Morgunblaðið - 08.02.2016, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 08.02.2016, Qupperneq 22
22 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. FEBRÚAR 2016 Arnbjörg Hlíf Valsdóttirleikkona hefur unniðsem leiðsögumaður síð- asta árið. „Ég er að vinna fyrir Grayline og þetta eru alls konar ferðir. Núna er mest um norð- urljósaferðir og gullna hring- inn. Svo koma hingað skólahóp- ar að læra um jarðfræði og sögu og fleira og ýmsir sérhópar sem vilja skoða ákveðna staði eins og Reykjavík eða staði úti á landi. Þetta er mjög fjölbreytt og skemmtileg vinna og góð til- breyting frá leikhúsinu. Þetta hefur verið ofboðslega góður lærdómur og ég er að vinna með frábæru fólki. Ég hef unnið í leikhúsi alla tíð síðan ég var 11 ára og var orðin frekar þreytt, held ég megi segja. Bara mjög leiðinleg! Ef maður er alltaf í því sama getur mað- ur orðið svolítið þröngsýnn. Það er alltaf gott að breyta til.“ En hjálpar leiklistin ekki til í starfinu? „Jú, svo sannarlega. Það hjálpar að geta verið snöggur að bregðast við ýmsu óvæntu sem kemur upp á eins og gerist á leiksviðinu en í leiðsögustarfinu er maður samt ekki í neinu hlutverki. Þarna er maður algjörlega maður sjálfur og maður þarf að geta tekið ábyrgð og vera með allt á hreinu en einnig að vera skemmtilegur og almennilegur. Fólkinu líkar það best þegar maður er með því í ferðinni og er að njóta þess sama og þau eru að gera. Þarna er ég að vinna með fólki frá öllum heimshornum og það er dásamlegt að upplifa Ísland í gegnum svona áhugasamt fólk. Fyrir utan hvað ég hef lært mikið af mínum frábæru vinnufélögum.“ Áhugamál Arnbjargar hafa alltaf tengst leiklist, söng og dansi og einn- ig útiveru. „Svo það er gaman að geta sameinað þetta í vinnunni. Ég var ennþá að leika þegar ég byrjaði að leiðsegja og mig langar að leika aftur. Mínum frítíma eyði ég yfirleitt með dóttur minni og fjölskyldu. Við förum mikið í sund og mikið á skíði og svo finnst mér afskaplega gaman að dúlla við heimilisstörfin og hafa það notalegt.“ Þegar blaðamaður ræddi við Arnbjörgu fyrir helgi þá var hún ekki bú- in að ákveða hvað hún ætlaði að gera í tilefni dagsins. „Það hefur verið svo mikið að gera og tíminn svo fljótur að líða að ég var eiginlega ekki búin að átta mig á að afmælið væri að bresta á. Fannst mjög gaman að Morgunblaðið hefði samband til að minna mig á þetta. Ætli ég eigi ekki góða kvöldstund með fjölskyldunni, mig langar að fara og borða, helst á Grillinu sem var uppáhaldsstaður föður míns heitins og svo er aldrei að vita nema blásið verði til veislu síðar með hækkandi sól. Ég hef sjaldan verið eins spennt fyrir afmælinu mínu og held að næstu ár verði gæfurík, allavega mun ég gera mitt besta til að svo verði, ekki seinna vænna.“ Dóttir Arnbjargar er Vala Frostadóttir, 8 ára, og þær eiga hundinn Lappa. Gott að breyta til Arnbjörg Hlíf Valsdóttir er fertug í dag Afmælisbarnið Arnbjörg Valsdóttir. H alldór Guðmundsson fæddist í Reykjavík 8. febrúar 1956. Hann bjó með foreldrum sínum í Bonn í Þýska- landi og sótti skóla þar árin 1963- 1968 en þá fluttust þau aftur til Íslands. Halldór var í gagnfræðaskóla í Álftamýrarskóla, tók landspróf við Ármúlaskóla og stúdentspróf frá Menntaskólanum við Tjörnina 1975. Hann lauk BA-prófi í almennri bók- menntafræði með íslensku sem aukagrein 1979 og tók mag.art.-próf í almennri bókmenntafræði frá Kaupmannahafnarháskóla 1984. Halldór var útgáfustjóri Máls og menningar og síðar Eddu – útgáfu 1984-2003. Hann vann auk þess við stundakennslu við Háskóla Íslands, í íslensku og almennri bókmennta- Halldór Guðmundsson, forstjóri Hörpu – 60 ára Morgunblaðið/Kristinn Í Hörpu „Harpa er síbreytilegt hús, bæði að ásýnd og innihaldi, en hún er eign almennings í landinu og þannig eigum við sem þar störfum að hugsa um hana,“ segir Halldór Guðmundsson. Húsvörður í helsta djásni Reykjavíkur Afi og amma Halldór og Anna með yngstu barnabörnin, Silvíu og Eddu. Tvíburarnir Ragnar Smárason, starfsmaður HÍ og Örva starfsþjálfunar, og Stef- anía Smáradóttir, þroskaþjálfi og teymisstjóri í búsetunni Jöklaseli, eiga 25 ára afmæli í dag. Þau ætla að njóta dagsins saman og borða bollur. Árnað heilla 25 ára Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Frá morgni líkama og sál fyrir alla fjölskylduna í þínu hverfi t i l kvölds Sími: 411 5000 • www.itr.is Fyrir líkama Laugarnar í Reykjavík

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.