Morgunblaðið - 07.11.2015, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 07.11.2015, Blaðsíða 33
MINNINGAR 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 2015 ✝ Kristín Guð-munda Elísabet (Elsa) fæddist að Vonarholti, Kirkju- bólshreppi, Strandasýslu 20. nóvember 1917. Hún andaðist á dvalarheimilinu Silfurtúni í Búð- ardal 30. október 2015. Foreldrar henn- ar voru Sigríður Kristín Val- geirsdóttir, f. 14. nóvember 1878, d. 20. júlí 1965, og Þór- ólfur Jónsson, f. 17. apríl 1875, d. 24. maí 1960, bændur að Von- arholti síðar að Fjarðarhorni, Gufudalssveit. Systur Elsu voru Geirríður Ása, f. 17. júlí 1907, Tómasína Þóra f. 17. júní 1913, og Jóney Svava f. 21. júlí 1921. Elsa flutti fimm ára gömul með foreldrum sínum að Fjarð- arhorni í Gufudalssveit og ólst þar upp. Ung að árum fer hún til Reykjavíkur í vinnumennsku. Þaðan lá leið hennar vestur í Dali að húsmæðraskólanum að Staðarfelli. Að námi loknu réð hún sig sem bústýru hjá Tryggva Gunnarssyni að Arn- arbæli á Fellsströnd. Dvöl Elsu í Arnarbæli varð þeirra eru Elísabet, Sigurður, Bryndís og Arnar. 7) Þorgeir, f. 1947, maki Kristín Snorradóttir, látin. Börn þeirra eru Sigrún, Kristrún og Sturla, látinn. 8) Guðborg, f. 1948, maki Sigurður Rúnar Friðjónsson. Börn þeirra eru Friðjón Rúnar, Kristín og Ármann. 9) Tryggvi, f. 1949, maki María Magnúsdóttir, látin. Börn þeirra eru Tryggvi Gunn- ar, Helga og Hildur. 10) Sigríð- ur, f. 1951, maki Sighvatur Jó- hannsson, látinn. Börn þeirra eru Þórarinn og Þórður. Elsa bjó áfram í Arnarbæli eftir andlát Tryggva en hann lést árið 1954. Hún helgaði sig því uppeldisstörfunum og bú- mennsku. Hún kom upp börnum sínum og bjó áfram eftir að börnin voru farin en þá fór hún að taka á móti börnum til sum- ardvala og er það stór hópur sem hjá henni hafa dvalið. Síð- ustu árin hennar í Arnarbæli þá var hún alein á veturna. Hún flutti um haustið 1985 að dvalarheimilinu Silfurtúni í Búðardal en kunni ekki alveg við aðgerðarleysið þar, svo hún fékk sér vinnu við ýmis störf t.d. á hótelinu við þrif og þvotta. Hún var sívinnandi þar til kraft- ar hennar fóru að þrjóta. Hún hafði gaman af lestri góðra bóka og góð hannyrðakona var hún og er töluvert til af ýmsum munum sem hún hefur gert. Útför Elsu fer fram frá Hjarðarholtskirkju í Dölum í dag, 7. nóvember 2015, klukkan 14. lengri en til stóð í upphafi. Á næstu ellefu árum átti hún tíu börn með Tryggva. Þau eru: 1) Svanur Breið- fjörð, f. 1940, hann fórst í flugslysi með TF-FLD í Hvalfirði 1983. Kona hans var Bryndís Guð- mundsdóttir. Börn eru: Sesselja Guð- rún, Kristín Lilja og Tryggvi Þór. 2) Gunnar, f. 1941, sam- býliskona hans var Svanhildur Jónsdóttir. Börn þeirra eru Tryggvi og Þórdís Una. 3) Ás- dís, f. 1942, maki hennar var Gunnlaugur Hansen, látinn. Börn þeirra eru Margrét, Hall- dóra, Áslaug og Anna. Sam- býlismaður hennar er Guð- mundur Hafsteinn. 4) Auður, f. 1943, látin, maki hennar var Björn Guðmundsson. Börn þeirra eru Helgi Guðmundur, Guðbjörg og Elísabet Björg. 5) Gissur, f. 1944. Fyrri kona Giss- urar er Þóra Helgadóttir, þau slitu samvistum. Börn þeirra eru Hrefna, Ingunn Alda, Elsa og Einar Örn. Seinni kona Giss- urar er Ragnheiður I. Axels- dóttir. 