Víkurfréttir - 19.12.1991, Blaðsíða 53
Jólablað
\íkur£réttir
Desember 1991
Vcrðhiuiiagarðurinn
að Smáratúni 40,
eign hjónanna Áslaugar
Hilmarsdóttur og Trausta
Björnssonar.
Ljósm. Heimir Stígsson.
Verðlaunagarðurinn í Keflavík órið 1961
FYRIR 30 ARUM
Þessi nivnd birtist í Faxa er garðurinn l'ékk sín fvrstu verðlaun, þ.e. á árinu 1961. Tréð vinstra inegin frcmst á myndinni er rauðblaðarós, sem
er enn í garðinum, þó annars staðar.
Eitthvað sem býr í fólki
-A hvaða árum var þetta?
Trausti: „Þetta var á árunum
1957 - 58. Fyrst þegar við byrj-
uðum að búa var það á Vesturgötu
11 hjá foreldrum Aslaugar. Hrefna
heitin, móðir hennar, var iðin við
garðræktina og hafði alltaf blóm
fyrir sunnan húsið. Hvort það hafi
verið svipurinn, skal ég ósagt látið,
en einhvem veginn hélt þetta á-
fram".
Aslaug: „Ég held líka að þetta
sé eitthvað sem býr í fólki og
kemur út einhvern tímann á lífs-
Ieiðinni. Trausti kom að norðan þar
sem gróður var ekki sérstaklega
mikill, meira af fjöllum og meira
hrjóstugt. Ég man að hann var
aldrei hrifinn af gróðurleysinu, en
pabba hans fannst þetta alveg ynd-
islegt, allir steinar og öll fljót, en
Trausti vildi bara gras og meira
gras. Mamma hans var með
blómagarð sunnan undir húsinu,
eins og flestar allar konur upp til
sveita. Því held ég að þetta blundi
í flest öllum".
Trausti: „Pabbi var svo mikið í
steinum og náttúrufræði. Hann
þekkti öll grjót og bergtegundir og
fugla alveg eins og skot."
Þrisvar verðlaun út á
sumar plönturnar
-Þið segið að í fvrstu hafl
starfið aðallega lárið í að þckja
lóðina ásamt því að ræktaðir
voru upp smá trjárunnar. Síðan
hefur það gerst smátt og smátt að
þið fylltuð á milli og ræktuðu
líka blóm. En 1961 hljótið þið
verðlaun fyrst. Hvernig var
garðurinn þá?
Aslaug: „Það er gaman eins og
sést á myndinni á forsíðu Faxa frá
þessum tfma, þá sést rauðblaðarós
á miðri myndinni og hún er hér enn
í garðinum, bara annars staðar".
-Eg man ekki betur en að á
mynd frá saina tíina sé grenitré
sem er ennþá í garðinum. Uppi-
staðan úr ræktuninni fyrstu
árin, er því ennþá í garöinum?
Trausti: „Hluti af plöntunum
hefur verið allan tímann í garð-
inum og því verið hluti af verð-
launagarðinum í öll þrjú skiptin.
Þær hafa aðeins verið færðar til í
garðinum, nema stóra grenitréð
það hefur alltaf verið á sama
stað".
Aslaug: „Það er skemmtilegt að
þessar tvær plöntur hafa verið hér
allan tímann ásamt nokkrum
plöntum sem mamma vildi að við
styngdum upp á Vesturgötunni.
Þær eru nú hér við innkeyrsluna og
sama er með nokkrar plöntur bak
við húsið. sem hafa því verið hér í
yfir 30 ár".
Mikil vinna
-Ef við fvlgjum nú þróun
garðsins aðeins meir, hvað gerð-
ist eftir verðlaunaafhendinguna
1961?
Trausti: „Fyrst þegar við sett-
um tré niður í garðinn, gerðum við
það svona á stangli og áttu þetta að
verða há tré. Svo kom það í ljós að
til þess að svo yrði vantaði skjólið.
Trén héma utan með urðu bara
svona hátt hekk, eða skjólveggur.
Svo bætti maður inn á milli nýju til
að þétta það og þannig varð birkið
mikið fastara fyrir og hélt öllu
uppi. Víðirinn fer inn á milli og
gerir þetta mikið þéttara.
En eftir viðurkenninguna, feng-
um við ennþá meiri áhuga á rækt-
uninni og ég man að eitt árið sáð-
um við svo miklu af blómum að
það óx okkur yfir höfuð. Við
komust ekki yfir það að „príkla"
þetta og koma því niður. Er við
fengum verðlaunin í fyrsta sinn má
segja að í honum hafi verið tré á
stangli og blóm inn á milli.
Þegar við sáum hvað það var
ógurlega mikil vinna í þessum
sumarblómum þá snérum við okk-
ur meira að runnum. I annað
skiptið er við fengum verðlaunin
var því mikill runnagróður í garð-
inum, en lítið af sumarblómum.
