Morgunblaðið - 07.11.2015, Síða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 2015
Fjármála- og efnahagsráðuneytið
segir í svari sínu til Hafnarfjarðar-
bæjar, um málefni St. Jósepsspít-
ala, að bærinn hafi aðeins komið
með eina tillögu um nýtingu hús-
næðisins og hún hafi snúist um að
nýta húsnæðið áfram undir heil-
brigðisþjónustu. Fram hefur komið
að húsnæðið henti ekki til slíks.
Húsið er í niðurníðslu og þarf að
fara í kostnaðarsamar endurbætur.
Þá segir í svarinu að fjögur tilboð
hafi komið frá aðilum sem vilja
nýta eignirnar til atvinnusköpunar
innan sveitarfélagsins. Til að koma
lífi í húsið að nýju telur ráðuneytið
að annaðhvort verði eignarhlutir
ríkisins keyptir af bænum á mats-
verði eða eignirnar verði auglýstar
til sölu á ný. Þá ítrekar ráðuneytið
að það sé tilbúið í viðræður um hug-
myndir þess, sé bærinn ekki tilbú-
inn í þær kemur til álita að bjóða
85% eignahlut ríksins á eigninni til
sölu eða virkja þau úrræði laga sem
gilda um slíka sameign sem spít-
alinn er. Samhliða er bærinn kraf-
inn um eðlilega hlutdeild í rekstrar-
og viðhaldskostnaði eignarinnar.
Tvær leiðir í boði
fyrir Hafnarfjörð
Sjúkrahús Deilur standa milli ríkis og
Hafnarfjarðar um St. Jósepsspítala.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Rio Tinto Alcan hefur hálfan mánuð
til að loka álverinu í Straumsvík, ef
til verkfalls kemur 2. desember. Í
hörðum kjaradeilum um og upp úr
1990 kom að minnsta kosti einu sinni
til verkfalls án þess að byrjað væri
að draga úr starfsemi í álverinu. Í
því tilviki mun efni samninga hafa
legið fyrir um tíma og ljóst að ekki
kæmi til lokunar þótt ekki væri
skrifað undir fyrr en á síðustu
stundu.
Sá tveggja vikna aðgangur sem
Rio Tinto Alcan hefur að starfs-
mönnum sínum, samkvæmt kjara-
samningum, eftir að verkfall hefst er
notaður til að tæma kerin og draga
úr tjóni, samkvæmt upplýsingum
Gylfa Ingvarssonar, talsmanns
samninganefndar starfsmanna.
Ólafur Teitur Guðnason, upplýs-
ingafulltrúi Rio Tinto Alcan, segir að
fresturinn dugi til að minnka tjón
fyrirtækisins. Hann segir að áætlun
þurfi að liggja fyrir hvernig brugðist
verði við hugsanlegu verkfalli en
tekur fram að engin ákvörðun hafi
verið tekin um að nota vikurnar
tvær til að keyra starfsemina niður
eða hvort það verði gert hraðar.
Ekkert hægt að fullyrða
Ljóst er að mikill kostnaður fylgir
lokun álversins og ræsingu á nýjan
leik. Ólafur Teitur segir ómögulegt
að segja til um það nú. Hann hlaupi
þó vafalaust á einhverjum millj-
örðum. Tjónið felst annars vegar í
framleiðslutapi og hins vegar í
standsetningu 500 kera og að koma
framleiðslunni aftur af stað. Það taki
margar vikur, hugsanlega mánuði.
„Vandinn í þessu er að það er svo
snúið að ræsa álverið aftur, ef slökkt
er á því. Ég líki þessu við að skip
sekkur í höfninni. Það er meira en að
segja það að ná því upp og það er illa
laskað á eftir,“ segir Ólafur Teitur.
Það hefur hangið yfir samninga-
mönnum að vegna tapreksturs ál-
versins væri ekki víst að framleiðsla
hæfist á ný. Upplýsingafulltrúinn
segir ekkert hægt að fullyrða um
það. Nefnir að dæmin í nágranna-
löndunum sýni að það geti orðið á
báða bóga. Álver í Noregi hafi til
dæmis verið rekið með hálfum af-
köstum í sjö ár.
Samið á elleftu stundu
Oft áður hefur verið boðað til
verkfalla í álverinu í Straumsvík en
alltaf tekist að semja áður en til lok-
unar hefur komið. Stöku sinnum hef-
ur það verið gert á síðstu stundu.
Sem dæmi um það má nefna verk-
fall verkalýðsfélaga starfsmanna
ÍSAL sem hófst 31. mars 1990. Á
fimmta degi verkfalls náðist sam-
komulag en Hlíf, stærsta verkalýðs-
félagið, felldi samninginn. Á ellefta
degi verkfallsins og þar með eigin-
lega einnig á elleftu stundu sam-
þykktu félagsmenn Hlífar miðlunar-
tillögu ríkissáttasemjara. Gylfi
Ingvarsson segir að þótt stundum
hafi verið gengið frá málum á síð-
ustu stundu hafi efnisatriði samn-
ings legið fyrir áður og vitað að ekki
kæmi til lokunar. Segist hann hafa
upplifað það þannig að menn hafi
viljað geta sagt að þeir hefðu verið
nauðbeygðir til að semja vegna yfir-
vofandi lokunar.
