Morgunblaðið - 07.11.2015, Side 37
MINNINGAR 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 2015
✝ Ingveldur Að-alheiður Kol-
beins fæddist 23.
desember 1924 í
Flatey á Breiða-
firði. Hún lést á
Heilbrigðisstofnun
Patreksfjarðar 28.
október 2015.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin Lára
Ágústa Kolbeins og
Halldór Kristján
Kolbeins. Aðalheiður var elst
systkina sinna sem eru Gísli,
Erna, látin, Eyjólfur, Þórey Mjall-
hvít, Lára Ágústa. Fóstursystkini
eru Guðrún S. Guðmundsdóttir
og Ólafur V. Valdimarsson.
Aðalheiður giftist 14. apríl
1954 Sæmundi Jóni Kristjáns-
syni, f. 5. apríl 1924, d. 13. nóv-
ember 1991. Börn þeirra eru
Lilja, Barði, Halldór, látinn, Ólaf-
ur. Jafnframt ól hún upp Helga
og Ásdísi Sæmundarbörn.
Ömmu- og langömmubörnin eru
28.
Á öðru ári flutti Aðalheiður að
Stað í Súgandafirði. Þegar hún
var 16 ára flutti fjölskyldan að
Mælifelli í Skagafirði og 1945
flutti fjölskyldan að Ofanleiti í
Vestmannaeyjum, þar var hún
heimilisföst til árs-
ins 1951. Árið 1951
flutti Aðalheiður til
Patreksfjarðar og
var heimilisföst þar
til dauðadags. 1947-
1948 fór Aðalheiður
í Lýðháskóla í Sví-
þjóð með áherslu á
handmennt. Hún
nam ljósmóðurfræði
á árunum 1950-
1951. Aðalheiður
kenndi handavinnu við Gagn-
fræðaskólann í Vestmanna-
eyjum, einnig kenndi hún hand-
mennt í tvö ár við Héraðsskólann
á Laugarvatni og tvö ár við
Grunnskólann á Patreksfirði.
Aðalheiður starfaði sem ljós-
móðir í 11 ár við Sjúkrahúsið á
Patreksfirði og leysti af þar þeg-
ar þurfti. Til ársins 1988 vann
hún í Kaupfélagi Vestur-
Barðstrendinga. Frá árinu 1988
vann hún skrifstofustörf með Sæ-
mundi við Vélsmiðjuna Loga.
Eftir fráfall Sæmundar hélt
Aðalheiður áfram reksti Vél-
smiðjunnar Loga með Barða syni
sínum í nokkur ár.
Útför Aðalheiðar fer fram frá
Patreksfjarðarkirkju í dag, 7.
nóvember 2015, kl. 14.
Það er skrýtið nú þegar
mamma er farin á annað tilveru-
stig að geta ekki leitað til hennar
lengur með ráð og leiðbeiningar.
Hún kenndi og benti mér á þau
gildi sem vert er að hafa í lífinu og
við hverja ég hef skyldur. Ég er
henni þakklátur; allt sem hún
kenndi mér hefur reynst mér vel.
Hún var alltaf til staðar. Á ung-
lingsárum mínum hvatti hún mig
til að öðlast menntun í lögvernd-
aðri starfsgrein og er ég henni
þakklátur fyrir það, þó að hún hafi
sett ofan í við mig því henni þótti
ég stundum eyða of miklum tíma í
að skemmta mér. Á milli okkar
spunnust sterkir strengir. Einn af
þeim sem mér þykir hvað vænst
um er sá sem við spunnum á milli
okkar nóttina sem von var á fyrsta
barni okkar Grímu í heiminn; ég
gleymi aldrei samtalinu sem við
áttum þá nótt. Þá brá hún sér í
hlutverk ljósmóður eftir nokkurra
ára hlé. Þegar barnið var tilbúið að
líta ljósið var eins og mamma um-
breyttist í engil, það var sem hún
svifi um fæðingarstofuna. Fum-
laust og yfirvegað tók hún á móti
okkar fyrsta barni er það kom í
heiminn og umvafði það hlýju og
kærleika, eins okkur nýbökuðu
foreldrana. Þá ríkti mikil gleði í lífi
okkar, en í lífinu geta líka ríkt
sorgir og því hef ég fengið að
kynnast.
