Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.12.1991, Blaðsíða 40

Víkurfréttir - 19.12.1991, Blaðsíða 40
Jólablað Víkurfréttir Desember 1991 - Helga Harðardóttir, hárgreiðsludama úr Keflavík gerir garðinn frægan í Atlanta Georgia vintýraþrá hefur löngum verið rík í Is- lendingum. Löngunin til að sjá heiminn og kynnast lífinu á er- lendri grund blundar í mörgum. Ekki láta allir drauma sína ræt- ast, en til eru dæmin um þá sem aldrei gefast upp og linna ekki látum fyrr en þeir hafa náð settu marki. Helga Harðardóttir er Kefl- víkingur í húð og hár, en hún segir að hún hafi alltaf vitað að hún myndi búa í enskumælandi landi. Sú hefur reyndar orðið raunin á. Hún hefur búið í Atl- anta í Georgíufylki í Banda- ríkjunum frá því um sumarið 1978, er hún var aðeins 22 ára. Þar starfar hún sem hár- greiðslumeistari undir nafninu Helga Iceland, á sinni eigin stofu, við góðan orðstýr. Hún notar nafnið Iceland fyrst og fremst vegna þess að það var auðveldara fyrir við- skiptavinina heldur en Harð- ardóttir, og svo felst í því ágæt auglýsing, sem vekur eftirtekt. Það er þó ekki stóri draum- urinn hennar að búa í landi þar sem allir mæla á engilsaxneska tungu. Hana dreymir um að verða fræg! DÓTTIR RAKARANS Helga er dóttir Harðar Guð- mundssonar, hárskerameistara, og konu hans Rósu Helgadóttui. Hún og systir hennar, Halla, eru tvíburar og jafnframt elstu börn þeirra hjóna. Þær systur urðu 35 ára nú í júlí, og Hörður faðir þeirra varð sextugur í sömu vikunni. Helga gat því ekki annað en tekið sér frí frá störf- um í hinni stóru Ameríku og komið heim og haldið upp á tímamótin. VISSI EKKERT UM GEORGÍU En hvað var það sem togaði Helgu út fyrir landsteinana? „Það var nú kannski helst ævintýraþráin og sjálf- stæðisbaráttan í mér. Ætli ég hafi ekki viljað sýna fólki að ég gæti staðið á eigin fótum og væri uppvaxin. Á þessum tíma var ég að vinna hjá Varnarliðinu á Kefla- víkurflugvelli og yfirmaður minn þar vissi að ég hafði áhuga á að fara utan í einhvers konar snyrtiskóla. Eg hafði reyndar áður reynt að komast í skóla í Englandi, en það gekk ekki. Hann bauð mér að láta systur sína sækja urn skóla fyrir mig í Atlanta og ég þáði það. Eg vissi reyndar ekkert unt Atlanta annað en það sem ég Itafði séð í „Gone Witli the Wind“, en lét mér það samt ekkert fyrir brjósti brenna," segir Helga og hlær eins og henni einni er lagið. Stuttu eftir þetta barst Helgu bréf, þar sent henni var tilkynnt að hún hefði fengið skólavist og áður en 10 dagar voru liðnir hélt hún af stað á vit æv- intýranna. TYGGJANDI TÓBAK Eftir stutta viðdvöl hjá Elínu, föðursystur sinni í New York, flaug Helga suður í hitann og molluna í Atlanta. Þar hafði systir yfirmannsins af Vellinum boðist til að taka á móti henni og hjálpa henni að koma sér fyrir. Helga við- urkennir að við kom- una til Atlanta fóru að renna á hana tvær grímur. „Hún keyrði með mig til móð- ur sinnar, á hálf- gerðan sveitabæ, sem stóð við götu sem hafði ekki einu sinni nafn. Sú gamla kom út á hlað tyggjandi tó- i bak og heils- aði okkur að hætti Suðrurríkjabúa: 'Hi Y'all'. Eg hafði fram að þessu talið mig ágæta í ensku, en ég skildi ekki orð af því sem mann-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.