6) Edda, f. 1946, maki Svanur Hjartarson, látinn. Börn Nú er hún Elísabet eða Elsa eins og hún kaus að láta kalla sig, móðir okkar, farin frá okk- ur tæplega níutíu og átta ára. Þótt við hefðum mátt búast við að þessi stund rynni upp þá er það alltaf ákveðið högg sem maður verður fyrir. Síðustu ár hennar á dvalarheimilinu Silf- urtúni í Búðardal voru henni og okkur erfið vegna þess lasleika sem hún var með. Mamma var góð manneskja, ráðagóð og kjarkmikil. Hún hélt áfram búskap í Arnarbæli eftir fráfall föður okkar og var það mikill kjarkur í henni að takast á við það mikla verkefni með tíu börn og einungis það elsta fermt en sjálfsagt hefði þetta ekki tekist ef hún og við hefðum ekki notið aðstoðar hálfbróður okkar hans Ólafs sem átti helm- inginn í jörðinni Arnarbæli. Á þessum árum var mikil fá- tækt á heimilinu og þá var gott að vera ráðagóður og vel skipu- lagður í alla staði. Munnarnir voru margir sem þurfti að fæða og oft þegar líða tók á vetur þá munum við vel eftir fæðunni, hafragrautur og slátur eða skyr og svo skyrhræringur, það var skyri og hafragraut hrært sam- an, en svo á vorin lifnaði yfir öllu þegar farið var á selveiðar og eggjatöku úr eyjunum. Þetta voru mjög erfiðir tímar og erum við systkinin undrandi á þeirri þolinmæði sem hún mamma okkar hafði gagnvart öllu sem gekk á og oft og tíðum virtist óyfirstíganlegt. Mamma var í okkar augum algjör töfrakona. Fyrstu jólin sem ég man eftir, þá gaf mamma okkur strákunum öllum lopapeysur sem hún hafði prjónað, en hvenær hafði hún tíma til þess? Því var seint svarað en það mun hafa verið þegar allur skarinn var sofn- aður en þá settist hún niður, eftir að hafa lokið vinnu þann daginn, og fór að prjóna á með- an augnlokin héldust opin. Svona var mamma. Þrátt fyrir baslið þá var alltaf stutt í glens og kæti. Við áttum góða að á mörgum bæjum og nutum við velvildar og góðmennsku allra. Ung- mennafélagið í hreppnum safn- aði liði einu sinni á sumri og hjálpaði okkur í einn dag við heyskap og kom fólk að úr allri sveitinni og mikið ávannst þá á þeim degi. Þetta vill mamma þakka og eins því fólki sem við áttum mest samskipti við, á Hnúki, Sveinsstöðum, Orms- stöðum, Víghólsstöðum, Stóru- Tungu, Ytrafelli og Staðarfelli. Því miður er fullt af þessu fólki farið en mamma hittir þetta fólk fyrir handan og ég efast ekki um að þar verða fagnaðarfundir. Mamma bjó í þrjátíu og eitt ár í Arnarbæli eftir að pabbi dó og síðustu árin var hún þar ein á veturna. Ég kom einu sinni að Arn- arbæli áður en mamma hætti búskap og þá var verið að fara út í eyjar og mamma með, ég spurði mömmu: „Ætlar þú með?“ „Já“, segir hún. „En þú fórst aldrei með í gamla daga“, segi ég þá. „Nei, það gerði ég ekki þótt mig hafi alltaf langað með en það kom alltaf í minn hlut að vera heima og gæta bús og barna.“ Þetta sagði mér að sennilega höfum við ekki alltaf tekið tillit til hennar. Hér kveðjum við okkar ást- kæru móður með þakklæti fyrir að koma okkur öllum til manns og þökkum allar þær stundir sem við áttum með þér og biðj- um góðan Guð að taka vel á móti þér. Fyrir hönd barna þinna, Gissur. Elsku amma mín, nú er kom- ið að kveðjustund. Þú ert mér svo mikil fyrirmynd, varst klett- urinn í fjölskyldunni, varst amma mín. Það var alveg sama hvað þú tókst á við, allt gerðir þú vel. Ég er svo þakklát fyrir að hafa átt þig að ömmu og eru stundirnar sem ég var í sveit- inni hjá þér hjúpaðar ævintýra- ljóma. Stundum var ansi þröngt í bæ þegar tíu barnabörn voru hjá þér, auk þeirra barna sem voru í vist hjá þér á sumrin. En alltaf tókst þér að töfra fram hádegismat, kaffitíma og kvöld- mat, auk þess að sinna heimilis- og bústörfum, eins og þú hefðir ekkert fyrir því. Seinni árin var orðið erfitt að hafa samband við þig, erfitt að sætta sig við