Morgunblaðið - 08.02.2016, Síða 14

Morgunblaðið - 08.02.2016, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. FEBRÚAR 2016 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Hin nýjaríkisstjórnsósíalista í Portúgal samþykkti á fimmtudaginn drög að nýjum fjár- lögum þar sem snúið var baki við aðhaldsaðgerðum þeim sem haldið hefur verið uppi af hálfu Evrópusambandsins á síðustu árum. Drögin brjóta beinlínis í bága við reglur sambandsins um að halli á ríkissjóði megi ekki fara yfir 3% af landsframleiðslu. Það var því talið líklegt að framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins myndi setja ofan í við Portúgala, ef ekki beita neit- unarvaldi á þau þegar hún kom saman á föstudaginn, en af því varð ekki. Framkvæmdastjórn- in samþykkti drögin, eftir að portúgölsk stjórnvöld höfðu gefið eftir á síðustu stundu og skorið niður til að nálgast 3% markið, en gaf til kynna að rík- isfjármál Portúgals yrðu reglu- lega undir smásjánni. Ýmsir heimildarmenn í Brussel höfðu þá ljóstrað því upp á samfélagsmiðlum að Portúgalar hefðu meðal annars hótað því að fella nýgerðan „samning“ við Breta ef þeir fengju sínu ekki fram. Þó að fremur ólíklegt þætti að Portú- galar myndu láta verða af slíkri hótun er ekki jafn ólíklegt að slík hótun hafi verið sett fram. Sú staðreynd ein og sér að ríkisstjórn Portúgals samþykkti fjárlagafrumvarp sem gengur svo gegn aðhalds- stefnu Bruss- elvaldsins, er enn ein vísbending þess að í sunnanverðri álfunni er að verða vart verulegs óþols gagnvart þeim aðhaldsaðgerðum sem sambandið hefur staðið að und- anfarin ár, einkum að undirlagi Þjóðverja. Annað dæmi um þetta er að Matteo Renzi, forsætisráðherra Ítalíu, hefur látið í veðri vaka að stjórn hans muni ekki hnika til neinum af sínum fjárlaga- tillögum, jafnvel þó að þar væri einnig snúið af braut aðhalds- ins. Þá hefur einnig verið varað við því að Spánverjar séu á hál- um ís með sín fjárlög, en at- vinnuleysi er þar í hæstu hæð- um. Þetta ætti svo sem ekki að koma á óvart. Síðustu ár hafa staðfest að þónokkur gjá er á milli efnahags ríkjanna í Suður- og Norður-Evrópu, hinum síð- arnefndu í vil. Aðhaldsaðgerðir Evrópusambandsins hafa því bitið mun harðar í sunnanverðri álfunni en í ríkjum Norður- Evrópu, við litlar vinsældir í suðri. Afstaða Portúgala og Ítala gæti því verið fyrsta merkið um að ríki Suður-Evrópu væru tilbúin til þess að gera „upp- reisn“ gegn aðhaldsaðgerðum norðursins. Bætist þá enn eitt bálið við, sem Evrópusam- bandið þarf að slökkva. Suður-Evrópa andmælir kröfu um aðhald úr norðri} „Uppreisn“ innan Evrópusambandsins? Sérstök nefnd umólögmætar fangelsanir hefur nú skilað áliti sínu á máli Julians Ass- ange, eins af stofn- endum WikiLeaks-síðunnar, en hann hefur flúið réttvísina í sendiráði Ekvadors í um það bil þrjú ár. Álit nefndarinnar, sem hefur enga lagalega þýðingu í Bretlandi, var það að Assange væri í raun í ólögmætu haldi í sendiráðinu og að hann ætti jafnvel rétt á bótum frá breska ríkinu. Hér hefur tekist að snúa mál- um allrækilega á haus. Mál Ass- ange hófst á því að tvær konur í Svíþjóð ákváðu árið 2010 að kæra hann fyrir alvarleg kyn- ferðisbrot. Eftir að Assange hafði verið yfirheyrður einu sinni af lögreglunni ákvað hann að flýja land, áður en rannsókn lauk og yfir til Bretlands. Þegar hann neitaði að fara aftur til Svíþjóðar í frekari yfirheyrslu var gefin út evrópsk hand- tökuskipun á hendur honum. Assange reyndi fyrir öllum dómstigum Bretlands allt upp í hæstarétt að fá þeirri handtöku- skipun hnekkt, án árangurs. Þegar öll önnur úrræði þraut ákvað hann sjálfur að hefja sig yfir lögin og leita hælis í sendiráði Ekvadors í London. Allan þennan tíma hafa Svíar gert það sem þeir hafa getað til að Assange þyrfti að lúta sömu lögum og aðrir menn. Afsökun Assange, um að hann vilji ekki vera framseldur til Svíþjóðar, því að þaðan verði hann framseldur til Bandaríkj- anna, stenst enga skoðun. Að sænskum lögum má ekki fram- selja menn fyrir „pólitíska“ glæpi. Raunar væri mun auð- veldara fyrir Bandaríkin að fá hann framseldan frá Bretlandi, en engin slík framsalsbeiðni liggur fyrir. Samsæriskenn- ingin fellur því um sjálfa sig. Eftir stendur því að sérstök nefnd Sameinuðu þjóðanna hef- ur ákveðið að lítillækka sig í þágu manns sem er nú á flótta undan réttvísinni í ríkjum í Evrópu. Í áliti nefndar SÞ er málum snúið algerlega á haus} Assange og réttvísin H vort ætli sé betra?