Morgunblaðið - 07.11.2015, Qupperneq 28
28 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 2015
www.thor.is
EPSON EXPRESSION HOME XP-332
Einfaldur og góður prentari og skanni fyrir skólafólk.
EPSONWORKFORCEWF5620
20
ppm*
EPSONWorkForce Pro eru fjölnota skrifstofuprentarar
(fax, skanni, ljósritun, prentun og tölvupóstur).
Nettengdur/þráðlaus prentari með þægilegan
snertiskjá. Prentar allt að 20 síður á mínútur og getur
prentað báðummegin á blaðið. Auðvelt að skipta um
blek. Hægt að prenta á umslög og þykkari pappír.
EPSONWorkForce Pro er ný kynslóð umhverfisvænna
bleksprautuprentara sem leysir af hólmi gömlu
laserprentarana.
49.30
0
EPS
ONW
orkF
orce
Pro
WF-
562
0DW
F
,-
13.00
0
EPS
ON E
xpre
ssio
n
Hom
e XP
-332
,-
Þráðlaus fjölnotaprentari (skanni, ljósritun og
prentun). Hentar vel til að prenta allt frá texta yfir í
góða ljósmynd. Beinn stuðningur við iPhone/iPad og
Android. Hægt er að fá APP til að prenta og skanna
með iOS og Android tækjum. Allar helstu skipanir á
skjá. Hagkvæmur í rekstri.
TÖLVUVERSLUN
ÁRMÚLA 11 - SÍMI 568-1581 ÞÓR HF - UMBOÐSAÐILI EPSON Á ÍSLANDI Í MEIRA EN 30 ÁR
Einnig til hvítur (XP-335)
Stundum er þráttað um hvort fornsögurnar séu á skiljanlegu máli fyrirnútímafólk. Þau sem eru vön löngum samfelldum textum geta lesiðgömlu sögurnar vandræðalítið, notið stílsins og þótt gaman að forn-eskjunni en það er ekki spennan hvort Njáll brenni inni sem rekur
þau áfram, né hvort Hall-
gerður láni lokkinn þegar líf
Gunnars liggur við. Ekki
frekar en við óttumst um af-
drif James Bonds. Galdur
sagnanna felst í frásagn-
arlistinni, hvernig þær eru
ofnar saman og sagðar, orð
fyrir orð; í margslungnum
persónum sem lifna við lest-
urinn og verða okkur sam-
ferða á lífsins vegi. Stöku
sinnum rekumst við á hugtök
sem eru ekki hluti af tungu-
taki síðari alda og leitum þá
eftir skýringum neðan- eða
aftanmáls, í sérstökum skýr-
ingarheftum eða orðabókum.
Engan þarf að undra þótt heimur og orðaforði íslenskra fornrita sé fram-
andi ungum lesendum sem hafa lítt þjálfast við bóklestur nema á bók-
menntum sem eru sérstaklega skrifaðar fyrir ungmenni vorra daga. Því er
vandmeðfarið að kynna sögur fyrri tíðar nýjum kynslóðum. Ætla verður að ís-
lenskar miðaldasögur séu
ekki ofarlega á forgangs-
leslista snjallsímabarna, og
varla eru þær fyrirfram
áhugaverðar fyrir ungt fólk.
Langt fram eftir síðustu
öld voru börn leidd inn í
sagnaheim þjóðveldisaldar í
gegnum Íslandssögukennslu. Sá alltumlykjandi stjórnmálamaður Jónas frá
Hriflu skrifaði áhrifamestu barnakennslubók aldarinnar á þeim árum þegar
ekki var efast um sannleiksgildið og fornbókmenntir og sagnfræði runnu sam-
an. Sagnalist Jónasar og hrifning hans á sögunum kveikti þá sjálfkrafa áhuga
á efninu, líkt og sýnishorn úr kvikmyndum eiga að gera, án þess að nemend-
urnir væru nógu þroskaðir til að ráða við frumtextana. Þannig kynntist kyn-
slóð fram af kynslóð aðalpersónum og atburðum Íslendingasagna og Sturl-
ungu og ekki þurfti að lesa fornsögurnar fyrr en seinna, og þá til
bókmenntalegrar ánægju, til að vita um hvað þær fjölluðu. Þessari ágætu
kennslubók var eðlilega skipt út þegar sagnfræðingar voru löngu hættir að
trúa sögunum. En í staðinn fyrir að setja þá nýja kápu á bók Jónasar og kalla
hana Kennslubók í Íslendingasögum og Sturlungu – með uppfærslum sem
réttu við kynja- og stéttahlutföll eins og nú tíðkast – var hætt að beita þessari
árangursríku kynningu fyrir byrjendur í skólakerfinu.