að þú þekktir okkur ekki lengur. Minningin um hressu og kátu ömmuna lifir hjá okkur, elsku amma. Nú húmi slær á hópinn þinn, nú hljóðnar allur dalurinn og það, sem greri á þinni leið um því nær heillar aldar skeið. Vor héraðsprýði horfin er: öll heiðríkjan, sem fylgdi þér. Og allt er grárra en áður var og opnar vakir hér og þar. Þér kær var þessi bændabyggð, þú bast við hana ævitryggð. Til árs og friðar – ekki í stríð – á undan gekkstu í háa tíð. Þitt starf var farsælt, hönd þín hlý og hógvær göfgi svipnum í. Þitt orð var heilt, þitt hjarta milt og hugardjúpið bjart og stillt. En styrrinn aldrei stóð um þig, – hver stormur varð að lægja sig, er sólskin þinnar sálar skein á satt og rétt í hverri grein. Loks beygði þreytan þína dáð, hið þýða fjör og augnaráð; sú þraut var hörð – en hljóður nú í hinsta draumi brosir þú. Svo hvíl þig, vinur, hvíld er góð, – vor hjörtu blessa þína slóð og Laxárdalur þrýstir þér í þægum friði að brjósti sér. (Jóhannes úr Kötlum.) Hvíl í friði, elsku amma mín. Hrefna Gissurardóttir og fjölskylda. Elsku amma, nú ertu flogin á braut. Þó þú hafir verið orðin svona gömul og veik er það samt sárt að þú sért farin. Ég á svo margar góðar minningar um þig. Líf þitt var enginn dans á rósum. Þó þú værir reið og bitur yfir örlögum þínum var nú samt alltaf svo stutt í húmorinn hjá þér. Þú varst ekki nema 36 ára þegar þú misstir afa frá 10 börnum, það elsta þá 14 ára og það yngsta þriggja ára. Það var alltaf svo gaman að koma í sveitina til þín. Við systkinin hoppuðum af spenningi þegar við vissum að við værum að fara vestur til þín. Ég man svo vel þegar við komum oft seint að kvöldi að þá varst þú ennþá að dunda þér í fjósinu. Þú varst alltaf svo kát þegar við komum og tókst okkur systkinin hálf- sofandi út úr bílnum og knús- aðir okkur eins fast og þú gast. Okkur var alveg sama um fjósa- lyktina þá, það var svo gaman að vera komin til þín. Hjá þér áttum við okkar annað heimili og vörðum öllum okkar fríum hjá þér auk þess að við komum stundum vestur um helgar. Ég fór að vera í „sveit“ hjá þér þegar ég var 11 ára. Þó þú værir alltaf góð við mig léstu mig alveg heyra það ef ég gerði ekki það sem mér var sagt að gera. Þú varst alveg ekta amma eins og ömmur eiga að vera. Þú varst svo hæfileika- rík, þú gast allt. Þegar fór að nálgast jól bjóstu til jólagjaf- irnar fyrir alla þína afkomendur og fyrir marga aðra. Þó ég vissi alltaf að ég fengi annaðhvort sokka og/eða vettlinga frá þér, bók og súkkulaðistykki var ég samt alltaf svo spennt að opna pakkann frá þér og sjá hvað þú hefðir prjónað á mig núna. Ég skil ekki hvaðan þú fékkst alla þá orku sem þú hafðir, þér féll aldrei verk úr hendi. Ég veit að það var þér erfitt þegar pabbi fórst í flug- slysinu. Ég var mikið hjá þér það sumar. Helst hefði ég viljað flytja til þín. Þú skildir mig svo vel. Ég man að einu sinni spurði ég þig hvort það hefði ekki verið erfitt að missa barnið þitt. Svarið sem þú gafst mér snart mig svo djúpt. Þú sagðir „vissulega var það erfitt að missa hann, en það sem mér fannst erfiðast var að lifa barn- ið mitt, því bjóst ég aldrei við“. Ég gleymi þessu orðum aldrei, því þetta datt mér aldrei í hug. Þegar haldið var upp á ní- ræðisafmælið þitt varstu svo illa haldin af Alzheimer að þú þekktir okkur ekki. Ég sagði þér að ég hefði ver- ið mikið hjá þér. Þá spurðir þú mig af þinni alkunnu glettni hvort þú hefðir nokkuð verið vond við mig. Ég skil ekki hvernig þér datt það í hug, en ég sagði þér að þú hefðir alltaf verið mér svo góð. Elsku amma, nú ert þú hjá englunum. Ég mun aldrei gleyma þér. Ég gæti skrifað heila bók um þig, en nú verð ég að hætta. Guð geymi þig, elsku amma mín. Þín, Sesselja. Kærleikur, hlýja og þakklæti er það sem kemur í huga mér þegar ég minnist Elsu. Hún tók mér og börnum mínum, ókunnugum, opnum örmum inn á heimili sitt og verð ég henni ævinlega þakklát fyrir þann tíma sem við áttum saman. Elsku Elsa mín, hvíl í friði, þín verður sárt saknað. