Morgunblaðið - 07.11.2015, Side 36

Morgunblaðið - 07.11.2015, Side 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 2015 ✝ Friðrika Jóns-dóttir fæddist 7. desember 1928 að Skógum í Fnjóskadal. Hún lést 30. október 2015. Friðrika var dóttir hjónanna Hólmfríðar Jóns- dóttur frá Forna- stöðum, f. 1892, d. 1973, og Jóns Ferd- inandssonar, f. 1892, d. 1952. Jón var fæddur í Svarfaðardal en ólst upp í Skagafirði. Jón og Hólmfríður byrjuðu sinn búskap í Skagafirði en fluttu síðan á heimaslóðir Hólmfríðar, fyrst í Fornastaði í Fnjóskadal, síðan Skóga og loks Birningsstaði. Friðrika var yngst barna þeirra hjóna. Eldri voru Kristín, Sól- veig, Ragna, Ferdinand, og Anna, eru öll látin. Friðrika ólst upp í Skógum og síðar á Birningsstöðum í Ljósa- vatnsskarði en þá jörð keyptu þau Jón og Hólmfríður 1933. Friðrika var í barnaskóla í Skógum, unglingaskóla í Varmahlíð í Skagafirði og í Hús- mæðraskólanum á Laugum. Þann 19. janúar 1950 giftist Friðrika Erlingi Arnórssyni, voru samtaka um að fegra um- hverfi sitt, rækta jörð og bú- stofn. Seinna bjuggu þau fé- lagsbúi við Arnór og Elínu og enn stækkaði bú og ræktun. Friðrika stóð fyrir mann- mörgu heimili sérstaklega yfir sumartímann. Lengi vel voru kaupakonur og -menn á sumrum og oftar en ekki yfir vetrartím- ann. Hólmfríður móðir Friðriku bjó síðustu æviárin á Þverá og var samband hennar við dóttur og tengdason einstaklega gott. Það var mjög gestkvæmt yfir sumartímann en á vetrum voru samgöngur erfiðar og einangr- un því oft mikil. Þverá var samt sem áður oft áningarstaður þeirra sem voru á ferð í vondum veðrum og erfiðri færð. Friðrika var gestrisin og myndarleg hús- móðir, allt lék í höndum hennar. Hún var einstaklega barngóð og umhyggjusöm og mátti ekkert aumt sjá. Afkomendur hennar og mörg önnur börn nutu hlýju hennar og nærgætni. Friðrika var söng- og ljóðelsk. Hún var vel ritfær og hafði gott brag- eyra og liggja eftir hana stökur. Friðrika bjó áfram á Þverá eftir lát Erlings, en síðustu árin dvaldi hún á Dvalarheimilinu Hlíð og lést þar 30. október sl. Friðrika verður jarðsungin frá Laufáskirkju í dag, 7. nóv- ember 2015, og hefst athöfnin kl. 13.30. sem var farinn að búa á Þverá í Dals- mynni í félagi við fjölskyldu sína. Er- lingur var f. 1924 á Laugum í Reykja- dal, d. 2006. Hann var sonur hjónanna Helgu Kristjánsdóttur og Arnórs Sigurjóns- sonar. Þau Erling- ur og Friðrika tóku alfarið við búi á Þverá 1952. Börn þeirra eru: 1. Helga Arnheiður, f. 1950, maki Þór- hallur Bragason. Börn: Vala Björk Stefánsdóttir, Anna María og Þórunn Þórhallsdætur. Barnabörnin sex. 2. Arnór, f. 1952, bóndi á Þverá, maki Elín Eydal. Börn: Valdís Arna, Bjarki Freyr og Birkir Týr. Barnabörn tvö. 3. Hólmfríður, f. 1955, maki Engelhart Björns- son. Börn: Erla, Sigrún, Anna Friðrika og Halldór Arnar Árnabörn. Barnabörn fimm. 4. Ragna, f. 1958, maki Jón Að- alsteinn Illugason. Börn: Þórdís og Arnór, eitt barnabarn. 