Víkurfréttir - 19.12.1991, Blaðsíða 42
Jólablað
Víkurfréttir
Desember 1991
heyrandi, og Mick gerði mikið
grín af því að við værum að
borða kindahausa.
Það sem sennilega kom mér
mest á óvart við þennan mann
var hversu vel lesinn hann er og
persónulegur á allan hátt,“ sagði
Helga.
STAKK HÖFÐ-
INU í ÍSFÖTU
Þann tíma sem þau hjón
dvöldust í Atlanta, klippti Helga
Mick Jagger alls þrisvar sinn-
um. En hann er ekki eina
stjaman sem Helga hefur kom-
ist í hárið á. Hún hefur greitt
stöllunum í hljómsveitinni B-
52's í tvígang, og segir þær
nokkuð sérstakar. Önnur djúpt
sokkin í innhverfa íhugun og
með allt á hreinu, en hin alger
andstæða og mikil gleði-
manneskja.
Hún hefur líka unnið við gerð
nokkurra kvikmynda og þá hitt
nokkrar kvikmyndastjörnur.
M.a. vann hún við gerð mynd-
arinnar „Murder in Coweta
County“, sem sýnd var í sjón-
varpi hérlendis nýlega. Myndin
er tekin upp í Griffin f Georgia
og gerist á 6. áratugnum. Helga
segir það hafa verið eina mestu
erfiðisvinnu sem hún hefur
komist í: „Eg varð að gera 50
hausa á 2 tímum og láta þá líta
út eins og fyrir 30 árum, fyrir
eitt atriðið. Þetta var á sunnu-
dagsmorgni og ég var dauð-
uppgefin á eftir og við það að
sofna. Þegar starfsmennirnir
þarna komu auga á það, þá buðu
þeir mér að stinga höfðinu í ís-
fötu til að halda mér vakandi!
MATLOCK
LEIÐINDAKARL
Þarna hitti ég Johnny Cash,
sem var mjög viðkunnalegur,
og Andy Griffith, sem flestir
þekkja núorðið í hlutverki lög-
fræðingsins Matlock. Það kom
mér á óvart hvað hann var
hreinlega leiðinlegur," segir
Helga og var greinilega lítt gef-
ið um manninn, sem sjónvatpið
lætur alltaf líta út sem mesta
öðling og hógværðarmann.
HÁRTÍSKAN
EKKI ÓLÍK
En hvað finnst Helgu um
hártískuna hérna heima og svo
í hinni stóru Ameríku?
„Eg lield að hártískan sé
voðalega keimlík, hjá þeim sem
á annað borð fylgjast með hvað
er að gerast, hvoru megin við
Atlandshafið sem þeir eru.
Fjölmiðlar eins og blöð og
sjónvarp koma tískusveiflunum
orðið á fratnfæri strax og upp-
lýsingamar eru alls staðar fyrir
hendi. Eg get nefnt sem dæmi
að sérstökum hársýningum,
sem áður mörk’uðu tískustefnur,
hefur fækkað. Það hefur orðið
til þess að hárgreiðslumeistarar
hittast ekki eins mikið og áður,
en hver og einn gefur út sína
stefnu á myndbandi.
Það er mjög ríkt í fólki hérna
að fylgja tískunni, en úti er það
meira bundið við stórborgirnar.
Strax og komið er útfyrir borg-
Þær systur sátu fvrir hjá Ijósmyndaranum Odd Stefán úr Njarövíkum og
smellti hann m.a. þessari mynd af þeim í tilefni 35 ára afmæli þeirra.
armörkin t.d. í Atlanta, er fólk
mikið ílialdssamara og fylgist
ekki mikið með tísku-
sveiflum."
VILDI VERA
HEIMA Á
SUMRIN
Það er greinilegt á öllu að
Helga virðist vera búin að vinna
sér ágætis sess í Atlanta, en
ætlar hún að vera þar það sem
eftir er, eða er hún á leiðinni
heirn?
„Eg vildi gjama geta komið
hérna a.m.k. þrjá mánuði á ári
og þá yftr sumartímann, sem
getur verið hræðilega heitur í
Atlanta. Heimþráin blundar
alltaf í manni svona undir niðri
og það breytist ekkert. Mig
langar alltaf að koma heim,
hitta tjölskyldu og vini. og
ferðast unt landið. sem ég hef
reyndar ekki gert í 15 ár.
Það væri gaman að geta
kornið á einhvers konar 'skipti-
prógrammi', þar sem mínir
nemar gætu komið hingað og
unnið í smá tíma og ég tæki
síðan nema til mín í Atlanta.
ÆTLAR AÐ
VERÐA FRÆG
Hins vegar er það ekkert
launungarmál að ég stefni
að því að verða fræg á mínu
sviði. Eg fer alltaf á fimm
vikna fresti til New York,
þar sem ég á orðið mikið
af kunningjum og marga
góða viðskiptavini. New
York er óumdeilanlega
hásæti hártískunnar og
þaðan er mikill hluti
tískunnar hverju sinni
upprunninn. Þó ég
myndi ekki vilja búa
alfarið í New York.
gæti ég vel hugsað
mér að reyna að
koma nafni mínu á
framfæri þar og
komast jafnvel að
hjá einhverju ein-
hverju af stóru
tískublöðunum.
þar sem hlutirnir
eru virkilega að
gerast," segir
Helga, og það
verður ekki hjá
því komist að
trúa því sem
hún segir.