Morgunblaðið - 08.02.2016, Side 10

Morgunblaðið - 08.02.2016, Side 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. FEBRÚAR 2016 Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is Margir spáðu vefnumLifðu núna ekki langlífiþegar Erna Indr-iðadóttir setti hann í loftið í fyrrasumar. Sjálf hafði hún tröllatrú á framtaki sínu, þótt – eða kannski einmitt vegna þess að fjöl- miðlar hafa árum saman, leynt og ljóst, lagt mestu áherslu á að höfða til yngri kynslóðanna. „Rétt eins og eldra fólk væri ekki til, ósýnilegt, læsi varla af nokkru viti, ætti sér það- an af síður áhugamál og kynni ekki einu sinni á tölvu – sem er mikill mis- skilningur,“ segir Erna. Hún fór þveröfuga leið og virðist hafa hitt í mark. Markhópurinn er eldri borgarar. Að minnsta kosti lifir Lifðu núna góðu lífi með málefni þeirra í brennidepli; fréttir, viðtöl og pistla. Einnig dægurmál af ýmsu tagi, menningu, tísku, förðun, hönn- un fjölskyldu- og húsnæðismál og hvers kyns samfélagsmál, fróðleik og skemmtilegheit. Frá öðrum sjónarhóli „Áhugamál eldri borgara eru í grunninn ekkert önnur en þeirra sem yngri eru, þau snúa bara öðruvísi við þeim enda sjá þeir lífið frá öðrum sjónarhóli,“ segir Erna og lætur þess getið að Lifðu núna sé öðrum þræði upplýsingavefur. Kveikjan að vefnum var sú að henni rann til rifja hversu lítið var fjallað um málefni eldri kynslóðar landsins, fordómar í hennar garð og almennt áhuga- og afskiptaleysi. Aukinheldur langaði hana til að „gera eitthvað sjálf“, en starfsferill Er ekkert gamalt fólk á Íslandi? Hugmynd Ernu Indriðadóttur um vefmiðil þar sem eldri borgarar, áhuga- og hagsmunamál þeirra væru í brennidepli gekk þvert á meginstrauma í netheim- um. Lifðu núna er um lífið eftir miðjan aldur og höfðar til hóps sem margir höfðu afskrifað sem markhóp. Erna vildi stuðla að því að gera eldra fólk sýnilegra og eyða fordómum sem víða verður vart í þess garð. Lifðu núna lifir núna góðu lífi. Getty Images Hippakynslóðin Þeir sem nú teljast til eldri borgara voru margir hverjir hippar á unglingsárum sínum – sumir eru jafnvel ennþá hippar. Getty Images Efri árin Fólk er heilsuhraustara og lifir lengur en kynslóðirnar á undan. Nokkur handrit og stakar teikningar af íslenskum dýrum og jurtum eftir Benedikt Gröndal eru varðveitt af Landsbókasafni Íslands – Háskóla- bókasafni, Þjóðminjasafninu og Nátt- úruminjasafni Íslandssýningu og eru sýnd saman í fyrsta sinn á sýning- unni Sjónarhorn í Safnahúsinu. Dýraríki Íslands er stærsta hand- ritið og inniheldur 107 arkir með teikningum af íslenskum dýrum. Handrit fuglabókar Benedikts, Ís- lenskir fuglar, hefur að geyma heild- aryfirlit yfir alla fugla sem sést höfðu á Íslandi svo vitað væri til ársins 1900. Benedikt raðaði myndefni sínu upp á hverri síðu og oft eru nokkrar teg- undir saman á mynd. Hverri teikn- ingu fylgir misítarleg lýsing sem Benedikt skrautskrifaði sjálfur auk þess að skrautskrifa titilsíðu og for- mála að handritum sínum. Benedikt Gröndal var fyrstur Ís- lendinga til að ljúka meistaraprófi í norrænum fræðum við Kaup- mannahafnarháskóla. Hann samdi kennslubækur í náttúrufræðum, var listaskrifari og teiknari og þjóðþekkt skáld. Benedikt var frumkvöðull í söfnun náttúrugripa og