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Ég vil að lokum votta öllum aðstandendum hennar Elsu samúð mína. María Guðrún Finnsdóttir. Fallin er frá í hárri elli Elsa frá Arnarbæli. Okkur er ljúft að minnast hennar með örfáum orðum. Hún var stór partur af æsku okkar systra, átti heima á „næsta bæ“ og var mikill sam- gangur á milli heimila. Hennar börn voru æskufélagar okkar. Minningarnar hrannast upp: Farskólinn, afmæli, gistingar, leikfélagar, spilakvöld, jóla- skemmtanir, sláturtíð og jafnvel fjósið. Ekki má gleyma aðalfarar- tækjum bæjanna á þessum tíma, grár Ferguson var til á báðum stöðum og þótti flott að ferðast á þeim. Annars skott- uðumst við á milli fótgangandi. Allar þessar minningar eru tengdar samveru við Elsu á órjúfanlegan hátt og yfir þeim er sérstakur ljómi. Elsa sýndi okkur systrum alltaf gæsku og góðmennsku og höfðum við það oft í huga að við stæðum jafnar börnum hennar. Hún missti manninn sinn frá tíu börnum og voru þau frá fermingaraldri og niður í þriggja ára. Þó að hún fengi oft aðstoð og ætti góða að, hefur eflaust oft verið erfitt og þröngt í búi en aldrei vorum við látnar finna það. Allt var sjálfsagt og alltaf vel tekið á móti okkur. Hún var mikil hannyrða- og listakona og efumst við ekki um að hefði hún verið ung í dag hefði hún valið sér annað hlut- verk en að verða bóndi. Hún hafði einnig góða frásagnar- hæfileika og unun var að hlusta á. Er Elsa hætti búskap og fór á dvalarheimilið að Silfurtúni urðu samskiptin minni en alltaf fylgdumst við með henni og ekki eru liðin mörg ár síðan jólakort hættu að berast frá henni. Við þökkum ævarandi tryggð og vináttu gegnum árin. Systurnar frá Ormsstöðum, Auður Baldursdóttir, Unnur Baldursdóttir, Alda Baldursdóttir. Elísabet Þórólfs- dóttir (Elsa) á Hótel Borg Hlý og persónuleg þjónusta Hótel Borg | Pósthússtræti 11| Sími 578-2020 Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa, langafa og langalangafa, E. GUNNARS SIGURÐSSONAR frá Seljatungu. . Guðný V. Gunnarsdóttir, Sigrún S. Gunnarsdóttir, Jón Ásmundsson, Margrét Kr. Gunnarsd., Gunnar Þ. Andersen, Laufey S. Gunnarsdóttir, Einar Gunnar Sigurðsson, Ingunn Svala Leifsdóttir, Richard V. Andersen, Andri Einarsson, Rannveig Eriksen, Ísak Logi Einarsson, Dagur Orri Einarsson, Magnea Eriksen Andrad. Lovísa Eriksen Andrad. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, SIGURÐUR BJARNASON frá Hlemmiskeiði, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands miðvikudaginn 4. nóvember. Útförin verður auglýst síðar. . Jóhann Stefánsson, Bjarni Sigurðsson, Hanna Björk Hálfdánardóttir, Björn Sigurðsson, Jóhanna Björk Helgadóttir, Yngvi Sigurðsson, Sigríður Bergsdóttir, Þráinn Sigurðsson, Ingibjörg María Guðmundsd. og afabörn. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN JÓHANNESDÓTTIR MICHELSEN, Ljósheimum 2, andaðist 4. nóvember á Hrafnistu í Reykjavík. Fyrir hönd aðstandenda, . Anna Sigrún Björnsdóttir, Jóhanna Björnsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.