Mamma var mín styrkasta stoð
þegar ég upplifði mína stærstu
sorg og mesta óréttlæti almættis-
ins. Þá huggaði hún mig, hug-
hreysti og hjálpaði mér að horfast í
augu við lífið. Þar kom kristilegt
hugarfar hennar sér vel, sá tími
kom eins og mamma sannfærði
mig um að koma myndi, að gleði
ríkti aftur í lífi okkar. Þegar
yngsta barn okkar kom í heiminn
var hún ekki viðstödd en kom suð-
ur með fyrstu ferð til að samgleðj-
ast okkur fjölskyldunni sem hafði
stækkað. Hún bar óendanlega
mikla umhyggju fyrir okkur börn-
um sínum og barnabörnum og
lagði öll sín þyngstu lóð á vogar-
skálarnar til að kenna okkur og
þeim að meta lífið og tilveruna.
Hún kenndi börnunum mínum
bænir og benti þeim á góð gildi
sem vert er að hafa í lífinu. Ég er
henni þakklátur fyrir það og þann
tíma sem börnin mín áttu með
mömmu.
Mamma lá ekki á skoðunum sín-
um, gerði oft að gamni sínu. Við
gerðum góðlátlegt grín hvort að
öðru, man ég þegar hún var stödd
hjá okkur í sumarhúsi 17. júní
2000, sat í ruggustólnum og sagði
hlæjandi við mig: „Láttu ekki
svona Ólafur, vertu ekki að rugga
stólnum svona,“ en þá var stóri
skjálftinn að ganga yfir og hún hélt
að ég væri að stríða sér. Stundum
stríddi hún mér með því að ég væri
athyglissjúkur, þyrfti alltaf að
taka til máls þar sem eitthvað væri
um að vera, og sagði: „Þú færð þá
síður gigt í kjálkaliðina, og pass-
aðu þig nú á að vera ekki dónaleg-
ur.“ Ég heimsótti mömmu fyrir
mánuði til að segja henni að ég
væri að fara í ferðalag til Japans.
Þá sagði hún: „Til Japans, held-
urðu að þú fáir kók að drekka
þar?“ Svo sagði hún brosandi:
„Iss, þú færð nú ekkert nema te að
drekka hjá þeim, þú þarft að sitja á
gólfinu með krosslagða fætur á
meðan þú drekkur það, en þú ert
nú allt of stirður til þess.“ Svo hló
hún og sagði: „Mundu eftir að raka
þig áður en þú ferð.“
Núna er mamma farin þangað
sem pabbi, Halldór bróðir og
bræðurnir Halldór Kristján og
Sveinbjörn Þór eru og þar mun
hún halda áfram að gefa af sér ást
og kærleika. Mamma, takk fyrir
allt og allt.
Ólafur Sæmundsson.
Elsku mamma mín, þakka þér
allt sem þú kenndir mér og allan
þann stuðning sem þú hefur veitt
mér í gegn um lífið.
Umhyggju og ástúð þína
okkur veittir hverja stund.
Ætíð gastu öðrum gefið
yl frá þinni hlýju lund.
Gáfur prýddu fagurt hjarta,
gleðin bjó í hreinni sál.
Í orði og verki að vera sannur
var þitt dýpsta hjartans mál.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Guð blessi þig, elsku mamma.
Þín,
Lilja.
Þakklæti er það sem mér er efst
í huga þegar ég kveð þig, elsku Að-
alheiður.
Þakklæti fyrir að fá að koma til
ykkar pabba, þá tæplega 17 ára, í
leit að vinnu og ósk um að fá að búa
hjá ykkur.
Þakklæti fyrir það að þú komst
ávallt fram við mig þannig að mér
fannst ég vera þín önnur dóttir.
Þú kenndir mér leiðir til að for-
gangsraða í lífinu og hversu mik-
ilvægt væri að öðlast menntun um
leið og safnað var fyrir námi, þá
væri hægt að njóta lífsins.
Þakklæti fyrir hvernig þú sýnd-
ir mér umhyggju, studdir mig og
leiðbeindir sérstaklega til þess að
láta draum minn rætast að komast
í hjúkrunarskólann en til þess
þurfti ég að ljúka grunnámi frá
Núpi.
Þú hvattir mig líka til að vera
eitt sumar í Noregi, ekki væri
verra að kunna örlítið meira í
Norðurlandamáli þar sem þú viss-
ir að allar skólabækurnar voru
ýmist á norsku eða dönsku.