5. Andvana fædd dóttir, 27. nóv- ember 1967. Friðrika og Erlingur byggðu myndarlega upp á Þverá. Þau Mamma mín er flogin á vit ævintýranna. Hún var yndisleg kona og hláturmild sem elskaði ljóð og hannyrðir, góðar bíó- myndir og að skoða í búðir. Mömmu þótti gaman að gefa, hún valdi gjafir og kort af kost- gæfni handa hverjum og einum, oft bjó hún til kortin sjálf og skrifaði fallegan texta eða vísu. Hún var listfeng og vildi hafa fal- legt í kringum sig. Hún elskaði börn, blóm, fugla, náttúruna og fallega hluti. En fyrst og fremst var hún góð kona sem alltaf var til staðar fyrir fólkið sitt. Elsku mamma, ég þakka þér samfylgdina gegnum lífið, við vorum góðar saman. Ég kveð þig með ljóði sem heitir Morgunstund. Þú hafðir skrifað það upp á lítinn miða sem ég fann heima á Þverá, þér hefur þótt það fallegt. Þegar ég les þetta ljóð sé ég þig fyrir mér. Ég gekk út í garðinn minn í morgun með fangið fullt af þvotti golan lék sér við gróðurinn niður árinnar glitraði í sólinni ég brosti til blómanna hengdi þvottinn á snúruna og gekk inn í húsið mitt með fangið fullt af birtu. (Snjólaug Guðmundsdóttir) Takk, elsku mamma, fyrir allt. Þín dóttir, Ragna. Elsku amma mín. Af öllu því fjölmarga sem mig langar að segja við þig er eitt orð sem veg- ur þar þyngst, þakklæti. Þakk- læti fyrir allar okkar góðu stund- ir og fyrir allt sem þú kenndir mér og varst mér. Takk fyrir að lesa alltaf text- ann fyrir mig í sjónvarpinu þang- að til ég gat það (og lengur), takk fyrir að leyfa mér að busla enda- laust í eldhúsvaskinum (og Illuga seinna), takk fyrir að kenna mér að búa til jólaköku, prjóna, lesa ljóð, búa til kerti, pressa blóm og laufblöð. Takk fyrir að vera alltaf til staðar, tilbúin að tala við mig um lífið og tilveruna. Takk fyrir öll faðmlögin. En þakka þér fyrst og fremst fyrir að hafa verið amma mín. Þú munt fylgja mér alla mína daga. Þín, Þórdís. Elsku amma. Nú hefur þú þreytt þitt síð- asta flug í þessu jarðlífi. Ef við leggjum við hlustir heyrum við ennþá dillandi hlátur þinn og finnum fyrir hlýju þinni. Um leið og við yljum okkur við allar dýr- mætu minningarnar viljum við kveðja þig með broti úr ljóðinu Farfuglinn sem okkur þykir eiga vel við. Sárt er að kveðja sólskinslöndin, samt var þráin nýja ströndin. Hart var að slíta hjartans böndin, - harðara löngun svæfa þó.- En nú er mér flugið um og ó, og bönd eru í mína báða skó. Þegar úr vængjum líður lúinn, lyfti ég fæti altilbúin. Vonin er ekki frá mér flúin, fram undan er ljómi um sjó. Þó mér sé flugið um og ó og togi bönd í báða skó. Úr ægi lyftast óskastrendur, út eru breiddar mjúkar hendur, fuglinum þreytta friður sendur, fegurð þreyð og dýrleg ró. Horfið er lífsins um og ó og röknuð böndin í báða skó. (Höf: Bína Björns) Friður og gleði fylgi þér á nýj- um stað. Þínar, Vala, Anna María og Þórunn. Elsku amma mín á Þverá. Þinn hlýi faðmur umlék mig svo oft í æskunni, ró, gæðastundir og ævintýri. Aldrei feimin við að sýna kærleikann, sem ég skynjaði alltaf, án orða. Virðing þín fyrir náttúrunni, allri fegurðinni, því dásamlega í einfaldleika sínum, kenndi mér að njóta. Glaðlyndið einstakt og hlátrasköllin. Oft runnu gleðitár niður kinnar okkar, af engu tilefni. Okkur fannst lífið og við sjálfar fyndnar. Einlæga og barnslega gleði ég fann, er þú vinkaðir mér í hinsta sinn og brostir. Kveðjan var