Morgunblaðið - 07.11.2015, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 07.11.2015, Blaðsíða 29
UMRÆÐAN 29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 2015 www.smarativoli.is / Sími 534 1900 / Smáralind SKEMMTUN FYRIR ALLA! Opnunartími: Mánudaga til fimmtudaga frá kl. 14 til 22 Föstudaga frá kl. 14 til 23 Laugardaga frá kl. 12 til 23 Sunnudaga frá kl.13 til 22 halda upp á afmæli ð! Aldrei of gömul til að VERÐ FRÁ 2.39 0,- pr. ma nn Gerðu þér glaðan dag og komdu með börnin og barnabörnin í frábæra skemmtun í Smáratívolí Íslendingar tefldu fram 17keppendum á heimsmeist-aramóti ungmenna sem laukvið frábærar aðstæður á sum- ardvalarstaðnum í Porto Carras í Grikklandi á fimmtudaginn. Þetta heimsmeistaramót er venju sam- kvæmt skipað nær öllum bestu ungu skákmönnum heims sem komu hvaðanæva úr heiminum, en kepp- endur voru 1.596 talsins. Banda- ríkjamenn áttu flesta þátttakendur, 128, en næstir komu Grikkir með 78 þátttakendur, Rússar með 70, Ind- verjar voru með 50 skákmenn. At- hygli vakti að Kanadamenn voru með 56 keppendur í hinum ýmsu flokkum. Norðmenn sem sigla á bylgju mikla skákáhuga áttu 35 full- trúa. Teflt var sjö aldursflokkum stúlkna og pilta frá 8 ára til 18 ára aldurs. Við áttum tvær stúlkur í mótinu, Freyja Birkisdóttir tefldi í flokki stúlkna 10 ára og yngri og Steinunn Verónika Magnúsdóttir í flokki stúlkna 18 ára og yngri. Helsta niðurstaða mótsins er sú að breiddin er mikil meðal ungra skákmanna okkar enda sáust glæsi- leg tilþrif í fjölmörgum viðureignum. Fyrirfram var Vignir Vatnar Stef- ánsson talinn eiga besta möguleika á verðlaunasæti í opna flokki 12 ára og yngri en hann hafnaði í 51. sæti af 202 keppendum hlaut, 6½ vinning af 11 mögulegum, fékk aðeins ½ vinn- ing úr tveim síðustu skákum sínum. Heimsmeistaramótin eru merkilega þétt niður alla aldursflokkana og elo-stigatala hæpin viðmiðun þar sem stigin endurspegla engan veg- inn raunverulega styrk fjölmargra keppenda. Það er því til marks um góða frammistöðu nái menn að hækka á stigum og sá sem gerði best í þeim efnum í Grikklandi var Björn Hólm Birkisson en hann hlaut 5½ vinning af 11 mögulegum og hækkaði um 150 elo-stig. Akureyr- ingurinn Símon Þórhallsson stóð sig einnig frábærlega en hann hlaut 6 vinninga af 11 mögulegum og hækk- aði um 100 elo stig. Hinn 10 ára gamli Óskar Víkingur Davíðsson var með á EM í Svart- fjallandi fyrir tveim árum og hefur bætt sig mikið síðan, varð í 54. sæti af 185 keppendum og hlaut 6½ vinn- ing í opna flokki 10 ára og yngri. Eftirfarandi skák er hans besta frá þessu skemmtilega heimsmeist- aramóti: HM ungmenna 10 ára flokkur; 4. umferð: Óskar Víkingur Davíðsson – Ole Zeuner (Þýskaland) Spænskur leikur 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 b5 5. Bb3 Be7 6. c3 Rf6 7. d3 0-0 8. 0-0 d6 9. h3 Be6 10. He1 Ra5 11. Bxe6 fxe6 12. Rbd2 Rh5?! Þetta ferðalag riddarans er of tímafrekt og Óskar Víkingur hrifsar til sín frumkvæðið með nokkrum beittum leikjum. 