Morgunblaðið - 08.02.2016, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. FEBRÚAR 2016
Sumarið
2016erkomið
Allt að
20.000kr.
bók.afsl. á mann
til 22. febrúar
Bæklingurinn er kominn
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Heilbrigðisráðherra segir að verið sé
að fara yfir fjármögnunarlíkan
hjúkrunarheimilanna. Stilla þurfi
saman kröfur sem ætlunin er að
gera um þjónustu og fjármögnun
hennar. Kristján Þór Júlíusson von-
ast til að málið skýrist betur öðrum
hvorum megin við næstu mánaða-
mót.
Mikil umræða hefur verið um
rekstur hjúkrunarheimila. Sveitar-
félög og samtök sjálfstæðra fyrir-
tækja sem reka slík heimili hafa gert
kröfur á ríkið um hærri daggjöld og
greiðslur á uppsöfnuðu tapi síðustu
ára. Þá liggur fyrir að ekki hafa ver-
ið gerðir samningar um rekstur og
fjármögnun heimilanna á þessu ári,
samkvæmt ákvæði sem kom inn í lög
á síðasta ári.
Þrjú ný heimili undirbúin
Nokkur sveitarfélög hafa óskað
eftir að ríkið yfirtaki rekstur hjúkr-
unarheimila, meðal annars Garða-
bær, og fleiri eru með málin í þeim
farvegi.
Kristján Þór Júlíusson heilbrigð-
isráðherra telur að ekki þurfi að
koma til þess. Það sé verkefni beggja
samningsaðila að finna skynsamlega
lausn á málinu. Ríkið, sveitarfélögin
og viðkomandi sjálfseignarstofnanir
hafi skyldur við aldraða einstak-
linga. „Við getum ekki verið að kasta
öldruðu fólki svona á milli okkar.“
Hann segir að lögin skyldi ríkið til
að standa undir ákveðnum þáttum,
það er að veita styrki til stofnkostn-
aðar og standa straum af rekstrar-
kostnaði með daggjöldum.
„Stór hluti hjúkrunarheimila er
rekinn með halla, eins og segir í
skýrslu Ríkisendurskoðunar um út-
tekt á 43 heimilum, en þrettán eru
rekin með afgangi. Þar sýnist manni
að stærð heimilanna skipti ekki máli.
Við erum sammála um að þjónust-
an er góð. Þjónustan sem Íslending-
ar veita er með því besta sem þekk-
ist í veröldinni. Á sama tíma og þessi
staða er uppi er einnig mikill þrýst-
ingur á að fjölga rýmum. Við erum
að vinna í því,“ segir Kristján.
Hann rifjar það upp að eitt nýtt
hjúkrunarheimili er nú í byggingu, á
Seltjarnarnesi, og verið er að stækka
heimilin á Hellu og Hvolsvelli. Þrjú
ný heimili eru í undirbúningi, tvö á
höfuðborgarsvæðinu og eitt á Suður-
landi. Áætlaður stofnkostnaður við
þrjú síðastnefndu heimilin er um 5,5
milljarðar króna. Kristján vonast til
að það skýrist með vorinu hvernig
staðið verður að þessum málum og
hvenær heimilin muni rísa.
Þjónustan er misjöfn
Ráðherra segir að á síðustu árum
hafi náðst áfangar við að létta fjár-
hagsskuldbindingum af hjúkrunar-
heimilunum. Nefnir hann lífeyris-
skuldbindingar sjálfstætt starfandi
hjúkrunarheimila sem námu 6 millj-
örðum króna. „Eftir standa lífeyris-
skuldbindingar hjá sveitarfélögum
ásamt því að finna betri flöt á því
hvernig þessi hluti velferðarþjónust-
unnar er fjármagnaður.“
Hann segir að verið sé að fara í
gegnum fjármögnunarlíkanið. Von-
andi verði eitthvað nýtt að frétta af
því máli í kringum næstu mánaða-
mót. „Þetta snýr einnig að kröfulýs-
ingunni í væntanlegum samningum
sem rekstraraðilum er gert að vinna
eftir. Innihaldið er misjafnt eftir
hjúkrunarheimilum.“ Kristján Þór
segir ætlast til þess að rekstraraðili
sem fær fjármagn með daggjöldum
frá ríkissjóði sníði reksturinn að
fjárframlögum.
Stilla þarf saman kröfur
um þjónustu og fjármögnun
Heilbrigðisráðherra segir að sveitarfélögin hafi einnig skyldur við aldraða
Morgunblaðið/Arnaldur
Aldraðir Heilbrigðisráðherra segir að þjónusta við aldraða sé góð en finna þurfi lausn á fjármögnunarvanda hjúkr-
unarheimila. Vonast er til að þau mál skýrist um eða eftir næstu mánaðamót, að sögn Kristjáns Þórs Júlíussonar.
Hjalti Einarsson vélvirki var valinn
heiðursiðnaðarmaður ársins 2016 á
nýsveinahátíð Iðnaðarmannafélags-
ins í Reykjavík um helgina. Þar var
24 nýsveinum úr fjórtán löggiltum
iðn- og verkgreinum frá sex verk-
menntaskólum veitt viðurkenning
fyrir afburðaárangur í sinni iðn-
grein á sveinsprófi.
Siglfirðingurinn Hjalti Einars-
son, sem er fæddur 1938, aflaði sér
menntunar sem vélstjóri og vélvirki
og hóf sjálfstæðan rekstur árið
1972. Til að byrja með var Vél-
smiðja Hjalta Einarssonar í bílskúr
við heimili fjölskyldu hans við
Suðurgötu í Hafnarfirði. Starfsem-
inni óx fiskur um hrygg og flutt var
í stærra hús. Meðal verkefna varð
fljótt vélaþjónusta við útgerðina.