“ spurði ég konuna mína. „Ég veit það ekki!“ Fyrir framan okkur voru tveir bleyjupakkar, hvor frá sínu fyrirtækinu, ætlaðir ný- fæddum börnum á bilinu 2-5 kíló. Aðeins ann- ar þeirra gæti endað í innkaupakörfunni og farið þaðan í töskuna góðu, sem inniheldur allt sem við þurfum þegar loksins verður farið á fæðingardeildina. Og valið var alls ekki auðvelt. Við fyrstu sýn virtist sem að báðir pakkarnir væru nokkurn veginn eins, með mynd af einhverju krúttlegu nýfæddu barni að geispa. „Þessi er með svona plássi fyrir naflann,“ sagði hún. Jess! 1-0 fyrir Libero! „Æ, þessi líka.“ 1-1. „Þessi er með svona rönd sem sýnir þegar barnið er búið að pissa!“ 2-1. „Þessi líka.“ 2-2. „Það eru fimm stjörnur á þessum pakka!“ Þannig gekk það fram og til baka, dágóða stund enda um afdrifaríka ákvörðun að ræða, sem gæti skipt sköpum fyrir framtíðina. Verðum við Pampers-fólk eða pössum við kannski betur í Libero-hópinn? Verðum við ekki ann- ars örugglega að velja okkur bleyju-lið og halda með því í gegnum þykkt og þunnt? Í stöðunni 5-5 kíkti ég á stykkjakostnaðinn. 23 krónur á bleyju gegn 26. Ekki nógu afgerandi munur til þess að skipta máli. „Æ, úllen dúllen doffum þetta bara.“ Niður- staða fengin með hlutkesti. Þegar stóra bleyjumálið var frá, tók næsta barátta við. Áttum við blautþurrkur? Já, en eru þær af réttri tegund? Skiptir máli hvort það er mynd af barni á þeim eða ekki? Af hverju er api framan á þessum pakka? Nota þeir blautþurrkur? Og svo koll af kolli. Þurfum við ekki talkúm? Hvar fæst talkúm? Af hverju sé ég það hvergi? Æ, það er víst komið úr tísku að nota talkúm frétti ég síðar. En mig langaði til þess að prófa talkúm! Þannig er hver stórákvörðunin tekin á fæt- ur annarri. Einhverra hluta vegna fæ ég á til- finninguna að væntanlegur notandi muni ekki hafa mikla skoðun á því hvort við höfum valið rétt eða rangt að þessu sinni. Engu að síður finnst manni eins og allt upp- eldið geti oltið á því hvort Pampers eða Libero verði fyrir valinu. „Hvers vegna leiddist þú út á glæpabrautina?“ „Ja, það byrjaði allt þegar foreldrar mínir keyptu á mig vitlausa tegund af bleyjum, meðan ég var enn í móðurkviði.“ Þar sem við hjónin erum bæði yngst í systkinahópnum höfum við ekki mikla reynslu af því að passa börn, og verðum því alltaf að leita ráða hjá okkur reyndara fólki. Gallinn er bara sá að ef þú spyrð tíu manns um ráð um barnauppeldi ertu vís til að fá tíu mismunandi svör, öll rökstudd á hinn fínasta hátt. Það besta sem maður getur einhvern veginn vonast eftir er að ákvarðanirnar sem við tökum fyrir hönd hins ófædda barns séu allar svona nokkurn veginn í lagi. Að þetta muni allt saman reddast. Og að það valdi ekki barninu varanlegum skaða, þó að fyrstu bleyjukaupin hafi verið ákvörðuð með úllen dúllen doff. sgs@mbl.is Stefán Gunnar Sveinsson Pistill Pampers eða Libero? STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen VIÐTAL Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fyrsta verkefni nýs skóg-ræktarstjóra verður aðleggja niður Skógrækt rík-isins og koma nýrri stofn- un á laggirnar undir heitinu Skóg- ræktin. Frumvarp umhverfis- ráðherra þessa efnis er væntanlegt fyrir Alþingi á næstunni og er miðað við að undir hatti nýrrar stofnunar verði sameinuð verkefni Skógræktar ríkisins og fimm landshlutaverkefna í skógrækt, en þau sjá um framlög og þjónustu við skógrækt á lögbýlum um land allt. Með þessari sameiningu verður megnið af skógrækt í landinu komið undir einn