Morgunblaðið - 07.11.2015, Page 11

Morgunblaðið - 07.11.2015, Page 11
fjöllunarefnið, sem snerist um grein- ingar, matstæki, aðgerðir, lyfja- meðferðir, þjálfun og þjónustu við börn, ungmenni og fjölskyldur þeirra. Fyrirsæturnar ungu, Linda María, Arnheiður og Árdís, eru með- al tólf hundruð skjólstæðinga Æf- ingastöðvarinnar, sem rekin er af Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra. Þar starfar fjöldi sjúkraþjálfara og iðjuþjálfa og er þjónustan fyrst og fremst ætluð börnum og fjölskyldum þeirra. Um 10% skjólstæðinganna eru fullorðnir, sem flestir hafa verið hreyfihamlaðir frá barnæsku. Tvíburasysturnar Arnheiður og Árdís hafa verið í margvíslegri þjálf- un mörgum sinnum í viku frá eins árs aldri. Systurnar eru fyrirburar, fæddar 14 vikum fyrir tímann og greindust báðar með heilalömun fljótlega eftir fæðingu. Ánægð með þjónustuna Þar sem faðir systranna, Heiðar Arnfinnsson vélfræðingur, er lang- dvölum úti á sjó, hefur að miklu leyti komið í hlut Söru að sinna dætrum sínum heima við sem og annars stað- ar. Skutl kemur mikið við sögu í hinu daglega lífi fjölskyldunnar og hafa þær mæðgur farið býsna margar ferðir frá heimili sínu í Mosfells- bænum til Æfingastöðvarinnar við Háaleitisbraut – yfirleitt með tvö sett af rafmagnshjólastólum, hjóla- stólum og göngugrindum í bílnum. Og ferðirnar verða væntanlega fleiri. „Stelpurnar eru til skiptis í iðju- þjálfun, sjúkraþjálfun og sundi nokkrum sinnum í viku allan ársins hring auk þess sem sjúkraþjálfari frá Æfingastöðinni kemur aðra hverja viku í Krikaskóla þar sem þær eru í leikskóla. Ég er afar ánægð með þjónustuna. Þetta hefur allt saman gengið mjög vel,“ segir Sara. Hún er geislafræðingur að mennt, en hefur ekki starfað utan heimilis frá því rétt áður en dæt- urnar fæddust. Í fyrrahaust hóf hún meistaranám í fötlunarfræði við Há- skóla Íslands, en kveðst ekkert vera að flýta sér. Enda hefur hún ærinn starfa við annað. Aukið frelsi Arnheiður og Árdís eru álíka mikið fatlaðar, þær geta hvorki setið, staðið né gengið án stuðnings. Að öðru leyti eru þær í engu eftirbátar jafnaldra sinna, hvorki andlega né félagslega, og gengur ljómandi vel í skólanum. „Rafmagnshjólastólarnir sem þær fengu í sumar hafa létt þeim mikið lífið og aukið frelsi þeirra. Núna geta þær verið jafn fljótar í förum og aðrir krakkar og þurfa ekki sífellt að biðja aðra um að ýta sér. Þær eru orðnar rosalega flinkar,“ segir móðirin stolt og ætlar að halda áfram að mynda daglegt líf dætra sinna eins og hún hefur gert frá því þær litu dagsins ljós. Happdrætti Styrktarfélags lam- aðra og fatlaðra er komið í heima- bankann. Allur ágóði rennur til starfs í þágu fatlaðra barna og ungmenna.Ljósmynd/Sara Birgisdóttir Í sól og sumaryl Arnheiður og Árdís Heiðarsdætur njóta veðurblíðunnar. 3. sæti Buslað í rigningunni Tvíburasysturnar Arnheiður og Árdís á rafmagnsstólunum sínum í Laugardalnum. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 2015 Styrkur, þol, jafnvægi og samhæfing 4 vikna námskeið fyrir 60 ára og eldri hefstmánudaginn 16. nóvember Skemmtilegir tímar sniðnir fyrir fullorðið fólk. Áhersla á persónulega aðstoð, styrk, þol, jafnvægi og samhæfingu til þess að auka lífsgæði. Verð: 26.900 kr. Innifalið:Aðgangur að Spa, handklæði við komu, herðanudd í heitum pottum. Tímar kl. 13.00 alla dagana Mánudaga,miðvikudaga og föstudaga: Hóptími Þriðjudaga og fimmtudaga: Prógram hjá þjálfara í sal - frjálsmæting 24. nóvember verður fyrirlestur umnæringu fyrir fólk 60 ára og eldri. Hilton Reykjavik Spa – Suðurlandsbraut 2, 108 Reykjavík Skráning og nánari upplýsingar á spa@hiltonreykjavikspa.is og í síma 444 5090. 60PLÚS Þjálfarar: Agnes Þóra Árnadóttir, Patrick Chiarolanzio og Guðbjartur Ólafsson Á Æfingastöðinni, sem er eitt helsta verkefni Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra, er veitt sjúkraþjálfun og iðjuþjálfun í nánu samstarfi við skjól- stæðinga, fjölskyldur þeirra og aðra sem veita þeim þjónustu og/eða umönnun. Lögð er áhersla á:  samhæfða þjónustu  lausnamiðaða þjónustu sem miðast við þarfir hvers og eins  sveigjanleg úrræði  aðgengi að upplýsingum og fræðslu  skipulagða samvinnu við aðra þjónustuveitendur  virkt foreldrasamstarf Markmið þjónustunnar er að efla þátttöku, auka lífsgæði barnsins og fjölskyldunnar og aðstoða barnið við að nýta styrkleika sína til að ná auknum þroska, sjálfstæði og lífsgæðum. Leið til aukinna lífsgæða STYRKTARFÉLAG LAMAÐRA OG FATLAÐRA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.