falleg, og ég full af þakklæti fyrir allt og allt. Bláminn og fuglarnir fylgi þér, amma mín, og mér, ætíð. Erla. Föstudaginn 30. október lést mágkona mín Friðrika Jónsdótt- ir. Þau eru mörg árin sem við höfum verið í miklu sambandi. Ung að árum giftust þau Erling- ur bróðir minn og hún og tók hún þá við húsmóðurstarfinu á Þverá. Hún sinnti því hlutverki af mikilli alúð og ekki síður uppeldi barna þeirra. Þá voru það mörg sumarbörn- in sem dvöldu hjá þeim hjónum, sum hver sumar eftir sumar. Tryggð þeirra við fjölskylduna segir sína sögu. Þau hjón voru afar gestrisin, það var einstakt að eiga alltaf kost á að koma við og jafnvel dvelja dögum saman hjá þeim og líða eins og heima hjá sér. Á árum áður þegar ég stund- aði sumarvinnu fyrir norðan átti ég þar mitt annað heimili. Síðar vorum við Stefán alltaf velkomin með börnin okkar í sumarferðum okkar í Þingeyjar- sýslu. Við nutum þess að taka til hendi með fjölskyldunni og ekki síður að skreppa út á Flateyj- ardalsheiði eða líta í berjamó. Á Þverá er sumarfagurt en vetur oft snjóþungir, haustin mikill annatími, göngur og réttir á Flateyjardalsheiði. Þessi tími reyndi á húsmóðurina sem stóð sig með mikilli prýði. Við fjölskyldan eigum margar góðar minningar frá Þverá, ekki síst að sitja við stóra eldhúsborð- ið, spjalla saman og njóta góðu og rausnarlegu veitinga hennar Rikku. Blessuð sé minning henn- ar. Arnþrúður Arnórsdóttir. Elsku ömmusystir mín og kær frænka, Rikka frá Þverá, er lát- in. Margar yndislegar og góðar minningar á ég frá barnæsku þegar við amma og afi fórum í heimsókn á sumrin að Þverá í Fnjóskadal. Alltaf var vel tekið á móti okkur af fjölskyldunni þar. Rikka var yndisleg frænka, bæði hress og hlý og alltaf var stutt í hláturinn. Einstakar minningar á ég líka frá þeim tíma þegar ég var ung stúlka er ég dvaldi hluta af sumri á Þverá. Þá áttum við Rikka oft góðar stundir í búrinu hennar, þar sem alltaf voru miklar og góðar kræs- ingar og var hjónabandssælan hennar sú allra besta. Eftir að ég eignaðist mína eig- in fjölskyldu þá var heimsókn til Rikku á hverju sumri eitthvað sem var ómissandi. Nú eru þessar minningar og góðu samverustundir um uppá- halds frænku perlur í okkar minningu og verð ég ævinlega þakklát fyrir þær. Nærveru þinnar verður sárt saknað, elsku Rikka. Fjölskyldunni allri vott- um við innilega samúð. Sólveig, Ægir og fjölskylda, Hafnarfirði. Friðrika Jónsdóttir ✝ Friðgeir Gunn-arsson fæddist á Akureyri 25. júní 1929. Hann lést á hjúkrunarheim- ilinu Grund í Reykjavík 26. febr- úar 2015. Foreldrar hans voru Gunnar Sig- urgeirsson píanó- kennari og org- anisti frá Stóru- völlum í Bárðardal, f. 17. október 1901, d. 9. júlí 1970, og Hanna Martina Jacobsen, síðar Sigurgeirsson, frá Sandavági í Færeyjum, f. 27. júlí 1903, d. 15. desember 2004. Eftirlifandi systir Friðgeirs er Erla, f. 16. september 1930. Friðgeir kvæntist 16. október 1954 eftirlifandi eiginkonu sinni Sólveigu Helgu Stefánsdóttur, f. 15. apríl 1933. Foreldrar Helgu voru Stefán V. Guð- mundsson sjómaður, f. 3.2. 1912, d. 25.1. 1993, og Jóna Er- lingsdóttir, f. 21.10. 1914, d. 20.6. 