hatt. Þröstur Eysteinsson tók við sem skógræktarstjóri um áramót af Jóni Loftssyni. Hann er sérfræðingur í trjákynbótum og var áður sviðsstjóri þjóðskóganna hjá Skógrækt ríkisins. Áður starfaði hann m.a. sem héraðs- fulltrúi hjá Landgræðslu ríkisins og kennari á Húsavík. Þröstur segir að í frumvarpsdrögum sé miðað við að sameinuð stofnun taki til starfa 1. júlí næstkomandi. Hann segir að eðlilega snúi mörg verkefni að undirbúningi þessarar sameiningar og þau séu efst í verk- efnabunkanum á skrifborðinu. Í mörg horn sé að líta og talsvert um fundahöld. Almennt segir hann að hugur sé í skógræktarfólki og í fyrsta skipti í mörg ár sé aukning í fjár- magni til skógræktar í fjárlögum 2016. Skref upp á við eftir langa bið „Framundan er að koma krafti í gróðursetningu á nýjan leik,“ segir Þröstur. „Núna er aukning á fjár- lögum upp á rúmar 30 milljónir króna til skógræktar vegna kolefnisbind- ingar og síðan upphæð til að mæta launahækkunum vegna kjarasamn- inga. Þessar 30 milljónir duga til að gróðursetja í 100 hektara og eftir langa bið erum við að stíga skref upp á við í fyrsta skipti í nokkuð mörg ár. Skógræktarstarfið var í raun með raunlækkun á fjárlögum frá árinu 2005 og í krónum talið síðan með fjár- lögum ársins 2010. Það tekur ákveðinn tíma að koma ferlinu í gang aftur því plöntu- framleiðsla tekur 1-2 ár í gróðr- arstöðvum. Það þýðir að þó aukið fjármagn komi inn núna getum við ekki aukið gróðursetningu að ráði fyrr en á næsta ári, 2017. Við náum ekki á einu bretti því magni sem gróðursett var árlega fyrir hrun, en þetta er jákvætt skref og við vonum að þau verði fleiri.“ Fólki verður ekki fækkað Um fyrirhugaða sameiningu segir Þröstur að mikilvægt sé að vanda til verka svo vel megi takast til. Byrjað verði á því að segja upp öllum starfsmönnum Skógræktar ríkisins og landshlutaverkefnanna. Þeim verði síðan öllum boðin störf hjá nýrri stofnun og í hvívetna verði farið að samkvæmt lögum og samningum um réttindi og skyldur starfsmanna. Ekki sé ráðgert að fækka fólki. Nú eru rúmlega 40 fastráðnir starfsmenn hjá Skógræktinni og um 20 hjá landshlutaverkefnunum. Árs- verkin verða 70-80 hjá nýju stofn- uninni, að meðtöldu sumarstarfsfólki, auk þess sem tugir ársverka eru hjá skógarbændum og verktökum. Skóg- ræktin verður með starfsstöðvar í öll- um landshlutum eins og áður, þær stærstu á Egilsstöðum, Mógilsá, Ak- ureyri og Selfossi. Eftir samein- inguna verður Skógræktin í fyrsta sinn með starfstöð á Vestfjörðum, sem er núverandi skrifstofa Skjól- skóga á Þingeyri. „Á síðustu árum höfum við byrj- að að nýta skógarauðlindina,“ segir Þröstur. „Við þurfum að halda áfram að fjárfesta í innviðum og eignast hagkvæmar vélar. Ég legg áherslu á að ná betri árangri í lifun og vexti trjáa og nota fyrst og fremst þann efnivið, tegundir og kvæmi sem vaxa vel hérna og skerpa sýnina í ræktun og rannsóknum. Við þurfum líka að koma rannsóknarniðurstöðum betur á framfæri við þá sem eru að vinna verkið, t.d. í gróðursetningu. Þannig náum við árangri.“ Aukinn kraftur á ný í gróðursetningar Ljósmynd/Pétur Halldórsson Skógræktarstjóri Þröstur Eysteinsson í skóginum í Skarðdal í Siglufirði. Spurður hvort hann telji að frekari sameining verði á næstu árum, t.d. Skógræktarinnar og Landgræðslu ríkisins, segist Þröstur ekki sjá það fyr- ir sér. „Þessi spurning kemur alltaf upp annað slagið og sumum finnst slíkt vera borðleggjandi. Þegar hlutirnir eru skoðaðir kemur í ljós að slík sameining væri bæði erfið og flókin. Þrátt fyrir að hægt sé að benda á einhverja skörun þá er hún þrátt fyrir allt ekki ýkja mikil. Ekki má heldur gleyma því að stofnanirnar eiga í sam- starfi og ég hef einsett mér að vinna að því að efla samstarf um skilgreind verkefni. Hekluskógaverkefnið er einn snertiflötur þessara stofnana og um það er gott samstarf og slíkum snertiflötum mætti fjölga.“ Efla mætti samstarf SAMEINING VÆRI FLÓKIN

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.