Þakklæti fyrir öll símtölin og
smámiðana með fallegum orðum
eða bæn sem ég hef fengið í gegn-
um árin, oftar en ekki var eins og
þú „vissir“ að eitthvað stæði til eða
eitthvað amaði að hjá mér.
Þakklæti fyrir umhyggju þína
og kærleik sem allar dætur mínar
hafa notið allt frá fæðingarstundu
þeirra. Áhugi þinn á velferð þeirra,
börnum og mökum sem hélst langt
fram á haustið þrátt fyrir veikindi
þín og kom svo vel fram við gift-
ingu Helenu 8. ágúst.
„Kærleikurinn fellur aldrei úr
gildi“.
Guð blessi minningu þína.
Kveðja,
Ásdís.
Fyrstu kynni mín af tengda-
móður minni, Aðalheiði Kolbeins
ljósmóður, voru þegar ég var í
barnaskólanum á Patreksfirði og
hún var móðir bekkjarbróður
míns, Óla Sæm, sem er maðurinn
minn í dag. Kenndi hún mér
handavinnu þennan vetur og
skyldustykkið var vöggusett. Þá
vissum við ekki að fyrsta barnið
mitt og hennar fyrsta barnabarn
mörgum árum síðar myndi nota
þetta vöggusett,skemmtileg tilvilj-
un. Hún tók einnig á móti nöfnu
sinni, Aðalheiði Ýr, og var hún síð-
asta barnið sem hún tók á móti
1984.
Það gleymist seint þvílík gleði
og umhyggja tengdamömmu var
þegar barnið fæddist, hún dansaði
með hana í fanginu og sagðist aldr-
ei hafa séð svona mikið hár á ný-
æddu barni og vildi fá að vera fyrst
til að greiða henni.
Tengdamóðir mín, Aðalheiður,
hefur alltaf reynst mér vel og ekki
hefði ég getað hugsað mér betri
tengdamóður og ömmu fyrir börn-
in mín. Á margar góðar minningar
um hana, á eftir að sakna þess að
geta ekki lengur fengið hana í
heimsókn eða hringt í hana og
fengið góð ráð og hlegið með
henni.
Tengdamóðir mín var lífsglöð,
skemmtileg og vel gerð kona. Hún
gat verið mjög hreinskilin en
meinti alltaf vel. Eigum við mörg
skemmtileg gullkorn um hana sem
við geymum í hjörtum okkar. Hún
hafði sterka réttlætiskennd og
vildi passa upp á að allt væri í lagi
hjá öllum í kringum sig, stundum
höfðum við orð á því að hún hefði
áhyggjur af öllum. Hún vildi ekki
stoppa of lengi í einu þegar hún
kom í höfuðborgina því einhver
varð að hugsa um gamla fólkið fyr-
ir vestan, þó hún væri með þeim
elstu þar. Kærleikurinn fellur
aldrei úr gildi finnst mér lýsa kæru
tengdamóður minni, Aðalheiði
Kolbeins, best. Minning hennar lif-
ir meðal okkar.
Gríma Elfa Ársælsdóttir.
Það er mikið ríkidæmi að alast
upp til fullorðinsára eigandi þrjár
ömmur. Það skildu ekki allir
krakkarnir að ég ætti þrjár alvöru
ömmur. Það var yndislegt að koma
í faðm Aðalheiðar ömmu, hún var
svo mjúk, hlý og góð. Ferðirnar
vestur til þeirra ömmu og afa voru
margar bæði á páskum og sumr-
um og svo naut ég þess á ungl-
ingsaldrinum að búa hjá þeim tvö
sumur.
Amma valdi allar gjafir af mik-
illi kostgæfni og það bjó mikill
hugur bak við allar gjafir. Þegar
ég fékk útborguð fyrstu launin í
frystihúsinu sagði hún mér að nú
væri sniðugt að ég færi niður í Vat-
neyrarbúð og keypti gjöf handa
afa. Hún lagði til að það væri bók í
ritröð sem hann var að safna sér.