1997. Börn Friðgeirs og Helgu eru: entsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1950. Friðgeir var alla tíð mikill tungu- málamaður, bæði í fornmálum og nýmálum, einkum grísku, latínu, ensku og norsku. Hann starfaði stærstan hluta ævinnar hjá Vatnsveitu Reykjavíkur en hóf upphaflega störf hjá Hita- veitu Reykjavíkur. Tónlistin skipaði ávallt stóran sess í lífi hans enda af tónlistarfólki kom- inn í föðurætt en faðir hans var píanókennari, kórstjóri og org- anisti við Háteigskirkju, og föð- urafi, Sigurgeir Jónsson, var söngstjóri og organisti við Akureyrarkirkju. Friðgeir lærði á fiðlu á unga aldri og spilaði á lágfiðlu með Sinfón- íuhljómsveit Íslands á byrjunar- árum sveitarinnar og síðar með Nemendahljómsveit Tónlistar- skólans í Reykjavík. Hann spil- aði m.a. undir leiðsögn Björns Ólafssonar konsertmeistara og Olav Kjelland. Auk klassískrar tónlistar hafði hann dálæti á gömlum djass- og dægurlögum frá sínum yngri árum. Íþróttir skipuðu stóran sess í lífi Frið- geirs og var skíðaíþróttin og sund þar efst á blaði. Friðgeir hafði unun af ferðalögum með eiginkonu sinni og fóru þau í ferðalög helst á hverju ári. Útför Friðgeirs fór fram í kyrrþey 13. mars 2015. 1) Stefán, f. 20.1. 1955, 2) Gunnar, f. 29.6. 1956. Börn hans eru Sólveig Helga, f. 18.6. 1980, Þóra Halldóra f. 7.1. 1985, og Alex Már, f. 30.11. 1997. Börn Sólveigar Helgu eru Magnús Sigurður, f. 12.09. 2003, og Gunnar Friðgeir f. 15.8. 2005, 3) Steinar Jens, f. 28.11. 1957, og 4) Hanna Martina, f. 1.3. 1959. Börn hennar eru Stephen James, f. 28.11. 1989, og Kristina Clare, f. 13.1. 1994. Barnabörnin eru því fimm og barnabarnabörnin tvö. Friðgeir bjó fyrstu ár sín á Akureyri en fluttist með for- eldrum sínum til Reykjavíkur 1936 og bjó þar til æviloka. Eft- ir að Friðgeir og Helga gengu í hjónaband og eignuðust börn sín bjuggu þau lengst af í Drápuhlíð 26 eða í 38 ár. Hann gekk í Miðbæjarskólann og Austurbæjarskólann, síðar í Ingimarsskólann og lauk stúd- Elsku pabbi minn, ég er búinn að ganga alltof lengi með þessa minningargrein í huga mér en skrifa hana nú í tilefni allrasálna- messu. Það var erfitt að horfa á eftir þér fara svona snöggt þó að manni sé það ljóst að kallið geti komið hvenær sem er þegar aldur færist yfir. Söknuðurinn er mikill hjá allri fjölskyldunni en hvað sár- astur er hann mömmu. Nokkrum dögum áður en þú lést lékst þú við hvern þinn fingur á öskudags- skemmtun á Grund. Þú ljómaðir allur og hafðir gætur á mömmu, eins og þú gerðir alltaf. Gagn- kvæm umhyggja ykkar var aðdá- unarverð svo eftir var tekið, enda annað óhugsandi eftir 60 ára hjónaband. Þú varst einfari í eðli þínu og naust þín best lesandi bækur og hlustandi á tónlist. Efnið sem þú last var yfirleitt fræðandi, allt frá fornmálum upp í stjörnur himin- geimsins, og á ýmsum tungumál- um, jafnvel grísku og latínu. Tón- listin, sem þú hlustaðir á var yfirleitt klassísk tónlist en stund- um eldri djass og gömul dægur- lög. Áhugi þinn skilaði sér til af- komenda þinna og þú varst á margan hátt miklu fróðari en margur gerði sér grein fyrir. Hugur þinn staðnaði aldrei og var sífellt leitandi allt til hinstu stund- ar. Þú