Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.12.1992, Page 19

Víkurfréttir - 22.12.1992, Page 19
HVAÐA KÖRFUBOITAMAÐUR Á SUÐURNESJUM ER BESTUR? „Keflavíkurliðið hefur allt leikið eins og and- skotinn í haust. Það er alveg sama hver kemur inn á, þeir standa sig allir vel. “ Hreinn Þorkelsson, Snæfelli. Samkvæmt lítilli skoðanakönnum sem Íþróttasíðan gerði er Guðjón Skúlason, ÍBK, sá leikmaður á Suðurnesjum sem er bestur, ef tekið er mið af þessu tímabili. Við hringdum í tíu körfuboltasérfræðinga, einn frá hverju liði í Japísdeildinni og spurðum þá hver væri bestur að þeirra mati. Þeir sem tóku þátt voru: Sigurður Valgeirsson, körfuboltaspekúlant hjá ÍBK, Valur Ingi- mundarson hjá Tindastól, Svali Björgvinsson, þjálfari Vals, Ingvar S. Jónsson, þjálfari Hauka, Friðrik Rúnarsson, þjálfari KR, Hreinn Þor- kelsson hjá Snæfelli, Birgir Mikaelsson, þjálfari Skailagríms, Eyjólfur Þór Guðlaugsson, formaður körfuknattleiksdeildar UMFG, Sigurður Hjörleifsson, þjálfari Breiðabliks og Ingi Gunnarsson. körfu- boltaspekúlant hjá Njarðvík. Guðjón hlaut flest atkvæði, eða 6 talsins. Jón Kr. Gíslason varð annar með tvö atkvæði. Aðrir sem fengu atkvæði voru þeir Teitur Örlygsson og Kristinn Friðriksson. Þegar spurt var um hvert lið fyrir sig varð Guðjón auðvitað efstur hjá Keflavík, en Teitur hjá Njarðvík með 6 atkvæði og Guðmundur Braga- son hjá Grindavík með 7 atkvæði. HJORTUR bestur í þriggja stiga skotunum Að fjórtán umferðum loknum í Japisdeild- inni standa Keflvíkingar efstir með 26 stig. Njarðvíkingar eru í fimmta sæti með 14 stig og Grindvíkingar með 12 stig í sjötta sæti. Suð- umesjamenn hafa því verið at- kvæðamiklir á körfuboltavell- inum í vetur og við ætlum að líta á nokkrar tölur frá KKI. A Iistanum yfir vítahittni er Guðjón Skúlason úr IBK í þriðja sæti yfir deildina. með 86,67% nýtingu eða 45/39 skot í 14 leikjum. Njarðvíkingurinn Teitur Örlygsson er í 6. sæti á þessum lista með nýtinguna 100/84, eða 80,77% og Nökkvi Már Jónsson úr IBK er í 8. sæti með 65/50, eða 76.92% nýtingu. Sveinbjörn Sigurðsson. UMFG og Nökkvi Már Jónsson eru eínu Suðurnesjamennirnir sem komast á topp tíu listann yfir villur. Sveinbjöm í 6. sæti með 49 villur í 13 leikjum og Nökkvi í 10. sæti með 47 villur í 14 leikjum. Hjörtur Harðarson, IBK. er í t'yrsta sæti á þriggja stiga list- anum. en þar er miðað við lág- mark 13 skot. Hjörtur hefur tekið 18 þriggja stiga skot og skorað úr 11, sem er 61,11%) nýting. Guð- jón Skúlason IBK er í 3. sæti með 87/42. eða 48,28% nýtingu. Fé- lagi þeirra. Jonathan Bow er í því fjórða með 24/11, eða 45.83% og Grindvíkingurinn Dan Krebs í 9. sæti með 51/21, eða 41,18% nýtingu. A listanum yfir stigaskor er Guðjón Skúlason í 4. sæti með 333 stig. Teitur Örlygsson er í 6. sæti með 320 stig. Dan Krebs í 7. sæti með 314 stig og Jonathan Bow í níunda með 282 stig. Ronday Robinsson er sá Suð- umesjaleikmaður sem hefur tek- ið flest fráköstin, eða 182, sem kemur