Ég ákvað að færa ömmu líka gjöf
og valdi nýjustu plötuna með Go-
ombay Dance Band sem er afrísk
poppgrúbba. Amma hafði heyrt
lag af plötunni í útvarpinu og lýsti
því yfir að þetta væri nú skemmti-
leg tónlist. Hún var mikill tónlist-
arunnandi og var alltaf sönglandi,
ekki endilega texta en svona meira
hummandi og ræjandi. Platan var
mikið spiluð sumarið 1982 og
nokkur dillandi spor stigin og
„ræjað“.
Amma virtist taka lífinu af mik-
illi yfirvegun og sýndi ávallt jafn-
aðargeð og stráði húmor yfir flest.
Samt fannst henni að maður ætti
ekki að fara alveg fram úr sér og
sagði oft hlæjandi: Asskollans vit-
leysa er þetta. Við könnumst öll
við gigtartalið hennar í seinni tíð
og athyglissýkina sem hún talaði
um þegar hún var að detta á and-
litið. Hún talaði um að konurnar í
húsinu dyttu allar á rassinn og
fengju fyrir vikið enga þjónustu en
vildi sjálf að það sæist almenni-
lega, svo að fólk vorkenndi henni
og líka til að fá að hitta sæta lækn-
inn. Ég vona svo innilega að gigtin
nái ekki í kjálkaliðina þarna í efra
því það verður að heyrast í henni
ömmu.
Amma var mikil manneskja og
lá hátt rómur. Hún kallaði eitt sinn
yfir hálfa Ikea-búðina: Ég vil svo
fá hillurnar sendar vestur á Pat-
reksfjörð, og fyrir vikið streymdu
að fjórir aðstoðarmenn enda ekki
vanir svona viðskiptavini. Ég var
þá komin á þrítugsaldur og farin
að hafa gaman af því hvað amma
gat verið óhefluð í verslunum. Hún
var bara þannig að hún lét allt
flakka.
Ég á þér margt að þakka, elsku
amma, og eftir að afi dó áttum við
ófá samtölin í síma sem eru mér
ómetanleg. Þú varst með allt á
hreinu hvað fólkið þitt var að gera
og hafðir mikinn áhuga á að fylgj-
ast með lífshlaupi okkar fjölskyld-
unnar og þú spurðir og spurðir.
Ég ber nafn ömmu með miklu
stolti og þykist skilja að það að
nefna fyrsta barn sitt eftir fóstru
sinni hafi djúpa merkingu og þau
segja það mamma og pabbi að
amma hafi verið djúpt snortin þeg-
ar hún fékk nöfnuna fyrir 47 árum.
Takk fyrir að kenna mér bæn-
irnar, amma mín, og það að blóta
með mildara orðalagi en tog-
arasjómenn gera.
Aðalheiður Helgadóttir.
Amma var einstök og skemmti-
leg kona. Hún tók ávallt á móti
okkur opnum örmum. Alltaf var
jafn gott að koma vestur til ömmu
á sumrin og fá að dvelja hjá henni.
Hún dekraði við okkur og hafði
það í matinn sem okkur fannst
best. Hún vissi að okkur finnst
pönnukökur góðar og þá voru þær
bakaðar á hverjum degi. Amma
vissi alltaf hvenær við vorum í
prófum í skólanum, þá hringdi hún
til að athuga hvernig gengi að læra
og svo hringdi hún aftur til að at-
huga hvernig okkur gekk. Hún
fylgdist vel með öllu sem við vor-
um að gera þó hún byggi á Pat-
reksfirði og við í bænum. Amma
var algjör símakona og heyrðum
við reglulega í henni þótt nokkur
fjöll væru á milli.
Við vorum svo heppin að hafa
fengið að hafa elsku ömmu svona
lengi með okkur og áttum saman
margar góðar stundir. Við vitum
að núna er hún komin til afa, Hall-
dórs og litlu bræðranna okkar.
Þótt amma sé farin þá munu fal-
legar minningar um hana lifa með
okkur. Hún var alltaf svo hlý og
góð og kenndi okkur svo margt
sem við munum búa að alla ævi.
Við viljum enda á bænunum
sem hún kenndi okkur að fara með
á eftir Faðir vorinu á kvöldin.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum)
Láttu nú ljósið þitt
loga við rúmið mitt.
Hafðu þar sess og sæti,
signaði Jesús mæti.
(Höf. ók.)
Aðalheiður Ýr og Víðir Hólm.
