Morgunblaðið - 07.11.2015, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 2015
ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is
laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18, mánudaga - föstudaga 11-18:30
Jólin eru komin
Nýr
bæklingur á
www.ilva.is
Sú stefna borgaryfirvalda á liðn-um árum að bjóða ekki nægar
byggingalóðir á hagkvæmu verði
þar sem fólk vill byggja hefur skilað
þeim árangri að börnum í leik-
skólum borgarinnar
mun fækka á næsta
ári, samkvæmt fjár-
hagsáætlun 2016.
Vissulega má takaá bráðavanda í
rekstri með ýmsum
hætti og ein leiðin er
að hrekja fólk frá borginni til ná-
grannasveitarfélaganna eins og
raunin hefur verið hjá Reykjavík.
Þetta er að vísu aðeins ámótagagnleg leið og að hita skóinn
sinn með sérstökum hætti, en
skammgóður vermir er betri en eng-
inn horfi menn aðeins til fjögurra
ára í senn.
Eins og kunnugt er hefur borgar-stjóri lofað því að hækka ekki
útsvarsprósentuna á næsta ári, en
það er reyndar bannað lögum sam-
kvæmt því að Reykjavík er í há-
marki.
Þá hefur hann talað um að hækkaekki heldur skatthlutfall fast-
eignaskatta, en vegna hækkandi
fasteignaverðs er afleiðingin af
óbreyttu skatthlutfalli engu að síður
sú að í fjárhagsáætlun er gert ráð
fyrir tæplega 11% hækkun skatt-
tekna vegna fasteigna.
Bendir sú áætlaða hækkun ekkitil að svigrúm hafi verið til að
lækka skatthlutfallið?
Eða er svo komið í afleitumrekstri borgarinnar, sem fjöl-
menn áróðursdeild borgarstjóra
kallar „viðsnúning í rekstri,“ að
kreista þarf hverja krónu sem hægt
er út úr borgarbúum?
Dagur B.
Eggertsson
11% hækkun
fasteignaskatta
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 6.11., kl. 18.00
Reykjavík 8 alskýjað
Bolungarvík 6 alskýjað
Akureyri 7 rigning
Nuuk -7 skafrenningur
Þórshöfn 10 skúrir
Ósló 7 súld
Kaupmannahöfn 11 súld
Stokkhólmur 10 skýjað
Helsinki 7 skýjað
Lúxemborg 13 skýjað
Brussel 16 skýjað
Dublin 12 léttskýjað
Glasgow 13 skýjað
London 17 skýjað
París 17 skúrir
Amsterdam 16 skýjað
Hamborg 13 skýjað
Berlín 15 alskýjað
Vín 11 léttskýjað
Moskva -1 heiðskírt
Algarve 22 heiðskírt
Madríd 22 heiðskírt
Barcelona 18 heiðskírt
Mallorca 21 léttskýjað
Róm 18 heiðskírt
Aþena 16 heiðskírt
Winnipeg 1 snjóél
Montreal 17 alskýjað
New York 21 alskýjað
Chicago 9 alskýjað
Orlando 29 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
7. nóvember Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 9:30 16:54
ÍSAFJÖRÐUR 9:50 16:43
SIGLUFJÖRÐUR 9:34 16:26
DJÚPIVOGUR 9:03 16:19
Annar sunnudagur í nóvember er ár-
legur kristniboðsdagur Þjóðkirkj-
unnar og verður margvísleg dagskrá
í tilefni dagsins.
Kristniboðsalmanakið fyrir árið
2016 er komið út og verður því víða
dreift í guðsþjónustum dagsins.
Íslenskir kristniboðar hafa undan-
farna áratugi starfað í Eþíópíu, Jap-
an og Keníu og sinnt þar boðunar- og
fræðslustarfi og tekið þátt í þróun-
arverkefnum með samstarfskirkjum
sínum. Margvísleg verkefni eru
styrkt fjárhagslega. Má þar nefna
boðunarverkefni, skólabyggingar,
námsstyrki, biblíuþýðingar, lestrar-
verkefni og Af götu í skóla í Eþíópíu.
Nú verður sjónum sérstaklega
beint að konum og kristniboði í til-
efni af 100 ára kosningarétti kvenna
hér á landi, segir í tilkynningu frá
Kristniboðssambandinu.
Sérstök hátíðarsamkoma verður í
tilefni dagsins í Kristniboðssalnum,
Háaleitisbraut 58-60 kl. 14 á sunnu-
dag og árleg kaffisala Kristniboðs-
félags karla í Reykjavík verður í
beinu framhaldi á sama stað. Á sam-
komunni flytur Ólafur Jóhannsson,
sóknarprestur og formaður stjórnar
Kristniboðssambandsins, hugleið-
ingu.
Á Akureyri verður samkoma í fé-
lagsheimili KFUM og KFUK í
Sunnuhlíð kl. 17. Þar mun Margrét
Jóhannesdóttir hjúkrunarfræðingur
segja frá og flytja hugleiðingu.
Haldið upp á kristniboðsdaginn
Sjónum verður sérstaklega beint að
konum og kristniboði Árleg kaffisala
Kristniboð Mikiláherslu er lögð á
menntun barna og unglinga.
Sunnudaginn 8.
nóvember verður
Sigurður Grétar
Helgason settur
prestur í Graf-
arvogskirkju við
guðsþjónustu sem
hefst kl. 11.
Sr. Sigurður
lauk embættis-
prófi frá Háskóla Íslands, 1996.
Hann var skipaður prestur í Sel-
tjarnarneskirkju, 1998 til 2000 og í
framhaldi af þeim tíma sem sókn-
arprestur til ársins 2012.
Sigurður starfaði einnig sem
prestur í norsku kirkjunni og í af-
leysingum innan Þjóðkirkjunnar.
Síðasta vetur starfaði Sigurður í
afleysingum við Grafarvogskirkju
og einnig í Breiðholtskirkju.
Hann var skipaður prestur í
Grafarvogskirkju frá 1. ágúst sl.
Settur í embætti
prests í Grafarvogi
Sigurður Grétar
Helgason
Biskup Íslands auglýsti fyrir
skömmu eftir presti til afleys-
ingaþjónustu í Útskálaprestakalli í
Kjalarnesprófastsdæmi.
Biskup hefur nú í samráði við
fulltrúa sóknarnefnda sett séra
Báru Friðriksdóttur til þjónustu
sóknarprests í Útskálaprestakalli
frá 1. nóvember sl. til 31. desember
2016. Sóknarprestur í Útskála-
prestakalli er sr. Sigurður Grétar
Sigurðsson
Leysir af í Útskála-
prestakalli