Í staðinn hefur verið reynt að fleyta börnum af stað í fornsagnalestri með
því að leggja fyrir þau einfaldaðar endursagnir í fullri lengd á heilu sögunum
(eins og gert er með Laxdælu sem verður fyrir vikið ekki áhugaverð), eða
byrja of snemma á of erfiðum textum án þess að efni þeirra sé þegar orðið
spennandi eftir að hafa kynnst helstu persónum og aðstæðum þeirra. Án
slíkra örvandi „sýnishorna úr næstu mynd“ verður tungutak hinna fornu frá-
sagna, þeirra helsta djásn, að óþarflega torsóttri hindrun fyrir óvana les-
endur.
Fornsögur
fyrir byrjendur
Tungutak
Gísli Sigurðsson
gislisi@hi.is
Sagnaheimur Ætla verður að íslenskar mið-
aldasögur séu ekki ofarlega á forgangs-
leslista snjallsímabarna.
Teikning/Eoghan O’Reilly
Ífyrradag, fimmtudag, birtist í ViðskiptaMogganumfróðlegt samtal, sem Sigurður Nordal, umsjón-armaður blaðsins, hafði átt við Bjarna Benedikts-son fjármálaráðherra um stöðuna á fjármálamark-
aðnum, stöðu slitabúanna og hugsanlega sölu banka í
ríkiseign. Í þessu viðtal spurði Sigurður eftirfarandi
spurningar:
„Er eitthvað í framkvæmd einkavæðingar bankanna
fyrir hrun, sem við getum dregið lærdóm af við sölu bank-
anna núna?“
Og Bjarni svarar:
„Tvímælalaust. Í fyrsta lagi tel ég að það hafi verið
óþarfi að byggja söluáætlun banka á því, að það þurfi að
vera mjög stór kjölfestufjárfestir. Í fámennu samfélagi
eins og okkar kann þvert á móti að vera mikill ávinningur
af því að kerfislega mikilvægir bankar séu í dreifðri eign-
araðild. Við eigum tvímælalaust að stefna að dreifðu eign-
arhaldi á bönkunum.“
Þessi orðaskipti þeirra Sigurðar og Bjarna gefa tilefni
til að rifja upp litla en fróðlega sögu.
Á árinu 1997 voru þrír sjóðir, Fiskveiðasjóður, Iðn-
lánasjóður og Iðnþróunarsjóður, sameinaðir í Fjárfest-
ingarbanka atvinnulífsins hf., FBA. Á svipuðum tíma
voru Landsbanki Íslands og Búnaðarbanki Íslands gerðir
að hlutafélögum.
Síðan ákvað þáverandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og
Framsóknarflokks að selja FBA en í
dreifðri eignaraðild.
Hinn 8. ágúst 1998, birtist hér í Morg-
unblaðinu viðtal við þáverandi forsætis-
ráðherra, Davíð Oddsson, og þar sagði:
„Davíð sagði, að þó nú sé í tízku að tala
um kjölfestufjárfesta telji hann að í
bankastofnun geti alveg dugað að stærstu
eignaraðilarnir, sem komi til með að hafa
leiðbeinandi forystu um reksturinn, eigi
eignarhluti á bilinu 3% til 8% til dæmis. Hann telji hins
vegar ekki æskilegt að einn aðili eða skyldir aðilar ráði
30-40% eignarhlut í bankastofnun…Þó það hafi ekki verið
rætt í ríkisstjórn telji hann það koma fyllilega til álita að
tryggja það með lagasetningu að eignarhald í bönkunum,
þegar ríkið sleppi af þeim hendinni, verði dreift.“
Þetta var stefnumarkandi samtal við þáverandi for-
sætisráðherra og tveimur mánuðum síðar ákvað rík-
isstjórnin að selja 49% hlut í FBA. Almenningi yrði boðið
að skrá sig fyrir hlutum að hámarki þremur milljónum
króna.