Frænka okkar, hún Aðalheiður,
verður borin til hinstu hvílu í dag
og langar okkur að minnast henn-
ar með nokkrum orðum.
Mikill samgangur var milli fjöl-
skyldna okkar og oft fengum við
systkinin að njóta góðvildar Aðal-
heiðar og fjölskyldu hennar. Við
vorum alltaf velkomin á heimilið
og fengum að taka þátt í heimilis-
lífinu eins og við ættum þar heima.
Aðalheiður var ljósmóðir og tók
hún á móti Láru og Halldóri. Hef-
ur Halldór alltaf sagt að hann eigi
henni líf sitt að launa því hún blés í
hann lífi. Hún var einstaklega góð-
ur kennari og bar hag annarra fyr-
ir brjósti, alltaf boðin og búin að
hjálpa.
Líf og fjör var alltaf nálægt
Aðalheiði, hún talaði hátt og hafði
skoðanir á öllu og var ófeimin að
láta þær í ljós. Okkur eru minn-
isstæð jólaboðin hjá þeim þegar
við krakkarnir fengum að sitja ein
að piparkökuhúsi og öðru góðgæti
og fengum að brjóta það í mola,
jafnvel með því að henda í það kók-
oskúlum, án þess að vera skömm-
uð.
Hjá Aðalheiði var stutt í glens
og jafnvel þótt hún væri farin að
vera kvalin af gigt var hún vön að
segja að hún væri ekki með gigt í
kjálkunum og gæti alltaf talað.
Við þökkum Aðalheiði fyrir all-
ar góðu stundirnar, hjálpina og
velvilja við okkur og fjölskyldur
okkar í gegnum árin.
Við sendum Lilju, Barða, Ólafi,
Helga, Ásdísi og fjölskyldum
þeirra okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Lára Ágústa, Helga
og Halldór Kristján.
Aðalheiður
Kolbeins
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við fráfall og útför föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
TÓMASAR GRÉTARS ÓLASONAR
verktaka,
Borgarholtsbraut 73,
Kópavogi,
sem var jarðsunginn frá Hvalsneskirkju 17. október síðastliðinn.
Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki Sunnuhlíðar í Kópavogi
fyrir frábæra umönnun, vinsemd og hlýhug í gegnum árin.
.
Margrét Tómasdóttir, Matthías G. Pétursson,
Anna Guðrún Tómasdóttir, Matthías Kjartansson,
Guðlaug Þóra Tómasdóttir, Daníel Þór Ólason,
Magnea Tómasdóttir, Pétur Gauti Valgeirsson,
afabörn og langafastrákarnir.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför
SIGURBJÖRNS SVEINSSONAR,
Brekatúni 18, Akureyri,
sem lést 31. ágúst síðastliðinn.
.
Karen, Ívar og Sveinn Sigurbjörnsbörn,
Sveinn Sigurbjörnsson,
Svala Haraldsdóttir,
Una, Þórhildur og Benedikt Sveinsbörn,
Arna Ívarsdóttir
og aðrir aðstandendur.
Innilegustu þakkir sendum við þeim sem
sýndu okkur hlýhug og alúð við andlát og
útför okkar ástkæru
SIGRÍÐAR HELGU
AÐALSTEINSDÓTTUR,
Böðvarsgötu 9, Borgarnesi.
Einnig þökkum við starfsfólki Brákarhlíðar
og starfsfólki Heilbrigðisstofnunar
Vesturlands sérstaklega fyrir frábæra umönnun síðustu mánuði.
.
Sigurður Þorsteinsson,
Bjarni Kristinn Þorsteinsson,
Unnsteinn Þorsteinsson
og fjölskyldur.
Elsku fallegi engillinn okkar,
JENNÝ LILJA GUNNARSDÓTTIR,
Ásakór 5,
Kópavogi,
lést af slysförum 24. október síðastliðinn.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Til minningar um Jenný Lilju hefur fjölskyldan stofnað
minningarsjóð sem mun verða nýttur til að styrkja þá
viðbragðsaðila sem komu að slysinu. Reikningsnr.
0101-15-381975, kt. 210383-3879.
.
Gunnar Lúðvík Gunnarsson, Rebekka Ingadóttir,
Júlía Klara, Dagmar Lilja,
Ingi Örn Geirsson, Soffía St. Sigurðardóttir,
Gunnar L. Björnsson.