Milljarða tjón hjá álverinu
ef til lokunar þess kemur
Hafa tvær vikur til að loka Tekur
vikur eða mánuði að opna á ný
Straumsvík Verkalýðsfélög og Rio Tinto Alcan deila um rekstur álversins.
Gylfi
Ingvarsson
Ólafur Teitur
Guðnason
Verkfall boðað
» Fimm af sex stéttarfélögum
starfsmanna álvers Rio Tinto
Alcan samþykktu að boða til
verkfalls 2. desember hafi
samningar ekki náðst.
» Starfsmenn hættu í yfir-
vinnubanni og féllu frá ótíma-
bundinni vinnustöðvun í haust.
Það leiddi til framgangs í
samningum.
Mánudaginn 9. nóvember kl. 12.00
verður haldinn opinn fundur í fund-
arsal Þjóðarbókhlöðunnar undir
heitinu Tímamót á Kúbu?
Erindi flytur Orlando Luis Pardo
Lazo, kúbanskur rithöfundur,
blaðamaður, bloggari, ritstjóri,
ljósmyndari og félagslegur aktí-
visti. Hann hefur nú fengið skjól hjá
Reykjavíkurborg í gegnum al-
þjóðlegt skjólborgarverkefni.
Fundurinn fer fram á ensku og
eru allir velkomnir.
Flytur erindi um
tímamót á Kúbu
Deila samninganefndar starfs-
manna álversins í Straumsvík og
vinnuveitenda þeirra, Rio Tinto
Alcan, snýst um heimildir fyrir-
tækisins til að bjóða út einstaka
þætti starfseminnar. Samkomulag
virðist vera um launabreytingar
og aðra þætti samninga.
Starfsemin er mjög bundin í
kjarasamningum. Rio Tinto Alcan
vill fá undanþágu til að bjóða út
rekstur mötuneytis, þvottahúss
og hafnar auk öryggisgæslu. „Það
hefur engin ákvörðun verið tekin
um að bjóða þetta út en við vilj-
um hafa leyfi til þess. Við erum
eina fyrirtækið á Íslandi sem ekki
hefur leyfi til að fela verktökum
þetta,“ segir Ólafur Teitur Guðna-
son upplýsingafulltrúi. Hann tek-
ur fram að ef ákveðið yrði að
bjóða þessa starfsþætti út yrðu
þeim 32 starfsmönnum sem þeim
sinna í dag boðin störf hjá fyr-
irtækinu.
Álverið krefst þess einnig að fá
heimild til að bjóða út kerfóðrun,
sem nú er sinnt af verktakafyr-
irtæki sem stofnað var af fyrrver-
andi starfsmönnum álversins.
Ólafur Teitur segir að fyrirtækið
vilji fá að greiða verktökum sem
það leitar til laun samkvæmt
töxtum viðkomandi stéttarfélaga í
stað launa samkvæmt ÍSAL-
töxtum eins og eru í núgildandi
kjarasamningum. Gylfi Ingvarsson
segir að fyrirtækið geri kröfu um
að samningar sem það hafi gert
við þennan tiltekna verktaka verði
ógiltir einhliða með yfirlýsingu í
kjarasamningum. Samninga-
nefndin geri engar athugasemdir
við útboð, ef samstarfi fyrirtækj-
anna lyki með samkomulagi.
Þarna starfa um 50 menn. Telur
hann að álverið hafi engan áhuga
á því, heldur vilji það ná fram
breytingum hjá almennum starfs-
mönnum.
Ólafur Teitur segir að fyrir-
tækið sé auk þess að biðja um
örlítið meiri sveigjanleika varð-
andi það að nota verktaka í af-
mörkuð verk í viðhaldi, aðallega í
afleysingum. Gylfi segir að und-
anþágur hafi ávallt verið heim-
ilaðar, ef ekki hafi fengist menn
til afleysinga.
Þar fyrir utan hefur verið
ágreiningur um túlkun á kröfum
Rio Tinto Alcan um möguleika á
útboðum á annarri starfsemi.
Gylfi segir að slík opnun myndi
snerta miklu fleiri starfsmenn.
Ólafur Teitur segir að fyrirtækið
hafi tekið af skarið með að slíkt
felist ekki í kröfum þeirra.
Vilja frekari heimildir til útboða
EKKI ÁGREININGUR UM LAUNABREYTINGAR
Haustmarkaður Sjálfsbjargar-
félaga verður haldinn dagana 7. og
8. nóvember nk. í félagsheimili
Sjálfsbjargar, Hátúni 12 í Reykja-
vík. Markaðurinn verður opinn
báða dagana frá kl. 11 til kl. 17.
Haustmarkaður
Sjálfsbjargar