Hvað gerðist þá? Og þar er komið að kjarnanum í lyk-
ilspurningu Sigurðar Nordals til Bjarna Benediktssonar
um hvað mætti læra af einkavæðingu bankanna fyrir
hrun.
Bankar og fjármálafyrirtæki hófu svokallaða kenni-
tölusöfnun. Þessir aðilar keyptu hluti í umboði ein-
staklinga á grundvelli samninga um að viðkomandi ein-
staklingar seldu þeim hlutina.
Fjórum mánuðum eftir hið stefnumarkandi viðtal við
forsætisráðherra landsins hér í Morgunblaðinu var sú
stefnumörkun ríkisstjórnar, sem byggðist á lýðræðislegu
umboði kjósenda til þingmanna stjórnarflokkanna brotin
á bak aftur með valdi peninga.
Hvað gerðist svo?
Rétt fyrir jól sama ár (1998) skýrði Morgunblaðið frá því
að Viðskiptastofa SPRON hefði fyrir hönd sex sparisjóða
og Sparisjóðabankans keypt um 9% hlut í FBA af Bún-
aðarbanka Íslands. Kaupþing, sem þá var í eigu sparisjóð-
anna átti fyrir önnur 9% og réð að auki yfir 5% fyrir hönd
annarra hluthafa. Sparisjóðasamsteypan hafði á skömm-
um tíma eignast um fjórðungs hlut í FBA, sem ríkisstjórn
landsins hafði ákveðið að skyldi verða í dreifðri eignarað-
ild.
Þessum hlut var komið fyrir í hlutafélagi í Lúxemborg,
Scandinavian Holdings SA.
Hvað gerðist svo?
Hinn 4. ágúst 1999 var skýrt frá því hér í blaðinu, að
Scandinavian Holdings hefði selt hlut sinn í FBA, sem nam
22,1% til eignarhaldsfélags, sem bar heitið Orca SA og var
líka skráð í Lúxemborg. Það félag keypti einnig hlut af
öðrum og var samtals komið með 26,5% hlut í FBA. Ekki
var gefið upp hverjir væru eigendur Orca SA.
Hvað sagði Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra,
þegar hér var komið sögu?
Í samtali við RÚV tveimur dög-
um síðar sagði hann:
„Það má vel vera að staðan sé
sú, að sú aðferð okkar að reyna að
koma hlutabréfunum út með
dreifðum hætti haldi ekki til
lengdar og þá þarf kannski að
kanna, hvort aðrar lagaforsendur
þurfi að vera fyrir hendi, sem
tryggi hreinlega að eignaraðild að fjármálakerfinu í þessu
landi sé dreifð.“
Framhaldið af sögu FBA varð svo, að bankinn samein-
aðist Íslandsbanka um aldamótin og varð eins konar stökk-
bretti fyrir helztu eigendur FBA til þess að ná yfirráðum
yfir Íslandsbanka næstu árin á eftir.
Hér liggur fyrir skýrt dæmi um það hvað hægt er að
læra af því, sem gerðist í einkavæðingu bankanna fyrir
hrun.
Það er ekki hægt að einkavæða ríkisbanka á ný í góðri
trú um að dreifð eignaraðild, sem stefnt er að í upphafi,
haldi. Það verður hreinlega að tryggja það með löggjöf.
Bjarni Benediktsson hefur alveg rétta sýn á þessa stöðu,
eins og hún kemur fram í samtali þeirra Sigurðar Nordals.
En það er alveg ljóst að áður en ráðizt verður í nýja einka-
væðingu bankanna verður Alþingi að ganga tryggilega frá
því með löggjöf að sagan verði ekki endurtekin.
