Morgunblaðið - 07.11.2015, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 07.11.2015, Qupperneq 25
Jólakaffi Hringsins og hið víðfræga Jólahappdrætti verður í Hörpu sunnudag- inn 6. desember kl. 13:30. Jólakaffið er fastur liður í jólaundirbúningi margra fjölskyldna enda kaffi- hlaðborðið engu líkt. Jólahappdrættið er há- punktur Jólakaffisins enda vinningar margir og glæsilegir. Jólakort Hringsins. Kortið prýðir málverkið Himnadrottningin eftir Guðfinnu Önnu Hjálmars- dóttur, myndlistarmann. Jólakortin eru seld tíu í pakka á 1.500 krónur. Fyrirtæki geta pantað kort með því að senda póst á jolakort@hringurinn.is Fjáröflun Hringsins fyrir jólin Hringskonur vinna allt árið um kring að því að safna fé í Barnaspítalasjóð Hringsins. Fjáröflun tengd jólum er sérstaklega mikilvæg. JólaBASAR Hringsins Allt fé sem Hringskonur safna, gjafir og áheit rennur óskipt í Barnaspítalasjóð Hringsins. Allt starf er unnið í sjálfboðavinnu, yfirbygging félagsins er engin og félagið rekið með félagsgjöldum Hringskvenna sjálfra. Þessi auglýsing er óvænt gjöf frá velgjörðarmanni Hringsins. – Við þökkum kærlega fyrir hugulsemina. Jólabasar Hringsins verður sunnudaginn 8. nóvember á Grand Hóteli Reykjavík við Sigtún og hefst kl. 13 Á boðstólum er einstaklega falleg handavinna Hringskvenna og bakkelsi af öllu tagi. Basarinn er gríðarlega vinsæll enda úrvalið fjölbreytt og glæsilegt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.