varst lítillátur og vildir ekki sjálfur hól en varst ákaflega stolt- ur ef afkomendum þínum og hrós- aðir þeim óspart þegar svo bar undir. Orðin ljúfur, kurteis, skarpur, nákvæmur og stundvís lýsa þér best. Snyrtimennska var þér einnig í blóð borin og þú kvartaðir aldrei undan því ef þig vanhagaði um eitthvað. Íþróttir skipuðu stóran sess í lífi þínu alla tíð, einkum skíða- íþróttin og sund, frá því í barn- æsku á Akureyri og Barónsstígn- um. Skíðafærni þín og hreyfigeta á yngri árum hjálpaði þér mikið síðustu æviárin. Fimin, skýr hugsun og skarpskyggnin var allt- af til staðar. Þú fylgdist líka vel með skíðaíþróttinni í gegnum nor- rænar sjónvarpsstöðvar alveg fram á síðustu ár á Grund. Það ríkti alltaf tilhlökkun hjá þér að komast í ferðalög. Eftir stúdentspróf dvaldir þú sumar- langt við vinnu á draumaslóðum skíðamannsins í Osló. Síðar um ævina voru ófáar ferðirnar sem þú fórst með mömmu til Suður-Evr- ópu og einnig Bretlands til að heimsækja dóttur ykkar og barnabörn, að ógleymdum sum- arbústaðaferðunum síðustu árin. Fjölskyldan er sérstaklega þakklát þeim góða og fámenna hópi sem sýndi þér ástúð og um- hyggju í lifanda lífi. Ber þar hæst að nefna mömmu, afkomendur, Gunnar afa, Hönnu ömmu og Erlu systur þína, að öðrum ónefndum. Pabbi minn, nú hefur þú tekist á hendur ferðalag á æðri stað þar sem við munum hittast á ný og verða það fagnaðafundir. Þær samverustundir sem ég hef átt með ykkur mömmu hafa verið mér ómetanlegar. Stundir sem ég hefði aldrei viljað fara á mis við. Kveðjustund okkar á hverju kvöldi lauk alltaf með ljúfum tón- um Bachs, Beethovens eða Moz- arts svo undurfögur kyrrð færðist yfir allt. Nú hefur hin eilífa kyrrð og ljós færst yfir návist þína en andi þinn varir að eilífu í hug og hjarta okkar sem eftir lifum. Guð veiti mömmu styrk í sorginni. Hafðu þökk fyrir allt, pabbi minn. Megi stjörnurnar þínar vísa okk- ur veginn. Þinn sonur, Steinar Jens. Meira: mbl.is/minningar Friðgeir Gunnarsson Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda MEÐ VIRÐINGU OG KÆRLEIK Í 66 ÁR Útfarar- og lögfræðiþjónusta www.útför.is Elsku amma Krumma. Takk fyrir að reyna að kenna mér að hekla, prjóna, spila á pí- anó, rækta blóm og fara með vísur. Þú varst snillingur í þessu öllu saman og gafst aldrei upp á að kenna manni. En þú kenndir mér svo margt annað, meðal annars að hafa gaman af lífinu og ekki taka því of hátíð- lega, sama hvað bjátar á. Takk fyrir að leyfa mér að Hrafnhildur Jónasdóttir ✝ HrafnhildurJónasdóttir fæddist 8. janúar 1920. Hún lést 17. október 2015. Útför Hrafnhild- ar fór fram 2. nóv- ember 2015. gera nánast það sem mér datt í hug. Hvort sem það var að leika með allt skartið þitt eða rogast úti í garði í hælunum þínum og kjólunum til að vera með tískusýn- ingu eða sulla eitt- hvað inni í eldhúsi. Takk fyrir alla grautana, kakó-, sagó- eða makkarónugraut, þeir voru allir jafn góðir. Svo ekki sé minnst á skonsurnar. Hefði bet- ur lært þá uppskrift… Takk mest fyrir að vera þú og knúsaðu alla frá mér þarna uppi og hlakka til að sjá þig næst. Þín Þórunn Hilda.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.