13. d4 exd4 14. Rxd4 Rf4 15. b4! Rb7 16. R2f3 Dd7 17. Db3 Rd8 18. Bxf4 Hxf4 19. Had1! Góð liðsskipan og brátt eykur hvítur þrýstinginn á stöðu svarts. 19. … Kh8 20. c4! Hf7 21. c5 e5 22. Rf5 Dc6 23. Dd5! Góður leikur sem mylur niður varnir svarts. Önnur leið var 23. Rxe5! dxe5 24. Hxd8! Hxd8 25. Dxf7 Bf6 26. Hd3 með vinnings- stöðu þar sem 26. … Dd7 er svarað með 27. Dxd7 Hxd7 28. Ha3! og vinnur og eftir 26. … g6 á hvítur 27. Hd3! með óverjandi máthót- unum. 23. … Dxd5 24. Hxd5 c6? Hann varð að reyna 23. … Rb7 en ekki er staðan björguleg eftir 24. Hc1. 25. Hd3 dxc5 26. Rxe5 Vinnur lið og nú er eftirleikurinn auðveldur. 26. … Hf6 27. Rxe7 c4 28. Hd7 h6 29. Hed1 Rf7 30. Reg6+ Kh7 31. f4 Hxg6 32. Rxg6 Kxg6 33. Hc7 Hd8 34. Hxc6+ Kh7 35. Hxd8 Rxd8 36. Hc8 Re6 37. f5 Rf4 38. e5 – og svartur gafst upp. Glæsileg tilþrif á HM ungmenna í Grikklandi Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Ítarleg og meið- andi umfjöllun fjöl- miðla um meinta sakamenn sem ekki hafa verið dæmdir er tilefni skrifa minna. Ég er ekki að leggja dóm á það hvort fólk sé sekt eða saklaust enda eiga slík mál sér ákveðinn farveg hjá dómstólum. Það sem mér blöskrar eru mynd- og nafnbirtingar fólks sem ekki hef- ur hlotið dóm og jafnvel er sak- laust. Það er ekki okkar að dæma í slíkum málum við erum ekki dómstóll. Ég er ekki að segja að ekki megi fjalla um mál sem eru fyrir dómstólum. Gagnrýni mín snýr að þeim ítarlega fréttaflutn- ingi sem sumir íslenskir fjöl- miðlar hafa tileinkað sér. Frétta- flutningurinn er afar meiðandi, meintir gerendur eiga í flestum tilfellum fjölskyldur. Ég hef horft upp á hversu skaðleg slík um- fjöllun getur verið. Þar sem framtíðaráform meints geranda, sem hugsanlega er fórnarlamb skipulagðs glæps, hafa runnið út í sandinn á einum sólarhring eftir óþarflega ítarlega einhliða um- fjöllun. Þar sem fjölskyldulíf hef- ur verið lagt í rúst vegna þess áfalls og þeirrar skammar sem kölluð hefur verið yfir fjölskyld- una. Það er afar sárt að horfa upp á þau eyðileggj- andi áhrif sem hlotist hafa af slíkri umfjöll- un, sérstaklega þar sem börn og ungling- ar eru í fjölskyldu. Það er klárt mál að makar, börn og for- eldrar eru með öllu saklaus, hvort sem meintur gerandi er það eða ekki og eiga fyrir um sárt að binda og eiga skilið að fá að vera í friði fyrir meiðandi umfjöllun. Um- fjöllun af þessu tagi mun alla tíð loða við einstaklingana hvort sem hún er sönn eða ekki. Við búum í landi þar sem margir ein- staklingar hafa verið í sárum í lengri tíma af ýmsum ástæðum eftir hrun. Það er eins og að ljót og meiðandi öfl hafi farið af stað í og eftir hrun. Ég bið um mál- efnalega sanngjarna umræðu og ekki væri verra ef þeir sem fjalla um þessi mál ættu til ögn af kær- leik til handa náunganum. Dómstóll pressunnar Eftir Ragnheiði Kristínu Björns- dóttur Ragnheiður Kristín Björnsdóttir » Það er eins og að ljót og meiðandi öfl hafi farið af stað í og eftir hrun. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og forstöðumaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.