skref. Vandinn er sá að ekki hefur tekist að finna lausn á því að ná stefninu upp. Guðni Einarsson Anna Marsibil Clausen Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnað- ar- og viðskiptaráðherra segir ýmis- legt rangt hafa komið fram á blaða- mannafundi sem Björk Guðmunds- dóttir söngkona og Andri Snær Magnason rithöfundur efndu til í gær. Hún skrifaði á Facebook að sér „hefði fundist smartara ef Björk hefði notað þetta tækifæri til að hvetja til samstarfs og samtals um þessi mikilvægu mál, frekar en að biðja alþjóðapressuna um þennan stuðning gegn okkur í ríkisstjórn- inni“. Ragnheiður Elín kvaðst aldrei hafa rætt umhverfis- og orkumál við Björk. „Ég held að við sem sitjum í núverandi ríkisstjórn séum ekki þeir miklu andstæðingar hennar eins og mér sýnist hafa verið dregið upp á blaðamannafundinum áðan. Ég held að báðar séum við unnendur ís- lenskrar náttúru og viljum framtíð landsins okkar og þjóðar sem allra besta.“ Vilja þjóðgarð á hálendinu „Það er ekki til nein álfaorka. Ís- land er alvörustaður, með alvöru- fossum og alvörunáttúrulífi.“ Þetta sagði Andri Snær Magnason á blaðamannafundi náttúruverndar- samtakanna Gæt- um garðsins í Gamla bíói í gær. Þar kynntu Andri og Björk Guð- mundsdóttir sam- tökin og kröfu þeirra um að miðhálendinu eða „hjarta Íslands“, eins og þau kalla svæðið, verði breytt í þjóðgarð og komið verði í veg fyrir fyrirætl- anir um háspennulínur og frekari virkjanir á miðhálendinu. Frestur almennings til að mót- mæla háspennulínum sem til stend- ur að setja upp þvert yfir miðhálend- ið rennur út eftir 10 daga. Sögðu þau Björk og Andri að kannanir sýndu að 80% Íslendinga væru fylgjandi því að hálendið yrði gert að þjóðgarði en engu að síður hygðust yfirvöld ganga gegn þeim óskum. Biðluðu þau til heimsbyggðarinnar, í gegnum þann fjölda erlendra fréttamanna sem við- staddir voru fundinn, að hjálpa sam- tökunum að berjast gegn ríkisstjórn- inni. Björk fór hörðum orðum um ís- lensk stjórnvöld í svörum sínum við spurningum viðstaddra. Hún benti m.a. á að kjörtímabil ríkisstjórnar- innar væri aðeins rúmlega hálfnað og hún gæti enn náð að valda óaftur- kræfum skaða á hálendinu. „Þeir eru að þröngva vísinda- mönnum til að framkvæma mat á þessum stöðum, sem er eins og klikkaðasta krossapróf sem ég hef séð,“ sagði Björk. Sagði hún að vís- indamönnunum væri gert að vinna hratt og skila af sér mati fyrir febr- úar og að jafnvel þótt þeir kæmust að því að það yrði að vernda hálendið þyrftu yfirvöld ekki að fylgja ráð- leggingum þeirra. Umdeilt „hjarta Íslands“  Ráðherra segir ýmislegt rangt hafa komið fram á blaðamannafundi um hálendið  Björk söngkona og Andri Snær rithöfundur vilja að hálendið verði þjóðgarður Ragnheiður Elín Árnadóttir Andri Snær Magnason Björk Guðmundsdóttir Samgöngustofa hafnaði á þriðjudag beiðni Þ.G. Verktaka ehf. um leyfi til að reisa byggingarkrana á Hlíðar- endasvæðinu. Fréttastofa Stöðvar 2 greindi frá. Ástæða höfnunarinnar var að kranarnir myndu skaga upp í aðflugsflöt að NA-SV-flugbraut Reykjavíkurflugvallar. Þorvaldur Gissurarson, forstjóri Þ.G. Verktaka ehf., sagði í samtali við Morgunblaðið að sótt hefði verið um leyfi fyrir tveimur til þremur krönum. Þeir eru um 30 metra háir. Þorvaldur sagði að synjunin breytti engu fyrir framkvæmdirnar á með- an jarðvinna stæði yfir. Jarðvinnan í verkefninu væri umfangsmikil og veturinn færi í hana. Líklega yrði ekki þörf fyrir kranana fyrr en í vor. „Þetta er nokkuð sem þarf að leysa áður en þarf að reisa byggingar- kranana,“ sagði Þorvaldur. „Við reiknum með að þetta verði leyst á milli ríkis og borgar og trúum ekki öðru.“ gudni@mbl.is Beiðni um krana á Hlíðarenda neitað  Myndu skaga upp í aðflugsflöt Morgunblaðið/Styrmir Kári Hlíðarendi Fyrsta skóflustunga að framkvæmdum tekin í síðustu viku. Launanefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðræðunefnd u.þ.b. 40 bæjarstarfsmannafélaga og verkalýðsfélaga ræddust við í húsa- kynnum ríkissáttasemjara í gær. Næsti fundur er boðaður eftir há- degi á mánudag. Engar viðræður verða því um helgina. Inga Rún Ólafsdóttir, sviðsstjóri kjarasviðs sveitarfélaganna, sagði að unnið hefði verið í samningum þeirra stéttarfélaga sem tengjast starfsmati sveitarfélaganna. Um er að ræða launaröðunarkerfi sem tek- ið var upp snemma á þessari öld. Umrædd stéttarfélög eru með sömu launatöflu og þurfa því að viðhafa ákveðna samvinnu í viðræðunum. gudni@mbl.is Viðræður við bæjar- starfsmenn  Fundur á mánudag Engan sakaði þegar eldur kviknaði í vélarrúmi skipsins Bjarna Sæ- mundssonar í Slippnum í Reykjavík kl. 14:04 í gær. Tveir starfsmenn voru við rafsuðuvinnu neðanþilja og kviknaði í þili hinum megin við vegginn þar sem rafsuðan hafði farið fram. Brunaviðvörunarkerfi skipsins fór í gang, sem bjargaði mönnunum, samkvæmt upplýs- ingum frá slökkviliði höfuðborg- arsvæðisins. Vélstjóri skipsins var fljótur að bregðast við og slökkti eldinn að mestu. Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út og var eldurinn end- anlega slökktur rétt fyrir kl. 16. Bjarni Sæmundsson er rannsókn- arskip í eigu Hafrannsóknastofn- unar. Slökktu eld í Bjarna Slippurinn Engan sakaði vegna eldsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.