Seinna var farið út í ýmiskonar
framleiðslu á vélbúnaði fyrir álver,
sem hefur hefur verið seldur til
verksmiðja víða um veröld. Með til-
komu álvers á Reyðarfirði byggðist
upp starfsemi eystra og nú eru
starfsmenn HVE, eins og fyrir-
tækið er kallað, um 600.
„Það er okkur öllum hvatning
þegar menn byrja smátt og sýna
þrautseigju í verkefnum sínum og
framsýni. Hjalti er vel að þessari
viðurkenningu kominn en hann er
öðrum iðnaðarmönnum fyrirmynd í
störfum sínum,“ sagði Halldór
Ólafsson, varaformaður Iðnaðar-
mannafélags Reykjavíkur, um
viðurkenninguna. sbs@mbl.is
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Iðn Frá vinstri Halldór Ólafsson og Elsa Haraldsdóttir frá Iðnaðarmanna-
félagi Reykavíkur, Hjalti Einarsson, Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands,
og Guðmundur Eggertsson sem er heiðursfélagi í iðnaðarmannafélaginu.
Þrautseigja og framsýni í verkum
Hjalti Einarsson
heiðursiðnaðar-
maður ársins
„Mér leiðist svona sóðaskapur og
menn verða að taka sig virkilega
á,“ segir Birkir Hauksson sjómað-
ur. Hann var á dögunum á ferð við
Ósabotna, milli Sandgerðis og
Hafna, en þar og við Fossá í Hval-
firði liggja í hundraðavís armbönd
með endurskini.
Í norðurljósaferðum rútufyrir-
tækja er meðal annars farið á áður-
nefnda staði. Fá ferðamennirnir þá
í öryggisskyni afhent endurskins-
bönd sem þeir í sumum tilvikum
henda frá sér, svo þau liggja eftir
og frjósa við jörð. Einnig hafa
endurskinsbönd, fjúkandi sem freð-
in, sést í Borgarfirði.
Á að skila aftur
„Við höfum ekki verið með skipu-
lagt stopp á þessum stöðum sem
hér eru nefndir. Hins vegar eru
þetta góð skilaboð til fólks um að
ganga betur um landið. Ferðaþjón-
ustan vill að öllu leyti vera í sátt við
samfélagið,“ segir Einar Bárðar-
son, rekstrarstjóri ferðaskrifstofu
Kynnisferða.
Yfir vetrartímann eru Kynnis-
ferðir – Reykjavik Excursions svo
og ýmis fleiri fyrirtæki með
norðurljósaferðir oft í viku hvar
sótt er á ýmsa staði. Farþegum í
þessum ferðum er þá gert ljóst að
öryggisböndunum skuli þeir skila
aftur, eins og á þeim stendur skýrt
og skilmerkilega.
Líklega óhapp
„Svona eins og þetta hljómar
finnst mér líklegt að þarna hafi orð-
ið einhverskonar óhapp. Hugsan-
lega hafi kassi með endurskins-
merkjum dottið eða eitthvað
sambærilegt gerst og vindurinn síð-
an dreift merkjunum. Ég að
minnsta kosti hef aldrei séð neina
svona tilburði ferðafólks hvorki
okkar farþega né annarra. En við
bara skoðum þetta og lærum af
málinu,“ segir Einar. sbs@mbl.is
Endurskins-
böndin fjúka
og frjósa
Ljósmynd/Birgir Hauksson
Armbönd Lýsa vel og veita öryggi
en eiga ekki að liggja á víðavangi.
Í hundraðavís í
Ósabotnum og víðar
„Það hefur safnast upp viðskiptaskuld Hraunbúða sem
nemur 300 til 400 milljónum vegna hallareksturs frá
árinu 2010. Þannig er ekki hægt að halda áfram,“ segir
Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Hann
hefur tekið saman minnisblað um stöðu Hraunbúða og
samskiptin við ríkisvaldið til að fjalla um í fjölskyldu- og
tómstundaráði bæjarins.
Það álit er látið í ljós að meginvandi hjúkrunarheim-
ilisins sé tekjuvandi en ekki kostnaðarvandi. Elliði vekur
athygli á því að bærinn hafi ekki samning við ríkið um
þennan rekstur heldur annist hann á forsendum hefðar. „Öllum er ljóst að
það er lagaleg skylda ríkisins að annast heilbrigðisþjónustu aldraðra eins
og annarra. Við höfum ákveðið að óska eftir upplýsingum frá ríkinu um
það hvenær og hvernig það geti tekið yfir þennan rekstur. Við erum til-
búnir að vinna með ríkinu að því,“ segir Elliði.
Elliði vekur athygli á því að tvær heilbrigðisstofnanir ríkisins eru rekn-
ar í Vestmannaeyjum með tilheyrandi óhagræði í rekstri. Hann segist
hafa skilað heilbrigðisráðherra rekstrarlegri úttekt á áhrifum þess ef hún
yrði á einni hendi, óháð því hver myndi reka hana. Það myndi spara tugi
eða hundruð milljóna á ári. Nota mætti sparnaðinn til að efla heilbrigðis-
þjónustuna. „Það er brotalöm í rekstri þjónustu við aldraða, eins og hall-
inn á Hraunbúðum sýnir. Þá erum við einnig svo illa sett að hér í 4.300
manna Eyjabyggð er engin fæðingarþjónusta. Með rekstrarhagræðingu
mætti skapa svigrúm til að bæta úr þessu hvorutveggja.“
Ríkið taki yfir reksturinn
HÆGT AÐ SPARA MIKLA FJÁRMUNI MEÐ SAMEININGU Í EYJUM
Elliði Vignisson