einn helsti hvatamaður að stofnun Hins íslenska náttúrufræðifélags árið 1889 og fyrsti formaður þess. Gripur febrúarmánaðar í Safnahúsinu Eggjabók Benedikts Gröndal Eggjabókin í Þjóðminjasafninu Íslensk fuglaegg ásamt eggjum aðkomu- fugla inniheldur 20 myndablöð með litmyndum af eggjum í náttúrulegri stærð. Ósk Vilhjálmsdóttir segir frá fyrir- huguðum sumarferðum Hálendis- ferða um Þjórsárver og Torfajök- ulssvæðið á kynningarfundi kl. 20 í kvöld, 8. febrúar, í Kvennaheimilinu Hallveigarstöðum. Gestir kvöldsins eru Gísli Már Gíslason líffræðingur sem skýrir frá náttúru og lífríki Þjórsárvera í máli og myndum og Sigmundur Einarsson jarðfræðingur sem lýsir undraveröld Torfajökulssvæðisins. Heitt á könn- unni og allir velkomnir. Hálendisferðir – kynningarfundur Gönguferðir sumarsins Morgunblaðið/Gísli Sigurðsson Fegurð Þjórsá er lengsta vatnsfall á Íslandi og eitt það vatnsmesta. Ástvinamissir getur átt sérstað hvenær sem er á lífs-leiðinni. Sorg er sálfræðilegt viðbragð við ástvinamissi. Þegar ást- vinur deyr og sterk tengsl rofna get- ur það haft áhrif á allar hliðar lífsins og mikilvægt að aðlagast breyttum aðstæðum. Það er algeng hugmynd að sorg- arferli eigi sér stað í stigum. Margar kenningar fjalla um sorgarstigin, yfirleitt frá þremur til fimm stigum. Sumir upplifa fyrst áfall eða dofa, síðan kemur tímabil depurðar og mikils saknaðar. Yfirleitt dregur úr afneitun, þrá, depurð og reiði eftir því sem fólk meðtekur andlátið. Lokastigið er alltaf einhvers konar úrlausn sorgarinnar. Styrkleiki og tímalengd sorgarferlisins fer eftir mörgum þáttum eins og persónu- gerð einstaklingsins, tengslum við þann látna og kringumstæðum and- láts. Úrvinnsla sorgar Eðlilegt sorgarferli getur tekið mánuði og jafnvel nokkur ár. Sér- fræðingar í sorg leggja til í auknum mæli að það sé eðlilegt og heilbrigt að viðhalda tengslum við þann látna. Úrvinnsla sorgar felur ekki í sér að gleyma þeim látna, draga úr vænt- umþykju í garð hans eða rjúfa tengslin. Um helmingur þeirra sem missa ástvin upplifa ekki mikið til- finningalegt áfall og dofa, meðtaka missinn og aðlagast breyttum að- stæðum. Yfirleitt upplifa þessir ein- staklingar ekki fyrstu stigin, áfallið og depurðina. Meginviðbrögð þessa hóps er samþykki á andlátinu og endurhvarf til daglegs lífs. Þessi við- brögð leiða ekki af sér seinkuð sorg- arviðbrögð eins og áður var haldið. Rannsóknir sýna að seinkuð sorg- arviðbrögð eru mjög sjaldgæf. Þannig ætti hvorki að líta á harkaleg sorgarviðbrögð né skort á þeim við andlát sem vísbendingu um frekari vanda. Depurð og svefnleysi Sorgarferlið er álitið vandamál ef það er of öflugt eða varir of lengi. Sorgarviðbragð getur verið mjög öflugt og getur falið í sér mismun- andi tímabil dapurleika, svefnleysis, þreytu, einbeitingarskorts og lyst- arleysis. U.þ.b. 30% þeirra sem missa ástvin upplifa mjög sterk sorgarviðbrögð í kjölfar ástvina- Sálfræðilegt viðbragð Heilsupistill Bryndís Einarsdóttir sálfræðingur Ryðfrí samtengi Smiðjuvegi 66 • Kópavogi • 580 5800 • www.landvelar.isFuruvöllum 3 • Akureyri • 461 2288 Varanleg tengi fyrir flestar gerðir af pípum og rörum. Auðveld samsetning og alvöru þétting.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.