Ef við förum hratt yfir sögu, þá
var í ár komið að því að ræturnar
af trjánum voru alls staðar komnar
uppúr. Það var varla hægt að ganga
á grasinu, fyrir utan að orðið var
skuggsælt af trjánum. Því var um
tvennt að velja, annað hvort að
setja 20-30 senlimetra lag af mold
og tyrfa upp á nýtt, eða sitja palla
og steina eins og við gerðum. Pall-
arnir liggja lausir og því getum við
tekið þá upp og hreinsað ef þörf
krefur.
Maöur verður Itka að hugsa út í
að það er rosalega mikil vinna að
klippa kanta og annað tilfallandi en
með þessu ætti að vera mikið auð-
veldara að eiga við þetta".
-En þar sem þetta er inikil
vinna, hefur ykkur aldrei komið
til hugar að hætta við þetta allt
saman?
Líka vetrarvinna
„Nei, það hefur aldrei komið til
- aldrei," sögðu þau í einum kór.
-Þið hafið þá aldrei séð eftir
þcim stundum sem farið liafa í
garðinn?
„Nei, aldrei," sögðu þau aftur í
einum kór.
-Hvernig er það, er vinnan við
garðinn eingöngu bundin við
sumartímann?
Trausti: „Nei, hluti hennar fer
fram á vetuma, svona þegar sól fer
að hækka. Um mánaðamótin jan-
úar/febrúar fer maður að hugsa um
að klippa trén og nær þá í stiga og
byrjar svona að grófklippa. Um
leið og snjór er að mestu tekinn
upp grófhreinsum við garðinn og
er það alveg ótrúlega mikið sem
kemur þá af laufum og öðru og þá
blóta ruslakarlamir okkur oft.
En síðan kemur tími sem lítið er
að gera, eða þar til laukarnir koma
upp í maí. Má því segja að þetta sé
allt árið nema helst um jólin að
þetta er rólegt".
-Nú lýsið þið garðinn
skemmtilega upp á haustin og
uin jólin?
Trausti: „Já við höfum lýst upp
garðinn í nokkur ár. Við lýsum upp
grenitréð á vetuma sérstaklega
þegar snjórinn er, auk jólalýsingu
sem við setjum á eitt tréð unr jól-
in“.
-Þetta sýnir það að þið hafið
líka gaman af garðinum yfir vet-
urinn, þegar hann er í vetra-
skrúða?
Mikið fuglalíf
,Já, það er voða gaman af garð-
inum yfir veturinn, sérstaklega
þegar snjór er yfir öllu, þá er líka
nrikið fuglalif hérna. Ég er með
búr hérna fyrir þá og hef ég tekið
eftir því að þeir leita ekki mest í
búrið þegar snjórinn er, heldur
þegar slidda og kuldi er. Það virð-
ist vera verst fyrir þá. En þeir eru
mikið í grænu trjánum", sagði
Trausti.
-Veriö þiö mikið vör við það
að fólk komi til að skoða garð-
inn?
Aslaug: „Mér finnst mikið hafa
borið á því nú eftir síðustu verð-
launaafhendingu. Finnst mér það
greinilega hafa komið í ljós að fólk
hefur meiri áhuga heldur en áður.
Þegar við fengum verðlaunin 1977
var það aðeins einn og einn sem
kom til að skoða en núna voru það
mjög margir sem komu. Bæði fólk
sem var á leið hér um og eins fólk
sem kom gagngert til að skoða
garðinn. Ég held að margt af þessu
fólki sé yngra fólkið í bænum sem
er að byrja að fá áhuga á garðrækt.
Ég þekki t.a.m. ekki helminginn af
því fólki sem hefur komið að
skoða og spyrja, þess vegna held
ég að fólk hafi almennt mikið
meiri áhuga í bæjarfélaginu. en
áður var".
Uppskriftin að
góðum garði
-Hvað mynduö þið nú ráð-
leggja ungu fólki í dag, sem vill
fara að rækta í kring um sig.
Hver er uppskriftin af góðum
garði?
Aslaug: „Ég myndi ráðleggja
fólki á að byrja á því að útbúa
góðan jarðveg, sem við höfum ekki
hér. því það er undirstaðan. Þar
urðu okkur á mistök þar sem við
þekktum ekki til og gerðum okkur
ekki grein fyrir því hve mikill leir
var í moldinni.
Svo myndi ég ráðleggja fólki
sem er að hugsa um garðrækt. að
fara ekki útí hana nema það virki-
lega langi til þess. Maður sér víða
að heilu vinnuflokkarnir koma og
gera garð, en fólkið í húsunum sést
ekki njóta þess að vera að krafla í
moldinni. Fólkið sjálft verður að
hafa áhugann á gróðurstörfunum
til að árangur náist, sem gaman er
af.“
Trausti: „Það er náttúrlega
hægt að gera þetta gott í eitt skipti,
en ef það er enginn áhugi fyrir því
fer þetta strax niður, því það þarf
að halda þessu við og það er gam-
an að koma út og ösla í moldinni
SMÁRATÚN 40
Svona leit garðurinn út þegar verðlaunin voru veitt í annað sinn. Það
var árið 1977.
GRÓÐUR
Mikill gróður hefur ávallt verið í garðinum, hér er það inn á baklóöina
sem sést.