Í samtalinu víkur Bjarni líka að því hvernig hinir einka-
væddu bankar voru notaðir til að breyta eignarhaldi á
stórum fyrirtækjum í landinu. Sá þáttur málsins er sér-
stakt umhugsunarefni.
Það er líka vert fyrir Sjálfstæðisflokk og Framsókn-
arflokk að huga að því að í ljósi fenginnar reynslu skiptir
máli fyrir þá flokka hvernig haldið verður á þessum málum
nú.
Ævintýrið um FBA ild
Þegar vald peninganna
braut niður stefnumörk-
un lýðræðislega kjör-
innar ríkisstjórnar
Af innlendum
vettvangi …
Styrmir Gunnarsson
styrmir@styrmir.is
Árin 1954-1956 starfaði DonaldNuechterlein í upplýsingaþjón-
ustu Bandaríkjanna á Íslandi.
Seinna skrifaði hann doktorsritgerð
um íslensk utanríkismál, Ísland:
Tregur bandamaður (Iceland, Re-
luctant Ally), 1961. En 1997 gaf Nu-
echterlein einnig út heimildaskáld-
sögu, þar sem þrír Íslendingar
koma fyrir undir dulnefnum, Kalda-
stríðsslóðir (A Cold War Odyssey).
Kallar Nuechterlein þar sjálfan sig
David Bruening.
Ekki er sjálfgefið, hver einn Ís-
lendingurinn í sögunni var, Jon Eli-
asson, ritstjóri Tímans, því að þeir
voru tveir á þessum tíma, Haukur
Snorrason og Þórarinn Þórarinsson.
Eftir lýsingunni að dæma hefur
þetta þó frekar verið Haukur. Voru
ritstjórinn og upplýsingafulltrúinn
góðkunningjar, þótt Tíminn gagn-
rýndi óspart umsvif Bandaríkjahers
á Íslandi.
Auðveldara er að sjá, hverjum
Nuechterlein gefur dulnefnið Jon
Magnusson, en sá skyldi taka viðtal
við bandaríska rithöfundinn William
Faulkner, sem kom hingað á vegum
upplýsingaþjónustunnar. Hann var
Matthías Johannessen, og birtist
viðtal hans við Faulkner í Morg-
unblaðinu 23. október 1955. „Er
ekki betra að hafa bandarískan her
hér í nafni frelsisins en rússneskan í
nafni einræðis og ofbeldis, eins og á
sér til dæmis stað í Eystrasaltslönd-
unum?“ spurði Faulkner.
Þriðji Íslendingurinn er líka auð-
þekkjanlegur, Helgi Jonasson.
Hann var Gylfi Þ. Gíslason. Hann
sótti eitt sinn boð Nuechterlein-
hjónanna, og sagðist kona gestgjaf-
ans hafa áhuga á skáldverkum Lax-
ness. Nokkrum dögum síðar var
Gylfi mættur heim til þeirra með
enska þýðingu á Sölku Völku. Þegar
sendiráðsmönnum barst til eyrna,
að Alþýðuflokkurinn ætlaði að
ganga til samstarfs við Framsókn-
arflokkinn og reka varnarliðið úr
landi, var Nuechterlein beðinn að
hafa samband við Gylfa til að kom-
ast að hinu sanna. Gylfi vildi ekki
sjást með honum á veitingastað og
bauð honum þess í stað heim til sín.
Þar staðfesti hann, að þessi orðróm-
ur væri réttur. Nú væru friðartímar
og ekki lengur þörf á bandaríska
hernum. Gylfi sýndi gesti sínum
hróðugur uppdrátt af Íslandi og
benti á þau kjördæmi, þar sem sam-
eiginlegur frambjóðandi Framsókn-
arflokks og Alþýðuflokks gæti fellt
þingmenn Sjálfstæðisflokksins.
Furðuðu Bandaríkjamenn sig á því,
hversu opinskár Gylfi var. Muccio
sendiherra (Monroe í sögunni)
hreytti út úr sér við Nuechterlein:
„Hann vill hrekja okkur burt á
þeirri fáránlegu forsendu, að Ísland
þurfi ekki lengur neinar varnir.“
Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Hverjir leynast á
bak við nöfnin?