lionum í 4. sæli í Japís- deildinni. Jonathan Bow er í því fimmta með 170 fráköst. Grind- víkingarnir Dan Krebs og Guð- mundur Bragason verma svo 8. og 9. sæti með 139 og 124 frá- köst. Aðeins einn Suðurnesjamaður kemst á topp tíu yfir bolta tapað og það er Jón Kr. Gíslason, sem hefur tapað boltanum 50 sinnum í fjórtán leikjum, sem setur liann í fimmta sætið. Teitur Örlygsson er í þriðja sæti á listanum yfir bolta stolið, 49 sinnum hefur hann I stolið boltanum í fjórtán leikj- um. Jonathan Bow er í 5. sæti á listanum, með 40 „rán“ í fjórtán leikjum og Jón Kr. Gíslason er í 9. sæti með 39. Jón Kr. er langefstur á list- anum yfir stoðsendingar. með 86 sendingar f fjórtán leikjum, eða 6.1 að meðaltali í leik. Ástþór Ingason úr UMFN er í öðru sæti með 69 og Teitur Örlygsson í því sjöunda með 51. Grindvíkingur- inn Pálmar Sigurðsson er í tíunda sæti með 45 stoðsendingar. Dan Krebs er í fyrsta sæti á topp tíu yfir skot innan vítateigs, en á þeim lista er miðað við lág- mark 40 skot. Hann liefur tekið 120 skot og hitt úr 89 í 13 leikj- um, sem er 74,17% nýting. I þriðja sæti er Jonathan Bow, IBK, með 119/81, eða 68,07%. Guðjón Skúlason er svo í því fímmta með 56/38, eða 67,86%. Síðast eru það svo skot utan vítateigs, en þar er lika miðað við lágmark 40 skot. Guðjón Skúla- son er í öðru sæti, með 88/46 eða 52.27% nýtingu. Jonathan Bow er í fimmta sæti með 48/23, eða 47,92%, Guðmundur Bragason í því sjötta með 71/34 eða 47.89% og svo er það Jóhannes Krist- bjömsson úr UMFN í sjöunda sæti með 57/26 eða 45.61% nýt- ingu. „Kristinn Frið- riksson kemur strax upp í mínum huga. Hann hefur kannski komið mest á óvart. En þetta er engin grís, hann er hara svona góður. Við höfum farið illa út úr honum! “ Ingvar S. Jónsson, þjálfari Hauka. BESTUR - segja hinir! „Þeir eru allir svo helvíti góðir þarna í IBK, það er erfitt að velja einnfrekar en annan. Þeir hafafarið illa með okkur.“ Sigurður Hjörleifsson, þjálfari UBK. „Ég tel Teit Orlygsson vera hesta körfuknatt- leiksmanninn á Suðurnesjum, en efég lít á þetta tímabil, þá verð ég að velja Guðjón. “ Friðrik Rúnarsson, þjálfari KR. GETRAUNALEIKUR SAMVINNUFERÐA OG VÍKURFRÉTTA Nýir bræður berjast Seðillinn í síðustu viku var ekki flóknari en svo að Halldór gerði sér lítið fyrir og sigraði Sigurð, með átta gegn sjö réttum. I þessari síðustu tipp- umferð Víkurfrétta á þessu ári hefur Halldór svo skorað á bróður sinn, Jón. Jón er mikill aðdáandi W.B.A. og tippar vikulega. Þeir bræðumir hafa oft tippað saman í kerfi, en að þessu sinni verð- ur hart látið mæta hörðu! Halldór Jón Arsenal-Ipswich X i Blackburn-Leeds 12 2 Chel.sea-Southainpton 1 1 Coventry-Aston Villa 1 x2 Crystal Palace-Wimbledon 1 2 Everton-Middlesbro 1x2 1 Manch.City-Sheff.Un. 1 1 Norwich-Tottenham X X Nott.Forest-QPR 1 1x2 Sheff.Wed.-Manch.Un. lx 1x2 Charlton-West Hain 1 2 Newcastle-Wolves 1x2 12 Tranmere-Millwall 1 2 L J

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.